Morgunblaðið - 03.04.1980, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA 10100
KL. 13-14 FRÁ
MÁNUDEGI TIL
FÓSTUDAGS
strengbrúðu, og — skyndilega er
ég farin að hugsa, — í fyrsta
skipti síðan ég var flutt hingað
eins og húsbrak fyrir um hálfum
mánuði.
Já, mér var rúllað í sjúkrarúm-
inu í símann í gærkveldi. Ég fékk
svo skyndilega löngun til að heyra
í vinkonu minni, sem oft er
sárlasin og á ekki heimangengt.
Já, hún var ósköp glöð að heyra í
mér, en talið barst fljótt að
framtíðinni, hafði ég ekki
áhyggjur af framtíðinni? Nei,
merkilegt nokk, ég hafði sáralitlar
áhyggjur af framtíðinni. Ég hafði
þessa veikindadaga orðið að barni
í annað sinn, fundið mig algjör-
lega óhulta í hendi Drottins, látið
hverjum degi nægja sína þján-
ingu, þakkað Drottni hátt og í
hljóði fyrir hans undursamlegu
náð, þakkað honum fyrir hina
ótrúlegu fórnarlund, sem hans
fólk í líki Florence Nightingale
hefur auðsýnt mér. Nú finn ég að
værðin byrjar að streyma yfir mig
á ný. Hví skyldi ég kvíða komandi
degi? Hef ég ekki svo margoft
fundið návist Hans, sem — „fyrir-
gefur allt, skilur allt, umber allt.
Já, jafnvel þótt ég fari um dimm-
an dal óttast ég ekkert illt, því þú
ert hjá mér, ó Guð, sproti þinn og
stafur huggar mig.“
Kona á sjúkrahúsi.
Hárgreiðslustofan
Desirée
(Femina)
Laugavegi 19, 2. hæð.
• Að ganga með
húfur annarra
Strætisvagnafarþegi
hringdi.
„Mig langar að skamma
svolítið strætisvagnafarþega, eða
þann hluta þeirra sem hér eiga í
hlut. Ég var svo óheppin í vetur að
tapa svörtum skinnhönzkum í
strætisvagni og þrátt fyrir ítrek-
aðar fyrirspurnir hefur mér ekki
tekist að hafa upp á þeim, þeir
hurfu.
Nú um daginn ferðaðist ég með
leið 4, inn Kleppsveg og fór út á
Kleppsvegi. Um leið og ég hafði
yfirgefið vagninn uppgötvaði ég,
að forláta skinnhúfu mína hafði
ég gleymt að taka meðferðis.
Auðvitað er þetta klaufaskapur af
mér, en ég hringi strax inn á
Kirkjusand og spurðist fyrir, en
ekkert hafði frést af húfunni og
hefur ekki síðan.
Ég skil ekki hvernig fólk getur
verið svo ómerkilegt að taka
þannig eigur annarra. Hver heið-
virð manneskja ætti að hafa
afhent bílstjóranum húfuna, því
einhver hefur auðvitað tekið hana.
Ég á einnig bágt með að ímynda
mér, hvernig fólk getur haft sam-
vizku til að ganga með húfu
annarra á höfði sér, sem einnig er
illa fengin.
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á Skákþingi íslands 1980 kom
þessi staða upp í landsliðsflokki í
skák þeirra Jóhannesar Gísla
Jónssonar, sem hafði hvítt og átti
leik, og Ásgeirs Þórs Árnasonar
37. Dh6+! og svartur gafst upp, því
að hann verður mátaður í næsta
leik með 38. Hh8.
HÖGNI HREKKVÍSI
" V&JSZUM a/'oQU ‘MÆúOM yúyjaeM/Di
HJKKIW OKKAZ.[n
• Tískuklippingar
• Tískupermanet
• Lagningar
• Glansskol
• Næringarkúrar o.fl.
AtH. Opiö um fermingarnar,
tímapantanir í síma 12274.
Opiö alla virka daga 9—6.
Laugardaga 9—2.
Þakka öllum nær og fjær sem hafa heiöraö mig á
sextugsafmæli mínu.
Sigfríöur Georgsdóttir,
Bústaöavegi 105.
Þakkir
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem mundu
mig 25. mars s.l. Sérstakar kveðjur til lækna,
hjúkrunarkvenna og starfsfólks Sjúkrahúss Akran-
ness.
Meö blessunaróskum . ....
Þorbjorg Sigvaldadottir,
frá Seljalandi, Dölum.
• •
Oll
hreinlætistæki
í baöherbergið
4
arma
Byggingavörur hf.