Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980
Áhrif söluskattshækkunarinnar:
Venjuleg fjölskyldu-
bifreið hækkar um
60 þúsund krónur
SÖLUSKATTSHÆKKUNIN, sem tók gildi í gær veldur talsverðri
hækkun á ýmsum vörum. Morgunblaðið leitaði í gær upplýsinga um
hækkanir á helztu heimilistækjum og bifreiðum og er hækkunin allt
að 60 þúsund krónum. Þó bar þeim saman, sem Morgunblaðið talaði
við, að á vörum nú væri algjört dagverð, þar sem gengisbreytingar
væru dag frá degi og fyrirtæki, sem leystu jafnharðan út úr
tollvörugeymslu gætu ekki gefið út verðskrár, því að þær úreltust á
meðan skrárnar væru sendar í fjölritun. Af þessum sökum treystu
menn sér ekki til að áætla, hvað t.d. 2% söluskattshækkun frá í
desember hefði breytt verði vará til hækkunar.
Cortina-bifreið, sem kostaði fyrir
helgi 4.570.000 krónur kostaði í gær
4.650.000 krónur og er hækkunin
bæði vegna soluskattshækkunar-
innar og gengisbreytinga. Sölu-
skattshækkun er af því um 60
þúsund krónur. Sölumaður í Ford-
umboðinu kvað algjöra dagprísa
vera á bílum, vegna flöktandi geng-
is, sérstaklega þeirra sem fluttir
væru inn á gengi Evrópugjaldmið-
ils. Til ríkisins renna nú af hverjum
innfluttum bíl 90% tollur, 50%
leyfisgjald og 23%% söluskattur.
Hver innflutt eining í verði marg-
faldast nú með 3,35. Af því fær
ríkissjóður um 60%, framleiðandi
bílsins um 30%, innflytjandinn 6%*
og mismunurinn eru tryggingar,
flutningskostnaður o. fl.
Litsjónvarpstæki, 22ja tommu,
sem kostaði 788.200 krónur kostar
nú um 801 þúsund krónur, hækkar
um 12 þúsund, þvottavél, sem
kostaði 541 þúsund kostar nú 550
þúsund krónur, hækkar um 9 þús-
und, kæliskápur, sem kostaði tæp-
lega 404 þúsund kostar nú 410
þúsund hækkar um rúmlega 6
þúsund, uppþvottavél, sem kostaði
rúmlega 512 þúsund kostar nú um
520 þúsund, hækkun tæplega 8
þúsund krónur, frystikista, sem
kostaði 433 þúsund krónur kostar
nú um 440 þúsund, hækkun um
6.500 krónur og myndsegulband,
sem kostaði 1.034.400 krónur, kost-
ar nú 1.050.000 krónur, hækkun
15.600 krónur.
Landsvirkjun
dregur úr
orkuskömmtun
LANDSVIRKJUN ákvað í gærmorgun að draga úr orkuskömmt-
un til stórra notenda sem nemur 8 megawöttum. Er skömmtunin
nú 29 megawött en var 37. Að sögn Halldórs Jónatanssonar
aðstoðarframkvæmdastjóra Landsvirkjunar standa vonir til þess
að orkuskömmtunin verði alveg úr sðgunni um eða uppúr næstu
mánaðamótum.
Þessi aukna orkusala til stór-
fyrirtækja mun koma Álverinu
og Áburðarverksmiðjunni til
góða. Nemur skömmtunin til
Isal nú 10 megawöttum en var 16
og skömmtunin til Áburðarverk-
smiðjunnar nemur 6 megawött-
um en var 8. Skömmtun til
Járnblendiverksmiðjunnar verð-
ur áfram 7 megawött og
skömmtun til Keflavíkurflug-
vallar verður áfram 6 megawött.
Að sögn Halldórs Jónatans-
sonar hefur vatnsyfirborð Þóris-
vatns verið óbreytt að undan-
förnu og miðlunarþörf hefur
minnkað vegna hlýinda og rign-
inga á hálendinu. Þá hefur álag
vegna almenningsrafveitna
minnkað eins og gjarnan gerist á
þessum árstíma. Horfur eru á
því að vatnsyfirborð Þórisvatns
fari frekar hækkandi og rennsli
aukist í Þjórsá og Tungnaá. Með
þetta í huga taldi Landsvirkjun
sér fært að draga nú úr orku-
skömmtun sem nemur 8 mega-
wöttum. Dregið verður úr
skömmtun í áföngum eins og
fært þykir.
Frá opnun sýningarinnar Norræn vefjarlist II á Kjarvalsstöðum,
Kjarvalsstaðir:
Fjölmenni við opnun
vefjarlistasýningar
OPNUÐ hefur verið á Kjarvals-
stöðum sýningin Norræn vefj-
arlist II en þetta er i annað sinn
sem slík sýning er sett upp hér
á landi. A sýningunni eru 93
listaverk eftir 87 listamenn frá
öllum Norðurlöndunum.
Sýninguna opnaði Ingvar
Gíslason menntamálaráðherra á
laugardag, og einnig flutti ávarp
við opnunina Árni Gunnarsson,
formaður menningarmálanefnd-,
ar Norðurlandaráðs, en fjöl-
menni var viðstatt opnunina.
Sýningin var vel sótt um helgina
og mörg verkanna hafa selzt.
Hún er í báðum sölum Kjarvals-
staða og er þar m.a. myndvefn-
aður, tauþrykk, textílþrykk,
batík, ísaumur, rýavefnaður, of-
inn skúlptúr og ýmis blönduð
tækni. Sýningin er opin daglega
kl. 14—22 og lýkur henni 4. maí
n.k.
Forsetahjónin voru mcðal gesta við opnunina.
Farþegaskattur og lendingargjöld Flugleiða í Luxemburg:
Gjöldin felld niður í þrjú ár
YFIRVÖLD í Luxemburg
hafa ákveðið að fella niður
farþegaskatta og lend-
ingargjöld af Flugleiðum
vegna Atlantshafsflugs fé-
lagsins fyrir árin 1979,
UNG stúika var flutt á sjúkrahús “
í Reykjavík í gær talsvert mikið
siösuð eftir árekstur á Vestur-
landsvegi laust eftir hádegi í
gær. Slysið varð skammt frá
Skorholti i Meiasveit, skammt
frá Ilafnarmelum við Hafnar-
1980 og 1981, samkvæmt
heimildum sem Morgun-
blaðið telur áreiðanlegar.
Sigurður Helgason for-
stjóri Flugleiða kvaðst í
fjall, er vöruflutningabifreið og
jeppabifreið rákust saman.
Dimmt var yfir og mikil snjó-
koma er slysið varð. Stúlkan var
farþegi í jeppabifreiðinni, sem var
á leið til höfuðborgarinnar, en
bifreiðin var úr Reykjavík.
gærkvöldi ekki geta stað-
fest fréttina.
Sigurður sagði hins vegar, að
gjöld þau sem hér um ræddi væru
ekki það há, að þau skiptu sköpum
fyrir Atlantshafsflugið, þó vissu-
lega væri hér um talverðar fjár-
hæðir að ræða. Yfirvöld í Lux-
emburg hefðu hins vegar sýnt því
mikinn áhuga, að Flugleiðir héldu
áfram að fljúga milli Luxemburg-
ar og Bandaríkjanna, enda væri
þar um að ræða eina Vestur-
heimsflug til landsins, og vegna
erfiðleika Flugleiða hefði meðal
annars verið rætt um niðurfell-
ingu fyrrnefndra gjalda.
Sigurður kvað Flugleiðir enn
skulda hluta þessara gjalda frá
árinu 1979, og einnig skulduðu
Flugleiðir farþegaskatta og lend-
ingargjöld fyrir þetta ár.
Þá var Sigurður eirinig spurður,
hvort stjórn Flugleiða hefði tekið
afstöðu til þeirra skilyrða sem
ríkisstjórnin setti fyrirtækinu
fyrir því að það fengi ríkisábyrgð
sem fyrirtækið á inni frá því
Alþingi samþykkti ríkisábyrgð
Flugleiðum til handa fyrir nokkr-
um árum. Sigurður kvað Flugleið-
ir ekki háfa tekið afstöðu til
skilyrða ríkisstjórnarinnar
ennþá, en þau tóku sem kunnugt
er meðal annars til endurráðn-
ingar flugliða og að viðhald flug-
véla yrði flutt til íslands.
Versnandi gjaldeyrisstaða
Nettógjaldeyrisstaða bankanna
í lok febrúarmánaðar síðastlið-
ins var 40,3 milljarðar króna,
og hafði staðan versnað í
febrúar um 3,9 milljarða króna
miðað við gengið i lok mánaðar-
ins, að því er Ólafur Tómasson
hjá Seðlabankanum tjáði Morg-
unblaðinu í gær.
Alls hefur gjaldeyrisstaðan
hins vegar versnað um 5,2 millj-
arða króna frá áramótum, er
nettógjaldeyrisstaða bankanna
var 45,5 milljarðar króna.
Febrúarmánuður nú er svip-
aður og hann var í fyrra, en þá
versnaði gjaldeyrisstaðan um 3,9
milljarða króna á samsvarandi
gengi, en staðan þá hafði hins
vegar aðeins versnað um 2,4
milljarða króna frá áramótum á
sama tíma.
Alvarlegt slys á
Vestur lands vegi