Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 15 vankunnáttu nema hvort tveggja sé. Fullyrða má, að árlega sé kastað á glæ hérlendis í mat- vælaiðnaðinum, að sjávarútvegi meðtöldum, verðmætum, sem sennilega nema jafnvel milljörð- um króna. Þetta má rekja til þekkingarleysis, trassa- og jafn- vel sóðaskapar þeirra, sem að framleiðslunni, dreifingunni og meðferð vörunnar vinna. Varð- andi matvælalöggjöfina og þær reglur sem gilda um hollustu- hætti og eftirlit á hinum ýmsu sviðum neysluvöru, framleiðslu og dreifingar, er ástandið væg- ast sagt óviðunandi. Nægir að benda á, að ekki færri en átta ráðuneyti (þ.e. Ileilbrigðis-, landbúnaðar-, sjávarútvegs-, dómsmála-, iðnaðar-, viðskipta-, samgöngu- og menntamálaráðu- neyti) gefa út lög og reglugerðir á þessu sviði um skyld efni. Af þessu leiðir, að algengt er, að mismunandi kröfur eru gerðar eftir því, hvaða ráðuneyti gefur reglurnar út. Heildaryfirsýn yfir vandamálin vantar og mörg dæmi eru um ófullnægjandi samstarf aðila. Þá er mikið um skörun eða minna óvirkt. Eftir- litsaðilar veigra sér af eðlilegum ástæðum við að fara inn á verksvið, sem óljóst er hver hefur lögsögu yfir. Niðurstaða þessara hugleið- inga er því sú því miður, að brýnna úrbóta er víða þörf. Hef ég þá ekki síst í huga þá staðreynd, að lífsafkoma þjóðar- innar byggist fyrst og fremst á því, að neysluvörur okkar séu samkeppnisfærar á erlendum markaði, þar sem sífellt eru gerðar auknar gæða- og holl- ustukröfur til vörunnar. Ekki verður skilið við þetta efni án þess að tilraun verði gerð til þess, að benda á einhver ráð til úrbóta. Um endurbætur á heilbrigðis- og hollustulöggjöfinni er það að segja, að langt er komið samn- ingu nýs frumvarps sem ætlað er að koma í stað laganna frá 1969 um sama efni. Á Alþingi er þessa dagana til meðferðar frumvarp um aðbún- að, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Samkvæmt því verður allt eftirlit með aðbúnaði og hollustuháttum á vinnustöð- um falið nýrri ríkisstofnun, Vinnustaðaeftirliti ríkisins, sem mun þá leysa af hólmi Öryggis- eftirlit ríkisins. Hér er verið að taka af heilbrigðisnefndum það hlutverk sem þeim er falið að þessu leyti, samkvæmt lögunum frá 1969, um heilbrigðiseftirlit og holl- ustuhætti. Hollustueftirlit á vinnustöð- um yrði þar með klofið frá öðru hollustueftirliti, sem gert er ráð fyrir að áfram verði undir yfir- umsjón ríkisstofnunnar, sam- kvæmt því frumvarpi, sem mun verða tilbúið alveg á næstunni, eins og áður segir. Nöfn á stofnunum skipta hér ekki máli, heldur hitt að stefnt virðist að áframhaldandi skörun verkefna. Augljóst er að í mörg- um tilvikum verða verkefni þess- arra yfirgripsmikilla ríkisstofn- anna skyld og óljóst aðgreind. Eftirlit þeirra mun þar af leið- andi óhjákvæmilega ganga inn á hvors annars verksvið. Að óbreyttri stefnu vinnu- staðafrumvarpsins, er því hætt við að árangur endurskipulagn- ingar þessarar verði minni en efni stæðu til. Alþingi mun á næstunni fjalla um þessi tvö ofangreind frumvörp. Það ætti því ekki að vera of seint að kanna til hlýtar möguleika á frekari samræmingu þessara málaflokka. í stað ofangreindra stofnana virðist skynsamlegra að koma á fót einni deildaskiptri ríkis- stofnun, sem hefði yfirumsjón með verkefnum og málaflokkum á sviði vinnustaða, hollustu- verndar, neysluvörurannsókna og mengunarvarna. Með starfrækslu einnar ríkisstofnunnar ætti að mega vænta meiri árangurs, auk aug- ljósrar rekstrarhagræðingar vegna betri nytingar starfs- krafta, tæknibúnaðar, þjónustu, húsakynna o.s.frv. Þá er rétt að benda næst á þörfina fyrir vel menntaða og áhugasama eftirlitsmenn og ennfremur að til staðar sé full- nægjandi rannsóknaraðstaða á efna- og gerlasviðinu. Það stoðar nefnilega lítið að hafa matvæla- löggjöf, eða hollustulöggjöf, ef hæft starfsfólk með viðunandi aðstöðu er ekki fyrir hendi til þess að framkvæma hana. Litlir möguleikar eru t.d. til menntun- ar heilbrigðisfulltrúa hér á landi og mjög erfitt að sjá þeim fyrir fullnægjandi menntun erlendis, eftir að sænski heilbrigðiseftir- iitsskólinn, í sinni fyrri mynd var lagður niður og í staðinn kom þriggja ára háskóli. Skil- yrði til menntunar og þjálfunar annarra eftirlitsmanna í mat- vælaiðnaði er einnig óviðunandi og þarfnast endurskipulagn- ingar. Rannsóknaraðstaðan er þann- ig, að Matvælarannsóknir ríkis- ins geta aðeins annast hluta af þeim rannsóknum, sem nauðsyn- legar eru á neysluvörum þ.e. gerlarannsóknir. Hinsvegar er ekki aðstaða til efnarannsókna |j eða til að fylgjast með aukaefn- 1 um í matvælum, enda þótt það sé verkefni stofunarinnar, lögum samkvæmt. Hér þurfa því heil- brigðisyfirvöld og fjárveitinga- vald að bregða skjótt við. Næst skal bent á þá nauðsyn, fj að það starfsfólk, sem vinnur í Jf matvælaiðnaðinum sé starfi sínu l| vaxið og eigi kost á nauðsynlegri |j menntun, fræðslu og starfsþjálf- |f| un. Á undanförnum árum hefur! || auknum mæli verið reynt að halda námskeið fyrir þetta starfsfólk, en því fer fjarri að hér sé nóg að gert. Starfsmaður- |j inn þarf að skilja og hafa þekkingu á því, hvað röng með- ferð matvæla getur haft í för með sér, annars vegar í formi - hugsanlegrar sýkingar (matar- |J eitrunar) og hins vegar í formi gallaðrar vöru, samfara aukinni vörurýrnun. Þá verður að lokum getið síðasta hlekksins í þessari keðju, en það er neytandinn sjálfur, eða |! m.ö.o. almenningur í landinu. ( Það er skoðun mín, að ástand í hollustuháttum þjóðarinnar markist að verulegu leyti af því, hvaða kröfur almenningur gerir þar að lútandi. Heilbrigt aðhald |J neytenda og fjölmiðla er árang- ursríkara en heill her eftirlitsað- ila. Og þá er komið að lokaspurn- || ingunni: Hvernig á að skapa nógu sterkt almenningsálit, sem gj bætt getur ástandið í þessum málum, almenningsálit, sem stuðlar að betri vöruverndun, ekki einungis er varðar útflutn- | ingsvörur okkar, heldur einnig vörur til neyslu innanlands? Ótal leiðir þarf að stilla saman |j til þess að ná þessu marki og er erfitt að meta hver þeirra er árangursríkust. Mín skoðun er sú, að fyrst og fremst þurfi að stórauka fræðslu, upplýsinga- starfsemi og réttan áróður í fjölmiðlum og þá sérstaklega í sjónvarpi. Verulegs árangurs er þó vart að vænta fyrr en sú kynslóð, sem fær þessa auknu fræðslu, strax við upphaf skóla- göngu sinnar, verður vaxin úr grasi. Þá munu starfsmenn í mat- vælaiðnaðinum og neytendur í landinu hafa ríkari þrifnaðark- ennd og meiri ábyrgðartilfinn- ingu fyrir gildandi lögum og reglum en nú er. Þessi þróun mun ekki einungis stuðla að betri meðferð neyslu- vara, auknum vörugæðum og meiri verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið, heldur einnig verða til þess að bæta heilsufar lands- manna almennt. Heilbrigðiseftirlitið mótf allið sjálfsaf- greiðslu á saltkjöti I ■AmhbOtvarpi i tm im- -l* <w -Zf HeMnrðu að maðnr vltl ekkl hvar þú Uetur bertu Mtana, góði? Margir hafa gaman af að fást við uppeldi trjáplantna í smáum stíl og ýmsir kunna að hafa löngun til að reyna slkt, og því er grein þessi skrifuð. Trjáplöntum má fjölga með fernu móti: Með sáningu fræs, ágræðslu, sveig- græðslu eða græðlingum. Rækt- un af græðlingum er mjög auð- veld þar sem henni verður við komið,og því mun einkum fjallað um hana í því, sem á eftir fer. Sáning trjáfræs er sú fjölgun- araðferð, sem mest er notuð, en þar eð uppeldið tekur 4—6 ár munu fæstir hafa þolinmæði til að fást við hana. Enda verða Fáein orð um uppeldi trjáplantna menn þá að kynna sér hana af bókum og sjá og læra'af því, sem unnið er að þessu í gróðrastöðv- um. Ágræðsla er mjög mikið notuð í garðyrkju, en það er handverk sem krefst mikillar æfingar og er ekki á allra færi. Sveiggræðsla er seinleg og lítið um hönd höfð. Fjölgun plantna með græðling- um er fólgin í því að skornar eru greinar af trjám og runnum síðla vetrar og þær bútaðar í hæfilega langa stilka, sem geymdir eru í rökum sandi uns jörð er orðin hæfilega hlý til að setja þá niður. Nú eru það ekki nema fáar tegundir, sem ræta sig auðveld- lega á þennan hátt, en svo eru aðrar tegundir, sem ræta sig af greinum, skornum á miðju sumri. Alaskaösp og nær öllum víði- tegundum er mjög auðvelt að fjölga með græðlingum á vori. Ennfremur mörgum tegundum runna svo sem ribsi, sólberjum, geitblöðungum, kvistum (spir- eum), rósum o.fl. Reyni og sitka- greni má líka fjölga á þennan hátt, en búast má við töluverðum afföllum af þeim græðlingum. Fjölga má álmi og birki af sumargræðlingum, sem skornir eru af sumarsprotunum á miðju sumri í þann mund er þeir byrja að viðast. Þeir eru settir í vatn um leið og skurður fer fram og síðan beint í jörð svo fljótt sem verða má. Vorgræðlinga á að skera úr eins og tveggja ára vel þroskuð- um greinum, gildum miðað við lengd. Þeir mega vera 12—18 sm á lengd og er best að hafa þá sem jafnasta. Skera þarf græðlingana af áður en safi fer að renna um greinar, og er því mars og fyrri hluti apríl hentugur tími til skurðar. Græðlingarnir eru síðan bundnir í knippi, 10—20 í hvert, og verða þeir allir að snúa á sama veg. Knippin eru sett í rakan sand í fötu eða kassa og er vænlegast til góðs árangurs að þau standi lóðrétt í sandinum og að neðri endi greinanna viti niður en ekki upp. Rótarmyndun verður betri og kröftugri, ef bessa er gætt. Græðlingarnir eru geymdir úti eða á köldum stað í kjallara, og mega endar þeirra ðkki standa upp úr sandinum. Þegar komið er vel fram á vor er tímabært að setja græðl- ingana niður. Þá skal setja í mjög frjóa og sandblandna mold, sem hefur verið stungin upp nokkrum sinnum og blönduð húsdýraáburði. Gert er beð, um 1.5 m á breidd en lengd eftir atvikum, og um það smíðaður rammi úr 2.5 sm þykkum borð- um. Hæð rammans fer eftir þvi, hve lengi menn vilja skýla plönt- unum, en best er að hafa græðl- ingana undir plasti eða gleri meðan þeir eru að koma til. Beðin eiga að vera á sólríkum og skýldum stað. Þegar sólfar er mikið skal þess gætt að loftið undir plastinu eða glerinu hitni ekki um of og verður að létta á því, ef svo fer. Græðlingunum er ýmist stung- ið beint niður eða lítið eitt á ská og síðan er þjappað að þeim. Eftir þetta er hirðing aðeins fólgin í vökvun í þurrki og arfa- og grasreytingu. Undir haust er sandur borinn á beðið og mosi eða torf lagt ofan á milli raða. Næsta vor er svo ákveðið hvort græðlingarnir skuli standa eitt sumar enn í beðinu, eða þeim skuli plantað út. Fer það ein- göngu eftir þroska plantnanna. Mjög oft má gróðursetja þær stærstu á framtíðarstaðina en flytja þær smærri í annað beð og nota svo gamla beðið undir nýja græðlinga. Þó skyldu græðlingar af greni ekki teknir úr beði fyrr en þeir eru tveggja ára að öllu jöfnu. Þeir eru lengi að mynda rætur og þola illa flutning fyrr en þeir eru nægilega stórir og þroskaðir. Að framan var minnst á sumargræðlinga. Til þess að ræktun þeirra takist vel þurfa menn helst að hafa vermireiti, en það eru kassar, sem eru hitaðir að neðan með lagi af hrossataði. Verður að útbúa þá fyrir mitt sumar, en um alla gerð þeirra verður að vísa til garðyrkjurita svo sem Skrúðgarðabókina eða Bjarkir eftir Einar Helgason. Fjölga má flestum trjátegundum á þennan hátt, en sumargræðl- ingar þurfa meiri umhyggju en vorgræðlingar og betri vetrar- umbúnað. Rótarvöxt má örva með notkun hormóna. Þeir, sem ætla að byrja á ræktun græðlinga, ættu ekki að færast of mikið í fang fyrsta árið en vanda vel til þess, sem gert er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.