Morgunblaðið - 11.04.1980, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.04.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 13 Hayek á málþingi frjálshyggjumanna: Hayek rakti ruglandina um hið „blandaða“ hagkerfi til Johns Stuarts Mills. Málþingið var vel sótt, og urðu fjörugar umræður um kenningar Hayeks. Enginn miUivegur til á milli sósíalisma og frjálshyggju Laugardaginn 5. april var Friedrich A. Hayek, nóbelsverð- launahafi í hagfræði og einn kunnasti stjórnmálahugsuður þessarar aldar, málshefjandi á 3. málþingi Félags frjáls- hyggjumanna. Var umræðuefni hans: „The Muddle of the Middle“ — eða Miðjumoðið. Hayek dvaldi hér á landi dag- ana 1.—8. apríl, en í tilfeni komu hans gáfu Almenna bóka- félagið og Félag frjálshyggju- manna út hina frægu bók hans, Leiðina til ánauðar (The Road to Serfdom). Hayek sagði, að sú hefði alltaf verið sannfæring sín, að í stjórn- málum yrði að fara eftir al- mennum reglum, en ekki henti- seminni einni. Ekki mætti gera málamiðlun við rangar kenning- ar, þótt það þjónaði stundar- hagsmunum stjórnmálamanna, og sósíalismi væri ekki að hálfu leyti réttur, heldur að öllu leyti rangur. Nú væru að vísu ekki margir, sem fylgdu þeim „heita“ sósíalisma, sem hann hefði fært rök gegn í bókinni Leiðinni til ánauðar. En sumir fylgdu „volg- um“ sósíalisma, „blönduðu" hag- kerfi, þeir reyndu að finna ein- hvern milliveg á milli sósíalisma og frjálshyggju. Þetta væri þó til marks um misskilning, með því að sýna mætti fram á, að sósialisminn væri reistur á rök- villum og ruglandi, hann væri ekki einungis önnur siðferðileg skoðun en frjálshyggjan, heldur beinlínis rangur frá fræðilegu sjónarmiði. Þessa rökvillu eða allt „miðju-moðið" mætti rekja til Johns Stuarts Mills á nítjándu öld, sem hefði að vísu verið frjálslyndur maður í siðferði- legum skilningi, en fylgt ófull- komnum hagfræðikenningum og því auðveldað sósíalistum leik- inn síðar meir. Mill hefði ekki í hagfræðibókum sínum tekiö til- iit til þess meginvanda hagfræð- innar, hvað ætti að framleiða og hvernig. Hann hefði haldið, að hægt væri að gera greinarmun á framlciðslu lífsgæðanna og dreifingu þeirra, þannig að það væri tæknilegt úrlausnarefni, hvernig ætti að framleiða og hvað, en siðferðilegur vandi, hvernig þessari framleiðslu væri skipt á milli manna. Þannig hefði orðið til hugmyndin um „samfélagslegt réttlæti" í skipt- ingu tekna á milli manna, en sú hugmynd væri ekki á neinum rökum reist, heldur fullkomin blekking. En hvers vegna væri grein- armunur Mills á framleiðslu lífsgæðanna og dreifingu þeirra rangur? Hann væri rangur, vegna þess að í því óraflókna hagkerfi sérhæfingar og verkaskiptingar, sem nútíma- menn störfuðu í, gegndi verðlag- ið því hlutverki að stjórna eðá samhæfa starfsemi þeirra. Verð vöru, þ.á m. vinnuafls, væri eins konar merki um það hvaða þörf væri fyrir hana, þannig að þau lögmál, sem stjórnuðu fram- leiðslu, stjórnuðu líka dreifingu. Tveir menn gætu verið jafnhæf- ir, en annar fengið hærra kaup en hinn á frjálsum markaði. Þetta væri merki um, að starf þess, sem hærra kaupið fengi, væri frá sjónarmiði annarra nytsamlegra, en kæmi réttlæti ekki við. Þetta leiddi aðeins í ljós, hvar í hagkerfinu breytinga væri þörf. Þetta væri upplýs- inga- eða boðmiðlun, sem væri nauðsynleg, til þess að hagkerfið gæti starfað og skilað árangri. Þessi vandi væri hvorki hrein- tæknilegur né hreinsiðferði- legur, heldur fólginn í því að samhæfa og nýta sérþekkingu allra einstaklinga og fyrirtækja, sem væru til á markaðnum. Tæknin, sem nútímamenn réðu yfir, væri í rauninni eins konar skrá yfir þá möguleika, sem þeir hefðu, en að henni gefinni væri eftir að taka allar raunverulegar ákvarðanir, og þær yrði að taka eftir þeim merkjum, sem verð- lagið sendi frá sér. Hayek sagði, að það væri ekki tæknin, sem hefði skilað þeirri miklu velsæld, sem nútímamenn nytu miðað við fyrri tíma menn, heldur verkaskiptingin og sér- hæfingin, sem hefði gert mönnum kleift að nýta sér sér- þekkingu hver annars og há- marka þannig öll afköst. Það væri rétt, að kapítalisminn hefði skapað öreigastéttina, þvi að án hans myndu miklu færri geta lifað á jörðinni. Tæknin væri afleiðing verkaskiptingarinnar, en ekki orsök hennar. Gæfa nútímamanna væri sú, að upp hefði sprottið kerfi viðskipta, samkeppni og sérhæfingar þann- ig að valizt hefðu úr þeir fram- leiðsluhættir, sem beztu raunina gæfu. Þetta kerfi hefði ekki sprottið upp, vegna þess að einhverjir menn hefðu lagt á ráðin um það, heldur þrátt fyrir afskipti manna. Mennirnir gætu ekki þakkað sjálfum sér þetta kerfi, heldur miklu fremur þeirri tilviljun, að skilyrði urðu til fyrir því fyrir nokkrum öldum, þegar einstaklingsfrelsi innan marka réttarríkisins var komið á í nokkrum löndum í vestri. Hayek gagnrýndi róttæka menntamenn nútímans, sem hann kallaði „sölumenn notaðra hugmynda", fyrir ofmetnað þeirra. Þeir héldu, að þeir gætu skapað nýtt og betra skipulag en það.sem fyrir væri. Þeir voru að sögn hans „rationalists" og „constructivists", því að þeir ofmeta mátt einstakra manna til að breyta heiminum, en vanmeta þá þróun, sem verður fyrir frjálsa samkeppni hugmynda og vinnubragða og víxlverkan vit- unda. Kjarni sósíalismans væri, að mennirnir gætu smíðað betri heim eða hannað, en þyrftu ekki að leyfa honum að vaxa í friði eins og frjálshyggjumenn kysu. Höfundasnillingar sósíalism- ans, sem hefðu verið mennta- menn, en ekki verkamenn, hefðu aldrei skilið, hverjar takmark- anir mannshugans væru, aldrei greint af neinu viti þau skilyrði, sem tilveran setur mönnunum. Sannleikurinn væri sá, að skil- yrðið fyrir frekari framförum, fyrir vexti þekkingar og atvinnu- lífs, fyrir bættum lífskjörum og vísindalegri og listrænni sköpun, væri, að markaðurinn fengi að starfa ótruflaður. Til máls tóku á eftir Hayek Hannes H. Gissurarson sagn- fræðingur, Jón E. Ragnarsson lögfræðingur, Ragnar Halldórs- son forstjóri, Ólafur Björnsson prófessor, Einar K. Guðfinnsson blaðamaður, Jónas H. Haralz bankastjóri, dr. Jónas Bjarnason efnafræðingur og Bjarni Snæ- björn Jónsson viðskiptafræðing- ur. Svaraði Hayek fyrirspurnum þeirra. Ferming næst- komandi sunnudag KIRKJUHVOLSPRESTA- KALL: , Fermingarguðsþjón- usta í Árbæjarkirkju sunnu- daginn 13. april, kl. 2 síðd. Prestur: Auður Eir Vil- hjálmsdóttir. Fermd verða: Q^roínKiörn .TnnQSOTl. UtV/lllwjvi <•-- Lækjarbraut 12, Rauðalæk. Viðar Bergsson, Lyngási. Jóhanna Ósk Pálsdóttir, Lækjarbraut 3, Rauðalæk. Sigríður Runólfsdóttir, Syðri-Rauðalæk. Guðný Eiríksdóttir, Lýtingsstöðum. Sigurleif Kristín Sigurþórs- dóttir, Kaldárholti. Ferming að Odda sunnu- daginn 13. apríl kl. 2. e.h. Prestur: Séra Stefán Lár- usson. Fermd verða: Páll Steindór Steindórsson, Drafnarsandi 1, Hellu. 'olocrvn öieian uioiuw.., Þrúðvangi 30, Hellu. Aðalbjörg Guðgeirsdóttir, Heiðvangi 9, Hellu. Aðalheiður Rós Ágústsdóttir, Þingskálum 10, Hellu. Ágústa Þóra Ágústsdóttir, Þingskálum 10, Hellu. Arheiður Bergsteinsdóttir, Freyvangi 11, Hellu. Ellen Tryggvadóttir, Heiðvangi 5, Hellu. Hárskerinn að Skúlagötu 54 býður nú upp á nýja þjónustu. sem er andlitsböð. andlitsnudd og húðhreinsun fyrir dömur og herra og sér Kolbrún Jósepsdóttir fegrunarsérfræðingur um þjónustuna. Var Bessi Bjarnason fyrstur ti) að reyna þessa nýju þjónustu og virðist ekki óánægður með hana. Bylgjan, ísafirði: Samningar framlengdust til 1. júní KJARASAMNINGAR Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunn- ar á ísafirði eru ekki lausir fyrr en 1. júni n.k. Að sögn Guðjóns A. Kristjánssonar fnrhianns R\7lorinnnnr aptlllðu skÍD- ----------' stjórar og stýrimenn að fá samn- inga sína lausa um áramótin, en vegna formgalla á uppsögninni framlengdust samningarnir um sex mánuði. Guðjón sagði, að félags- menn væru farnir að ræða væntan- lega kröfugerð, en „það er nú bara spjall í okkar hópi ennþá", sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.