Morgunblaðið - 03.04.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
25
Ingólfur Guðbrandsson:
Rossini og „Smámessarí‘
Pólýíónkórinn efnir til
páskatónleika nú um páskana
og verður þar flutt Helgimessa
eftir Rossini. Ingólfur Guð-
brandsson, stjórnandi Pólýfón-
kórsins ritar stutta grein um
tónskáldið og verk hans i
söngskrá og hefur Morgunblað-
ið fengið leyfi hans til þess að
birta hana hér í heild:
GIOACCHINO ROSSINI er eitt
mesta óperutónskáld sögunnar.
Hann fæddist í Pesaro á Ítalíu
1792 og dó í París 1868. Rossini
var ungur settur til söngnáms og
síðar í tónsmíðum, enda af
tónlistarfólki kominn, faðirinn
hljóðfæraleikari en móðirin
söngkona. Ekki er ólíklegt að
þessar aðstæður hafi mótað
smekk hans í upphafi og hina
óvenjuríku tilfinningu fyrir hinu
söngræna og lagræna, sem hvar-
vetna birtist í verkum hans. Fáir
— að Hándel undanskildum —
hafa skrifað jafnsöngrænar og
sönghæfar laglínur og Rossini.
Hver óperan af annarri
streymdu úr penna hans, og
afköstin voru með ólíkindum á
fyrra skeiði ævinnar. Mörg
verka hans hafa orðið langlíf í
óperuhúsum heimsins, en þekkt-
ust og vinsælust allra ópera
Rossinis er Rakarinn frá Sevilla
(1816). Um langt skeið var Ross-
ini hinn ókrýndi konungur óper-
unnar, enda átti hann einna
drýgstan þátt í að auka vinsæld-
ir þessa listforms, sem blómstr-
aði á 19. öldinni. Sigurför hans
um Evrópu — Róm, Napoli,
Feneyjar, Milano, Vín, London
— endaði í París, en þar settist
hann að til að njóta lystisemda
þessa heims og hætti að semja
Ingólfur Guðbrandsson
óperur á hátindi frægðar sinnar,
37 ára gamall.
Rossini var orðlagður mat-
maður, háðfugl og heimsmaður.
Skopskyn hans var orðlagt, og
þegar hann í elli fór að huga að
sálarheill sinni og settist við að
semja síðasta stórverk sitt,
messu, Guði til dýrðar, gat hann
samt ekki setið á strák sínum og
skírði hana Petite Messe Solenn-
elle, þótt hún sé hvorki stutt né
yfir henni sérstakur helgiblær,
heldur fremur veraldlegur svip-
ur óperunnar. Þó er engin
ástæða til að ætla, að Rossini
hafi ekki verið tilbeiðsla í huga
við samningu Messunnar, sem er
ein þeirra viðameiri og lengri
sem fyrirfinnst, en hann getur
Rossini
einfaldlega ekki talað við Guð
sinn nema á veraldarvísu. Á
handritið skrifaði hann smá-
orðsendingu til skaparans og
segir, að hér sé hún loksins
tilbúin þessi smá-messa og spyr,
hvort þetta sé alvöru-helgitón-
list? „Þú veizt vel, að ég fæddist
til að semja „opera buffa!“ En
hér er dálítil kunnátta og svolít-
ið hjarta á bak við, og það er allt
og sumt! Blessað sé nafn þitt', og
veittu mér nú aðgang að Paradís
„G. Rossini, Passy 1863.
Messan varð svanasöngur eins
vinsælasta tónskálds allra tíma,
Rossinis, sem kallaður var
„Svanurinn frá Pesaro" vegna
hinnar ótæmandi uppsprettu
lagrænnar fegurðar, sem í hon-
um bjó. Og hér birtast nýjar
hliðar á snilli hans, ekki aðeins
hin lagræna — leikandi melód-
íska — heldur hin litríka
hljómræna gáfa, byggð á grunni
kontrapunktsins, sem strax skín
í upphafinu, Kyrie og leiftrar af
snilld í tvöföldum fúguþáttum
Cum Sancto Spiritu og Et vitam
venturi. í hnotskurn birtist hér
snilligáfa ásamt þekkingu,
reynslu og tónsmíðatækni af
hæstu gráðu, enda er Messan af
mörgum talin hápunktur tónlist-
ar Rossinis og eitt fegursta
kórverk, sem nokkru sinni hefur
verið'samið.
Var það tilviljun, að Rossini
samdi Messuna eftir að hann
gerðist áskrifandi að heildar-
safni tónverka J.S. Bachs, sem
þá var nýútkomið? Sjálfur sagði
Rossini af fágætri hógværð:
„Markmið mitt var að skilja
eftir mig sýnishorn af því,
hvernig eigi að skrifa fyrir
mannsröddina."
I.G.
Pólýfónkórinn
Ruth L. Magnússon
Jón Þorsteinsson
Janet Price
David Wilson-Johnson
Hall í London, auk þess að
syngja í Antwerpen, Briissel,
Barcelona og víðar, og síðar á
árinu syngur hún tónlist
Stravinskys í Berlín og 5
uppfærslur á 9. sinfóníu Beet-
hovens með Concertgebouw-
hljómsveitinni undir stjórn
Haitinks. íslenskir tónleika-
gestir, sem heyrðu hana
syngja Messias með Pólýfón-
kórnum árið 1975, hrifust
mjög af raddtöfrum hennar og
túlkun og fagna því að fá að
heyra til hennar í öðru og
ólíku hlutverki.
David Wilson-Johnson
stundaði ítölsku- og frönsku-
nám við Cambridge-háskóla,
áður en hann hóf söngnám við
Flytjendur með Pólýfónkórnum
EINSÖNGVARAR á páska-
tónleikum Pólýfónkórsins að
þessu sinni verða þau Janet
Price, sópran, Ruth L. Magn-
ússon, alto, Jón Þorsteinsson,
tenór og David Wilson-John-
son, bassi. í söngskrá eru
þessir einsöngvarar kynntir
með eftirfarndi hætti:
Ruth L. Magnússon er fædd
í Carlisle í Englandi og komu
tónlistarhæfileikar hennar
snemma í ljós. Hún lagði
stund á læknisfræði í nokkur
ár, en sneri sér síðan til fulls
að tónlistinni og lauk námi frá
Guildhall School of Music, þar
sem Roy Hickman var meðal
kennara hennar. Hún hefur
borið sigur úr býtum í mörg-
um söngkeppnum og hlaut
m.a. Royal Society Common-
wealth Award árið 1963. Eftir
það barst henni fjöldi tilboða,
og hefur hún oft komið fram á
hljómleikum í Royal Festival
Hall í London og í BBC, auk
hljómleikaferða um Bretland.
Hún hefur tekið virkan þátt í
tónlistarlífinu á íslandi á
seinni árum og oft komið fram
sem einsöngvari með Pólýfón-
kórnum, bæði hér heima og í
hinni rómuðu söngferð til
Ítalíu 1977.
Jón Þorsteinsson hóf ungur
tónlistarnám hjá Magnúsi
Magnússyni á Ólafsfirði.
Hann fór til Bandaríkjanna
1969 og hélt þá áfram námi í
píanóleik. Jón hóf að syngja
með Pólýfónkórnum 1971 og
þar byrjaði söngferill hans.
Árið 1973 fór hann til hjúkr-
unarnáms í Noregi, en fyrir
áeggjan eins kennara síns hóf
hann söngnám í einkatímum
og varð nemandi í Tónlistar-
háskóla Noregs haustið 1975
en söng jafnframt í kór norsku
óperunnar. Árið 1977 hóf Jón
alhliða tónlistarnám við Det
Jjdske Musikkonservatorium í
Árósum þar sem hann nýtur
leiðsagnar hins fræga prófess-
ors Peer Birchs. Jón kom fyrst
fram sem einsöngvari í Magni-
ficat J.S. Bachs í Oslo og söng
tenórhlutverkið í H-moll
messu Bachs með Pólýfón-
kórnum sama ár og aftur í
Magnificat Bachs sumarið
1977. Hann hefur sungið á
tónleikum víðs vegar um
Norðurlönd og í Tékkóslóvakíu
við góðar undirtektir. 1978
söng hann einsöngshlutverk í
Messíasi Hándels í Oslo og
fékk frábæra dóma. Síðastlið-
ið sumar var hann ráðinn við
óperuna í Bayreuth í Þýzka-
landi og er endurráðinn þar
næsta sumar. í vetur dvelst
Jón við framhaldsnám á Ítalíu
hjá Arrigo Pola í Bologna,
kennara hins heimsfræga ten-
órs Pavarotti.
Janet Price, sópran, ættuð
frá Wales eins og margir beztu
söngvarar Breta, er í tölu
fremstu konsertsöngvara
heimsins. Hún hefur marg-
sinnis komið fram á kunnustu
listahátíðum í Evrópu og er
tíður gestur í útvarpi og sjón-
varpi. Fjölhæfni hennar þykir
með eindæmum, endur hefur
hún fullt vald yfir ólíkustu
viðfangsefnum og stíltegund-
um, og frábær tækni hennar í
kóloratúrsöng hefur aflað
henni frægðar jafnt í ora-
toríu- og óperusöng. í vetur
hefur hún komið fram í fimm
hlutverkum í Royal Festival
Royal Academy of Music í
London. Hann hlaut lista-
mannaverðlaun sambands
brezkra tónlistarfélaga árið
1977, og árið eftir hlaut hann
Gulbenkian verðlaunin. Hann
er tíður gestur í BBC og
söngur hans er á hljómplötum
frá Erato og Decca. David
Wilson-Johnson kemur hingað
beint frá París þar sem hann
vann að tónleikum og upptök-
um á tónlist Schönbergs með
Pierre Boulez. Síðar á þessu
ári kemur hann fram á fjölda
tónlistarhátíða, s.s. í Bergen,
Bath og Edinborg og syngur í
Glyndebourne í júlí og ágúst.
Gagnrýnendur bera einróma
lof á rödd hans og túlkun í
ólíkustu hlutverkum, þar sem
hann hefur komið fram með
frægum hljómsveitum og
stjórnendum.