Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
3
Menntamálaráðherra um byggingu skóla fyrir vangefna:
„Viljum gjarnan að þetta hús Sssr
^•1 jjl LL á skóla fyrir
verði skreytt skemmtilega Si
Tillaga að 50
ferm veggskreyt-
ingu Einars
Hákonarsonar
til athugunar
hjá ráðherra
„Listaverkinu á skóiann sem ver-
ið er að byggja í Safamýri fyrir
vangefin börn hefur ekki verið
hafnað. málið er til athugunar og
ég mun taka ákvörðun i málinu
strax eftir helgi,“ sagði Ingvar
Gislason menntamálaráðherra i
samtali við Morgunbiaðið i gær-
kvöldi þegar hann var inntur eftir
ástæðu fyrir þvi að ráðuneytið hefði
hafnað því að verkið yrði sett á
húsið eins og fram kemur hér á
eftir i samtali við aðila að byggingu
hússins.
„Hér er um að ræða dýrt mynd-
verk," sagði menntamálaráðherra,
„og málið kom upp löngu fyrir minn
dag í ráðuneytinu. Það var fyrst í
dag (föstudag) sem málið er lagt
fyrir mig og því hefur ekki verið
neinn tími til þess að meta það og
tek mér tíma til þess um helgina. Við
viljum gjarnan að þetta hús verði
skreytt skemmtilega og við viljum
að sjálfsögðu virða fyrir okkur
verkið, listrænt gildi þess og kostn-
aðaráætlun."
Hugmyndin að umræddu lista-
verki er eftir Einar Hákonarson
listmálara og þar sem hugmyndin
gerir ráð fyrir innfellingum í steypu
hússins er brýnt að taka ákvörðun
nú pegar þar sem komið er að þeim
hluta verksins. Magnús Ingi Ingv-
arsson arkitekt sagði aðspurður í
samtali við Mbl. í gær að á fundi fyrr
í vikunni hefði Magnús Kristinsson
formaður Styrktarfélags vangefinna
borið skilaboð frá menntamálaráðu-
neytinu sem hafnaði tillögunni þar
sem þeim þætti verkið of dýrt. Það
var rætt um það fyrir nokkuð löngu
síðan að fá listaverk á húsið á tvo
veggfleti sem snúa að Safamýrinni,"
sagði Magnús Ingi, „og eru þessir
fletir hvor um sig um 4x6 metrar.
Það var rætt við ráðuneytið um
þetta og því tekið vel, enda er gert
ráð fyrir því í lögum að verja megi
2% af byggingarkostnaði til list-
skreytingar. Stjórn Styrktarfélags
vangefinna og stjórn Lyngáss hafa
frá byrjun byggingar þessa húss
verið með í ráðum við teikningar og
fyrirkomulag hússins og ráðuneytið
bað Styrktarfélagið að hafa sam-
band við einn eða fleiri listamenn og
fá hugmynd að skreytingu hússins.
Varð Einar Hákonarson fyrir valinu.
Nokkuð skammur tími var til stefnu
en Einar brást fljótt og vel við og
skilaði hugmynd sem er táknræn
fyrir skóla, ástúð og þroska."
Byggingarkostnaður á skólanum
mun áætlaður 400—500 millj. kr. og
samkvæmt því er mögulegt að
skreytingin á þessa 50 ferm veggi
kosti um 10 millj. kr.
Morgunblaðið hafði samband við
Einar Hákonarson listmálara og
innti hann eftir áliti á gangi máls-
ins. Kvaðst hann lítið vilja segja um
málið, en fagnaði því að ráðherrann
hefði ekki afskrifað málið og teldi
húsið nógu merkilegt til þess að bera
skreytingu, því að ráðuneytisstjór-
inn, Birgir Thorlacius, hefði veri
búinn að afneita hugmyndinni og
hefði jafnframt sagt sér að það stæði
Styrktarfélaginu næst að greiða
kostnað við undirbúning verksins,
„eins og nokkrum manni detti í hug
að rukka slíkt hjálparfélag," sagði
listmaðurinn.
Ekki náðist í gær í Magnús
Kristinsson formann Styrktarfélags
vangefinna til þess að spyrja hann
um málið.
VERKFÆRASÝNING
I DAQ KLUKKAN 2—6
BOSCH
rafmagnsverkfæri
WOLFCRAFT
fylgihlutir
BRENNENSTUHL
Komið sjáiö sannfærist
unnai
SUDURLANDSBRAUT 16 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 91 - 35200 NAFNNR. 3338 - 2332