Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 1980 Stemmningin var rafmögnuð — sagt frá heimsókn á Old Trafford YFIR páskahátíðina var eins og venjulega mikið um leiki hjá liðunum í ensku deildunum i knattspyrnu. Leikirnir sem leiknir hafa verið á þessum tima undanfarin ár hafa gjarnan ráð- ið miklu um úrslit deildanna og gat það allt eins farið þannig einnig nú, vegna þess að talvan sem dró út leikina á síðastliðnu hausti, hafði hitt svo skemmti- lega á að um þessa páska léku saman efstu liðin í 1. deild, Manchester United og Liverpool og einnig léku mörg af ‘efstu liðum annarrar deildar innbyrð- is. En úrslit leikjanna urðu þann- ig að enn berjast 6—7 lið í 2. deild hatrammri baráttu um þau 3 sæti sem losna í 1. deild að ári og er það mál manna í Englandi að úrslit í 2. deild muni ekki liggja fyrir fyrr en á síðasta degi mótsins í vor. í 1. deild léku eins og áður sagði Man. Utd. og Liverpool og með sigri í þeim leik hefði Liverpool sennilega gull- tryggt sigur sinn í deildinni og áttu þeir möguleika á að ná 8 stiga forystu. En Manchester sigraði í leikn- Ray Kennedy (nr. 5) og Jimmy Nocholl berjast um boltann. Kenny Dalglish Liverpool um og nú munar aðeins 4 stigum og allt getur skeð, þó Liverpool sé óneitanlega sigurstranglegra. Undirritaðir blm. Mbl. brugðu sér til Englands um páskana og sáu nokkra leiki. Af þeim bar að sjálfsögðu hæst leikur Liverpool og United en einnig sáum við leik Tottenham og Ipswich, Charlton — Luton í 2. deild og síðan leik erkifjandanna frá London, Tott- enham og Arsenal. Manchester United — Liverpool. Við hugðum okkur vera snemma á ferðinni er við mættum á Old Trafford leikvang Man. Utd., um þrem og hálfum tíma fyrir leik. En okkur hafði skjátlast hrapal- lega því þá þegar hafði mikill mannfjöldi safnast saman við völlinn og fór hann ört vaxandi. Litlu eftir að við mættum á staðinn dreif að lögreglumenn gráa fyrir járnum með hunda í bandi, risastóra og allt annað en vinalega á svip. Einnig mættu þar lögreglumenn á hestum, og fang- elsisbílinn vantaði ekki, ef fjar- lægja þyrfti einhverja ólátabelgi á meðan á leiknum stæði. Fljótlega mættu hinir harð- svíruðu og margumtöluðu áhangendur Man. Utd. á völlinn og hófu þegar óspektir og var greini- legt að aðrir sem voru a staðnum voru mjög hræddir við þennan skríl. Um 2 klukkustundum áður en leikurinn hófst voru hlið vallarins opnuð og þyrptist fólk þegar í stað upp í áhorfendastæðin og tók að syngja hástöfum um ágæti sinna manna. Þegar svo leikurinn hófst ætlaði allt um koll að keyra með hrópum og köllum og var auðséð á öllu að áhorfendur ætluðu sér að taka mikinn þátt í leiknum. Þegar Liverpool skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mín sló dauðaþögn á aðdáendur United en aðdáendur Liverpool efldust til muna og sungu hástöfum um lið sitt auk þess að gera óspart grín að United liðinu og áhangendum þess. En dýrð þeirra stóð ekki lengi því 5 mín. seinna jafnaði United og tóku áhangendur þeirra þá fljótt við sér og létu vel í sér heyra. Þegar á hálfleikinn leið dró heldur úr stemmningunni þó ekki sé hægt að segja að hún hafi verið lítil. í upphafi seinni hálfleiks var stemmningin lík og í lok þess fyrri, en þegar United skoraði sitt seinna mark á 64. mín ætluðu áhangendur þeirra að verða vit- lausir úr gleði og hvöttu lið sitt af miklum dug og innlifun það sem eftir var leiksins. Að leikslokum fögnuðu að- dáendur United innilega enda var sigur átrúnaðargoða þeirra í höfn og mikil spenna komin í toppbar- áttu 1. deiídar á nýjan leik. Jafntefli hja ÍA og Pór Það var ekki burðugur hand- knattleikur sem lið Þórs og Akraness sýndu er liðin leiddu saman hesta sína fyrir norðan á föstudaginn. Þór varð í næst neðsta sæti annarrar deildar í vetur og Akranes í 2. sæti 3. deildar, og var leikurinn fyrri viðureign liðanna um sæti i 2. deild næsta ár. Leiknum lyktaði með jafntefli Knattspyrna á Akureyri FYRSTU knattspyrnuleikir vors- ins á Akureyri fóru fram nú um helgina. Lið Völsungs frá Húsa- vík kom í heimsókn og lék æfingaleiki við heimaliðin Þór og KA. Þeir léku fyrst við KA á laugardaginn og sigraði KA mjög auðveldlega 6:2. Daginn eftir léku Húsvíkingarnir síðan við Þór og töpuðu nú enn stærra, þeir skoruðu 1 mark gegn 9 mörkum Þórsara. ÖIl þessi 3 lið leika í 2. deild á sumri komanda, en eins og menn muna þá komu Völsungar upp úr 3. deild í fyrra. — sor 27:27, eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn 15:15. Það var allt útlit fyrir að Skagamenn myndu fara með sig- ur af hólmi, en þegar örfáar sekúndur voru eftir bjargaði Sig- urður Sigurðsson andliti heima- manna er hann jafnaði með góðu langskoti. Eins og áður sagði var leikurinn mjög slakur, varnirnar lélegar og markvarsla nánast engin, ÍA náði forystunni strax í byrjun og hélt henni fram á 24. mín er Þór náði að jafna í 11:11. Heimamenn náðu síðan forystu í fyrsta skipti í leiknum á 25. mínútu er Arnar þjálfari þeirra, sem átti sinn langbesta leik í langan tíma, kom þeim yfir 12:11. Þeir náðu svo 2 marka forystu, en Skagamenn gáfust ekki upp og náðú að jafna fyrir hlé, 15:15. Þórsarar mættu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu 3 marka forskoti eftir 4 mínútur. Þá kom ágætur kafli hjá gestunum og þeir náðu að jafna 20:20 þegar 11 mín. voru liðnar af hálfleiknum. Þeir náðu svo fljótt forystunni aftur og héldu henni allt fram á lokasek- úndurnar þar til Sigurður náði að jafna eins og áður er sagt. Þeir sem helst stóðu upp úr meðal- mennskunni voru þeir Arnar Guð- laugsson og Arni Stefánsson hjá Þór og Kristján Ásmundsson hjá Akranesi. Seinni leikur liðanna fer fram á Skaganum um næstu helgi og verður þar örugglega hart barist. Þessi lið léku einmitt þar í bikarnum fyrr í vetur og sigruðu heimamenn í þeim leik. Þokka- legir dómarar leiksins voru þeir Einar Sveinsson og Helgi Gunn- arsson. Mörkin skiptust þannig, Þór: Sigurður Sigurðsson 6(lv), Arnar Guðlaugsson 6, Sigtryggur Guðlaugsson 5, Árni Stefánsson 4 og aðrir færri. ÍA: Kristján Ás- mundsson 9, Jón Hjaltalín Magnússon 4, aðrir færri. —sor Njáll aftur til Þróttar NJÁLL Eiðsson sem lék með knattspyrnuliði KA á Akureyri siðastliðið sumar, og var einn af betri mönnum liðsins, heíur nú ákveðið að snúa aftur til sinna gömlu félaga í Þrótti Neskaup- stað og leika með þeim í sumar. sor • Þrumuskot Jimmy Case úr aukaspyrnu smýgur rétt framhjá marki M. Utd. Ljósm. sor. Á meðan á leiknum stóð voru allir áhangendur Liverpool látnir vera í sér bás svo ekki brytust út slagsmál á vellinum. Eftir leikinn var áhangendum Liverpool haldið eftir þangað til allir United aðdáendur höfðu yfir- gefið völlinn og fóru þeir þá í lögregiufylgd út á brautarstöð. Stemmningin á leiknum var hreint út sagt frábær og var það vel að orði komist í einu ensku blaðanna að stemmningin hafi verið rafmögnuð. Tottenham — Arsenal. Síðastliðinn mánudag léku á White Hart Lane Lundúnaliðin Tottenham og Arsenal. Gífurlegur rígur er á milli áhangenda þessara liða og bar talsvert á slagsmálum á meðan á leiknum stóð, en áhangendur Tottenham komust inn í búrið þar sem áhangendur Arsenal voru hafðir og öfugt. Þá rigndi peningum og öðrum smá- hlutum yfir Arsenal aðdáendurna þegar Tottenham var undir í leiknum. Vegna evrópuleiks Asrsenal síðastl. miðvikudag höfðu forráða- menn félagsins farið þess á leit við kollega sína hjá Tottenham að fá þessum leik frestað en það fékkst ekki. Areenal mætti því með hálfgert varalið í leikinn, þar sem nokkrir af snjöllustu mönnum þeirra voru hvíldir fyrir evrópu- leikinn. Það hafði þó engin áhrif á liðið og bar það sigur úr býtum með 2 mörkum gegn 1. —sor. Mikill áhugi í Borgarnesi Borgaríjarðarmótið 1980 í inn- anhússknattspyrnu var haldið i íþróttahúsinu á Akranesi á skírdag. Mótið var i umsjá Ung- mennafélaganna Hauks — Þrasta — Vísis. Úrslit urðu þessi: Borgarfjarðarmeistarar: stig 1. UMF Haukur — Þrestir — Vísir (A lið) 10 2. UMF Skallagrímur (A lið) 8 3. UMF Skallagrímur (B lið) 4 4. UMF Haukur — Þrestir — Vísir (B lið) 2 5. UMF Haukur — Þrestir — Vísir (C lið) 0 Sem gestir kepptu „old boys“ Akranesi og hlutu þeir 6 stig. H—Þ— V vann til varðveislu bikar sem Samvinnuskólinn Bif- röst gaf til þessa móts og var nú keppt um í annað sinn. Mikill áhugi er nú hjá knattspyrnumönnum héraðsins, m.a. taka 2 lið þátt í íslandsmóti 3. deildar, það eru UMF Skalla- grímur og nú Haukur — Þrestir — Vísir í fyrsta sinni. Æfingar eru byrjaðar af fullum krafti og er mikill hugur í Borgfirðingum að standa sig í sumar. UMSB hefur verið falið að sjá um riðil í undankeppni knatt- spyrnunnar fyrir landsmót ungmennafélaganna 1981. Riðill- inn verður að öllum líkindum í Borgarnesi helgina 8. til 10. ágúst í sumar. I riðlinum eru auk UMSB, UMSK, HSH og UDN (Dalamenn). Þess má geta að H—Þ—V hefur ráðið Andrés Ólafsson fyrrv. Í.A.mann til að þjálfa liðið og mun hann einnig leika með liðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.