Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 19 Léikfélag Blönduóss sýnir Skáld-Rósu Blönduósi. 14. apríl 1980. LEIKFÉLAG Blönduóss sýnir leikritið Skáld-Rósu eítir Birgi Sigurðsson n.k. laugardagskvöld 19. apríl kl. 21 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Leikstjóri er Ragn- heiður Steindórsdóttir sem einn- ig leikur Skáld-Rósu. Með önnur helstu hlutverk fara Þórhallur Jósefsson sem leikur Natan og Sveinn Kjartansson sem ieikur ólaf. Leikritið Skáld-Rósa er langt og viðamikið verk og hefur áður verið sýnt hjá L.R. við mikla aðsókn. Þar urðu sýningar yfir 100. í uppfærslu L.R. fór Ragn- heiður Steindórsdóttir einnig Ragnheiður Steindórsdóttir i hlutverki Skáld-Rósu. með hlutverk Skáld-Rósu. Leik- ritið verður sýnt 4 sinnum á Húnavöku sem hefst 22. apríl. Á.S. Sjaldgæft að gripið sé til einangrunar — segir forstjóri Litla Hrauns — ÞAÐ ER mjög sjaldgæft að við þurfum að setja menn í einangrun, en við grípum til þess þegar vistmenn halda ekki hinar almennu húsreglur og gangast ekki undir þann aga sem hér verður að ríkja, sagði Helgi Gunnarsson forstöðumaður Litla Hrauns í samtali við Mbl. í gær, en fangarnir fjórir, sem voru í einangrun eru nú aftur lausir úr henni. — Þegar menn hlýða ekki því sem þeim ber að gera grípum við til þessa ráðs og það er reyndar ekki gert nema eftir að við höfum beitt fortölum og gefið mönnum sín tækifæri. En láti menn sér þá ekki segjast verður að setja þá í einangrun og láta þeir þá yfirleitt dvölina þar sér að kenningu verða. Helgi Gunnarsson kvaðst álíta að vist í fangelsum hér og á Norðurlöndum væri svipuð, dag- urinn liði við vinnu og tómstundir á milli og kvað hann ríkja öllu meira frjálsræði hér á landi en hann hefði kynnst annars staðar Sunnanblíða og ís að taka af vötnum Bæ á Höfðaströnd. 14. apríl 1980. HÉR er sunnanblíða, og ís að taka af vötnum og gróðurlitur að koma í tún. Þá hefur fiskast hér ágætlega að undanförnu. Bændur hér um slóðir eru nú bjartsýnir á vorkomuna, en eru þó uggandi um að hret geti farið illa með gróður sem nú er að taka við sér. -Björn í Bæ. og Litla Hraun væri á margan hátt opnara. Það sem helzt væri unnið við á Litla Hrauni væri gerð milliveggjaplatna og gangstétt- arhellna, og væri unnið þar í ákvæðisvinnu, en líka þyrfti að vinna að viðhaldi og ræstingu og þar væru ekki eins há laun. Kvað hann að öðru leyti þessa einangr- un ekki stórmál og kæmi sem betur fer sjaldan fyrir og taldi hann flesta vistmenn standa sig vel og að þeim væri reynt að búa og gera þeim dvölina eins bæri- lega og kostur væri miðað við að fangelsi ætti í hlut. — Einangrun er þyngsta refs- ing sem menn geta hlotið í fang- elsi og er kannski óvenjuhörð ef tilefnið hefur ekki verið annað en að vilja ekki vinna, sbr. frétt Mbl., en vera má að þar hafi fleira komið til, þótt það hafi ekki komið fram, sagði Hildigunnar Ólafs- dóttir afbrotafræðingur er Mbl. sneri sér til hennar í gær. — Ég held að þessi refsing sé frekar á undanhaldi, en fangavörðum er heimilt að grípa til hennar ef þeir sjá ekki önnur ráð til að tjónka við menn. Hins vegar er löng einangr- un mönnum hættuleg og getur haft slæm áhrif á menn og vera má að hún þjóni ekki alltaf tilgangi sínum. Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar: Vítir harðlega seina- gang i samningamálum AÐALFUNDUR Starfsmannafé- lags Vestmannaeyjabæjar, sem haldinn var á fimmtudag. sam- þykkti harðar vítur á „þann óeðlilega seinagang sem viðgeng- ist hefur i samningamálum opin- berra starfsmanna á siðustu mánuðum" og vakti athygli á að sú afstaða að draga samninga- gerð leynt og ljóst á langinn „er í raun og veru ný tegund kjara- skerðingar“. Ályktun aðalfundarins er svo- hljóðandi: „Aðalfundur Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar, haldinn 10. apríl 1980, ályktar að víta harð- lega þann óeðlilega seinagang sem viðgengist hefur í samningamál- um opinberra starfsmanna á síðustu mánuðum. Fundurinn skorar á ríkisvaldið, sveitarstjórn- ir og samninganefnd BSRB að setjast niður í fullri alvöru til þess að semja um kaup og kjör opin- berra starfsmanna. Aðalfundurinn vill vekja at- hygli á því, að sú afstaða ríkis- valdsins og sveitarstjórna að reyna leynt og ljóst að draga samningagerð á langinn er í raun og veru ný tegund kjaraskerðing- ar.“ Valtýr Snæbjörnsson var end- urkjörinn formaður, ritari Helgi Bernódusson og gjaldkeri Jóhann Árm. Kristjánssori. í varastjórn voru kosin Kristinn Sigurðsson og Guðmunda Bjarnadóttir. Fundurinn samþykkti að gefa íþróttamiðstöðinni í Vestmanna- eyjum 200.000 kr. til að halda áfram framkvæmdum við útilaug- ar og aðra aðstöðu utanhúss við sundlaugargesti og íþróttafólk. Þórir S. Guðbergsson: iii Starf kennarans er marg- brotið, erfitt og flókiö. Þaö krefst sífelldrar árvekni, endurskoðunar og endur- menntunar. Kröfurnar til kennara aukast sífelit, en kaup, kjör og vinnuaðstaða síður en svo aö sama skapi. Þeim er falið mikilvægt upp- etdishlutverk í flóknu sam- félagi nútímans, en störf þeirra yart metin að sama skapi. Lífsviðhorf for- eldranna er mót- andi afl í uppeldi barnanna Þegar börn eru innan tveggja til þriggja ára, er varla hægt að tala um, að þau hafi eiginlega samvisku eða siðgæðislega vit- und og stjórn. Þau skynja reglur, siði og viðmið oftast sem ytri boð og bönn, sem að mestu leyti er stjórnað af foreldrunum og tengja þau þá oftast einhvers konar refsingu eða umbun. En smám saman þroskast börnin og reglur, viðmið og viðhorf þeirra mótast að meira eða minna leyti af því sem þau læra, sem fyrir þeim hefir verið haft og þau hafa alist upp við. Samviska þeirra og siðgæðislegt mat þroskast og vex. I staðinn fyrir boð og bönn eða: „Þú verður — þú átt — þú skalt — —“ „annars verður þér refsað" mótast nú gerðir þeirra og við- horf í æ ríkari mæli af: „Þú þarft — best væri — eðlilegast er ..." Samviska þeirra, sem að mestu var áður rödd foreldr- anna, verður nú þeirra eigin og skoðanir þeirra verða sífellt sjálfstæðari eftir því sem þau nálgast unglingsárin. Þegar börnin eldast og þrosk- ast sjá þau, að þau geta ekki tekið alla siði, viðmið og viðhorf foreldranna góð og gild hugsun- arlaust og án allrar gagnrýni. Kröfur þeirra um góðan og gildan rökstuðning aukast og þeim nægir ekki að fá einfaldar skýringar eða engar skýringar og allra síst: „Af því bara“ eða „Áf því að ég segi það“. Á unglingsárunum fer því að reyna alvarlega á, hvernig grundvöll- urinn er lagður og hvers konar grundvöllur er lagður. Hver er tilgangur lífsins? Norsku sálfræðingarnir Ev- enshaug og Hallen segja um þetta atriði m.a.: „Börnin byrja snemma að spyrja spurninga, sem tengdar eru lífsviðhorfi, en það er varla fyrr en á unglings- árunum, sem slíkar spurningar leggjast á þau með alvöruþunga. Áður voru svör foreldra og skóla tekin góð og gild án mikilla andmæla. Unglingarnir velta nú fyrir sér lífsviðhorfum og gild- ismati foreldra sinna og gagn- rýna þau leynt og ljóst. Þeir spyrja: Hver er tilgangur lífsins? Hvað verð ég sem mann- eskja? Er Guð raunverulega til? Er það satt, sem pabbi segir, að mennirnir geti ekki treyst á neitt annað sen sjálfa sig? Hverju á ég að trúa? ...“ Bandaríski sálfræðingurinn, Gordon Allport segir einnig, að flestir sálfræðingar, geðlæknar og ráðgjafar á okkar dögum viti, að skortur á verðmætum og raunverulegum tilgangi með lífinu, sé knýjandi vandamál og sjúklingar spyrji í æ ríkari mæli: „Til hvers lifi ég? Hver er hinn raunverulegi tilgangur lífsins?" Stefna í skólamálum er af- mörkuð á ákveðinn hátt með lögum og reglugerðum. Sú ábyrgð er lögð á herðar kennara, að þeir virði rétt, skoðanir og viðhorf nemenda sinna án tillits til sinna eigin skoðana og gæti í hvívetna, að svo miklu leyti sem þeim er unnt, að lítilsvirða þær eða traðka á þeim á nokkurn hátt. Norski uppeldisfræðingurinn Reidar Myhre, segir einn í sam- bandi við uppeldishlutverk skól- ans, að margir hafi haldið því fram, að orðin umburðarlyndi og víðsýni" annars vegar og „kristi- legt siðgæði" hins vegar væru algjörar andstæður í markmiðs- grein grunnskólalaganna. „Með því að leggja áherslu á frjálst val og umburðarlyndi" segir Myhre, „er ekki þar með sagt, að við sleppum algjörlega að veita nemendum okkar ákveð- ið gildiskerfi, sem þeir geta byggt lífsskoðun sína á. Það er ekki hægt að skapa skóla, sem hefur engin lífsviðhorf. Skólinn getur ekki svifið í siðferðislegu tómarúmi.“ Starf kennarans er erfitt og vandasamt Starf kennarans er margbrot- ið, erfitt og flókið. Það krefst sífelldrar árvekni, endurskoðun- ar og endurmenntunar. Þeim er falið mikilvægt uppeldishlutverk í flóknu samfélagi, en störf þeirra eru ekki metin að sama skapi. Yfirgnæfandi meiri hluti kennara á barnaskólastiginu eru konur — hvers vegna? Er eitt- hvert réttlæti í því, að kennarar á barnaskólastigi fái lægri laun en þeir, sem kenna unglingum ef þeir hafa sömu eða svipaða menntun? Margt er vel gert á grunn- skólastiginu og margir hæfir kennarar hafa valist þar til starfa. Margt hefur breyst til batnaðar síðustu árin, en þó eru þeir æði margir, sem þreytast fljótt og lýjast á leiðinni. Margt er það, sem slítur og reynir á bæði þekkingu, hæfni, þolin- mæði o.s.frv. og nægir að telja hér lítið eitt: 1) stöðugt mas nemenda eða jafnvel samtöl meðan á kennslu stendur og kennarinn þarf að hafa frið til útskýringa, 2) tillitsleysi og virð- ingarleysi bæði á göngum skól- anna, á leiksvæðum og annars staðar þar sem riemendur safn- ast saman, 3) skortur á grund- vallarlögmálum venjulegrar um- gengni og kurteisi, skeytingar- leysi og almennt kæruleysi með eigur skólans og annarra og þannig mætti lengi telja. Hvað veldur því, að svo er komið? Á hvers konar grunni standa nemendur? Hvernig er starfi skólans háttað? Geta for- eldrar og kennarar tekið betur höndum saman en fram til þessa | með hjálp fræðsluyfirvalda? Hér er um knýjandi mál að ræða, sem þörf er á að taka til rækilegrar meðferðar og alvar- legrar umræðu. Slasaðist í bílveltu á Reykjanesbraut TVÆR bílveltur urðu á Keflavíkurveginum á sunnudag- inn og i öðru tilfellinu slasaðist kona, sem var farþegi, alvarlega. Hlaut hún beinbrot og innvortis meiðsli og liggur á Borgarspítalanum. Fyrri bílveltan varð klukkan 15.45 á Stapa. Bifreið af Chevrolet Nova gerð var að fara fram úr bílaröð þegar önnur bifreið tók sig skyndilega út úr röðinni og rakst utan í bifreiðina. Við áreksturinn missti stúlka, sem ók Chevrolett- inum, stjórn á bifreiðinni og fór hún allmargar veltur á götunni. Stúlkan, sem var ein í bifreiðinni slapp ótrúlega vel en bifreiðin er gjörónýt. Seinni bílveltan varð klukkan 19.38. Bifreið af gerðinni Volks- wagen Passat fór þá út af veginum skammt innan við Vogaafleggjar- ann og fór nokkrar veltur utan vegar. Fernt var í bifreiðinni, karlmaður sem ók og þrjár konur. Hentust þau öll út úr bifreiðinni og slösuðust, en ein konan slasað- ist þó langmest. Öll voru flutt á slysadeildina til aðgerðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.