Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 Framvinda portúgalskra stjórn- mála síðustu sex árin hefur verið forvitnileg fyrir margra hluta sakir. Frá því að berast um hríð með ógnarhraða að Sovétblokk- inni sumarið 1975, situr þar nú sex árum tæpum eftir byltinguna við völd miðlínustjórn á vestrænan mælikvarða. Fátt er það sem gæti gerzt nú sem sneri þróuninrfi við. Sósíaldemókratar Fransisco Sa Carneiros hefur með árunum verið að færast af vinstri væng yfir á léttan miðjukant og CDS-Mið- demókrataflokkurinn, samstarfs- flokkurinn í stjórninni, er af erlendum stjórnmálasérfræðing- um jafnan nefndur hægriflokkur. Það er ekki alls kostar rétt, hægri flokkur er varla í Portúgal sam- kvæmt þeim kvarða sem aðrar Vestur-Evrópuþjóðir leggja í það hugtak. Allt um það hefur Sa Carneiro tekið á málum Portúgals af mikilli einbeitni og hann hefur fengið lof fyrir skorinorðar aðgerðir og snjallt val á samstarfsmönnum sínum. Hann reiknaði út fyrir kosningar að bandalag PSD og CDS, Alianca Democratica myndi fá meiri stuðning, ef höfðað væri til kjósenda af ábyrgð og dirfsku, og ekki haft uppi froðusnakk og innantóm loforð fyrir kosninga- þreytta og langmædda portú- galska kjósendur. Hann og Freitos do Amaral, formaður CDS og núverandi aðstoðarforsætisráð- herra og utanríkisráðherra, tók töluverða áhættu með þessu, en ályktun þeirra reyndist rétt og AD náði meirihluta. Sa Carneiro lét gera ráðstafanir í efnahagsmálum, sem yrðu meira en nafnið tómt, draga úr ríkis- afskiptum, breyta stjórnar- skránni, skerða stórlega völd hers- ins og breyta atvinnulöggjöfinni. Hann hét að koma á pólitískri kyrrð, unnið yrði að því að efla framleiðsluna og draga úr at- vinnuleysi. Hann lagði fram trú- verðugar verklýsingar á því hvernig þetta mætti gera og þær virðast standast. Flókinn persónuleiki, forsætisráðherrann Sa Carneiro hefur á þeim árum, sem hann hefur tekið þátt í stjórnmálum jafnan verið nokkur ólguvaldur. Hann er töluvert flók- inn persónuleikLog þótt hann hafi um langa hríð sýnt fullan metnað til að komast í þann sess sem hann skipar, er því svo farið að hann er hvorki alþýðlegur maður að eðlis- fari né heldur hefur honum tekizt að temja sér hlýleika í framkomu. Hann er maður greindur, dulur og alvörugefinn og sagður þver- móðskufullur nokkuð. Yfirleitt á hann erfitt með að umgangast fólk á afslappaðan máta og veizlu- höld sem fylgja starfi hans eru eitur í hans beinum. En þrátt fyrir þetta hefur hann augljósa valda- þörf og löngun hans til að vera í sviðsljósinu fer ekkert á milli mála. Hann skortir beitta og snjalla kímnigáfu sem Portúgalar eru svo hrifnir af hjá Freitos do Amaral, formanni CDS, og hann hefur ekki til að bera landsföður- lega framkomu Mario Soaresar, formanns PS. En víst eru kostir hans margir, stjórnsemi hans er annáluð og enginn dregur vits- muni hans í efa. Hann er opinskár um þau mál sem hann telur sig hafa vit á — og þau eru býsna mörg og hann áttar sig á kjarna í hverjum hlut og skeytir lítt um smáatriði. Hann þykir hafa sýnt lálítið sérstætt hugrekki í einka- ;ífi sínu — sumir kalla það reyndar ósvífni — en landar hans hafa ögn gaman af því þótt kaþólskir séu. Hann hikar sem sé ekki við að koma fram opinberlega fram með vinstúlku sinni, dansk- ættaðri, sem hann hefur búið með í óvígðri sambúð um hríð, eftir að hann sleit samvistum við portú- galska konu sína. Meðal þess sem AD hétu í kosningabaráttunni var að skila aftur drjúgum landsspildum í suð- urhluta landsins, Aljentejo sem er „rautt“ hérað. Þessu landi var meira og minna skipt upp á milli smábænda eftir byltinguna, en hins vegar hefur nýting landsins síðan farið meira og minna í handaskolun, þó svo að Aljentejo sé ákaflega blómlegt landbúnaðar- hérað. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur þetta öldungis ekki mælzt vel fyrir hjá smábændun- um og almennt má segja að landbúnaðarstefnan hafi vafizt fyrir hverri stjórninni af annarri síðan 1974, hvaða áttastefnu sem hún hefur annars verið kennd við. En þetta á áreiðanlega eftir að vera stjórninni erfitt viðureignar ekki síður en sá ágreiningur sem nú magnast stöðugt milli ríkis- stjórnarinnar og Eanesar forseta. Eanes nýtur vinsælda almennings — en þykir stundum hafa verið klaufskur Á sínum tíma studdu ríkis- stjórnarflokkarnir mjög eindregið Eanes í forsetakosningunum. Því er það nokkur kaldhæðni hvernig það hefur þróazt og er væntanlega ekki ofmælt að segja að það sé að snúast upp í fullan fjaldskap fari svo fram sem horfir. í kosningabaráttunni kom þessi skoðanamunur dálítið upp á yfir- borðið. Eitt baráttumálið var að skerða völd hersins, og þar í fólst ákveðin takmörkun á völdum for- setans. Eanes hefur verið vændur um að leita ekki nægilegs samráðs við stjórnmálaleiðtogana á þeim mörgu stundum þegar pólitísk kreppa hefur steðjað að. Þá hefur hann drifið í að skipa utanþings- forsætisráðherra svo sem alkunna er, án þess að kanna hvort þeir nytu stuðnings þingsins. Eftir- minnilegasta glappaskot hans var skipan iðjuhöldsins Nobre da Costa, enda lifði sú stjórn ekki nema nokkra daga. Öllu betur tókst til með næstu stjórn sem Mota Pinto veitti förstöðu. Þegar þetta fyrra gerðist urðu miklar ýfingar með Eanes og fráfarandi forsætisráðherra Mario Soares, en hann nýtur án efa eins mesta persónufylgis stjórnmálaleiðtoga innan Portúgals. Síðan hafa orðið sættir með þeim Eanes og Soares og þær svo rækilegar að sumum þykir fullmikið af því góða. Eanes sýndi meðal annars afstöðu sína daginn fyrir síðustu kosningar, er hann bauð Soares að koma og snæða með sér. Þótti þetta ekki smekklegt nema í hófi. Eanes forseti hefur verulegt vald, samkvæmt stjórnarskránni — og þó að hann hafi á sínum tíma ekki sótzt eftir forsetaemb- ættinu, heldur látið til leiðast að gefz kost á sér, hefur hann stöðugt færzt í aukana eins og fyrrnefnd dæmi hafa m.a. sýnt. Það er ekki mikill vafi á því að hann næði endurkjöri á ný þó svo að ágrein- ingurinn vaxi milli hans og stjórn- arinnar. Forsetinn er gagnrýndur fyrir að hann hafi gefið fögur loforð og ekki staðið við neitt. Hann hafi ekki getað losað sig úr tengslum við fámenna herfor- ingjaklíku sem hafi töluverð völd. Hann hefur vald tii að leysa upp stjórnina ef honum býður svo við að horfa og hann getur neitað að Agreiningur- inn vex milli___ Eanesar forseta og miðlínustjórn ar Sa Carneiros # — 1 > t Jorge Sampaio — arftaki Soresar? Frá kosningafundi AD í desembcr sl. Fremst á myndinni þeir Freitos do Amaral, formaður Mið- demókrata og Sa Carn- eiro, formaður PSD. skrifa undir lagafrumvörp. Þetta eru þær hliðar valdsviðs hans sem CDS og PSD leggja nú einna mest kapp á að breyta, hvernig sem það endar. Stuðningsmenn Eanesar hafa auðvitað ýmis mótrök í pússi sínu. Þeir benda á að honum hafi tekizt að auka virðingu landsins út á við með virðulegri og menning- arlegri framgöngu sinni. Hann hafi verið þjóðinni sameiningar- tákn og alla jafna reynt að greiða úr vanda þegar stjórnmálamenn- irnir hafi sýnt ábyrgðarleysi og sundrung sín í millum. Honum er þökkuð framkvæmdin á „kúppinu Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir innan kúppsins" í nóvember 1975, þegar vinstri menn, sem höfðu nánast haft öll völd í nokkra mánuði, voru halaklipptir, svo að ekki er líklegt að þeir beri sitt barr eftir. Eftirmaður Mario Soaresar kominn fram á sjónarsviðið? En hvað sem þessu nú líður: takist ríkisstjórn Sa Carneiros hið metnaðarsama ætlunarverk sitt og verði kosningabandalag stjórn- arflokkanna enn við lýði á haust- nóttum, þegar kosingarnar næstu fara fram, mun það trúlega ná meirihluta aftur. Sósíalistaflokk- ur Mario Soaresar hefur átt undir högg að sækja og er vegið að Soares úr öllum áttum og meira en nokkru sinni. Átök innan flokk- sins hafa magnast og voru þó ærin fyrir. Sennilega er ekki að finna fjölskrúðugri atkvæði innan neins porúgalsks flokks en innan Sósíal- istaflokksins og það hefur orðið honum fjötur en ekki til fram- dráttar. Mario Soares er viður- kenndur skörungur, mikill vit- maður og snjall í bezta lagi. Fyrsta árið eftir byltinguna var hann sá stjórnmálamaður sem einna mest lét að sér kveða, hugrekki hans í samskiptum við herstjórnina og kommúnista var ótvírætt og átti ugglaust hvað mestan þátt í að tókst að hnekkja veldi kommúnista og koma á lýðræði — þótt stundum hafi það staðið á brauðfótum — í Portúgal. En nú hefur flokkur hans misst fylgi, bæði í þingkosningunum og bæjar- og sveitarstjórnakosning- unum. Fari svo að af honum saxist fylgi í haust má gera því skóna að formennska Soaresar verði ekki öllu lengri. En flokkur hans er að því leyti nokkuð vel settur að þar hefur skotið upp manni sem ein- ing næst sennilega um sem eftir- mann Soaresar, nú eða á næstu árum. Þessi maður er Jorge Sampaio. Hann er fertugur að aldri, lög- fræðingur að mennt eins og marg- ir portúgalskir stjórnmálamenn. Valdaganga hans hefur verið með eindæmum hröð innan flokksins, því að hann gekk ekki í PS fyrr en árið 1978. Hann er einn af sjald- gæfum foglum á vinstra armi portúgalskra stjórnmála, sem kom með hreinan skjöld út úr ringul- reiðinni 1974 — 1975. Hann var mjög eindreginn andstæðingur einræðisstjórnar Salazars og síðan Caetanos, en hafði engin afskipti af stjórnmálum sem heit- ið getur, sinnti lögmannsstörfum sínum og gat sér fyrir gott orð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.