Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 Vestfirðingafjórðungur: Góður af li í öll veiðar- færi í marz GÆFTIR voru góðar hjá bátum og togurum í Vestfirð- ingafjórðungi allan marzmánuð og var afli góður í öll veiðarfæri. Togararnir voru á heimamiðum fram yfir miðjan mánuðinn, en síðari hlutann voru flestir á Selvogsbanka. Bátaflotinn var á heimamiðum allan mánuðinn. Þetta kemur fram í yfirliti, sem Mbl. hefur borizt frá skrifstofu Fiskifélags íslands á ísafirði. í marz stundaði 41 bátur bol- fiskveiðar frá Vestfjörðum, reru 17 (27) með línu, 12 (8) með net og 12 (11) með botnvörpu. Heildarafl- inn í marz var 12.025 lestir og er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 30.774 lestir. I fyrra var aflinn í marz 11.505 lestir og heildaraflinn frá áramótum 26.805 lestir. Afli línubátanna var nú 2.449 lestir í 298 róðrum eða 8,2 lestir að meðaltali í róðri, afli netabáta 2.612 lestir og afli togara 6.964 lestir. Aflahæsti línubáturinn í marz var Hugrún frá Bolungarvík með 241.6 lestir í 20 róðrum, en í fyrra var Ólafur Friðbertsson frá Suð- ureyri aflahæstur linubáta í marz með 209,5 lestir í 18 róðrum. Aflahæstur netabáta í marz var Pálmi frá Patreksfirði með 331,4 lestir í 15 róðrum, en í fyrra var Garðar frá Patreksfirði aflahæst- ur með 433,8 lestir í 16 róðrum. Af togurunum var Guðbjörg frá Isa- firði aflahæst með 673,8 lestir í 4 löndunum, en hún var einnig aflahæst í marz á seinasta ári með 561.6 lestir í 4 löndunum. Stóraukinn rækju- afli Vestfjarðabáta RÆKJUVERTÍÐ í Vestfirðingaíjórðungi lauk í marz. Var þá búið að veiða leyfilegt aflamagn á þeim þremur veiðisvæðum, þar sem veiðar hafa verið stundaðar í vetur, þ.e. í Arnarfirði, ísafjarðardjúpi og Húnaflóa. í marz bárust á land 748 lestir af rækju, 103 lestir á Bíldudal, 549 lestir við ísafjarðardjúp og 96 lestir við Steingrímsfjörð. Hafa þá alls borizt á land 2.460 lestir af rækju frá áramótum, en fyrir áramót öfluðust 1.956 lestir. Er rækjuaflinn á haust- og vetrarvertíðinni því 4.416 lestir. í fyrra var aflinn á þessu tímabili 2.891 lest, en þá voru aðeins veiddar 244 lestir fyrir áramót. Aflinn skiptist þannig eftir veiðisvæðum: Arnarfj. 616 lestir — 8bátar( 353 lestir — 8 bátar) ísafjarðardjúp 2.801 lest — 37 bátar 1.628 lestir — 40 bátar) Steingrímsfjörður_999 lestir — 14 bátar( 910 lestir — 12 bátar) 4.416 lestir — 59 bátar (2.891 lest — 60 bátar) beir geta verið plássfrekir i beygjunum og ef ekki vill betur þarf bara að stugga við þeim næsta, enda fór það svo að einn valt þegar þessir þrír komu ut ur beygjunni. i.josm. Krístínn. Það er nógur kraftur eftir i þeim gömlu og þessi Peugeout fór jafnan fram úr keppinautum sinum á stökkbrettinu. Sigurvegarinn varð Einar Gisiason á þessum Voikswagen og timi hans 5,12 og i öðru sæti varð Ásgeir Sigurðsson á 5,21 á Simca 1100. Margmenni á fyrstu „rally- cross4‘-keppni sumarsins Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stóð fyrir „rally-cross“ keppni um síðustu helgi í landi Móa á Kjalarnesi, hinni fyrstu á sumrinu. Tóku 19 bílar þátt í henni, en 11 luku keppn- inni, hinir ultu út úr henni af ýmsum ástæðum. eitthvað brotnaði í bílunum eða gaf sig, en notaðir eru bílar sem komnir eru til ára sinna og tekið úr þeim allt verðmæti annað en vélin. Að sögn Ólafs Guðmundsson- ar hjá BÍKR tókst keppnin hið bezta. Ahorfendur voru á annað þúsund og brautin komin í gott lag fyrir sumarið. Verða haldnar fimm slíkar keppnir í sumar, hin fyrsta um miðjan maí, en þessi keppni um helgina var eins konar upphitun að sögn Ólafs. Ólafur sagði að næsta sumar yrði að finna nýjan stað fyrir keppni sem þessa þar sem landið væri ekki laust til afnota lengur og færu fulltrúar BÍKR til að kynna sér slíkar brautir í vor. Fóstbræður syngja fyrir styrktarfélagana Frumflytja verk sem Atli Heimir Sveinsson hefur samið sérstaklega fyrir kórinn Karlakórinn Fóstbræð- ur heldur samsöngva fyrir styrktarfélaga sína 16., 17., 18., og 19. apríl í Austurbæjarbíói kl. 19 alla dagana nema laugar- dag kl. 17. I vetur hafa Fóstbræð- ur bryddað upp á nokkr- um nýjungum í kórstarf- inu og hefur um helming- ur kórmanna æft sér- staklega nokkur lög sem flutt verða á samsöngv- unum. A undanförnum árum hafa Fóstbræður frum- flutt verk eftir íslenska og erlenda höfunda eftir At- la Heimi Sveinsson sem hann hefur samið sér- staklega fyrir kórinn við ljóð Þorsteins frá Hamri, Fenja og Menja. Þá flytur kórinn sjö lög við Miðald- akveðskap eftir Jón Nor- dal og lög eftir Pál ísól- fsson, Sigfús Einarsson og Helga Helgason. Af erlendum höfundum á efnisskránni má nefna N.E. Fougsted, B. Carlson og T, Kuula. í lok sam- söngvanna syngja Fóst- bræður Bátsför í Feneyj- um eftir F. Schubert og Hirðingjana eftir R. Schuman. Einsöngvarar með kórnum verða Magnús Guðmundsson og Kristján Árnason, píanóundirleik annast Guðrún Kristins- dóttir og Kristján Þ. Stephensen, Sigurður Ingvi Snorrason, Stefán Þ. Stephensen og Sigurður Markússon leika með á blásturshljóðfæri. Aðstoðarmaður söng- stjóra við æfingar var Sigurður Rúnar Jónsson. Söngstjóri Fóstbræðra er Ragnar Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.