Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 í .til - Islands ferma skipin sem hér segir: AMERIKA PORTSMOUTH Brúarfoss 11. apríl Selfoss 6. maí Bakkafoss 8. maí Brúarfoss 20. maí KANADA HALIFAX Brúarfoss 14. apríl Selfoss 12. maí BRETLAND/ MEGINLAND ANTWERPEN Mánafoss 8. apríl Reykjafoss 11 apríl Skógafoss 15. apríl Reykjafoss 24. apríl Vessel 30. apríl Bifröst 5. maí Skógafoss 6. maí ROTTERDAM Reykjafoss 10. apríl Skógafoss 14. apríl Reykjafoss 23. apríl Vessel 29. apríl Skógafoss 5. maí FELIXSTOWE Mánafoss 7. apríl Dettifoss 14. apríl Mánafoss 21. apríl Dettifoss 28. apríl Mánafoss 5. maí Dettifoss 12. maí Mánafoss 19. maí Hamborg Mánafoss 10. apríl Dettifoss 17. apríl Mánafoss 24. apríl Dettifoss 30. apríl Mánafoss 8. maí Dettifoss 15. maí Mánafoss 22. máí WESTON POINT Kljáfoss 9. apríl Kljáfoss 23. apríl Kljáfoss 7. maí Kljáfoss 21. maí NORÐURLÖND/ EYSTRASALT KRISTIANSAND Álafoss 8. apríl Úöafoss 22. apríl Tungufoss 6. maí MOSS Álafoss 11. apríl Tungufoss 18. apríl Úöafoss 25. apríl Urriöafoss 2. maí BERGEN Tungufoss 14. apríl Urriöafoss 29. apríl ÞRÁNDHEIMUR Stuölafoss 11. apríl HELSINGBORG Háifoss 7. apríl Lagarfoss 14. apríl Háifoss 21. apríl GAUTABORG Álafoss 10. apríl Tungufoss 17. apríl Úöafoss 24. apríl Urriöafoss 30. apríl KAUPMANNAHÖFN Háifoss 9. apríl Lagarfoss 16. apríi Háifoss 23. apríl TURKU VALKOM írafoss 14. apríl Múlafoss 22. apríl HELSINKI | Múlafoss 28.marz írafoss 11. apríl Múlafoss 21. apríl RIGA írafoss 15. apríl Múlafoss 24. apríl GDYNIA írafoss 16. apríl Múlafoss 25. apríl sími 27100 á mánudögumtil AKUREYRAR ÍSAFJARÐAR á mióvikudögum til VESTMANNAEYJA EIMSKIP Utvarp að morgni páskadags: Ljósaskipti Guð- mundar Jónssonar Þorsteinn Gunnarsson. Erlingur Gislason. Þorstelun 0. Stephensen. Leikrit eftir Per Lagerkvist í kvöld: Lofið mönnunum að lifa! Á páskadagsmorgun klukkan 10.25 er Guðmund- ur Jónsson með þátt sinn Ljósaskipti í útvarpi. Guð- mundur hefur nú verið með þessa ágætu þætti sína í hálft annað ár, en í þeim hefur hann kynnt sígilda tónlist af ýmsu tagi, venju- lega tónlist sem fyrir ein- hverjar sakir þykir sérstæð. Guðmundur Jónsson píanóleik- ari. Guðmundur sagði í sam- tali við Morgunblaðið í vik- unni, að í þessum þætt myndi kenna margvíslegra grasa. Byrjað yrði á að leika úr Gloria eftir Vivaldi, þar sem kammersveit leikur und- ir stjórn Ingólfs Guð- brandssonar og Pólýfónkór- inn syngur undir hans stjórn þannig. Þá mun Guðmundur Jónsson syngja eitt lag, Agn- us Dei, áseamt Karlakór Reykjavíkur. Að því loknu kvaðst Guð- mundur ræða nokkuð um fjölskyldu sem mjög hefur komið við sögu íslensks tón- listarlífs, en þar er átt við ísólf Pálsson og afkomendur hans, synina Pál og Sigurð og Þuríði dóttur Páls. Leikin verða nokkur verk Páls, í flutningi hans og þeirra Sig- urðar og Þuríðar, og einnig verða leikin verk eftir ísólf. Kynningarlag þáttanna er eftir Ingibjörgu Þorbergs, og nefnist það einnig Ljósa- skipti. Þar leika þeir Einar Jóhannesson á klarinett og Guðmundur á píanó. í kvöld, fimmtudaginn 3. apríl (skírdag), kl. 20.05 verður flutt í útvarpi leikritið „Lofið mönnunum að lifa“ (Lat manniskan leva) eftir Pár Lagerkvist. Þýðing er eftir Tómas Guðmundsson, Jón Þórar- insson samdi tónlistina og Páll P. Pálsson stjórnar flutningi hennar, en leikstjóri er Helgi Skúlason. I helstu hlutverkum eru Sigurður Sigurjónsson, Þórhallur Sigurðsson, Þorsteinn Gunnarsson, Erlingur Gíslason og Þorsteinn Ö. Stephens- en. Tæknimenn: Runólfur Þorláks- son og Ástvaldur Kristinsson. Flutningur leiksins tekur um fimm stundarfjórðunga. Þetta leikrit er skrifað skömmu eftir ógnir síðustu heimsstyrjaldar. Það er eins konar vitnaleiðsla þar sem fram koma persónur frá ýnis- um öldum og úr ólíku umhverfi. Flest hefur þetta fólk verið líflátið fyrir einhverjar sakir, og nú þegar það horfir til baka, finnst því stórlega hafa verið brotið á sér. Aðeins tveir, Jesús og Júdas, sak- fella engan. Þetta er í rauninni ákæra gegn blindni og skammsýni mannkynsins, en þó kemur fram slík trú á sigur lífsins, að maður fyllist bjartsýni þrátt fyrir allt. Pár Fabian Lagerkvist fæddist í Váxsjö í Smálöndum árið 1891. í æsku var hann mikill aðdáandi Darwinskenningarinnar, stundaði um tíma nám í bókmenntum og listasögu við Uppsala-háskóla og fékkst við blaðamennsku. Árið 1916 kom út fyrsta ljóðasafn hans í anda expressíónismans og nefndist „Ótti“. Hann dró sig í hlé frá skarkala heimsins um 1930 og settist að á eyjunni Lidingö. I táknrænum leikritum sínum hefur Lagerkvist teflt hugsjónastefnu mannsins fram gegn ofstæki og valdbeitingu allra tíma. Hann hafði mikil áhrif á sænskar bókmenntir og hlaut Nóbelsverðlaun 1951. ðtvarp Reykjavík FIM41TUDKGUR 3. apríl Skírdagur MORGUNINN__________________ 8.00 Morgunandakt. Herra Sig- urbjörn Einarsson biskup fiytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Útdr. úr forystugr. dag- blaðanna. Dagskráin. 8.35 Morguntónleikar: „Árstíðirnar“, óratóría eftir Joseph Haydn; — fyrri hiuti. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Jón Þorsteinsson, Halldór Vil- helmsson og Passíukórinn á Akureyri syngja með kamm- ersveit. Stjórnandi: Roar Kvam. (Hljóðritað á tónlistar- dögum 1979). Framhald sam- dægurs kl. 17.00. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Píanókonsert nr. 9 í Es- dúr (K271) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Vladimir Ashkenazy og Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leika; Istvan Kertez stj. 11.00 Messa í safnaðarheimili Grensássóknar. Prestur: Séra Halldór Gröndal. Organleik- ari: Jón G. Þórarinsson. 12.10 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. SÍODEGID 13.20 Ferðaminningar frá ísrael. Séra Pétur Sigur- geirsson fiytur erindi. 13.40 Tónleikasyrpa. Léttklass- isk tónlist, og lög leikin á ýmis hljóðfæri. 15.30 „Kínverski“ Gordon og ævintýri hans. Dagskrá um brezkan hershöfðingja i Kína og Súdan á árunum 1860—84. Ingi Karl Jóhannesson tók saman. Lesari með honum: Baldvin Halldórsson. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlistartími barnanna. Stjórnandi: Egill Friðleifsson. 16.40 Útvarpssaga barnanna: „Glaumbæingar á ferð og flugi“ eftir Guðjón Sveinsson. Sigurður Sigurjónsson les (5). 17.00 Miðaftanstónleikar: „Árstíðirnar“, óratóría eftir Joseph Haydn; síðari hluti. ólöf Kolbrún Harðardóttir, Jón Þorsteinsson, Halldór Vil- helmsson og Passíukórinn á 4. april föstudagurinn langi 17. 00 Kömdu aftur, Sheba min. Leikrit eftir William Inge. búið til sjónvarps- flutnings af Sir Laurence Olivier. Leikstjóri Silvio Narizz- ano. Aðalhlutverk Laurence Oiivier, Joanne Wood- ward, Carrie Fisher. Pat- ience Collier og Nicholas Campbell. Leikritið er um miðaldra hjón. Maðurinn er drykk- felldur, en reynir þó að bæta ráð sitt. Konan er hirðulaus og værukær og saknar æsku sinnar. Einn- ig kemur við sögu ung stúlka, sem leigir hjá hjónunum. Akureyri syngja með kamm- ersveit. Stjórnandi: Roar Kvam. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Stefán Karlsson flytur þáttinn. KVÖLDID 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.05 Leikrit: „Lofið mönnun- 18.30 Hlé. 20.00 Fréttir, veður og dagskrárkynning. 20.20 Réttað í máli Jesú frá Nazaret. Fjórði og síðasti þáttur. Þýðandi dr. Björn Björns- son. 21.10 Macbeth. Leikrit Shakespeares í flutningi The Royal Shakespeare Company, fært í sjónvarpsbúning. Leikstjóri Philip Casson. Stjórn upptöku Trevor Nunn. Aðalhiutverk Ian McKell- en og Judi Dench. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdótt- ir. 23.40 Dagskrárlok. um að lifa“ eftir Pár Lager- kvist. Þýðandi: Tómas Guð- mundsson. Tónlist eftir Jón Þórarinsson. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og Ieikendur: Rik- ard/Sigurður Sigurjónsson, Joe/Þórhallur Sigurðsson, Jesús/Þorsteinn Gunnarsson, Sókrates/Þorsteinn Ö. Steph- ensen, Júdas Ískaríot/ Erlingur Gíslason, Galdra- norn/Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Giordano Bruno/Valur Gíslason, Kristinn píslar- vottur/Gunnar Eyjólfsson, Greifafrú de la Roche-Mont- faucon/Helga Bachmann, Anauðugur bóndi/Valdemar Helgason. Aðrir leikendur: Edda Björgvinsdóttir, Emil Guðmundsson, Klemenz Jóns- son og Tinna Gunnlaugsdótt- ir. 21.20 Frá tónleikum í Norræna húsinu 14. marz í fyrra. Ib og Wilhelm Lanzky-Ottó leika saman á horn og pianó: a. Konsertrondó í Es-dúr (K371) eftir Mozart. b. Sónata op. 47 (1947) eftir Niels Viggo Bentzon. c. „Hunter's Moon“ eftir Gil- bert Winter. 21.45 „Postuli þjáningarinn- ar“. Dagskrá um Jean-Jac- ques Rousseau frá Menning- ar- og fræðslustofnun Samein- uðu þjóðanna. Þýðandi og umsjónarmaður: Gunnar Stef- ánsson. Lesarar ásamt hon- um: Hjalti Rögnvaldsson, Ösk- ar Ingimarsson og Þorbjörn Sigurðsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Reykjavíkurpistill. Egg- ert Jónsson borgarhagfræð- ingur talar um sameiginleg áhugamál. 23.00 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. Áður á dagskrá 19. febr- úar 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.