Morgunblaðið - 11.04.1980, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980
Sýning Gríms
Marínós Stein-
gxímssonar
í FÍM-salnum við Laugarnes-
veg stendur þessa stundina sýn-
ing á málverkum og skúlptúr
eftir Grím Marinó Steingríms-
son. Hann hefur um langt árabil
verið að eiga við myndlist ásamt
ýmsu öðru eins og til dæmis
brauðstriti af ólíku tkgi:
Leigubíistjóri hefur hann verið
og vitavörður, en hann mun
einnig vera útlærður járnsmiður
og jafnvel hafa sérgrein í því
fagi. Það eru mörg ár síðan leiðir
okkar lágu saman vestur í
Ameríku, er við vorum þar í
sömu erindagerðum. Þá var
hann í fylgd með vini sínum
Pétri Friðrik, og við þrír slógum
í púkk og skoðuðum nokkur söfn
þar í landi í sameiningu. Það
voru ánægjuleg kynni og þá
þegar fór það ekki framhjá mér,
að Grímur hafi meir en lítinn
áhuga á myndlist og það ekki af
verra taginu.
Þessi sýning Gríms, er nú
stendur í FÍM-salnum er fyrsta
sýning, er ég sé eftir hann.
Þarna sýnir Grímur 33 vatns-
lita- og olíumálverk ásamt 10
skúlptúrverkum, aðallega unn-
um í járn. í heild er þetta
nokkuð misjöfn sýning, en
sumar af olíumyndum hans
munu það besta, er hann dregur
fram að sinni. Skúlptúrinn er
mjög þokkalegur, en hann hefur
ekki sérlega mikla spennu.
Formið er vel unnið og samsvar-
ar sér ágætlega, en fyrir minn
smekk er það ef til vill of fellt og
fágað, til að verulegur áhugi
skapist. Hitt er svo annað mál,
að Grímur þarf ekki að bregða
litum fyrir þessi verk, þau eru
vel unnin og frambærileg.
Eins og áður segir,eru sum af
olíumálverkunum á þessari sýn-
ingu það besta, er þarna er að
finna. Þegar Grímur notfærir
sér liti á þann hátt, að viss heild
og draumkennd tilfinning skap-
ar andrúmsloft, er maður þekkir
frá fjölium og ströndum þessa
lands, er hann í essinu sínu.
Réttast væri að segja um þessi
verk, að þau væru einlæg og
skrumlaus. Það er mikið hól, en
því miður á þetta ekki við nema
um nokkurn hluta þeirra verka,
er nú hanga í FIM-salnum.
Ekki ætla ég að fara út í þá
sálma að sinni að tíunda þessi
verk hvert fyrir sig. Ég ber
virðingu fyrir þeim mikla áhuga
og þeirri vinnu, er Grímur legg-
ur í myndgerð sína. Hann virðist
hvergi trana sér fram, en fer
hægt með löndum. Hann hefur
ýmislegt gott fram að færa, en
samt sem áður verður ekki lokað
augum fyri því, að það virðist
vanta herslumuninn í mörgum
þeim verkúm, er hann hefur
valið til þessarar sýningar.
Það er mér engin ráðgáta,
hvort hér sé gott listamannsefni
á ferð.Það liggur í augum uppi.
Það sem einnig liggur ljóst fyrir
er, að Grímur ætti það skilið að
hafa meiri tíma til að helga sig
myndgerð sinni. Ég þakka
skemmtilegt innlit og vonast til
að Grímur Marínó eigi eftir að
sýna fleiri verk sín.
Valtýr Pétursson.
Erlendar bækur
Doktor Fischer of Geneva
or The Bomb Party — nýj-
asta bók Grahams Greene
HAFI nú lesandi kannski fyrir
ekki ýkja löngu lesið bók
Grahams Greene „The Hum-
an Factor“ að ótöldum mörg-
um fyrri bókum hans, er
áreiðanlegt að nýjasta verk
hans „Doctor Fischer of Gen-
eva or The Bomb Party“
hellist yfir mann rétt eins og
köld gusa — og langt frá
hressandi. Þessi bók er
gerólík öllu sem ég hef lesið
eftir Greene, það liggur við
borð maður haldi um hríö að
hér hafi orðið einhver hausa-
víxl á hlutunum. Það örlar
naumast á þeim sterku ein-
kennum, sem hafa gengið
eins og rauður þráður í gegn-
um allar bækur hans frá The
Brigthon Rock til The Human
Factor.
Jones nokkur segir söguna:
hann hatar mann meira en orö
fá lýst. Sá er Doctor Fischer
og síöan er reynt óbermilega
að útskýra fyrir lesanda aö
það sé full ástæöa til. Doktor-
inn er faðir Önnu Luise, sem
Jones kynnist í bókinni, verö-
ur ástfanginn af og þau gift-
ast. Anna Louisa vill foröast
öll samskiþti við fööur sinn.
Hann er svo ólýsanleg
skepna. Hann er einhver
ógeöslegasti karakter sem
uppi hefur veriö frá því sögur
hófust. Aðallega vegna þess,
skilst manni, aö hann er
óheyrilega ríkur og í krafti
auðs síns sveigir hann fólk
undir vilja sinn og lætur þaö
beygja sig í duftið. Hann hefur
um sig hirö hálfgerðra sálar-
aumingja. Þaö eru körturnar.
Körturnar eru stöðugt í boö-
um hjá doktornum og hann
gefur þeim gjafir í hvert sinn,
sem þær fá þó ekki í hendurn-
ar fyrr en doktorinn hefur
skemmt sér viö aö láta þær
lúta svo lágt aö í fasi þeirra er
enginn sómi til, heldur græög-
in og undirgefnin ein.
Jones fær þennan fööur á
sálina, þrátt fyrir viövaranir
Önnu Ouise, sem rifjar upp
fyrir honum framkomu dokt-
orsins gagnvart móöur henn-
ar; hún var auðvitaö í stíl við
anna. Jones trúir þessu ekki
alveg. Hann fer í boö til
Kápumynd af nýjustu bók
Grahams Greane
Graham
Greene
DOCTOR FISCHEROF GENEVA OR THEBOMB PARTY
doktorsinx með körtunum og
verður reynslunni ríkari. Samt
er eitthvað sem dregur hann
til hans og þegar Anna Louise
deyr af slysförum hefur Jones
samband viö tengdafööurinn.
Bókin endar á sprengjupartí-
inu, þar sem körturnar og
Jones eiga aö glíma viö viöur-
styggilega og lífshættulega
þraut, en geta fengiö slatta af
milljónum í sinn hlut fyrir vikiö.
Lýsingin á sprengjupartíinu er
í samræmi viö annan hrylling.
Og það eina sem er jákvætt er
aö þessi vondi doktor fyrir-
kemur sér í lokin.
í örstuttum kafla í bókarlok
lýsir Jones því lífi sem hann
hefur lifað síðan. Þar er eins
og eitthvað af viðbjóönum
hafi hreinsast út úr sál höf-
undarins og stíll hans fer aö
minna ögn á Graham Green.
Mér er hulin ráögáta hvernig
þaö ber til aö höfundur eins
og Greene skuli skrifa jafn
ómerkilega, myrka, beizka
bók sem er uppfull af órök-
studdu mannhatri. Hann virö-
ist skrifa hana í þeim tilgangi
einum aö ná sér niöri á
einhverju ferlegu kvikindi. Sú
árás missir marks vegna þess
aö enginn getur skýringar-
laust veriö jafn alvondur og
Doktor Fischer er. Þaö er ekki
sýnd minnsta viðleitni til aö
skilja þennan mann né út-
skýra hvaö hleypti af staö allri
þessari vonzku. Aö manneskj-
an sé bara vond og ekkert
meira meö þaö, er ósköp
billeg kenning og ekki sæm-
andi höfundi eins og Graham
Greene.
Jóhanna Kristjónsdóttir.
„Philip Jenkins lék þriðju
píanósónötu Szymanowskis
op. 36 inn á hljómplötu í
Wigmore Hall í ágúst sl.
Þetta tónverk er eitt hið
erfiðasta viðfangs af öllum
píanóverkum og hefur aldrei
verið leikið inn á hljómplötu
á Vesturlöndum áður.
Flutningur Jenkins er í
einu orði frábær. Og á eftir
þessum mikilvæga flutningi
kemur hófsamleg túlkun
Jenkins á Valses nobles et
sentimentales eftir Ravel,
þar sem hann leggur áherslu
á klassíska eðlisþætti verks-
ins. Síðasta verkið á plötunni
Philip Jenkins
f ær lof samlega
dóma í Bretlandi
í JANÚARHEFTI hljómp-
lötutímaritsins Records and
Recordings birtist gagnrýni
um nýútgefna hljómplötu
Philip Jenkins, Gaudeamus
KRS 37. Gagnrýnandinn,
Richard Stoker — þekkt
tónskáld og ristjori tímarits
um nútimatónlist — fer
lofsamlcgum orðum um
píanóleik Jenkins og velur
plötuna sem hljómplötu jan-
úarmánaðar í Bretlandi.
Telur Stoker að með leik
sínum hafi Philip Jenkins
skipað sér á bekk með allra-
fremstu píanóleikurum
Breta, eins og fram kemur í
þýðingu á gagnrýninni. Seg-
ir þar m.a.:
er þriðja sónata Prokofievs,
sem mér finnst fegurst verka
hans.
Hreinasta unun er að
hlusta á þennan meistara-
lega flutning Jenkins. Þessi
plata skipar honum á bekk
með okkar allrafremstu
píanóleikurum, svo sem John
Ogden, Wilde og Milne.“
Philip Jenkins var um ára-
bil píanókennari við Tónlist-
arskólann á Akureyri, en
starfar nú sem prófessor í
píanóleik við Royal Academy
of Music í London. í vetrar-
leyfi frá störfum þar hefur
hann kennt píanóleik við
Tónlistarskólann á Akureyri.
ASÍ - VSÍ:
Næsti fundur annan föstudag
„ÞAÐ gerðist afskaplega lítið og
ekkert sem ég get metið til samkomu-
lagsáttar," sagði Guðlaugur Þor-
valdsson sáttasemjari ríkisins, er Mbl.
ræddi við hann eftir fund hans með
samninganefndum ASÍ og VSÍ á
miðvikudaginn. Guðlaugur sagði, að
rætt hefði verið fyrst við aðila sinn í
hvoru lagi og svo fulltrúa beggja
sameiginlega. „Það verður aftur fund-
ur á föstudaginn í næstu viku og þá
mætir stóra samninganefnd Alþýðu-
sambandsins, sem telur 43 menn, en á
fundinum í dag voru þeir 13,“ sagði
sáttasemjari.