Morgunblaðið - 11.04.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980
29
ungt fólk um tvítugt og eldri
borgara í þessum flutninga-
tengslum, sem sýnir það að
Reykjavík hefur byggt blokkir
og öldrunarþjónustu fyrir
grannsveitarfélögin á undan-
förnum árum.
Hér erum við komin að atriði
sem stjórnvöld Reykjavíkur
geta haft áhrif á, t.d. með nægu
framboði af byggingarlóðum
fyrir þær húsagerðir sem mest
eftirspurn er eftir og ekki síður
með þrýstingi á stjórnvöld til
breytingar á húsnæðislánakerf-
inu, þannig að betri nýting
náist á eldra húsnæði í borg-
inni.
í mannfjöldaspánum fyrir
Reykjavík er miðað við það að
stjórnvöld finni leiðir til að
stemma stigu við brottflutningi
úr borginni, þannig að dragi úr
flutningatapinu í áföngum.
Aldurspíramídinn fyrir
Reykjavík 1978, mynd 3, (lífstré
Reykjavíkur) sýnir í raun
framangreinda þætti í hnot-
skurn. Lækkandi fæðingartíðni
undanfarinna ára má lesa úr
minnkandi árgöngum barna og
unglinga. Brottflutningur fjöl-
skyldna á besta aldri, frá
Reykjavík til grannsveitarfé-
laga, hefur markað mitti á
aldurspíramídann. Hlutfalls-
legur fjöldið miðaldra og eldri
borgara er þegar orðinn mikill í
Reykjavík. Hlutfall ógiftra og
áður giftra er orðið mjög hátt í
Reykjavík, eða um 40% allra 20
ára og eldri.
íbúðaþörf á höfuðborgar-
svæðinu næstu 10 árin er um
660 íbúðir árlega samkvæmt
nýrri spá frá Framkvæmda-
stofnun ríkisins. Eðlilegt hlut-
fall Reykjavíkur af þeirri tölu
er því líklega um 400 íbúðir
næstu árin. Auk þess þarf
Reykjavíkurborg að gera nokk-
uð átak í byggingu íbúða á
félagslegum grundvelli að mínu
mati, því of margir borgarbúar
búa í lélegu leiguhúsnæði.
Það er greinilegt á aldurs-
skiptingunni í borginni að stöð-
ugt minni árgangar ungs fólks
muni koma inn á húsnæðis-
markaðinn á næstu árum, og er
því fyrir hendi viss hætta á
offramboði af húsnæði er til
lengri tíma er litið, ef ekki
dregur smám samaii úr ný-
byggingum. í borgum erlendis
t.d. Stokkhólmi hefur það gerst
að nýleg blokkarhverfi í út-
hverfum standa hálftóm. Á
móti þessu kemur það, að hlut-
fall einhleypinga er að aukast
og sækir það fólk í auknum
mæli í eigið húsnæði.
Ég tel mjög hæpið að setja
samasem merki milli fjölda
lóðaumsókna og nýbyggingar-
þarfar í borginni, því ekki hafa
allir umsækjendur fjárhagslegt
bolmagn til húsbygginga og
margir eru að safna sér punkt-
um eftir nýja punktakerfinu
o.s.frv. Ein athyglisverðasta
niðurstaðan úr nýafstaðinni
lóðaúthlutun er sú, að margfalt
fleiri sóttu um lóðir á þeim
nýbyggingasvæðum er liggja
meir miðsvæðis í borginni þ.e.
Rauðagerði og Eiðsgranda, en í
Hóla- og Seljahverfi, og má að
vissu leyti líta á þetta sem
stuðningsyfirlýsingu borgarbúa
við hugmyndir um þéttingu
byggðar, og eins gagnvart því,
að gæta meira aðhalds í út-
þenslu borgarinnar.
Það sem hér er verið að
benda á er það, að framundan
virðast vera stöðnunartímar
miðað við það mikla þenslu-
skeið í félagslegu- og efna-
hagslegu tilliti er staðið hefur í
nær þrjátíu ár hér á landi. Um
leið og hægir á útþenslunni
gefst nú kærkomið tækifæri til
þess að söðla um í bygginga-
málum og færa áherzluna frá
magni til gæða.
Reykjavík, 27. marz 1980.
Reykingar eða heilbrigði
ÞITT ER VALIÐ
Blaðinu heíur borizt eftirfar-
andi frá heilbrigðisyfirvöldum í
tilefni af alþjóðlega heilbrigðis-
deginum 7. april.
Alþjóðlegi heilbrigðisdagur-
inn er haldinn sjöunda dag
aprílmánaðar ár hvert til að
leggja áherslu á markmið í
stofnskrá Alþjóða heilbrigðis-
stofnunarinnar, sem tók gildi
fyrir 32 árum. Valin eru kjörorð
dagsins hverju sinni og nú eru
þau: Reykingar eða heilbrigði —
þitt er valið.
Sýnir þetta ljóslega hve mikla
áherslu stofnunin leggur á al-
þjóðlega vakningu til aukinnar
baráttu gegn því mikla böli sem
hlýst af reykingum.
Af tilefni alþjóðlega heilbrigð-
isdagsins sendi stofnunin frá sér
flokk greina, sem fjalla allar um
reykingavandamálið.
Það sem fer hér á eftir er að
mestu unnið upp úr nokkrum
þeirra.
Drepsótt
úr vestri
Áður fyrr byrjuðu svartidauði
og kólerufaraldrar í Austurlönd-
um fjær og bárust smám saman
til hins vestræna heims. Þessir
faraldrar stráfelldu milljónir
manna á leið sinni. Fáfræði um
orsök þeirra kom í veg fyrir að
gripið væri til áhrifaríkra að-
gerða.
Nú ógnar nýr faraldur heimin-
um. Hann á upptök sín hjá
vestrænum ríkjum og getur ver-
ið jafnskæður og áðurnefndar
drepsóttir. Afleiðingar hans eru
ekki eins augljósar og hann
breiðist dult út. Samt er orsök
þessarar farsóttar þekkt og út-
breiðsla hennar er dyggilega
studd af þeim sem hafa fjárfest í
sígarettuframleiðslunni.
Það hæfir vel að árið 1980
verði tímamótaár sem heimur-
inn helgar reykingavandamál-
inu. Þótt „smitunin“ hafi breiðst
út og nái nú til allra hluta heims
er ennþá unnt að stöðva hana og
minnka fjölda þeirra barna, sem
taka upp ósiðinn og eiga á hættu
að deyja eða verða örkumla af
hans völdum.
I Bretlandi er sígarettureykur
lang alvarlegasta umhverfis-
mengunin og reykingar ein meg-
inorsök hárrar dánartíðni úr
lungnakrabbameini, kransæða-
sjúkdómum og langvinnri
berkjubólgu. Einn af hverjum
þremur sem taka upp á þessum
ósið deyr fyrir aldur fram vegna
reykinga.
Aukning sígarettureykinga í
hinum vestræna heimi varð
þrjátíu árum áður en menn
áttuðu sig á því að þær eru
skaðlegar heilsunni. I þróun-
arríkjunum er aukningin rétt að
hefjast. Ef stjórnum þessara
ríkja tekst ekki að hafa hemil á
vágestinum, munu þær þurfa að
gera áætlun um hvernig bregð-
ast skuli við þeim faraldri sjúk-
dóma sem örugglega koma í
kjölfarið.
Fáir bera skynbragð á tölur
um tíðni sjúkdóma af völdum
reykinga í ýmsum löndum eða
heiminum öllum. Hins vegar
skiljum við vel þegar talað er um
einstaklinga sem í hlut eiga. Þau
einstök dæmi, sem fara hér á
eftir, eru af sjúklingum á
sjúkrahúsi í London en þau gætu
hafa gerst hvar sem er.
í Bretlandi verður lungna-
krabbi 36.000 manns að aldurtila
árlega. Um helmingur þessa
fólks er á vinnualdri. í 90%
tilfella er orsökin sígarettureyk-
ingar.
34 ára gamall vörubílsjóri
hafði reykt 40 sígarettur á dag í
mörg ár. Þegar hann hóstaði upp
blóði kom í ljós að hann hafði
óskurðtækt lungnakrabbamein
og dó hann þremur mánuðum
seinna. Ekkja hans varð það
þunglynd að hún varð að fara á
geðsjúkrahús. Börnin fimm, sem
voru á aldrinum frá 5 til 12 ára,
varð að skilja að og koma þeim
fyrir hjá fósturforeldrum.
Þýðir þá nokkuð að hætta að
reykja? Vissulega. Fyrrverandi
reykingamenn, sem hafa ekki
reykt í 10 ár, hafa þá litlu meiri
líkur á að fá lungnakrabbamein
en þeir sem aldrei hafa reykt.
Um 150.000 manns deyja ár-
lega í Bretlandi vegna krans-
æðastíflu. Margt þessa fólks er á
starfsaldri og álitið er að í
fjórðungi tilfellanna megi rekja
orsökina til reykinga. Undir
fimmtugu hafa stórreykinga-
menn um 10 sinnum meiri líkur
á að deyja úr hjartaáfalli en þeir
sem reykja ekki. Þeir sem hætta
að reykja eftir hjartaáfall
minnka um helming líkur sínar
á að fá annað kast.
47 ára gift kona fékk sáran
brjóstverk, er hún var á ferða-
lagi í mars 1978. Tveim mánuð-
um seinna, þegar hún var komin
heim aftur, fékk hún bráða
kransæðastíflu en virtist ætla að
ná sér vel aftur. Hún reykti 15
sígarettur á dag, var ráðlagt að
hætta en gerði það ekki. Fáein-
um vikum seinna dó hún skyndi-
lega á heimili sínu.
Langvinn berkjubólga og
lungnaþan eru næstum alltaf af
völdum sígarettureykinga en oft
hefur stórborgarmengun gert
illt verra. Eina lækningin er að
hætta að reykja meðan sjúkdóm-
urinn er á byrjunarstigi.
63 ára gamall efnafræðingur
var öryrki vegna langvinnrar
berkjubólgu á háu stigi. Smám
saman jókst hjá honum mæði
við minnstu áreynslu svo sem að-
borða eða ganga nokkur skref.
Lífi var haldið í honum með að
gefa honum súrefni 18 tíma á
sólarhring. Eftir 3 ár fekk hann
lungnabólgu og dó. Hann hafði
reykt sígarettur frá unglings-
aldri.
Börn og
reykingar
Hin skaðlegu áhrif reykinga
má sjá fyrir fæðingu. Reykingar
vanfærrar konu geta örvað sam-
drátt legsins og leitt til þess að
fæðing fari of snemma af stað.
Fyrirburinn er venjulega léttari
en fullburða barn og hefur
minna viðnám gegn sýkingum.
Áhrif óbeinna reykinga á
börnin eru ekki þekkt sem
skyldi. Börn foreldra seVn reykja
fá á fyrsta aldursári tvisvar
sinnum oftar berkju- og lungna-
bólgu en börn þeirra sem reykja
ekki. Barn, sem verður fyrir
þessum sjúkdómum á fyrsta
aldursári, hefur auknar líkur á
að fá sjúkdóm í öndunarfærum
seinna. Hugsanlega leggst hér á
eitt, reykurinn og hósti og upp-
gangur reykingafólksins.
Fátt er ósmekklegra en að sjá
skyni borið fólk svæla yfir
hvítvoðungi. Nú er reynt að
upgötva leyndar misþyrmingar á
börnum. I Svíþjóð hafa nýlega
verið samþykkt lög, sem banna
að lagðar séu hendur á börn. Er
hægt að hugsa sér að einhvern
tímann komi lög sem kveði á um
að saknæmt sé að reykja yfir
börnum?
Mikilvægt er að börn fari ekki
að fikta við að reykja — það
breytist oft fyrr en varir í
daglegar reykingar. Athuganir
sýna að búast má við að 80%
barna, sem reykja að staðaldri,
haldi vana sínum þegar þau vaxa
úr grasi. Því yngri sem menn
fara að reykja að staðaldri þeim
mun yngri er líklegt að þeir deyi.
Börn sem reykja eru veilli í
lungum, standa sig verr í íþrótt-
um og lenda fremur á villigötum
en þau sem reykja ekki.
Fræðsla um skaðsemi reyk-
inga er mikilvæg og þarf að
byrja þegar í barnaskóla en
áhrif foreldra, eldri systkina og
félaga ráða oft úrslitum um það
hvort barnið fer að reykja.
Fordæmi kennara sem reykir
ekki er áhrifamikið.
Þrátt fyrir að yfirvöld verji
víða miklu fé í herferðir gegn
reykingum þá er slíkt aðeins
örlítið brot af því fjármagni sem
tóbaksfyrirtækin verja til aug-
lýsinga. Tóbaksauglýsendur
höfða oft til unglinganna með
myndum af fallegu, hraustlegu
fólki við iðkun íþrótta eða í
eftirsóknarverðu umhverfi. Með
sérstöku tilliti til þess hve reyk-
ingar ungra stúlkna hafa mikið
aukist er brýnt að kollvarpa
ímynd hins kynþokkafulla, að-
laðandi reykingamanns sem
auglýsingunum er ætlað að
skapa og draga fram í dagsljósið
reykingamanninn andfúla og
kossana sem eru eins og ösku-
bakki á bragðið.
Hiö eina
eölileg*a
Heilbrigðismálaráðherra
Bretlands lét eftirfarandi orð
falla nýlega: „Vandamál læknis-
fræðinnar verða oft ekki leyst á
rannsóknarstofum sjúkrahúsa
okkar heldur í þinginu. Lítum á
sjúkdómana sem helst granda
okkur í dag. Náttúran veldur
þeim ekki, heldur lífshegðan
okkar. Gegn þessum sjúkdómum
hefur læknisfræðin þegar best
lætur dýrar og árangurslitlar
lækningar eða þegar verst tekst
til alls enga lækningu. Besti
mótleikurinn gegn þessum sjúk-
dómUm er ekki að lækna heldur
koma í veg fyrir þá.“
Takmarkið er að breyta fé-
lagslegu andrúmslofti þannig að
litið verði á reykingar sem ósið
en það að reykja ekki sem hið
eina eðlilega.
Lokaorð þessarar greinar eru
tekin úr ávarpi dr. Mahler, fram-
kvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar:
„í heilsugæslu er lögð áhersla
á að hver einstaklingur taki
aukna ábyrgð á heilsu sinni og
fjölskyldu sinnar með því að
móta sjálfur umhverfi sitt og
lífsvenjur á heilbrigðan hátt.
Herferð gegn reykingum, og sér í
lagi gagn útbreiðslu þeirra með-
al barna og unglinga, yrði gott
dæmi um það hvernig fólk getur
bætt heilsu sína sjálft með
stuðningi og leiðsögn yfirvalda.
Á alþjóðlega heilbrigðisdeginum
gefst þjóðum heims tækifæri ti
þess að miðla hver annarri af
reynslu sinni og hefja víðtæka
baráttu gegn reykingum."
Alþjóðlegi
heilbrigðisdagurinn
1980
í£_ Alþjóða hcilbrigóisstofnunin