Morgunblaðið - 11.04.1980, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.04.1980, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 27 Sa Carneiro forsætiaráðherra Mario Soares formaður Sósíalistaflokksins. Sampaio og nokkrir skoðana- bræður hans sem höfðu orðið mjög uppnumdir af stúdentaóeirð- unum í Frakklandi 1968, stofnuðu síðan MES-Sósíalistahreyfinguna. En áður en margir mánuðir voru liðnir höfðu kommúnistar yfirtek- ið samtökin, stofnendur þeirra hættu þar störfum og Sampio sneri sér á ný að lögmannsstörf- unum. Hann gekk í Sósíalista- flokkinn þegar svo virtist sem fylgið væri að kvarnast af honum og honum var tekið fagnandi. Hann er sagður ráðríkur hug- sjónamaður. Hann ber heilbrigða virðingu fyrir valdi, vegna þess að það má nota til að gera hugmyndir og hugsjónir að veruleika. Hann nýtur mikils fylgis meðal mennta- manna, en gerir sér ljóst að ekki þarf síður að sýna ræktarsemi hinni fjölmennu miðstétt lands- ins. Hann veit hvernig hann á að nota tímann sér til framdráttar og er gæddur sérstæðri pólitískri siðfágun að sögn þeirra sem til þekkja. Þetta og sitthvað fleira gerir hann einn af girnilegustu leið- togaefnum flokksins. Það gæti orðið PS mjög til framdráttar ef Sampaio verður leiddur fram á völlinn sem slíkur. Þá er heldur ekki víst að bókað sé meirihluta- fylgi hjá Alianca Democratica. h.k. Stefán Finnbogason yfirskólatannlæknir: Marteinn Skaftfells krukkar í flúorinn í annað sinn í Alþýðu- blaðinu þ. 26. og Tímanum þ. 27. febrúar. Ég hefi hann grunaðan um að látast skilja minna en hann raun- verulega gerir. Hann nefnir í upphafi greinar sinnar dæmi um flúormengun, sem varð í nágrenni iðjuvers í Bandaríkjum N-Ameríku 1949. Flúoreitrun kom fram í búfé. Háskólinn í Oregon var fenginn til að rannsaka málið. „Skyndilega voru rannsóknirnar stöðvaðar. Hverjir tóku í taumana og hversvegna? Efnið var flúor“, segir Marteinn Skaftfells, og hér kýs hann að enda sína frásögn og láta ímynd- urnarafl lesandans um framhald- ið, þannig reynir hann að vekja tortryggni í garð þeirra er vilja flúorbæta drykkjarvatn. En flúormengun og flúorbæting eru andstæður. Flúorbæting tryggir mátulegt og stöðugt flúorinnihald drykkj- arvatnsins og útilokar flúormeng- un. Ekkert nátturuvatn er algjör- lega flúorsnautt. En flúorinnihald þess er mismunandi mikið eða frá 0.05 — 8 ppm. Heppilegasta flúor- innihald drykkjarvatns er 0.9 — 1,2 ppm. Því miður eru dæmi þess, að stóriðjuver hafi hindrað mengun- arrannsóknir í krafti síns pen- ingavalds, eins og sennilega hefir gerst í dæmi Marteins Skaftfells. En ef drykkjarvatnið hefði verið flúorbætt á þessum umrædda stað, hefði jafnframt flúorinni- hald vatnsins verið undir stöðugu eftirliti og mengunin aldrei orðið. Ennþá hampar Marteinn Skaft- fells þeim Dean Burk og John Yiamouyiannis og telur þá heims- kunna vísindamenn enda þótt þeirra heimsfrægð sé orðin til af endemum einum. „Látum svo vera, að þeir hafi fórnað vísindaheiðri sínum,“ segir Marteinn Skaftfells. „Það er ekki höfuð atriði, heldur hitt hvort samband er milli flúors og krabbameins eins og þeir halda fram.“ Þeir félagar söfnuðu tölum úr heilbrigðisskýrslum um dánartöl- ur af völdum krabbameins, og fundu út að þær voru í beinu hlutfalli við flúorinnihald drykkj- arvatnsins. Þeir birtu þessar niðurstöður sínar með miklu aug- lýsingaskrumi. Verk þeirra voru síðan endurskoðuð af rannsókn- arstofnunum. M.a. af „National Cancer Insti- tute,“ þeirri stofnun, sem Dean Burk hafði áður unnið við. Niðurstöður þessarar endur- skoðunar voru, að þeir félagar Burk og Yiamouyiannis höfðu sleppt tölum, sem ekki studdu þeirra „niðurstöðu.“ Þegar þær tölur voru teknar með, fannst ekki lengur neitt samband milli krabbameins og flúorinnihalds drykkjarvatns. Samt sem áður eru Burk og Yiamouyiannis enn þann dag í dag höfuð-postular þeirrar kenningar að flúorbæting drykkjarVatns sé „opinbert fjöldamorð" og vitnað í þeirra niðurstöður, þar sem rætt er um meint samband flúors og krabbameins. Vísindaheiður þeirra félaga og samband flúor- bætingar við krabbamein er því nánast eitt og hið sama. Dean Burk er jafnframt ákafur talsmaður hins gagnlausa krabba- meinslyfs „Lactril." Marteinn Skaftfells reynir að vekja traust á lyfinu með því að tilgreina umsögn þekktrar vís- indastofnunar. Hann velur að hafa þessa umsögn á ensku, en í henni stendur að leyft sé að reyna lyfið á krabbameinssjúklingum. Hann nefnir síðan að lyfið hafi verið reynt hjá fjórum stofnunum. Hér kýs Marteinn Skaftfells aftur að enda sína frásögn og nefnir ekki hver árangurinn varð. Lyfið reyndist nefnilega gjör- samlega óvirkt. Samt sem áður er lyfinu haldið á lofti af National Health Feder- ation og Dean Burk. • Stefán Finnbogason Þar hefir farið saman að hræða fólk á krabbameini og auglýsingar á undralyfi, sem lækna átti krabbamein. Aðstandendur Na- tional Health Federation hafa oftsinnis fengið sektar- og jafnvel fangelsisdóma fyrir að skreyta sinn söluvarning með fölskum merkingum og ósönnum fullyrð- ingum um lækningamátt. Marteinn Skaftfells neitar að skilja að línuritið, sem hann birti um dánartölu af völdum krabba- meins, hafi verið dæmi um lélega tölfræði. Hann segir: „Dánaraldur tekur ekki stökk upp á við á 10 árum eins og línuritið sýnir." Sannleikurinn er nú samt sá að dánaraldur hækkaði verulega á þessum árum í flestum hinum svokölluðu menningarlöndum. Þar áð auki eru margir aðrir þættir, Sem hafa veruleg áhrif á dánar- tölu af völdum krabbameins, sem taka verður tillit til við saman- burð. Það er hægt að benda á marga þætti í náttúrunni og þjóðlífinu sem þróast samhliða án þess að um beint samband milli þeirra sé að ræða. Ég nefni hér eitt dæmi eftir minni: Náttúrufræðingur einn taldi storkaheiður í byggðarlagi einu í Belgíu yfir visst tímabil. Hann fann að hreiðrunum fór fækkandi. Þá datt þessum gaman- sama nátturufræðingi í hug að kynna sér tölur barnsfæðinga í sama byggðarlagi yfir sama tíma- bil. Og sjá. Þeim fór einnig fækkandi. Sú skoðun þekkist að samband sé á milli barnsfæðinga og storka og fylgjendur þeirrar skoðunar hafa vafalaust talið þessa rann- sókn sanna þeirra mál. Flúor er nú viðurkennd- ur sem eitt hinna nauð- synlegu bæti- efna hins líf- ræna heims Þetta samband er þó ekki al- mennt viðurkennt, þó hugsanlegt sé að um óbeint samband geti verið að ræða. En flestir eru sammála um að allt aðrir og óskyldir þættir hafi úrslita þýð- ingu í fækkun eða fjölgun barns- fæðinga, en breytingar á lifnaðar háttum storka. Þetta skilur Marteinn Skaftfells áreiðanlega. Þá komum við að tannheilsu ungbarna. Það hefir komið í ljós við margar rannsóknir að fæða móður á meðgöngutíma hefir miklu minni áhrif á tennur fqstursins en áður var talið. Kölkunar-truflanir, aðrar en arfgengar, eru líka miklu sjaldgæfari í tönnum sem mynd- ast á fósturskeiði (barnatönnum) en þeim sem myndast eftir fæð- ingu (fullorðinstönnum). Flúorinntaka á meðgöngutíma virtist lítil sem engin áhrif hafa á fyrstu tennur barnsins. Þetta er ástæðan fyrir því, að ekki er talið svara kostnaði að gefa flúortöflur á meðgöngutíma. Hinsvegar myndu flúortöflur, teknar á meðgöngutíma hafa góð áhrif á tennur hinnar verðandi móður. Kalk eða fosfór geta aldrei komið í staðinn fyrir flúor og flúor getur aldrei komið í staðinn fyrir kalk eða fosfór. En allt eru þetta nauðsynleg efni mannslíkaman- um, kalk og fosfór sem byggingar- efni og flúor sem snefilefni og hvati. Margir kannast við þátt D- vítamíns á beinabyggingu líkam- ans. Ef ekki er nægilegt D-vítamín í fæðu barna fá þau beinkröm. Ef hinsvegar of mikið D-vítamín er tekið inn, geta komið eiturverkan- ir. Algjörlega flúorsnauð fæða er ekki til, heldur ekki algjörlega flúorsnautt drykkjarvatn. Af þeim orsökum er varla um að ræða algjöran flúorskort hjá neinni lífveru. En hinsvegar er víða of lítill flúor í fæðunni til þess að kalk- og fosfór efnaskiptin verði eins og þau geta best orðið. Gerðar hafa verið tilraunir á tilraunastofum með að fóðra mýs á flúorsnauðu fæði. Og sýndu þessi dýr minnkaða frjósemi og seinni þroska, en samanburðar- hópar. Hvorttveggja, frjósemi og þroskahraði, breyttist við að bæta passandi magni af flúor í fæðuna. Ennþá vitnar Marteinn Skaft- fells í Dannegger- dæmið, sem gilda vísindalega rannsókn, þótt sýnt hafi verið fram á í fyrri grein minni, að þessi tilraun Dannegg- ers hafi ekkert vísindalegt gildi. Dannegger gerði tilraunir á börnum sínum þremur og hætti síðan við tilraunina, þegar árang- urs var að vænta. Hann gaf börnum flúortöflur frá unga aldri, en hætti því um fimm ára aldur þar sem komið höfðu í ljós skemmdir í barna- tönnunum. Það er hinsvegar vitað, að flúortöflur verka mest á þær tennur, sem eru að myndast þegar töflurnar eru teknar, sem sé fullorðinstennurnar. En Dannegger minntist ekki á fullorðinstennurnar í sínum börn- um. Ég vil nú stinga því að Marteini Skaftfells að hann reyni að grafa upp hvernig fullorðinstennur barna Danneggers hafi reynst. Það gæti gefið ákveðna vísbend- ingu, þó að tilraunin hafi auðvitað verið allt of umfangslítil til að hægt væri að draga af henni ályktun. Flúor er nú viðurkenndur, sem eitt hinna nauðsynlegu bætiefna hins lífræna heims. Þótt fá megi flest bætiefni í töfluformi, er sú inntaka alltaf háð framtakssemi einstaklingsins og því hætta á að þeir verði útundan sem helst þurfa á slíkri uppbót að halda. Eina leiðin til að tryggja pass- andi magn flúors til allra, er að hafa flúorinnihald drykkjarvatns- ins mátulegt. Þá er flúorinnihald drykkjar- vatnsins undir stöðugu eftirliti og einnig tryggt gegn flúormengun. Um öryggi flúor-bætingar drykkjarvatns er enginn ágrein- ingur meðal vísindamanna. Um fjörutíu ára reynsla er nú komin á þessa aðgerð viða um heim og stöðugt bætast ný vatns- ból í hóp þeirra, sem hafa flúor- bætt vatn. Þó verður að viðurkennast að litlir hópar harðsnúinna og ósvíf- inna öfgamanna hafa megnað að spilla fyrir framgangi þessa þjóð- þrifa máls. Hópar þessir hafa unnið gegn fleiri heilbrigðisað- gerðum, svo sem bólusetningum og gerilsneyðingu mjólkur. íslendingar hafa verið blessun- arlega lausir við þessa öfgahópa. Sú andstaða, sem vart hefir orðið við hér á landi gegn flúorað- gerðum skólatannlækninga Reykjavíkur má frekar flokka undir þjóðlega íhaldssemi, sem nauðsynleg er hverri smáþjóð, en þær trúmálaöfgar, sem hin fjár- sterku, erlendu félög, áður nefnd, eiga rætur sínar að rekja til. Næstu mánuði munu í dagblöð- unum birtast öðru hverju, greinar á vegum Tannlæknafélags Islands og Skólatannlækninga Reykja- víkur, þar sem raktar verða um- ræður, sem farið hafa fram um þessi mál undanfarin ár úti í heimi. Það er deginum ljósara, að lækningar án heilsuverndar eru kák eitt og hægt er að koma í veg fyrir meirihluta tannskemmda með tækjakoSti sem kostar álíka og ein skólatannlækningastofa og sem jafnframt útilokar flúor- mengun drykkjarvatnsins. Það er því bæði heilsufarsleg, fjárhagsleg og vistfræðileg nauð- syn að fá flúorinnihald drykkjar- vatns í það hlutfall sem tryggir hámarksnýtingu hinna jákvæðu eiginleika þessa efnis en útilokar jafnframt hina neikvæðu. Flúorbæting og flúormengun eru andstæður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.