Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
35
Teikning aí stöðvarhúsi Bessagtaðaárvirkjunar.
Ari Björnsson, Egilsstöðum:
Bessastaðaár-
virkjun í Fljótsdal
Fyrirspurn til iðnaðarráðherra
Raforkumál Austfirðinga hafa
verið mikið til umræðu síðastliðin
sex ár. Rannsóknir hafa staðið
yfir í rúman áratug. Menn ætla
því að þessum rannsóknum fari að
ljúka, enda mun kominn fast að
milljarður í þann kostnað, svo
ætla mætti að niðurstöður væru
svo ljósar að hefjast mætti handa
við byggingu orkuversins.
Haustið 1974 var haldinn á
Eiðum aðalfundur sambands
sveitarfélaga á Austulandi, og má
segja að þar hefi verið lagður
grundvöllur að fyrsta áfanga
Fljótsdalsvirkjunar. Þá var Gunn-
ar Thoroddsen iðnaðarráðherra og
sat hann fundinn á Eiðum, síðan
er vitað að Gunnar Thoroddsen
var ævinlega hlynntur virkjun í
Fljótsdal, enda lög um Bessa-
staðaárvikjun sett þegar hann var
orkumálaráðherra árið 1974.
Alþýðubandalagið lýsti yfir
stuðningi við málið, og þegar
vinstristjórn var mynduð haustið
1978 fá Austfirðingar orkumála-
ráðherrann. Hjörleifur Gutt-
ormsson hefur verið eindreginn
stuðningsmaður virkjunarfram-
kvæmda í Fljótsdal og kemur það
meðal annars glöggt fram í grein
hans „Bessastaðaárvirkjun og svik
ríkisstjórnarinnar" sem birtist í
Austurlandi 16. febr. 1978 og segir
þar í upphfi orðrétt:
„Austfirðingar eru að vonum
orðnir langleitir eftir efndum á
fyrirheitum ríkisstjórnarinnar
um framkvæmdir við Bessastaða-
árvirkjun, sem Gunnar Thorodd-
sen vakti vonir um á aðalfundi
SSA þegar haustið 1974. Síðsum-
ars 1975 var látið að því liggja
eftir miklar rannsóknir á Fljóts-
dalsheiði, að framkvæmdir hæfust
að vori 1976, eða svo skildu menn
skyndiákvörðun um meiriháttar
vegalagningu upp á heiðina í ágúst
1975. A árinu 1976 var hins vegar
ekki krónu að finna til undirbún-
ings Bessastaðaárvirkjunar, ef frá
er talinn rekstur húsnæðis á
Grenisöldu. Á síðasta ári vöknuðu
stjórnvöld upp við að rannsóknum
væri ekki lokið vegna virkjunar-
innar, ekki síst með hliðsjón af
stórvirkjunum jökuiánna. Þeim
rannsóknum lauk sl. sumar og í
haust lágu niðurstöður og rann-
sóknir um fjárveitingar á borðum
valdamanna. Hönnuðir voru á
einu máli um, að ekkert stæði 'í
vegi fyrir frekari framkvæmda-
undirbúningi. Samt veitti ríkis-
stjórnin ekki krónu til verksins í
ár, þótt enn verði að vænta þess að
ráðherrarnir sjái að sér og standi
við gefin heit. Hætt er þó við að
það verði ekki annað en katta-
þvottur íljósi kosninga".
Þegar Hjörleifur Guttormsson
varð orku- og iðnaðarráðherra í
vinstristjórninni 1978, töldu Aust-
firðingar að virkjun í Fljótsdal
væri komin í höfn. Forystumenn í
orkumálum höfðu lýst því yfir að
hagkvæmasti virkjunarkostur
væri í Fljótsdal eftir að Hraun-
eyjafossvirkjun væri byggð.
Síðan gerist það að í fjárlaga-
frumvarpi Tómasar Arnasonar
var á árinu 1980 ætlaður 1,5
milljarður króna til Bessastaða-
árvirkjunar sem fyrsti áfangi í
Fljótsdalsvirkjun. Síðustu daga
Hjörleifs í iðnaðarráðuneytinu
ákveður hann Bessastaðaárvirkj-
un sem fyrsta áfanga í Fljótsdals-
virkjun. Eftir að vinstristjórnin
fór frá, tók Bragi Sigurjónsson við
rðherraembætti Hjörleifs og aft-
urkallar heimild fyrirrennara síns
um virkjun. Þá efnir Hjörleifur til
blaðamannafundar 15. október og
segir frá þessum fundi í Þjóðvilj-
anum 16. okt. orðrétt:
„Hjörleifur Guttormsson fyrr-
um iðnaðarráðherra sagði á blaða-
mannafundi í gær, að hann hefði
tekið þessa ákvörðun eftir að
starfshópur sérfræðinga í raf-
orkumálum hefði skilað áliti þar
sem fram kemur að Bessastaðaár-
virkjun, er hagkvæmasta virkjun-
in í landinu þegar Hrauneyjar-
fossvirkjun er fullbúin. Vegna
breyttra viðhorfa sé nauðsynlegt
að næsta virkjun á eftir Hraun-
eyjarfossvirkjun, komist í gagnið
árið 1985. Vænlegasti kosturinn í
því sambandi telur hópurinn vera
1. áfanga Fljótsdalsvirkjunar, sem
verður Bessastaðaárvirkjun.
Nú þegar er lokið undirbúningi
að virkjun Bessastaðaár og þar er
gert ráð fyrir að hún verði aðlöguð
fullnaðarvirkjun Jökulsár íFljóts-
dal. Rafmagnsveitum ríkisins er
falið að reisa og reka virkjunina".
Hvað er nú í veginum fyrir því
að hafist verði handa, og virkjað í
Fljótsdal. Væri nú æskilegt að fá
um það skýlaus svör frá Hjörleifi
Guttormssyni orku- og iðnaðar-
ráðherra, hvað hann ætlast fyrir í
þessu máli.
Ari Björnsson
Egilsstöðum
Sölu- og skiptimarkaður
frímerkjasafnara á Ak-
ureyri í dag kl. 14—17
FÉLAG frímerkjasafnara á Ak-
ureyri hefur ákveðið að taka upp
þá nýbreytni að efna til sölu- og
skiptimarkaðar, og verður hinn
fyrsti í dag að Hótel Varðborg
milli kl. 14-17.
Á þessum markaði verða til
sölu eða skipta frímerki, mynt,
jólamerki og póstkort, svo að
eitthvað sé nefnt.
Áður hefur félagið haldið upp-
boð á slíku efni, en gerir nú
tilraun með breytt fyrirkomulag
á sölu eða skiptum slíkra söfn-
unargripa.
Þessi markaður er öllum op-
inn, og vafalaust geta margir
gert þar góð kaup til uppfyll-
ingar í söfn sín.
Brlflge
Umsjón: ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Laugardaginn 8.3. ’80 fór BH
austur á Selfoss og keppti þar
við heimamenn á sex borðum.
Keppnin fór í alla staði mjög vel
fram og var hin ánægjulegasta.
Úrslit aðalkeppninnar:
Sævar Magnússon
— Örn Vigfússon 16—4
Aðalsteinn Jörgensen
— Haraldur Gestsson 16—4
Kristófer Magnússon
— Gunnar Þórðarson 17—3.
Magnús Jóhannsson
— Bjarni Jónsson 20—0.
Jón Gíslason
— Garðar Gestsson
5—Bridgefélag Hafnarfjarðar
74 stig.
Bridgefélag Selfoss 26 stig.
Úrslit sjötta borðs:
Vilhjálmur Einarsson
— Leif Österby 13—7.
Síðastliðinn mánudag hélt
Barometerinn svo áfram. Staðan
að loknum 10 umferðum:
Hörður Þórarinsson
— Halldór Bjarnason 137
Dröfn Guðmundsdóttir
— Erla Sigurjónsdóttir 120
Aðalsteinn Jörgensen
— Ásgeir Ásbjörnsson 118
Magnús Jóhannsson
— Bjarni Jóhannsson 102
Stefán Pálsson
— Ægir Magnússon 68
Kristófer Magnússon
— Björn Eysteinsson 58
Friðþjófur Einarsson
— Halldór Einarsson 51
Ingvar Ingvarsson
— Ægir Björgvinsson 45
Ragnar Halldórsson
— Jón Pálmason 43
Einar Sigurðsson
— Gísli Hafliðason 28
Stórmót BR
Stórmót Bridgefélags Reykja-
víkur hefst í dag klukkan 13 á
Hótel Loftleiðum, en spilarar
eru beðnir að mæta kl. 12.45 í
síðasta lagi. Mótið verður með
hefðbundnu sniði og sitja gest-
irnir fast og er það gert til þess
að áhorfendur fái betur fylgzt
með meisturunum.
Staðan í sveitakeppni sem
stendur yfir hjá BR er þessi
þegar 9 umferðum af 13 er lokijk
Sveit
Óðals 147
Jónasar P. Erlingssonar 142
Hjalta Elíassonar 116
Ágústs Helgasonar 114
Sigurðar B. Þorsteinss. 110
Keppninni lýkur nk. miðviku-
dag.
Bridgefélag
kvenna
Nú er lokið þremur umferðum
af fimm í parakeppni Bridgefé-
lags kvenna. Þrjátíu og sex pör
taka þátt í keppninni og er
spilað í þremur riðlum.
Efstu tólf pör eftir þrjár
umferðir skipa A-riðil í fjórðu
umferð og eru þau þessi:
Dóra — Guðjón 601.
Sigrún — Magnús 574
Kristjana — Guðjón 563
Unnur — Eggert , 558
Gunnþórunn — Þórhallur 558
Kristín — Jón 557
Halla — Jóhann 553
Sigrún — Ríkharður 546
Ingibjörg — Sigvaldi 534
Ósk — Dagbjartur 530
Sigríður — Jóhann 530
Lilja — Jón 524
Meðalskor eru 495 stig.
Bridgefélag
Breiðholts
Sl. þriðjudag var spilaður eins
kvölds tvímenningur og var spil-
að í tveimur 10 para riðlum.
Úrslit í A-riðli:
Helgi Skúlason
— Leifur Karlsson 127
Guðmundur Aronsson
— Jóhann Jóelsson 125
Helgi Magnússon
— Sigurjón N. Ólafsson 114
Úrslit í B-riðli:
Guðbjörg Jónsdóttir
— Jón Þorvaldsson 120
Ragnar Magnússon
— Sigurður Erlendsson 119
Jón Ásmundsson
— Erna Hrólfsdóttir 116
Nk. þriðjudag hefst firma-
keppni félagsins og eru allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Spilað er í húsi Kjöts og fisks í
Seljahverfi.
Barðstrendinga-
félagið í
Reykjavík
Eftir 15. umferð Barómeters-
keppninnar er röðin þessi:
Sigrún Straumland
— Kristín Kristjánsdóttir 100
Ragnar Björnsson
— Þórarinn Árnason 79
Baldur Guðmundsson
— Þorvaldur Lúðvíksson 72
Helgi Einarsson
— Málfríður Lórange 63
Ragnar Þorsteinsson
— Eggert Kjartansson 62
Hermann Ólafsson
— Sigurður Kristjánsson 42
Sigurbjörn Ármannsson
— Hröðmar Sigurbjörnsson 40
Föðurnöfn
Að gefnu tilefni eru blaða-
fulltrúar sem senda þættinum
fréttir beðnir að hafa föðurnöfn
spilara með. Þrásinnis hefir ver-
ið haft samband við umsjónar-
mann þáttarins til áréttingar
þessu og er það skiljanlegt með
þá sem vilja fylgjast með frétt-
um frá öðrum félögum en því
sem þeir spila hjá.
Karl Árnason forstöðumaður S.V.K.:
Af hverju IKARGUS?
I Morgunblaðinu, miðvikudag-
inn, 19. mars 1980 skrifar Magnús
H. Skarphéðinsson vagnstjóri
S.V.R. grein um strætisvagnakaup
S.V.R. og í henni kemst hann
þannig að orði, að „Kópavogskaup-
staður geri snöggtum lægri gæða-
kröfur en S.V.R. geri í dag“. Því er
til að svara að á árunum 1976—
1978 keypti Kópavogskaupstaður
fyrir S.V.K. þrjá Leylarid vagna,
fullbúna frá Leyland D.A.B. sem
eru verksmiðjur í Danmörku,
þessir vagnar hafa reynst sérlega
vel.
Samkv. þeim tilboðum sem
S.V.R. bárust hljóta þeir að vera
mjög góðir, ef ekki bestir, þar sem
verðið var með því hæsta eða um
78 milljónir hver vagn. Þegar kom
í ljós að S.V.R. hafði borist tilboð
frá IKARUS verksmiðjunum sem
er frá 22—40 milljónum lægra en
önnur tilb. vaknaði áhugi í Kópa-
vogi um að fylgjast með. Það er nú
svo að S.V.K. er lítið fyrirtæki ög
getur ekki staðið fyrir útboði eins
og S.V.R. til að kaupa frá einum
upp í þrjá vagna og hafa því
notfært sér að ganga inn í þau boð
sem S.V.R. hefur fengið, og þá til
viðbótar með samkomulagi við
báða aðila, síðan 1974.
Vegna hins óvenjulága tilboðs
frá IKARUS verksmiðjunum í
Ungverjalandi kom fljótlega upp
sú aðstaða að Reykjavíkurborg
Karl Árnason
ákvað að senda menn þangað til að
kynna sér tilboð, byggingu og
útbúnað þeirra vagna sem boðnir
eru, var þá farið fram á það að
fulltrúi frá Kópavogskaupstað
fengi að slást í förina, með tilliti
til þess að S.V.K. myndi notfæra
sér þetta tækifæri til að endur-
nýja hluta af vagnakosti sínum.
Var leyfið fúslega veitt og ég
undirritaður valdist ttil fararinn-
ar.
Mér gafst mjög gott tækifæri til
að skoða og kynna mér byggingu
og búnað IKARUS vagnanna. Eg
fór með því hugarfari að skoða
þetta mjög vel þar sem mikið er í
húfi fyrir fyrirtæki eins og S.V.K.
að kaupa nýja tegund af vögnum,
og gerði mér grein fyrir því að
eitthvað hlaut að vera innifalið í
hinum mikla vérðmun milli tilboð-
anna.
En við þessa nákvæmu skoðun
og eftir þær viðræður sem við
áttum við tæknimenn verksmiðj-
anna, sannfærðist ég um það að sá
búnaður sem felst í endanlegu
tilboði, og möguleikum á breyting-
um gegn aukagreiðslum eins og
alltaf er, reyndist alls ekki vera sá
munur sem upphæðirnar gefa til
kynna, heldur þvert á móti.
Ég tel að engin áhætta sé fólgin
í því fyrir Kópavogskaupstað að
kaupa bíla af IKARUS gerð fyrir
S.V.K. Ég tel mig fyllilega dóm-
bæran á þann búnað sem í boði er,
sökum menntunar minnar og
reynslu á þessu sviði og þarf ekki
á aðstoð Magnúsar H. Skarphéð-
inssonar vagnstjóra S.V.R. að
halda við ákvarðanatöku mína.
Læt ég þetta vera útrætt mál
frá minni hendi, en tilefnið var
gefið.
Kópavogi, 20. mars 1980.
Karl Árnason
forstöðumaður S.V.K.