Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 Jan Mayen viðræðurnar: Yhmiinefndir fjalla um fiskveiði, land- grunn og botn VINNUNEFNDIR voru skipaðar á viðræðufundum ísicndinga og Norðmanna í Ráðherrabústaðnum í gær þar sem fjallað er um Jan Mayen deiluna, en vinnunefndirnar fjalla sérstaklega um fiskveiði- málin á svæðinu, landgrunnsmálin og botnmál. Fundum verður fram haldið ki. 11 í dag. Morgunblaðið ræddi í gær við Eyvind Bolle sjávarútvegsráðherra Noregs og sagði hann að ekki væri neitt nýtt að frétta í málinu eftir þessar viðræður, en fundurinn í gær hefði þó verið jákvæður og mál rædd og reifuð frá ýmsum hliðum. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra sagði í sam- tali við Mbl. að lítið væri hægt að segja á þessu stigi málsins. Hann sagði að aðaláherzlan hefði verið lögð á grundvallarsjónarmið íslendinga, að ekki væri um neina samninga að ræða innan okkar 200 mílna og hins vegar um sögulegan, siðferðislegan og efna- hagslegan rétt okkar til svæðisins þar sem við værum svo sérstak- lega háðir fiskveiðum. „Við hljótum að ákveða einir hvað má veiða af okkar fiskveiði- stofnum sem eru okkur svo mik- ilvægir þótt samkomulag þurfi að vera um það hvað verður veitt utan okkar 200 mílna.“ Steingrímur sagðist ekki bjart- sýnn á niðurstöður að loknum þessum fundi, en hann kvað mörg atriði hafa verið rædd og einnig hefðu ráðherrar rætt málin sín á milli. Kvað Steingrímur Norð- menn sýna vilja til samninga en mál væru ekki nógu afmörkuð og ákveðin. vildu fulltrúar Framsóknarflokks og Alþýðubandalags í borgar- stjórn hækka útsvarið upp í leyfi- legt hámark, það er í 12,1% úr 11%. Því höfnuðu fulltrúar Al- þýðuflokksins hins vegar alfarið, Samninganefndirnar i Ráðherrabústaðnum i gær. Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík: Nýtir heimild til útsvarshækkun- arinnar að hluta „IIEIMILD sú tii hækkunar útsvara, sem nýlega var samþykkt á Aiþingi, verður ekki fullnýtt af núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, en endanleg ákvörðun um þetta mál verður tekin á borgarstjórnarfundi á fimmtudaginn,“ sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfulltrúi í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöldi. Að öðru leyti kvaðst Sjöfn ekki vilja tjá sig um máiið á þessu stigi. Samkvæmt heimildum sem og knúðu fram málamiðlun þess Morgunblaðið hefur aflað sér, efnis að aðeins hluti hækkunar- innar verði nýttur, þrátt fyrir mikla óánægju framsóknarmanna og alþybubandalagsmanna. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið enn, hve mikill hluti hækkunar- heimildarinnar verður nýttur. Þórir Baldvinsson. Lést í um- ferðarslysi PILTURINN sem lést i umferð- arslysi á Borgartúni aðfaranótt síðastliðins laugardags, hét Þórir Baldvinsson, til heimilis að Berg- staðastræti 43A í Reykjavík. Hann var nýorðinn sautján ára er hann lést. Hálfbróðir Þóris, Sævar Jens- son, fórst fyrir um það bil fimm vikum, er hann tók út af báti frá Vestmannaeyjum. FIMM manns slösuðust þegar strætisvagn og sandflutningabíll rákust harkalega saman á mótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka klukkan 12.43 í gær. Það voru vagnstjórinn og fjórir far- þegar sem meiðsli hlutu en enginn slasaðist alvarlega. Ökumaður vörubílsins slapp ómeiddur. Báðar bif- reiðarnar skemmdust en strætisvagninn þó mun meira. Strætisvagninn ók suður Höfða- bakka á móti grænu ljósi að sögn sjónarvotta en sandflutningabíll- inn ók austur Vesturlandsveg á móti rauðu ljósi. Skullu bílarnir harkalega saman á gatnamótun- um. Lenti sandflutningabíllinn framan á horni strætisvagnsins og svo mikill var krafturinn að hann sneri vagninum fjórðung úr hring. Sandflutningabíllinn, sem er af Scania-gerð var fullfermdur. Strætisvagninn er af Volvo-gerð og voru margir farþegar í bílnum í þessari ferð. Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurlandskjördæmi: Fullar sættir í kjördæmisráði Þingflokksmálið afgreitt nk. miðvikudag ÁGREININGUR sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi vegna framboðs í síðustu alþingiskosningum var jafnaður með fullum sáttum á aðalfundi kjördæmisráðs sem haldinn var í Vestmannaeyjum s.l. laugardag. Þar voru samþykktar laga- breytingar um framboð þar sem kveðið er á um að % atkvæða í kjördæmisráði þurfi til þess að listi sé samþykktur, ella skuli prófkjör fara fram. 5 slösuðust er strætisvagn lenti í árekstri Á fundinum var gerð eftirfar- andi samþykkt um sættir: Aðal- fundur kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Suðurlandskjördæmi, haldinn í Vestmannaeyjum 12. apríl 1980, lýsir yfir eftirfarandi: Að með lagabreytingum sem kjör- dæmisráð hefur samþykkt í dag og varðar ákvarðanatöku um fram- boð flokksins í kjördæminu hafi sá ágreiningur verið jafnaður sem reis í kjördæmisráði vegna fram- boðs við síðustu Alþingiskosn- ingar. A fundinum lét Helgi ívarsson bóndi á Hólum í Árnes- sýslu af formennsku formanns kjördæmisráðs en við tók Magnús Jónasson frá Vestmannaeyjum. í gær var afgreiðsla kjördæmis- ráðs tekin upp í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins á þingflokksfundi, en hann fór fram á það að málið yrði afgreitt heima í héraði áður en þingflokkurinn afgreiddi inn- göngu Eggerts Haukdals í þing- flokkinn en hann bauð sig fram sem kunnugt er undir L-lista merki sl. haust. í samtali við Mbl. í gær sagði Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks sjálfstæð- ismanna að hann hefði kynnt þingflokksmönnum lyktir mála á aðalfundinum í Eyjum með sam- þykkt kjördæmisráðs um sættir og sagðist Ólafur fagna því sér- staklega að deilurnar skyldu hafa verið jafnaðar heima í héraði. Sagðist Ólafur hafa lagt til að málið um sæti Eggerts i þing- flokki Sjálfstæðisflokksins yrði afgreitt n.k. miðvikudag á þing- flokksfundi. Kvaðst Ólafur hafa farið fram á þennan frest til þess að geta rætt við Eggert um afgreiðslu þessa máls. Kvaðst Ól- afur telja að skynsamlega hefði verið haldið á þessu máli á kjördæmisráðsfundi. „Það er greinilegur vilji manna til þess að jafna þessar deilur og ég fagna því,“ sagði Ólafur. Erlingur seldi í Cuxhaven ERLINGUR GK seldi afla í Cuxhaven í gærmorgun. Togar- inn var með 115 tonn og íékk fyrir aflann 44 milljónir. Er meðalverðið 380 krónur. Uppi- staðan í aflanum var karfi. Frá árekstursstað. Eins og sjá má er strætisvagninn stórskemmdur. LjóHm. MBI. JúIIuh. Samþykkt í gærkvöldi að leggja Byggung niður — faist ekki loð eða fynrheit um loðauthlutu Á AÐALFUNDI BYGGUNG í Reykjavík í gærkvöldi va samþykkt tillaga frá stjórn félagsins um að fái félagið ekki ióð t byggingarframkvæmda á næstunni verði félagið lagt niður o eignir þess seldar. Þorvaldur Mawby, framkvæmdastjóri Bygj ung, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að félagið æt nú eignir upp á um það bil 70 milljónir króna, sem að miklui hluta til væru fjármagnaðar af viðskiptabanka félagsins. N þegar ekki væri neitt útlit fyrir að lóð fengist hjá borgaryfirvöli um í Reykjavík, væri ekki um annað að ræða en að selja eignirns og hætta. Tillagan sem lögð var fram á aðalfundinum í gærkvöldi, og samþykkt var svohljóðandi: „Þar sem ekki liggur fyrir úthlutun á lóð undir bygginga- framkvæmdir eða fyrirheit um lóðarúthlutun, þrátt fyrir marg- ítrekaðar lóðarumsóknir, er ljóst að félagið getur ekki haldið í eigu sinni byggingatækjum, sem það hefur fest kaup á á sl. árum, bygg s.s. byggingarkrana, ingarmótum o.fl. Rætist ekki úr þessu á næst unni samþykkir aðalfundu Byggung, haldinn 14. apríl 198C að fela stjórn félagsins að ann ast sölu á eignum þess, jafn framt því að undirbúa slit fé lagsins í samræmi við lög e gilda um byggingasamvinnufé lög.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.