Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
85. tbl. 67. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Frelsi
skert
Peking, 14. aprfl. AP.
FASTANEFND kínverska þingsins
ræddi i dag fyrirhugað afnám
stjórnarskrárákvæða sem um tima
leyfðu hömlulaust tjáningarfrelsi,
mótmælaaðgerðir og veggspjalda-
herferð á dögum menningarbylt-
ingarinnar 1966 — 69.
Miðstjórnin hvatti til þess á fundi
sínum í lok febrúar að ákvæðin yrðu
strikuð út úr stjórnarskránni þar
sem hún taldi að þau gerðu meira
tjón en gagn.
Jafnframt hvatti nefndin til þess
að staðið yrði við hefðbundin stjórn-
arskráratriði um frelsi blaða, funda-
frelsi og málfrelsi.
Korchnoi
vill hjálp
London, 14. apríl. AP.
VIKTOR Korchnoi mun á föstudag
eiga viðræður við brezka þingmenn
til að fá aðstoð við að fá leyfi fyrir
eiginkonu sína og son til að fara frá
Sovétrikunum.
Korchnoi tekur nú þátt í skákmóti
í Englandi, en hefur mælt sér mót
m.a. við Avebury lávarð, sem er
formaður mannréttindanefndar
brezka þingsins. Korchnoi sagði í
dag að eina leiðin til að fá konu sína
og son, sem situr í fangelsi fyrir að
neita herþjónustu, frá Sovétríkjun-
um, væri að þrýsta sem mest á
sovézk yfirvöld.
Hverfur
hnerrinn?
London, 14. apríl. AP.
HEIMSMETHAFINN í að
hnerra látlaust, Tricia Reay, 12
ára stúlka frá Sutton Coldfield
á Mið-Englandi, sem haft hefur
hnerra i 182 daga ætlar í
vikunni að haida til Pýrenea-
fjalla á landamærum Frakk-
lands og Spánar til að fá úr þvi
skorið hvort fjallaloftið geti
stöðvað hnerrann.
Alls konar tilraunir til að
lækna hnerrann hafa til þessa
engan árangur borið, en vandinn
sem Tricia á við að etja er í því
fólginn að hún hnerrar að jafn-
aði á 15 sekúndna fresti, en þó
verður hlé á hnerranum í svefni.
Vinstri
boðuð í
Freetown, Sierra Leone, 14. apríl. AP.
NÝI þjóðhöfðinginn í Líberíu,
Samuel K. Doe, sagði þjóð sinni í
dag að hann hefði orðið að láta
ráða William Tolbert forseta af
dögum þar sem það hefði verið
eina leiðin til að binda endi á
„óstjórnlega spillingu.“
Doe, 28 ára gamall liðþjálfi,
sagði í fyrsta útvarps- og sjón-
varpsávarpi sínu síðan hann tók
völdin í byltingu fyrir dögun á
laugardag að byggt yrði upp „nýtt
þjóðfélag þar sem allir nytu jafn-
réttis".
Ræðan var krydduð vinstri slag-
orðum og henni lauk með vígorðinu
„Barátta alþýðunnar heldur
áfram" sem Fidel Castro á Kúbu
notar oft.
Diplómatar segja þó að Doe hafi
fullvissað bandaríska fulltrúa í
Tilræði við
frú Gandhi
EFTIR TILRÆÐIÐ — Indira Gandhi forsætisráðherra I fylgd með
forseta indverska herráðsins, O.P. Malhotra hershöfðingja, skömmu
eftir að hún komst með naumindum lifs af þegar reynt var að ráða
hana af dögum.
Nýju Delhi. 14. april. AP.
INDIRU Gandhi forsætisráðherra sakaði ekki þegar tilraun var
gerð til að ráða hana af dögum í dag. Hnífi var fleygt að henni úr
mannfjölda af 1.8 metra færi, en hann fór rétt fram hjá frú
Gandhi og straukst við lögreglumann sem sakaði ekki.
Þrír lögreglumenn yfirbuguðu
tilræðismanninn, Ram Bulchand
Lalwani frá Baroda, Vestur-
Indlandi, og hann var handtekinn
og sakaður um morðtilraun.
Hnífsblaðið var 15 sentimetra
langt. Það eina sem er sagt um
tilræðismanninn er að hann sé
síðhærður og líti út fyrir að vera
menntaður. Svar fékkst ekki við
því hvort hnífsblaðið hefði verið
eitrað.
Árásin var gerð þegar frú
Gandhi ætlaði að stíga upp í bíl
sinn að lokinni athöfn fyrir utan
þinghúsið til að minnast 87 ára
afmæli Babasaheb Ambedkar, leið-
toga stéttleysingja. Frú Gandhi
varð við tilmælum sem.fram komu
á fundinum að dagurinn yrði opin-
ber frídagur. Ambedkar, sem lézt
1956, var einn af höfundum ind-
versku stjórnarskrárinnar.
Eftir árásina fór frú Gandhi á
fund sem hún hafði boðað til með
yfirmönnum hersins og sjónarvott-
ur sagði að hún virtist „róleg og í
fullu jafnvægi". Leiðtogar allra
stjórnmálaflokka mótmæltu til-
ræðinu. Charan Singh fyrrum for-
sætisráðherra sagði að „ofbeldi
gegn stjórnmálaleiðtogum hlyti að
valda öngþveiti í landinu". Kamla-
pathi Tripathi járnbrautaráðherra
kvað tilræðið virðast vera verk
Rauði krossinn fékk
að ræða við gíslana
Gení, 14. apríl. AP.
FULLTRUAR Alþjóða Rauða
krossins heimsóttu gíslana i
bandaríska sendiráðinu í Teher-
an i dag eftir að námsmennirnir
gáfu utanaðkomandi aðilum í
fyrsta skipti leyfi til þess að tala
við alla fangana.
stefna
Líberíu
Monrovia, höfuðborg Líberíu, að
hann vildi viðhalda góðum sam-
skiptum sem landið hefur haft við
Bandarikin frá gamalli tíð.
Áður hafði Doe tilkynnt að
nokkrir fyrrverandi ráðherrar Tol-
berts yrðu leiddir fyrir sex manna
herdómstól, ákærðir fyrir landráð
spillingu og mannréttindabrot.
í ræðu sinni talaði hann lítið um
utanríkismál, en lýsti því yfir að
þjóðin mundi ekki una sér hvíldar
„fyrr en hver þumlungur afrísks
lands hefði verið frelsaður" — en
þar átti hann greinilega við Suð-
ur-Afríku.
Tolbert var einn örfárra svartra
Afríkumanna sem beittu sér fyrir
viðræðum við suður-afríska leið-
toga til að binda endi á aðskilnað-
arstefnuna apartheid.
Alþjóða Rauði krossinn hefur
lagt áherzlu á að hann fallist því
aðeins á að heimsækja gislana ef
fulltrúum hans sé frjálst að tala
við þá alla, semja skrá um nöfn
þeirra og tilkynna ættingjum
þeirra um heilsufar þeirra. Seinna
var tilkynnt að tveir fulltrúar
samtakanna hefðu hitt alla
gíslana.
Talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins kallaði heim-
sóknina til gíslana „dúsu“, en
viðurkenndi að hún gæti orðið
gagnleg fyrir gíslana og fjölskyld-
ur þeirra. Hann kvaðst vona að
menn misstu ekki sjónar af þeirri
staðreynd að „kjarni málsins væri
ekki sá hvort þeir væru við góða
heilsu heldur að láta yrði þá
lausa."
Vestur-Evrópuríki hafa haft
samráð sín I milli um áskorun
Carters um refsiaðgerðir gegn
íran og ættu að geta tekið sameig-
inlega ákvörðun á mánudag eftir
eina viku þegar utanríkisráðherr-
ar Efnahagsbandalagsins koma til
fundar í Luxemborg að því er frú
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra skýrði frá í dag í Neðri
málstofunni.
Hjá henni komu fram fyrstu
opinberu viðbrögðin frá Vestur-
Evrópu við áskorun Carters og
ótilteknum fresti sem hann setti
til að verða við henni. Hún sagði
þingheimi: „Hlutverk okkar er að
sýna bandarísku þjóðinni og Cart-
er forseta stuðning." En hún sagði
að Carter hefði ekki sett Bretum
frest til að taka ákvörðun.
Carter sagði í sjónvarpsviðtali í
gær að hann hefði sett vinveittum
þjóðum ákveðin tímatakmörk til
að taka þátt í refsiaðgerðum og
vestur-evrópskar ríkisstjórnir
hafa látið í ljós undrun á þessum
ummælum og borið þau til baka.
Frú Thatcher gaf greinilega til
kynna að Bretar styddu refsiað-
gerðir og stjórnmálaslit þegar hún
sagði að „diplómatískar aðgerðir
hefðu hingað til ekki borið árang-
ur. Þess vegna finnst forsetanum
að við verðum að ganga skrefi
lengra, í pólitískum og efnahags-
legum aðgerðum og okkur er
kappsmál að tryggja sem mestan
stuðning við það,“ sagði hún.
Hún sagði að Bretar mundu
halda áfram að veita Bandaríkj-
unum „eindreginn stuðning", en
kvað mikilvægt að hvað sem yrði
gert bæri árangur og nyti almenns
stuðnings í heiminum.
Jafnframt skoraði kunnur
íranskur klerkur á Khomeini
trúarleiðtoga í dag að stjórna
byltingu í grannríkinu írak og
Teheranútvarpið sagði frá
sprengjuárás á búðir íranskra
flóttamanna hjá landamærunum
um helgina. Útvarpið sagði að alls
hefðu 17.000 íranir verið reknir
frá írak.
manna sem væru andvígir lýðræði í
landinu.
Þetta er fyrsta tilraunin sem
mun hafa verið gerð til að ráða
indverskan forsætisráðherra af
dögum. Frelsisleiðtoginn Mahatma
Gandhi var þó ráðinn af dögum
1948 og þegar frú Gandhi var
leiðtogi stjórnarandstöðunnar
1977—80 var tvívegis reynt að ráða
hana af dögum, í fyrra skiptið í
nóvember 1977 þegar hún var grýtt
á ferðalagi á Suður-Indlandi og í
síðara skiptið í janúar 1978 þegar
maður nokkur miðaði skambyssu
að henni í Nýju Delhi, en var
yfirbugaður áður en hann gat
hleypt af.
Uggur vegna
farar Begins
Tel Aviv, 14. apríl. AP.
MENACHEM Begin forsætisráð-
herra fór frá ísrael í dag til
viðræðna við Carter forseta um
heimastjórn handa Palestinu-
mönnum og sagði að hann mundi
aðeins ræða orðalag samn-
inganna i Camp David.
Tveggja daga viðræður Begins í
Washington hafa vakið ugg í
ísrael með hliðsjón af fundum
þeim sem Carter átti í síðustu
viku með Anwar Sadat Egypta-
landsforseta þar sem óttazt er að
forsetarnir hafi náð samkomulagi
sem Begin geti ekki sætt sig við.
Begin gaf til kynna að hann
mundi leggjast gegn kröfu Egypta
um að Palestínumenn í austur-
hluta Jerúsalem fái að kjósa til
palestínsks heimaþings á vestur-
bakkanum og Gaza-svæðinu.
Hann svaraði neitandi spurn-
ingu um hvort hann væri fáan-
legur til að binda endi á landnám
á herteknum svæðum. Begin sagði
að Gyðingar hefðu „fullkominn
rétt“ til að setjast að á fornri
ættjörð sinni.
Svíar banna
vín í veizlum
Stokkhólmi 14. apr. AP.
SÆNSKA þingið hefur sam-
þykkt að hætta að veita sterk
vín í veizlum sem ríkið heldur.
Svíar eru að sögn AP fyrsta
vestræna ríkið sem leiðir slíkt
bann í lög. (Þó má vekja
athygli á því að í menntamála-
ráðherratíð Vilhjálms Hjálm-
arssonar var aldrei veitt vín i
samkvæmum sem haldin voru
á vegum hans ráðuneytis.)
Erlendir gestir sem heim-
sækja Svíþjóð munu þó ekki
verða alveg þurrbrjósta í
mannfögnuðum, þar sem utan-
ríkisráðuneytið hefur leyfi til
að túlka lögin að sínum geð-
þótta.
Mikil herferð hefur verið í
Svíþjóð undanfarið gegn
neyzlu sterkra drykkja og því
samþykkt frumvarps þess sem
að ofan greinir eðlilegt fram-
hald þess.