Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 1980 47 Brezkur gesta- prófessor rekinn frá Tékkóslóvakíu London. 14. apr. AP. ANTHONY Kcnny, brezkur gestapróíessor í Tékkóslóvakíu, hefur verið rekinn úr landi í Tékkóslóvakíu, eftir að hann var handtekinn ásamt 25 Tékkó- slóvökum sem hlýddu á fyrir- lestur hans í Prag um siðfræði 1 verkum Aristótelesar. Handtakan var gerð á heimili heimspekingsins Juliusar Tom- ins á laugardagskvöld, en Tomin hefur nokkuð látið að sér kveða innan samtaka andófsmanna í Tékkóslóvakíu. Tveir aðrir Bretar, kennari og ungur stúdent, voru fyrir nokkru reknir frá Tékkóslóvakíu eftir að lögreglan réðst inn þar sem fyrirlestur var haldinn að frum- kvæði Tomins. Moskvu. Mexíkóborg, 14. apríl. AP. SOVÉZKI stórmeistarinn Lev Polugaevsky bar sigurorð af landa sínum Mikhail Tal í áskorendaeinvígi þeirra í borg- inni Alma Ata í Sovétríkjunum. Hlaut Polugaevsky alls 5‘/2 vinning en Tal 2'/2. í næstu umferð teflir Polugaevsky við landflótta Sovétmann, Viktor Korchnoi. Ekki hefur verið ákveðið hvar sú keppni fer fram, en henni verður að vera lokið fyrir 1. ágúst næstkomandi. Ungverjinn Lajos Portisch og Sovétmaðurinn Boris Spassky gerðu í gær jafntefli í sjöttu umferð áskorendaeinvígis þeirra sem háð er í Mexíkóborg. Staðan í einvíginu er sú, að Portisch hefur hlotið 3‘/2 vinning, en Spassky 2'/2. ERLENT EKKI MEÐ — F. Don Miller (t.h.), framkvæmdastjóri bandarisku ólympíunefndarinnar, les ályktun sem nefndin samþykkti þess efnis að Bandarikjamenn muni ekki taka þátt i ólympíuleikunum i Moskvu i sumar. Til vinstri er Robert Kane, forseti bandarisku ólympiunefndarinnar. Bandarískir íþróttamenn fara ekki til Moskvu: Fara vestrænar ólympíunefndir að fordæmi þeirrar bandarisku? Þjóðarat- kvæði um þúsundkall? Peterborough, Englandi 14. apr. AP. ROBERT Renphrey, strætis- vagnastjóri í Peterborough á Englandi, tilkynnti i dag að hann ætlaði að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu um það hvort hann ætti að greiða verklýðsfélagi sinu eins punds sekt. Renphrey skrifaði til dag- blaðs í bænum og ásakaði starfsmenn verklýðsfélagsins um að hvetja til skyndiverk- falla án lögmæts umboðs. Var honum gefinn vikufrestur til að greiða sektina, ella yrði hann látinn víkja úr starfi. Hann sagði að þjóðarat- kvæði þetta — sem að vísu er óljóst hvernig hann ætlar að koma í framkvæmd — snerist því ekki síður um það hvort menn hefðu málfrelsi eður ei. Colorado Springs, London, Moskvu, 14. apríl. AP. VIÐBRÖGÐ við þeirri ákvörðun banda- rísku ólympíunefndarinnar að senda ekki íþróttamenn á Ólympíuleikana í Moskvu hafa verið á ýmsan veg, en frekar er hallast að því að ákvörðunin hvetji ólympíunefndir Sagði annar tveggja fulltrúa Bandaríkjanna í alþjóða ólympíu- nefndinni, Douglas F. Roby, að ef helztu ríki Vestur-Evrópu færu að dæmi Bandaríkjamanna og hættu við þátttöku í leikunum í Moskvu, mundi IOC aflýsa leikunum. Sagði Roby, að ef Bretar, Frakkar, V-Þjóðverjar, Astralir, Nýsjálend- ingar og Kanadamenn aflýstu þátttöku færu leikarnir ekki fram. Brezka stjórnin hefur lýst sig andvíga þátttöku brezkra íþrótta- manna í leikunum, en brezka ólympíunefndin samþykkti með nokkrum meirihluta að taka þátt í leikunum. Ríkisstjórn Frakklands hefur tekið þá afstöðu að bíða með ákvörðun þar til að ríki Efnahags- bandalagsins (EBE) hafi mótað sameiginlega afstöðu. Hans- Dietrich Genscher, utanríkisráð- herra V-Þýzkalands, sagði í dag að stjórnin í Bonn mundi leggja til við þýzku ólympíunefndina að vestur-þýzkir íþróttamenn tækju ekki þátt í leikunum í Moskvu, og Helmut Schmidt kanslari sagði um helgina að vestur-þýzkir íþróttamenn tækju ekki þátt með- an sovézkt herlið væri í Afganist- an. Stjórnir Astralíu, Nýja Sjá- lands og Kanada hafa allar for- dæmt innrás Sovétríkjanna í Af- ganistan og lagt til að íþrótta- menn taki ekki þátt í leikunum í Moskvu. Killanin lávarður forseti IOC sagði í dag að framkvæmdastjórn IOC yrði að „endurskoða stöðu leikanna í Moskvu í ljósi síðustu atburða" á fundi sinum í Laus- anne Sviss 21,—23. apríl næst- komandi. í tilkynningu Killanins var ekki minnst á afstöðu banda- rísku ólympíunefndarinnar. Búist er við því að Iþróttasam- band Noregs samþykki á ársfundi sínum um næstu helgi að norskir íþróttamenn taki ekki þátt í Ól- Verkbanninu var afstýrt í Svíþjóð Frá fréttaritara MorKunblaðsins, ^ Sigrúnu Gisladóttur, í Stokkhólmi í gær. Á SÍÐUSTU stundu tókst að afstýra yfirvofandi verkbanni sem atvinnurekendur (SAF) höfðu boðað að kæmi til fram- kvæmda síðastliðið sunnudags- kvöld og samþykkti þá LO (launþegasamtökin) að aflétta yfirvinnubanni sínu. Það var loforð um 15 aura tímakaupshækkun sem bjargaði vinnufriðnum um stundarsakir. Samningarnir eiga enn langt í land og sáttaumleitunum verður haldið áfram. Fékk LO því til leiðar komið að 15 aurarnir verða reiknaðir fimm mánuði aftur í tímann, það er að segja frá 1. nóvember 1979. LO krefst rúmlega 11% hækk- unar á grunnkaup, en umsamdir 15 aurar (sem eru um V2 %) ráðstafa hin einstöku aðildar- samtök LO fyrir sérkröfur sínar, til dæmis stytting vinnu- tíma og yfirvinnufrí. Þeir leggja áherzlu á að yfir- vinnubanni sé einungis aflétt um stundarsakir. Ef þróun mála verði neikvæð geti komið til yfirvinnubanns á ný. Það eru ekki bara LO og SAF sem ógna vinnufriðnum þessa dagana. Nú hafa opinberir starfsmenn boðað skyndiverk- föll frá og með 25. apríl, ef ekki komizt betri skriður á samn- ingaviðræður þeirra. í dag bauð ríkissáttanefnd þeim sömu hækkun fyrir sérkröfur og LO samþykkti, en því höfnuðu opin- berir starfsmenn. Skyndiverkföll ríkis- og bæj- arstarfsmanna mundu fyrst og fremst valda verulegri röskun á samgöngum, starfsemi útvarps, sjónvarps, skóla og heilbrigðis- þjónustu. annarra vestrænna ríkja og ýmsar stjórnir, til að falla frá þátttöku í leikunum. Nefndin samþykkti á fundi sínum um helgina með 1604 atkvæðum gegn 797 að verða við tilmælum Carters forseta að taka ekki þátt í leikunum vegna innrásar Sovétríkjanna í Afganistan. ympíuleikunum í Moskvu. Sam- bandið hefur síðasta orðið í þeim efnum, en nýlega samþykkti norska ólympíunefndin með 19 atkvæðum gegn 13 að senda íþróttamenn til Moskvu. Ole Jacob Bangstad formaður sambandsins sagði í dag að ákvörðun banda- rísku ólympíunefndarinnar um að senda ekki íþróttamenn til Moskvu yrði líklegast til að hvetja fulltrúa á þingi sambandsins til að samþykkja fjarveru norskra íþróttamanna. Þá gaf forseti japönsku ólympíunefndarinnar í skyn í dag að ákvörðun bandarísku nefndar- innar hefði líklega mikil áhrif á japönsku ólympíunefndina, sem tekur senn afstöðu til málsins. Einnig sagði forseti hollenzku ólympíunefndarinnar að ákvörðun bandarísku nefndarinnar ætti líklegast eftir að hafa „keðju- verkandi áhrif“ og að fleiri nefnd- ir færu að fordæmi þeirrar banda- rísku. Blaðið The Daily News í New York skýrði frá því í dag að NBC sjónvarpsstöðin mundi ekki sjón- varpa frá leikunum en stöðin hafði hlotið einkarétt til þess. Fyrir réttinn til að sjónvarpa til Bandaríkjanna hafði stöðin greitt um 87 milljónir dollara, og hermt er að þegar hafi sovézku ólympíu- nefndinni verið greiddar 67 millj- ónir dollara af þeirri upphæð. Sovézkir fjölmiðlar gátu í gær um ákvörðun bandarísku ólympíu- nefndarinnar í einni stuttri setn- ingu, en vestrænir fréttamenn sögðu að svo virtist sem öllum Moskvubúum hefði í morgun verið vel kunnugt um ákvörðun nefnd- arinnar og að flestir hefðu látið í ljós áhyggjur og vonbrigði. Sov- ézkir embættismenn hefðu látið í ljós efasemdir um framtíð leik- anna í einkaviðtölum og að úr sögunni væru þær vonir yfirvalda að leikarnir í Moskvu yrðu sú glæsta hátíð íþróttafólks sem þeir hefðu ætlað leikunum að vera. í blöðum í dag var því haldið fram að bandarískir íþróttafrömuðir hefðu verið „heilaþvegnir" af stjórn Carters. Stærsta blað Sviss, Blick, hvatti til þess í ritstjórnargrein í dag að svissneskir íþróttamenn tækju ekki þátt í leikunum í Moskvu og sagði að ákvörðun bandarísku ólympíunefndarinnar í þeim efn- um ætti að auðvelda svissnesku nefndinni leikinn. Veður víða um heim Akureyri 5 skýjaó Amsterdam 21 sól Aþena 18 skýjaö Barcelona 12 alskýjaó Brussel 22 sól Chicago 8 snjókoma Denpasar 32 skýjaó Dublin 14 heióskírt Feneyjar 15 heióskírt Frankfurt 18 heióskírt Genf 17 skýjaö Helsinki 9 skýjaó Hong Kong 19 skýjaó Jerúsalem 16 sól Jóhannesarborg 29 heióskírt Kaupmannahöfn 13 sól Las Palmas 20 skýjaó Lissabon 15 rigning London 22 heiðskírt Los Angeles 30 heiðskírt Malaga 17 mistur Madrid 14 hólfskýjaó Mallorca 16 miatur Miami 27 skýjaó Mexicoborg 23 bjart Moskva 5 skýjaó Nýja Delhi 36 bjart New York 21 rigning Ósló 9 heiðskírt París 19 heiðskírt Reykjavík 1 snjóél Rio de Janeiro 33 skýjaö Rómaborg 17 bjart Stokkhólmur 15 sól Tel Aviv 21 sól Tókýó 21 rigning Vancouver 16 skýjaö Vínarborg 15 sól Tal beið ósigur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.