Morgunblaðið - 03.04.1980, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
Hann er fædd-
ur það herrans ár
1888, nánar tiltekið
22. ágúst, daginn
eftir þjóðfundinn
á Þingvöllum, þar
sem stjórnarskrár-
málið brann heit-
ast á viðstöddum.
Hann er nýorðinn
8 ára þegar jarð-
skjálftinn mikli
verður á Suður- .
landi árið 1896.
Hann er 16 ára þeg-
ar íslendingar fá
heimastjórn og
Hannes Hafstein
verður ráðherra. 26
ára þegar heims-
styrjöldin fyrri
skellur á og Evr-
ópa logar í ófriði.
Þrítugur í
spænsku veikinni
1918. Þannig
mætti lengi telja.
Magnús Ólafsson er nú tæplega
92 ára og hefur sannarlega lifað
tímana tvenna á langri lífsleið.
Við settumst að skrafi á heimili
hans í Reykjavík einn af síðustu
dögum marzmánaðar 1980.
Maðurinn er vel ern eins og það
heitir, en eins og gengur og gerist,
þá er minnið farið að daprast.
Margt er hulið þoku, á annað
fallið ryk. „Þetta mundi ég í gær,“
eða: „Þetta man ég örugglega á
morgun," eru ekki óalgeng svör
hjá Magnúsi Ólafssyni.
Sem ungur maður í sveit vann
hann öll algeng störf, en úr
sveitinni lá leiðin til Reykjavíkur,
þar sem hann tók fljótlega að aka
vörubifreið hjá Garðari Gíslasyni
og síðan eigin bifreiðum í yfir 30
ár. Lengst var hann leigubílstjóri
hjá BSR og eflaust muna margir
Reykvíkingar eftir Magnúsi í því
starfi. Eftir að hann hætti að
vinna sjálfur fyrir um 10 árum
hefur hann varla setzt undir stýri
og eyðir sínu ævikvöldi í rólegheit-
um á heimili sínu í Stórholtinu í
Reykjavik, þar sem hann býr
ásamt konu sinni Guðrúnu Sveins-
dóttur og yngsta syni þeirra.
— Já ég er víst á góðri leið með
að verða allra karla elztur, segir
Magnús þegar við erum setztir í
stofunni heima hjá honum. — Ég
er fæddur 20. ágúst 1888 að
Úlfljótsvatni í Grafningi, en flutt-
ist með foreldrum mínum þriggja
ára gamall til Reykjavíkur. Þá
áttum við heima að Bræðraborg,
en síðan lá leiðin að Lækjarbotn-
um, þar sem þau ráku greiðasölu,
og síðan að Þormóðsdal í Mos-
fellssveit.
— Ég réðst síðan sem vinnu-
maður til Jóns Magnússonar að
Reykjum og fór með honum sem
fjár- og sigmaður til Krýsuvíkur.
Jafnframt því að eltast við roll-
urnar seig ég í bjargið eftir fugli
og eggjum, góð búbót það, en
einnig vann ég ýmis önnur störf
eins og tíðkaðist í sveitum þá.
— Jú, ég er nú hræddur um að
tímarnir hafi verið aðrir í þá daga.
Þetta var vinna og aftur vinna,
lítill tími aflögu fyrir tómstundir,
eins og það heitir víst núna.
Skólagangan þætti ekki upp á
marga fiskana nú, það var allt
öðru vísi hugsað, segir Magnús og
gýtur augunum inn í borðstofuna,
þar sem tvítugur sonur hans,
Þröstur, situr og blaðar í skóla-
bókunum, en hann tekur stúd-
entspróf frá Menntaskólanum í
Reykjavík í vor.
— Það var þó ekki þannig að
strákar eltust ekki við stelpur og
víst reyndi maður að skemmta sér,
heldur Magnús áfram. — Það voru
engin vandræði með stelpurnar,
en í sveitunum gerði unga fólkið
ekki mikið af því að drekka
brennivín. Ég held að í Reykjavík
hafi alltaf verið gert meira af því.
Vegurinri var
sérstaklega slæmur
í Holtunum
„ Ég lærði sem mótoristi árið
1916 og var um tíma á mótorbátn-
r---—■— “
m > s
| a wk é *
■
‘ / iV.ti
■ ;
|gpi;
'ðm§0
um Heru, sem Garðar Gíslason
átti. Ég byrjaði síðan að keyra hjá
Garðari nokkru síðar og ökuskírt-
einið mitt var gefið út árið 1918.
Auk þess að keyra vörubílinn, sem
var af White-gerð, sá ég um
garnahreinsun hjá Garðari og
ýmislegt tilfallandi. Garðar var
með margháttaða starfsemi, út-
gerð, heildverzlun, ýmsa vinnslu á
landbúnaðarbörum og útflutning
á þeim. Ég fór oft austur í sveitir
til að ná í einhverjar afurðir og þá
voru nú vegirnir öðru vísi en núna.
Ég man að vegurinn var sérstak-
lega slæmur í Holtunum og það
var ekki óalgengt að maður þyrfti
að „tjakka" bílinn kannski 2—3
sinnum upp úr svaðinu á veginum,
þetta voru náttúrulega engir veg-
ir. Þessi White-vörubíll var for-
látagripur og Garðar Gíslason var
mikið blessaður fyrir hann. Það
var í rauninni fátt, sem Garðar
fékkst ekki við á þessum árum og
þetta garnahreinsunarmál þykir
nútímafólki kannski einkennilegt
og enginn vinna, en það var nú
eitthvað annað. Einu sinni man ég
eftir því að við sendum um 100
olíuföt til Ameríku full af görnum,
um 600 garnir í hverri tunnu. Það
var ekki lítið verk að hreinsa þetta
allt saman. Garðar reyndi mikið
að auka útflutningsverzlun og
hann var alltaf að senda út
einhver sýnishorn af íslenskum
vörum, hann reyndi að selja
hangikjöt eitt árið, og kannski
sundmaga það næsta, þannig að
það var í nógu að snúast.
— Svo var það innflutningur-
inn. Einu sinni man ég eftir því að
hann pantaði mikið af eplum.
Þetta voru stór og falleg epli og
epli voru ekki sjálfsagður hlutur í
þá daga, en þannig fór með þessa
sendingu, að hún skemmdist á
leiðinni tii iandsins. Ekki vildum
við nú samt henda þeim því meira
en helmingur af hverju epli var
sannkallað lostæti. Ég keyrði
þessu því frá skipi og upp í
Skjaldborg við Lindargötuna. Ég
rótaði síðan eplunum í krakkana
þarna á Lindargötunni, þá var nú
veizla hjá þeim greyunum. Það var
ekki á hverjum degi, sem þau
fengu slíkt sælgæti á þessum
árum, segir Magnús.
Þess má geta, að í spönsku
veikinni árið 1918 lánaði Garðar
Gíslason bíl sinn og bílstjóra
iðulega þegar neyðin var stærst á
þessum hörmungatíma. Magnús
ók því oft læknum til sjúklinga,
líkum var ekið í líkhús í kirkju-
garðinum og margar ferðir voru
farnar í jarðarfarir því hestvagn-
inn stöðvaðist um tíma vegna
pestarinnar og vörubifreiðin kom
því í góðar þarfir. Fyrir þau
verkefni fékk bíllinn gott þrifabað
og oftast var íslenzka fánanum
tjaldað yfir nafn fyrirtækisins á
hlið bílsins. Margar ferðir voru
líka farnar með matargjafir frá
Garðari og óhemju mikil vinna
lagðist á Magnús þennan tíma. Þá
var ekki spurt hvort nótt var eða
dagur, aðeins hvort maðurinn
væri frískur.
En þó vörubíllinn þætti góður
og Magnús sinnti hinum ólíkustu
verkefnum á honum þætti slíkur
bíll vart brúklegur í dag. Magnús
hafði ekkert þak yfir höfuðið, en
aðeins rúðu fyrir framan sig.
Þegar snjóaði þurrkaði hann af
rúðunni með þar tii gerðri hand-
þurrku, vinnukonur voru ekki til,
og ekki þýddi að fást um þó rigndi
eða snjóðai, ljúka þurfti þeim
verkefnum, sem fyrir lágu.
Fyrsta bifreiðin kom hingað til
lands í júnimánuði 1904, Thom-
sen-bifreiðin, en Alþingi hafði
veitt Thomsen konsúlí Reykjavík
styrk „til þess að gera tilraunir
með, hvort tiltækilegt væri að
nota bifreiðar á vegum á íslandi“.
Þrátt fyrir komu fyrstu bifreiðar-
innar var tími hestvagnanna ekki
liðinn og þó svo að bílum fjölgaði
jafnt og þétt, þá voru hestvagn-
arnir enn notaðir jöfnum höndum.