Morgunblaðið - 03.04.1980, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
39
ffélk í
fréttum
Molotov kom til Reykjavíkur
+ FYRIR nokkru birtist hér í
dálkum þessum mynd af hinum
aldurhnigna fyrrum utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna Mikhai-
lovich Molotov, í tilefni af því að
hann varð níræður í byrjun
marzmánaðar síðastl. Þess var
getið, að hann myndi hafa komið
til Islands á heimsstyrjaldarár-
unum. — Því var ekki slegið
föstu. En nú hefur blaðið fengið
þetta staðfest. — Fyrst hafði
samband við Mbl. maður sem
ekki vill láta nafns síns getið. —
Hann kvaðst hafa séð Molotov
niðri i Pósthússtræti. Þar hefði
hann verið einn nema hvað tveir
frekar en þrír amerískir her-
menn voru í fylgd með honum,
bersýnilega það sem nú eru
almennt kallaðir öryggisverðir.
— Þessi maður kvaðst hafa tekið
eftir göngulagi Molotovs sem sér
hefði virzt þunglamalegt sem
þar færi bjarndýr.
Sá maður sem gjörkunnugast-
ur er heimsstyrjaldarsögu
íslands, Þór Whitehead lektor í
sögu, staðfesti það sem maður-
inn hafði sagt og hann bætti við:
Þetta var í maímánuði 1942,
nánar tiltekið 27. maí. — Kom
Molotov þá í rússneskri flugvél,
sem lenti á Reykjavíkurflugvelli
um hádegisbilið þann dag. Yfir-
maður Bandaríkjahers hér á
landi, Bonesteel hershöfðingi,
hafði tekið á móti Molotov utan-
ríkisráðherra er flugvélin lenti á
Reykjavíkurflugvelli. — Hafði
ráðherrann síðan setið hádegis-
verðarboð hershöfðingjans í
mötuneyti yfirmanna hersins
sem var í herbúðum Camp Pers-
ing sem voru inn við Rafstöðina
við Elliðaár. Var hann að koma
frá Bretlandi, en þangað hafði
hann verið sendur til fundar við
Winston Churchill forsætisráð-
herra. — Mér er ekki kunnugt
um að hann hafi þá átt nein
samskipti við íslenzka embætt-
ismenn, sagði Þór. — Hann mun
hafa verið hér um nætursakir og
notið gistivináttu Bandaríkja-
hers. — Hann hafði síðan haldið
för sinni áfram héðan vestur um
haf til Bandaríkjanna til fundar
við ráðamenn í Washington. —
Það var eftir fundinn með Chur-
chill, sem hann á að hafa látið
þau orð falla um Molotov að
hann væri „stateman“-þjóðskör-
ungur.
En hvað var Molotov að gera
niðri á Hótel Borg, úr því hann
skrapp ekki inn á Gylltasalinn
og fékk sér kaffisopa?
Sennilega stendur það í sam-
bandi við það, að þá bjó þar
sendiherra Bandaríkjanna hér,
Lincon MacVeagh að nafni. Mun
Molotov hafa farið á Borgina til
fundar við sendiherrann. Þar
bjuggu einnig nokkrir yfirmenn
í bandaríska varnarliðinu. Þá
sagði Þór, að Molotov hefði rætt
viðdvöl sína á íslandi er vestur
kom og á honum að hafa þótt
heldur lítið til koma um þá
gistiaðstöðu sem herinn hefði
boðið utanríkisráðherra vopna-
bræðranna í austri.
Yfirmenn hersins hér á ís-
landi töldu að þessar kvartanir
Molotovs hefðu leitt til þess að
hermálaráðuneytið í Washing-
ton veitti fé til byggingar flug-
vallarhótelsins á Keflavíkur-
flugvelli, sem nefnt var Hotel De
Gink.
Hún átti
afmæli
+ Ingrid drottning í Danmörku
varð sjötug 28. marz síðastl. — Á
myndinni má sjá hana heilsa
fyrstu gestunum, sem komu til
Amalienborgar-hallar, út um
gluggann á svefnherberginu sínu,
að morgni afmælisdagsins. — Mik-
ið var um dýrðir í Kaupmannahöfn
í tilefni af afmæli drottningarinn-
ar. Hylltu borgarbúar hana er hún
ók um fánum skreytt stræti borg-
arinnar. — Henni barst mesti
sægur af árnaðaróskum og góðum
gjöfum og þar á meðal peninga-
gjafir sem skiptu milljónum, til
hennar sjálfrar og sjóða sem hún
og Friðrik IX konungur stofnuðu.
Drottningin átti ekki von á fyrr-
nefndri mþrgunheimsókn. Klukk-
an 8.30 hbfðu hornablásarar og
slagverksmenn úr hinni konung-
legu hljómsveit, „Det Kongelige
Kapel", tekið sér stöðu undir
svefnherbergisglugga drottningar,
sem er á annarri hæð í höllinni og
tók hljómsveitin að leika af feikna
krafti, lúðrasveitarlög. Kom af-
mælisbarnið að vörmu spori út að
glugganum, opnaði hann og veifaði
hljómsveitarmönnunum, sem síðan
var boðið að ganga í bæinn. Seinna
um daginn hélt drottningin ræðu í
Ráðhúsinu, en um kvöldið hélt
Margrét drottning móður sinni
afmælishóf í Fredensborgarhöll.
31. leikvika — leikir 29. marz 1980
Vinningsröð: 102 — 2XX — 111 — 121
1. vinningur: 10 réttir — kr. 2.105.500.-
9040 (Reykjavík)
2. vinningur: 9 réttir — kr. 10.000.-
11 2820 5133 7204 9764 11452 40429
345 2945 5407 7233+ 10086 11750 41312
843 3047 5464+ 7342 10329+ 11779 41414
871 3051 5789 8100+ 10506+ 11949+ 41601(3/9)
891 3057 6138(2/9) 10599+ 41633(2/9)
1237+ 3284+ 6274 8503 10654+ 30255(2/9) 41638(3/9)
1333 3682 6276 8578+ 10657 30269(2/9) 41708
1800 4107 6321 9022 10684 30493(2/9) 41910
2097 4193 6378 9115 10799 31383(2/9) 57722
2396 4573+ 6653 9265+ 10911 32564
2569+ 4628 6676 9449 10927 32710+
2694 4701 6741 9669 11395 32889(2/9)
Kærufrestur er til 21. apríl kl. 12 á hádegi. Kaerur skulu vera skriflegar.
Kærueyöublöö fást hjá umboðsmönnum og á aöalskrifstofunni. Vinningsupphæð-
ir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og
fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests.
Getraunir — íþróttamiðstöðinni — Reykjavík
Fyrir
þvottahús
fjölbýlishúsa
VANDLÁTIR VEUA
WESTING HO USE
Weslirtghouse þvottavélin og þurrkar-
inn eru byggð til að standa hlið við
hlið, undir borðplötu eða hvort ofan á
öðru við enda borðs í eldhúsi eða
þvottahúsi, þar sem gott skipulag nýtir
rýmið til hinsýtrasta.
Traustbvggðar vélar með 30 ára
reynslu hér á landi.
Þiö getiö veriö
örugg sé vélin Westinghouse
KOMIÐ — HRINGIÐ — SKRIFIÐ!
við veitum allar nánari upplýsingar.
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900
r — — — — — — — — n
! EMCO — EMCO — EMCO
Járnrennibekkirnir og járnfræsarar í
úrvali
^funnai Sfyzeiiööon h.f.
Siiðurlondsbraut 16 - Reykjavik - Sími 35200