Morgunblaðið - 03.04.1980, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
flfcnngttttMaftife
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími. 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240
kr. eintakið.
Andinn og efnið
ILesbók Morgunblaðsins um síðustu helgi er birtur kafli
úr bréfi, sem Halldór Laxness skrifaði frönskum vini
íslenskrar menningar um fornbókmenntirnar. í bréfinu
bendir Halldór á það, að eitt mesta rit, sem íslendingar
eigi frá 12. öld, áður en farið sé að skrifa íslendingasög-
urnar standi í „brennidepli þeirrar guðfræði sem var í
tísku suðrí álfu um sömu mundir, maríólógíunnar“ eins og
hann orðar það og bætir við: „Þessi íslenska Maríusaga er
einstætt ritverk, og á margan hátt furðulegt, frá
tímanum á undan Islendingasögum; reyndar samin á
einhverri fegurstu íslensku, sem séð hefur dagsins ljós
fyrr og síðar."
Halldór Laxness færir í bréfinu rök að þeirri skoðun, að
bóköld íslendinga hafi óhjákvæmilega hafist kristnitöku-
árið, 200 árum áður en íslendingasögur koma til
skjalanna. Eins og Halldór orðar það voru íslendingar
búnir að vera kristin bókaþjóð í 200 ár, þegar sögurnar
voru skráðar.
Kristin bókaþjóð er fögur lýsing á þeirri menningu, sem
mótaðist á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Enn í dag er
okkur Islendingum tamt að benda á fornbókmenntirnar
sem okkar glæsilegasta þjóðararf. En hvað með þau
kristnu áhrif, sem voru forsendurnar fyrir því, að sú
menning þróaðist, sem gat af sér þessar bókmenntir?
Erum við jafn fúsir til að viðurkenna þá staðreynd, að allt
frá fyrstu tíð hafa ítök trúarinnar og máttur kirkjunnar
verið burðarás þjóðlífsins? Stöndum við enn þannig að
vígi, að við séum verðug þess að vera kölluð kristin
bókaþjóð?
Á tímum sífellds þjarks um verðbólgu, skattaáþján og
efnahagsöngþveiti er okkur fátt nauðsynlegra en að geta
litið hjá veraldarvafstrinu og hugað að því, sem veitir
okkur innri styrk, ró og hamingju. Allt þetta veitir trúin.
Hún krefst þess ekki af okkur, að við afneitum hinu
veraldlega heldur gerir okkur betur hæf til að takast á við
það.
Eáskahátíðin sameinar þrjá meginþætti kristinnar
trúar. Við minnumst kærleikans á skírdag, dauða Krists á
föstudaginn langa og upprisunnar á páskadag. Kærleikur-
inn er sá þáttur kristninnar, sem ráða á mestu í daglegum
gerðum manna. Margt væri með öðrum hætti, ef menn
minntust kærleiksboðskaparins við úrlausn deilumála og
létu hann ráða fremur en þvermóðsku og hefndarhug.
„Synda minna byrði barstu,/brotin lágu mín á þér,/hátt á
krosstré hafin varstu,/himins til að lyfta mér,... segir í
þýðingu Helga Hálfdánarsonar sálmaskálds á sálmi eftir
Homburg um dauða Krists. Og í upprisunni felst vissan
um eilífa lífið, um að dauðinn verði sigraður og drottinn
breyti öllu stríði „sæluríkt í sigurhrós".
Þessi háleiti boðskapur virðist í hróplegri andstöðu við
daglega stritið og amstrið, en hann er þó nátengdur því og
samofinn, ef menn minnast uppruna síns, kristinnar
menningar og láta sér ekki nægja að leggja rækt við trú
sína á hátíðum. Áherslurnar í trúarboðskapnum hafa að
sjálfsögðu verið breytilegar en undirstaðan er ávallt sú
sama. Það er hættuleg þróun, ef stefnumótandi aðilar
innan kirkjunnar eru of háðir tískukenningum og
stundarfyrirbærum í félagslegum efnum. Eltingarleikur
við slíkt er af kirkjunnar hálfu sókn eftir vindi. Sá
grundvöllur, sem kirkjan og kristnin byggja á, er þannig
úr garði gerður, að hann stenst tímans tönn og krefst þess
ekki, að hann sé notaður til málamiðlunar í von um
stundarvinsældir.
í einni af jartegnasögum Maríusögum segir frá því, að
maður flýði í kirkju heilagrar Maríu en varðist ekki lífláti
þrátt fyrir það. Og spurt er, hvers vegna guðsmóðir hafi
ekki þyrmt lífi mannsins og síðan segir: „En slíkri
þarflausu hugsan þá svarar svá einn vitr maðr: Guðs
dómar eru leyndir, ok skal þá eigi með ofdirfð rannsaka.
En þat má hverjum manni ifalaust, at engi leitar sá
skjóls til guðs móður at eigi muni hjálp af hljóta. En þat
er lesit um heilaga menn, at þeir ieysa gjarnara sálur úr
háska en líkami, fyrir því at eigi er líkami meira verðr hjá
önd, en stundligr lutr hjá eilífum.“
Morgunblaðið óskar lesendum sínum, viðskiptavinum
og landsmönnum öllum gleðilegra páska.
Nýr texti hafréttarsátt-
mála, er tryggir réttind-
in á Reykjaneshrygg
í VIÐTALI við Morgun-
blaðið í gær, sagði Hans G.
Andersen, að það orðalag,
sem fjallar um neðansjáv-
arhryggi, tryggði nú rétt
okkar á Reykjaneshrygg,
en miklar deilur hafa ver-
ið á hafréttarráðstefnunni
um neðansjávarhryggi.
Núverandi orðalag er upp-
haflega komið úr rúss-
neskri tillögu og hafa til-
lögumenn á fundum marg-
sinnis staðfest, að sá skiln-
ingur, sem íslendingar
leggja í orðalagið sé réttur
og enginn hefur mótmælt
því.
Hans sagði, að á þessum
fundi hefði verið rætt við
þá, sem hugsanlegt er að
við íslendingar gætum lent
í hagsmunaárekstrum við.
Hann kvaðst telja, að
niðurstaða á hafréttar-
ráðstefnu væri ekki langt
undan, þannig að unnt yrði
að undirrita hafréttarsátt-
mála á næsta ári.
Samtalið við Hans G.
Andersen sendiherra fer
hér á eftir:
Nú er komið að lokum
þessa fundar. Hver er ár-
angurinn?
„Verkefni New York-
fundarins var að fara yfir
textann í heild og taka
sérstaklega fyrir þau atriði,
sem enn var ekki orðið
samkomulag um. Um þau
hefur svo verið fjallað í
fjölmörgum starfshópum
og verða skýrslur um þau
störf lagðar fram á alls-
herjarfundi í dag og síðan
ræddar, það sem eftir er
vikunnar á þeim vettvangi.
Síðan munu forseti og
formenn aðalnefnda end-
urskoða textann í ljósi þess
stuðnings, sem fram kemur
í skýrslunum.
Aðalatriðið fyrir okkur
er, að þessi deilumál snúast
ekki um þau höfuðatriði,
sem við höfum alltaf lagt
megináherzlu á. Þeim verð-
ur því vart breytt úr þessu.
Skýrslur . starfshópa
fjalla aðallega um fyrstu
nefndarmál, þ.e.a.s. alþjóða
hafsbotnssvæðið og er talið
að talsverður árangur hafi í
þeim náðst á þessum fundi,
en það er einmitt lykillinn
að því að endar nái saman.
í þriðju nefndar málum,
þ.e.a.s. um mengun og
vísindalegar rannsóknir
hafa komið fram ýmsar
breytingartillögur, en ekk-
ert er þar, sem skiptir
verulegu máli. Þá hefur og
verið lögð mikil vinna í
inngangsorð samningsins
og lokaákvæði hans. Eru
þau mál nokkurn veginn
leyst.
En auðvitað eru það ann-
arar nefndar málin, sem
okkur varðar mestu, því að
þau taka til alls annars en
alþjóðahafsbotnssvæðisins,
mengunar og vísindalegra
Höfum rætt hugs-
anlega hagsmuna-
árekstra við full-
trúa annarra þjóða
segir Hans G.
Andersen í viðtali
við Morgunblaðið
rannsókna. í þessum stóra
málaflokki hafa störfin
beinzt að endimörkum
landgrunnsins og skiptingu
svæða milli landa. í síðustu
útgáfu uppk'astsins var
þess sérstaklega getið, að
athuga þyrfti betur stöðu
neðansjávarhryggja og nú
hefur orðið samkomulag
um ákvæði þar að lútandi,
sem m.a. ná til þess, að þar
sem slíkur neðansjávar-
hryggur sé framhald lands-
ins, sé yfirráðaréttur
strandríkisins miðaður við
350 sjómílna fjarlægð.“
Er þá okkar réttur
tryggður á Reykjanes-
hrygg?
„Islenzka nefndin árétt-
aði tvívegis í hinum óform-
legu umræðum og mun
gera það formlega á alls-
herjarfundi seinna í vik-
unni. Það orðalag, sem nú
liggur fyrir er upphaflega
komið úr rússneskri tillögu
og í viðræðum okkar við
sovézku fulltrúana stað-
festu þeir margsinnis, að
Reykjaneshryggur félli
undir þetta ákvæði og á
fundum staðfestu þeir það
einnig, en engir mótmæltu.
Ég tel því, að þetta atriði sé
tryggt á þessu stigi,“ sagði
Hans G. Ándersen.
Hvað um önnur atriði
varðandi endimörk land-
grunnsins, sem 76. grein
fjallar um?
„76. greinin verður
óbreytt að öðru leyti en
þessu. Þar er gert ráð fyrir,
að réttur strandríkis til
landgrunnsvæðisins geti
náð út fyrir 200 mílur og
við ákvörðun fjarlægðar á
strandríkið völ á tvennu,
annað hvort að miða við
þykkt setlaga á svæðinu,
sem verður að standa í
ákveðnu hlutfalli við fjar-
lægð frá landi eða miða við
tilteknar dýptarlínur."
Hvernig horfa þá rétt-
indi okkar við annars stað-
ar en á Reykjanesshrygg?
„Þar verður að fara eftir
almennu reglunni og þar er
gert ráð fyrir því, að hvert
ríki fyrir sig dragi mörkin
með hliðsjón af aðstæðum
á staðnum og tilkynni sér-
stakri nefnd sérfræðinga,
sem verður sett á laggirn-
ar, ákvörðun sína. Hún
getur síðan gefið álit og
strandríkið eftir atvikum
endurskoðað sína afstöðu,
ef þurfa þykir. Ef deilur
rísa við önnur ríki, gildir
kaflinn um lausn deilu-
mála.
Islenzka sendinefndin
hefur auðvitað notað tæki-
færið til að fylgja,st vel með
framþróun mála með sér-
stöku tilliti til aðstæðna
umhverfis ísland og hefur
Guðmundur Pálmason ver-
ið okkur hinum í nefndinni
til trausts og halds. Auðvit-
að verður haldið áfram
athugunum á þeim mögu-
leikum, sem þessar reglur
veita.
Á þessum fundi hefur
verið rætt við fjölmarga
fulltrúa annarra þjóða
einnig utan funda og þá að
sjálfsögðu ekki sízt þá, sem
hugsanlegt er að við gætum
lent í hagsmunaárekstrum
við.
Hitt atriðið í annari
nefnd, sem miklar umræð-
ur hafa orðið um, er end-
urskoðun þeirra ákvæða
uppkastsins, sem fjalla um
afmörkun svæða milli
landa. í því efni hafa lang-
varandi deilur staðið milli
þeirra, sem vilja miðað við
miðlínu sem aðalreglu og
hinna, sem leggja höfuð
áherzlu á sanngirnissjón-
armið. Þar sem aðstæður
eru mjög ólíkar hjá hinum
ýmsu stöðum, er niðurstað-
an sú, að hlutaðeigandi ríki
skuli semja um þessi mál
og þar sem miðlína sé
sanngjörn, skuli hún gilda,
en ekki þar sem önnur leið
er sanngjarnari. Deilurnar
hafa verið langvarandi og
harðar, þar sem hvor aðili
reynir að ota sínum tota, en
efnislega verður niðurstað-
an þessi. Og gert er ráð
fyrir, að þar sem samning-
ar takist ekki, verði að fara
eftir reglunni um lausn
deilumála.
I ljósi þeirra viðræðna,
sem hér hafa farið fram,
verður svo textinn endur-
skoðaður og tekinn til loka-
meðferðar í Genf í sumar."
Þú heldur sem sagt, að
þessu ljúki einhvern tíma?
„Maður verður að lifa í
voninni, annars væri
maður búinn að gefast upp
fyrir löngu. En í alvöru
talað, þá held ég, að niður-
staðan sé ekki langt undan,
þannig að unnt verði að
undirrita sáttmála í Cara-
cas á næsta ári.“