Morgunblaðið - 11.04.1980, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980
Arnór lítið
verió með
YNGSTI atvinnumaður íslands í
knattspyrnu erlendis er Arnór
Guðjohnsen sem er aðeins 18 ára
gamall. Arnór Ieikur með bel(?-
íska liðinu Lokeren eins og öllum
er kunnust. Lið Arnórs er nú í
fjórða sæti í 1. deildar keppninni.
hefur hiotið 37 stig en efsta liðið
er FC Brugge með 43 stig. Mbl.
sló á þráðinn til Arnórs í gærdag
og innti hann frétta af honum.
— Nú ég hef lítið sem ekkert
verið með í síðustu tveimur leikj-
um, rétt fengið að koma inn á í lok
leikjanna og er mjög óánægður
með það hlutskipti mitt. Eg er í
mjög góðri æfingu og hef átt al!
góða spretti í þeim leikjum sem ég
hef fengið að taka þátt í, sagði
Arnór. — Ég satt að segja skil
ekki alveg hvers vegna ég fæ ekki
að spreyta mig í leikjunum. Það
hefur verið mikið um meiðsli hjá
fastamönnum í liðinu og satt best
að segja þá er ég síst lakari en
þeir.
Keppnistímabilinu hér lýkur 11.
maí og þá fer Lokeren í keppnis-
ferð, en ég reikna með því að koma
heim til íslands. Ég verð þar í
a.m.k. fimm vikna fríi í sumar.
Vonandi fær maður tækifæri á að
spreyta sig með landsliði í sumar:
Nú svo eru framundan leikir með
landsliðinu 21 árs og yngri. Að-
spurður um hvaða lið myndi sigra
í Belgíu í ár sagði Arnór að líklega
yrði það Brugge, en sér fyndist
Standard vera með besta liðið.
- þr.
Arnór sækir að markverði i einum deildarleik i vetur.
Shoot segir Dortmund
greiða 70 milljónir
— og Bretar vita ekki
heldur hvað Atli heitir
ENSKIR íþróttafjölmiðlar eiga
það sameiginlegt með þýskum og
dönskum, að vita ekki hvað Atli
Eðvaldsson heitir réttu nafni.
Alls staðar þar sem eitthvað
hefur verið fjallað um áhuga
Borussia Dortmund á Valsmann-
inum sterka, hefur hann verið
kallaður Attila. Hlýtur þetta að
vera hvimleitt og enginn vafi að
Atli leiðir Þjóðverja í allan sann-
leik um nafn sitt fyrr eða síðar.
Úrklippan sem hér fylgir, er
úr enska vikuritinu Shoot, en þar
er greint frá því að Dortmund sé
"oi'owirl,
Mghyern Munich who have sifr-r-
íiWh Séandinavians for vervW*l'
"ortWdare after 22-year-<*tf < ^
id intemational Amiá
ave aúréedatránsTerfeeobj
að eltast við Atla. Segir blaðið að
Dortmund hafi fallist á að greiða
fyrir hann 70.000 sterlingspund,
en það eru um 70 milljónir
íslenskra króna. Aðrar tölur
haía verið nefndar í öðrum blöð-
um, lægri tölur.
• íslenska landsliðið i badminton sem keppir á Evrópumótinu. Liðið skipar: fremstu röð f.v. Kristin
Magnúsdóttir, Sif Friðleifsdóttir og Kristín Berglind. Aftari röð f.v. Walter Lentz, Sigfús Ægir Árnason
fyrirliði, Jóhann Kjartansson, Sigurður Kolbeinsson, Broddi Kristjánsson og Garðar Alfonsson þjálfari.
Landslió íslands
í badminton heldur
utan á Evrópumót
FÖSTUDAGINN 11. apríl heldur
landslið íslands í badminton til
Hollands, til þátttöku í Evrópu-
meistaramóti í badminton. Mótið
fer fram í Groningen dagana
13.—20. apríl.
24. þjóðir taka þátt í Evrópu-
meistaramótinu og eru fyrst
leiknir landsleikir, 13. —16.
apríl. Er keppt í 5 riðlum og eru
íslendingar í 5. riðli ásamt ítöl-
um, Portúgölum, Svisslendingum
og Pólverjum. Hver landsleikur
er 5 leikir; einliðal: karla og
kvenna, tvíliðal: karla og kvenna
og tvenndarleikur. Það land sem
er efst í 5. riðli leikur svo
aukaleik við það land sem er
neðst í 4. riðli, um sæti landanna
á næsta Evrópumeistaramóti.
ísland Ieikur því 4 landsleiki og
ætti að hafa möguleika á að vinna
t.d. Ítalíu, Portúgal og jafnvel
Sviss, en þessi lönd hafa verið
svipuð að styrkleika og við.
Landsliðið skipa: Kristín Magn-
úsdóttir TBR, Kristín Berglind
Kristjánsd. TBR, Sif Friðleifsdótt-
ir KR, Broddi Kristjánsson TBR,
Jóhann Kjartansson TBR, Sigfús
Ægir Árnason TBR fyrirliði, Sig-
urður Kolbeinsson TBR. Liðsstjóri
og þjálfari er Garðar Alfonsson.
Fararstjóri er Walter Lentz.
Fimmtudaginn 17. apríl hefst
svo einstaklingskeppni í öllum
greinum. Þar eru mættir til leiks
allir sterkustu badmintonspilarar
Evrópu. Það verður erfitt hjá
Islendingum og ekki hægt að
búast við að þeir nái langt, en ef
þeir eru heppnir með uppröðun
mótsins gætu þeir unnið nokkra
leiki. Úrslitin verða svo leikin
sunnudaginn 20/4. Mótið fer fram
í Martinihal.
Sum lið keyptu
köttinn í sekknum
ENGLENDINGAR opnuðu deildarkeppni sína i
knattspyrnu fyrir erlendum leikmönnum á síðasta
ári og mörg félög voru fljót að tryggja sér útlending
eða útlendinga. Tottenham reið á vaðið og vakti
gríðarlega athygli er liðið festi kaup á argentínsku
heimsmeisturunum Osvaldo Ardiles og Richardo
Villa. Tottenham gerði góð kaup og það er fyrst og
fremst vegna þess að aðrir leikmenn félagsins
standa sig ekki. að Tottenham hefur þrátt fyrir
meistara sína ekki komist beinlinis í fremstu röð.
Með Argentínumennina í liði sínu, er liðið þó þrátt
fyrir allt eitt skemmtilegasta liðið á að horfa í 1,
deildinni ensku. Enn betur gekk hjá Ipswich, sem
keypti Hollendingana Arnold Miihren og Franz
Thijsen frá Tvente. Það eru fyrst og fremst
Hollendingarnir tveir sem hafa gert Ipswich að því
stórliði sem það hefur verið í vetur. Liðið byrjaði
tímabilið illa og var í neðsta sætinu í lok október. En
nú hefur liðið leikið 20 leiki í röð án taps, er komið í
þriðja sætið og gæti hæglega hreppt annað sætið ef
Manchester Utd varar sig ekki.
önnur lið hafa ekki verið eins heppin, t.d. Bristol
City, sem keypti í upphafi keppnistímabilsins þá
Geert Mejer frá Ajax og Perti Jantunen frá finnsku
félagi. En Mejer er farinn heim og Jantunen var lítill
bógur og lítið verið með. Hér fer á eftir listi yfir þá
erlendu leikmenn sem ensku félögin hafa keypt til sín.
Koma hér fyrir ýmis nöfn sem lítið hefur borið á,
enda ekki allir slegið í gegn. Enn þá a.m.k.
pund
Ricardo Villa Racing Buenos Aires — Tottenham375.000
Osvaldo Ardiles Huracan — Tottenham 325.000
Claudio Marangoni San Lorenzo — Sunderland 325.000
Nikolai Jovanovich Rauðu Stjörnunni — Man. Utd. 300.000
Franz Thijssen Tvente — Ipswich 200.000
Radjovka AmramovicFC Rijeka — Notts County 200.000
Avi Cohen Maccabi — Liverpool 200.000
Alex Sabella River Plate — Sheffield Utd 160.000
Arnold Miihren Tvente — Ipswich 140.000
Dragosl. Stepanovich Wormatia — Manch. City 125.000
Kazimierze Deyna Legia Varsjá — Manch. City 100.000
Lenny De Goye Sparta Rotterd. — Sheffield Utd. 100.000
Bosko Jancovich Zeljenzicar — Middlesbr. 100.000
Geert Mejer Ajax — Bristol City 95.000
Petar Borota Partizan Belgrað — Chelsea 70.000
Loek Ursem AZ’67 Alkmaar — Stoke 60.000
Ivan Golac Partizan Belgrað — Southampton 50.000
Pedro Verde Hercul. Alicante — Sheffield Utd. 50.000
Viggo Jakobsen Kastrup — Charlton 40.000
John Östergaard Ikast — Charlton 40.000
Tadeusz Nowak Legia Varsjá — Bolton 30.000
Pertti Jantunen Eskilstuna — Bristol City 30.000
Auk þessa má geta þess, að Southampton festi
nýlega kaup á Ivan Katalinic, sem er júgóslavneskur
landsliðsmaður. Katalinic lék fyrsta leik sinn fyrir
Southampton um páskahelgina og stóð sig með
afbrigðum vel.