Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 3 Feðgar gróf usig í skafl í Bláf jöllum næturlangt: „Við notuðum skíðin í sperrur snjóhússins“ FEÐGAR ÚR Kópavogi, faðir og 7 og 14 ára synir hans urðu að grafa sig í skafl í Bláfjöllum og gista næturlangt í fyrrinótt vegna byls og þoku sem hefti för þeirra til byggða. Hófu leitarflokkar víðtæka leit að feðgunum, en leiðir þeirra og leitarmanna rákust saman um kl. 6 í gærmorgun. Varð þeim ekkert meint af volkinu, en þeir voru kaldir mjög og þrekaðir þegar hjálparsveitir fundu þá og flutti Varnarliðsþyrla þá til Reykjavíkur í sjúkrahús. Voru þeir komnir heim í gærkvöldi þegar blaðið ræddi við Vigfús Þorsteinsson lækni um hrakninga þeirra, en synir hans Þórarinn og Eiríkur eru 14 og 7 ára. „Við vorum í göngubrautinni í Bláfjöllum um kl. 5 á sunnu- dag þegar nokkuð skyndilega gerði byl með mjög slæmu skyggni og þoku einnig. Það hafði fennt í slóð okkar og við misstum því af henni. Eftir að hafa gætt að því hvar við vorum án þess að vera vissir hvert við ættum að halda var afráðið að halda kyrru fyrir. Við tókum því til við að grafa okkur niður í skafl. Bjuggum við til veggi og notuðum síðan tvenn pör af skíðum í sperrur, en eitt parið notuðum við sem merki við snjóhúsið. Það var anzi kalt þarna, reyndar reyndum við að hreyfa okkur til þess að halda á okkur hita, en plássið var ekki mikið. Við sátum hálfuppréttir með bakið upp á snjóveggnum öðr- um megin og spyrntum fótum í vegginn hinum megin. En þótt kuldinn væri mikill þá hlutum við ekki kal og erum hinir hressustu. Jú, strákarnir blunduðu að- eins en ég vakti. Við urðum tvisvar varir við vélsleða um nóttina og fórum þá á stjá, en ekki náði saman. Svo fórum við á stjá um kl. 6 og gátum þá látið vita af okkur. Nei, við vorum ekki alveg nógu vel klæddir, það hefði getað verið betra, við reiknuð- um ekki með þessu, en við erum þakklátir öllum þeim sem stóðu að leitinni. Björgunarmenn búast til leitar. Við komuna til Reykjavikur. 14% hækk- un á töxtum leigubíla VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa samþykkt 14% meðal- talshækkun á töxtum leigu- bíla og hefur hið nýja verð þegar tekið gildi. Þá hækk- ar startgjald jafnframt úr 1250 í 1400 krónur. Km-gjald hækkar um tæp 14% Ferðakostnaðarnefnd hefur reiknað km-gjald og er hækkun þess um 14%. Reiknuð hefur verið inn í gjaldið bensínhækkun, svo og áætluð hækkun ábyrgð- artrygginga bifreiða. Síðasta gjald, sem gilti, var ákveðið hinn 1. janúar. Nýja gjaldið tekur gildi á morgun, 16. apríl. Almennt gjald, þ.e. fyrir akstur í þéttbýli verður nú 147 krónur á hvern ekinn kílómetra fyrir fyrstu 10 þús- und km, en þetta gjald var 129 krónur. Fyrir næstu 20 þús- und kílómetrana er gjaldið nú 131 króna á ekinn km, var 116 krónur og verður nú sú upp- hæð fyrir hvern ekinn km umfram 20 þúsund kílómetra. Sérstakt gjald, sem er fyrir akstur í dreifbýli er nú 168 krónur á hvern ekinn km, en var 149 krónur fyrstu 10 þúsund kílómetrana. Næstu 10 þúsund kílómetrana er gjaldið 151 króna en var 133 krónur og er það nú gjaldið fyrir hvern ekinn km umfram 20 þúsund kílómetra, en það gjald var áður 118 krónur. tPMfWffmfWtfítmntnfv,, pAlHATSU- u IS/lBpÐiN Getum enn útvegað nokkra Daihatsu Charmant 1979 Vinsældir DAIHATSU CHARM- ANT árgerð 1979 virðast jafnmikl- | ar nú og þegar við fyrst tilkynntum þessi beztu bílakaup ársins í ágúst sl. 1, apríl hÖfðum viö afhent rúmlega 700 kaupendum þessa glæsilegu bíla og vegna stöðugrar og mikillar eftirspurnar hefur okk- ur tekizt aö tryggja frá DAI- HATSU-UMBOÐINU I HOLLANDI 70 bíla til viöbótar, en þar meö er þeirra lager uppurinn. Bílarnir verða til afgreiðslu 7—10 dögum eftir aö pöntun er staðfest. • ;-«»• ffm:' ■■¥■ Veröið er ótrúlega hag- stætt þrátt fyrir sölu- skattshækkanir og gengis- fellingar eöa 3.985.ooo.- meö ryövörn og útvarpi. Hér er sem fyrr um að ræða einhver glæsilegustu bílakaup, sem kostur er á, enda ekki aö ósekju aö DAIHATSU CHARMANT var mest seldi bíllinn hér á landi í fyrra skv. innflutningsskýrslum. DAIHATSU CHARMANT er meöalstór japanskur gæöa- bíll, fallegur, hagnýtur og sparneytinn eins og aörir DAIHATSU-BÍLAR DAIHATSU-UMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23. S: 39179 OG 85870.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.