Morgunblaðið - 03.04.1980, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
Vorsýning Mynd-
listarskólans
í húsakynnum Myndlistar-
skólans í Reykjavík að Lauga-
vegi 118 stendur nú yfir árleg
vorsýning skólans. Það er vel til
fallið að hafa sýninguna opna
yfir páskahelgina og kynna al-
menningi starfsemina og gera
það á þann veg, að menn sjá
einnig verk á vinnslustigi, en
ekki einungis fullunnin verk svo
sem yfirleitt mun venjan.
Hlutverk Myndlistarskólans
er öðru fremur, að opna augu
almennings fyrir myndlist og
gildi allra sjónmennta í daglegu
lífi. Skólinn útskrifar ekki hönn-
uði í einstökum listgreinum líkt
og t.d. Myndlista- og handíða-
skóli íslands, og það er einmitt
sérstaða hans og styrkur. Von-
andi verður svo áfram um alla
framtíð því að hér er um mikið
svið að ræða með ótæmandi
möguleikum.
A þessari sýningu er högg-
myndadeildin einna mest áber-
andi en þetta svið hefur Mynd-
listarskólinn til skamms tíma
ræktað öllum öðrum skólum
betur hérlendis. Er t.d. með
ólíkindum að Myndlista- og
handíðaskóli íslands skyldi tak-
ast að starfa í fjóra áratugi án
þess að upp risi sérdeild í þessari
frumgrein myndlista. Margt sá
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
ég vel gert í þessari deild og
vissulega er góður efniviður
fyrir hendi því að hæfileikar
koma víða fram. Hins vegar er
höggmyndalist svo krefjandi, að
menn verða að gefa sig alla ef
úrskerandi árangur á að nást, —
íhlaupavinnubrögð geta aldrei
orðið hér undirstaða stórbrotins
árangurs.
En við erum ekki í leit að
stórbrotnum árangri á skólasýn-
ingu þar sem obbinn að verkun-
um er unninn af áhugafólki í
tómstundum. En í sjálfu sér er
árangurinn stórbrotinn sé miðað
við allar aðstæður og það er það
sem gildir.
Módelteikningarnar á sýning-
unni eru og mjög eftirtektar-
verðar og er augljóst, að fólk
vinnur hér af áhuga en ekki af
einhverri kvöð til að ná tilskild-
um árangri upp í framhalds-
deildir. Hagrænir framtíðar-
möguleikar sitja þannig ekki í
Úr Myndlistarskólanum.
fyrirrúmi líkt og stundum vill
brenna við í æðri listaskólum.
Minnast má og á barnadeildirn-
ar þar sem margt athyglisvert
kemur fram og frumleikinn ræð-
ur lögum og lofum.
Annars átti þetta ekki að vera
listdómur heldur vildi ég vekja
athygli á starfsemi, sem þarf að
þróast sem víðast á landinu, —
já sannarlega ekki síður í dreif-
býlinu en á höfuðborgarsvæðinu.
Höfuðborgarbúar hafa sko eng-
an einkarétt á sjónmenntun á
landinu.
— Þessi sýning svíkur engan
Skíðalandsmótið á Akureyri:
Frá Sighirni Gunnarssyni blm. Mbl.,
Hlíðarfjalli.
ÞEGAR úrslitin í stökki 20 ára
og eldri og norrænni tvíkeppni
lágu fyrir í gær, varð mörgum að
orði að fastir liðin væru eins og
venjulega, því að í þessum grein-
um varð hinn ódrepandi íþrótta-
maður og unglingaleiðtogi, Björn
Þór Ólafsson, sigurvegari.
I báðum greinum var Björn Þór
að vinna sinn 10. íslandsmeistara-
titil. Björn Þór sigraði fyrst í
stökkinu árið 1965 og í norrænni
tvíkeppni sigraði Björn fyrsta
sinn árið 1970 og hefur sigrað í
tvíkeppninni samfellt síðan, nema
1973 þegar Steingrímur Garðars-
son, Siglufirði, varð sigurvegari.
Að stökkinu loknu var Björn
Þór Ólafsson ánægður með sigur-
inn, en sagði að fyrir löngu væri sá
tími kominn að einhver yngri
manna tæki við. „Mig vantar orðið
kraft í uppstökkið, eins og þú
sérð,“ sagði Björn. „Sjáðu yngri
strákana, þeir stökkva hærra upp
en svifið vantar." Blaðamaður gat
með engu móti komið auga á að
kraft vantaði í Björn nema síður
væri.
Björn sagði að snjóleysi hefði
háð Ólafsfirðingum við æfingar í
vetur. Slíkt er einstakt á Ólafs-
firði, því að elstu menn þar muna
ekki eins snjólausan vetur þar og
nú. Björn sagði að margir ungir og
efnilegir stökkvarar væru nú á
Ólafsfirði, og nefndi til dæmis
sigurvegarann í flokki 19 ára og
yngri, Hauk Hilmarsson.
Þá sagði Björn að margir enn
yngri piltar á Ólafsfirði æfðu nú
stökk og því væri bjart framundan
í þessari „einkagrein" Ólafsfirð-
inga. Björn hefur um árabil verið
iðinn við að hvetja unga Ólafsfirð-
inga til æfinga og keppni í nor-
rænum greinum skíðaíþrótta, og
þannig má segja að þeir ungu
piltar sem nú gera garðinn frægan
í stökki og göngu séu lærisveinar
hans. Má þar nefna hina nýbökuðu
Islandsmeistara, bræðurna Jón og
Gottlieb Konráðssyni og Hauk
Sigurðsson, svo að einhverjir séu
nefndir.
Björn sagði að lokum að Ólafs-
firðingar myndu ekki láta deigan
síga í norrænum greinum skíða-
íþróttarinnar> það væri nægur
efniviður heima fyrir og mikill
áhugi á þesum skemmtilegu
skíðagreinum.
Keppni á skíðalandsmótinu á
Akureyri var fram haldið í gær.
Þá var keppt í stökki og að
sjálfsögðu urðu Ólafsfirðingar sig-
ursælir.
Úrslitin fara hér á eftir:
Stökk 20 ára og eldri
m
41.0
39,0
37,0
36,5
34.0
m Stigin
43,5 201,5
40,0 180,9
38,0 172,4
38,0 163,3
37,0 162,1
1. Bjöm Þór Ólafsson Ó
2. Benóný Þorkelsson S
3. Þorsteinn Þorv.s. Ó
4. Sitturjón Krlendsson S
5. Guómundur Konr.s.Ó
Stökk 19 ára og yngri
1. Ilaukur Hilmarsson Ó 44,0 45,0 224,7
2. Jakob Kárason S 40,0 41,0 195,7
3. Baldur Benónýsson S 39,0 41,0 183,8
Norræn tvíkeppni:
Stökk- Göngu-
stig stig Alls
Björn Þór Ólafsson Ó 199,5220,00419,50
Þorsteinn Þorvaldsson Ó 184,2203,05287,25
Haukur Snorrason R 115,2131,50246,70
1. deildarlið
vilja kaupa Karl
KARL Þórðarson hefur verið
bezti maður La Louviere í undan-
förnum leikjum og hafa 1. deild-
arlið í Belgíu gert um hann
fyrirspurnir, samkvæmt þeim
upplýsingum, sem Mbl. hefur
aflað sér. La Louviere hefur
spjarað sig í undanförnum leikj-
um og er líkiegt að liðið sieppi
við fall í 3. deild. Karl skorar
mikið og nýlega skoraði hann
þrjú mörk í æfingaleik gegn 1.
deildarliðinu Molenbeek.
Björn Þór sigraði
tíunda árið í röð
Viðbrögð við fiskverði
Útvegsmannafélag Suðurnesja;
Mótmælir harðlega
nýákveðnu fiskverði
FJÖLMENNUR fundur í Út-
vegsmannafélagi Suðurnesja,
sem haldinn var í Festi í
Grindavík í fyrrakvöld, mót-
mælir harðlega nýákveðnu fisk-
verði og lækkun olíugjalds úr
5% í 2.5%.
I ályktun fundarins er minnt
„á þann mikla vanda, sem út-
gerðin varð fyrir á árinu 1979
vegna hins gífurlega kostnaðar-
auka, sem olíuverðshækkunin
olli útgerðinni. Hver lítri af
gasolíu hefur hækkað frá árs-
byrjun 1979 úr kr. 49.75 í kr.
155.20 eða um 220% og samsvar-
andi hækkun hefur orðið á
svartolíu," segir í ályktuninni.
Ennfremur bendir fundurinn
á, að ein forsenda þess, að
útgerðarmenn greiddu fiskverðs-
ákvörðuninni atkvæði sitt um s.l.
áramót var ákvörðun um, að 5%
olíugjald gilti út árið 1980, sam-
anber ályktun Alþingis um það
efni.
Eyjólfur Martinsson, Ísíélagi Vestmannaeyja:
„Ekki nóg að gert"
EYJOLFUR Martinsson fram-
kvæmdastjóri hjá ísfélagi Vest-
mannaeyja sagði að staðan í
rekstri frystihúsanna væri svip-
uð og áður en fiskverð var
ákveðið, um taprekstur væri að
ræða. „Gengissigið hjálpar eitt-
hvað upp á stöðuna ef þessi 8%
verða látin síga fljótt og þeir
verða ekki að myglast með þetta
fram í júni. Þrátt fyrir það er
ljóst að ekki er nóg að gert til
þess að um eðlilega stöðu sé að
ræða og samkvæmt úttekt á
fyrstu tveimur mánuðum ársins
er frystiiðnaðurinn rekinn með
tapi.“
Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri SÍF:
Saltfiskdeild Verð-
jöfnunarsjóðs tæmist
ef halda á viðunandi
afkomu í greininni
MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær
til Friðriks Pálssonar fram-
kvæmdastjóra Sölusambands
íslenzkra fiskframleiðenda og
spurði hann um stöðu salt-
fiskframleiðenda og þessarar
útflutningsgreinar eftir að nýtt
fiskverð var ákveðið. Svar Frið-
riks var svohljóðandi:
„Sú gengisbreyting, sem kom í
kjölfar fiskverðsákvörðunar,
breytir í engu þeirri staðreynd,
að þrátt fyrir rúmlega 40%
verðhækkun í erlendri mynt á
síðustu 2 árum tæmist saltfisk-
deild Verðjöfnunarsjóðs á þessu
ári, að óbreyttu gengi, ef halda á
viðunandi afkomu í greininni.
Það er ekki skynsamlegt við
ríkjandi markaðsaðstæður.
Þegar allar helztu greinar
útflutnings eru reknar með
miklum halla, þá er gengið rangt
skráð. Um það getur varla verið
ágreiningur."
Gísli Konráðsson hjá Ú.A.
Fiskverðið og geng-
isbreytingin vega
hvort á móti öðru“
„Við höfum nú lítið séð af
ráðstöfunum ríkisstjórnarinn-
ar enn sem komið er, annað en
nýtt fiskverð og gengisbreyt-
ingu og þar er svona rétt að það
vegi hvort á móti öðru,“ sagði
Gísli Konráðsson forstjóri Út-
gerðarfélags Akureyringa í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Breytingin er því ekki mikið
til batnaðar að því að okkur
sýnist," sagði Gísli ennfremur,
„og um áframhaldandi erfiðleika
er að ræða þangað til við fáum
eitthvað frekar að heyra. Talað
er um einhverjar leiðréttingar
og lækkanir á kostnaðarliðum,
en það bólar ekkert á því enn. Ég
sé því ekki að það sé neitt
glæsilegt framundan. Ljóst er að
nú er um að ræða hallarekstur,
og það kann að sjálfsögðu ekki
góðri lukku að stýra, þó sjálfsagt
finnist þeir sem eru verr settir
en við erum, og stöðvun mun
ekki koma til fyrr en í fulla
hnefana vegna þess hve þessi
starfsemi er mikilvæg fyrir allt
bæjarlífið hér.
En ég vil einnig taka það
fram, að við óskum að sjálfsögðu
eftir lagfærinu í formi lækkaðra
kostnaðarliða frekar en gengis-
fellingu, því hún kemur að okkur
aftur bakdyramegin ef svo má að
orði komast. Við erum til dæmis
með afurðalánin í erlendum
gjaldeyri, þannig að helmingur-
inn af gjaldeyrissiginu fer til
þess að greiða gengissigið af
láninu. Vanti okkur til dæmis
2% á rekstursgrundvelli, þá þarf
að minni hyggju 4% gengissig til
að við fáum 2 út úr því. Því
viljum við heldur lækkun á
ýmsum kostnaðarliðum, svo sem
vöxtum, stimpilgjöldum, sölu-
skatti, vörugjaldi og fleiri lið-
um,“ sagði Gísli að lokum.