Morgunblaðið - 15.04.1980, Síða 38

Morgunblaðið - 15.04.1980, Síða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL' 1980 Lyf og matvæli send flóttamönnum Leiðtogar ættflokka funda — Um fimmtíu leiðtogar um tólf ættflokka í Afganistan á fundi sem þeir héldu í Sayd Karam um skæruhernaðinn gegn ríkisstjórn Afganistans. Rússar vegnir úr launsátri Islamabad. 14. apríl. AP. AFGANSKIR uppreisnarmenn sögðu í dag að þeir hefðu stöðvað sovézkan skriðdrekaflokk með því að koma af stað skriðuföllum með dýnamíti og fellt marga sovézka hermenn úr launsátri. Miami 14. apr. AP. LEIÐTOGAR kúbanskra útlaga í Miami bjuggust til þess í morgun að senda flota smábáta áleiðis til Kúbu með mat og lyf Svíkja stórt undan skatti Ósló, 14. apríl. Frá Jan Erik Laure fréttaritara Mbl. NORÐMENN svíkja að minnsta kosti sem nemur 485 milljörðum íslenzkra króna undan skatti á ári hverju, og þrátt fyrir ýmsar aðgerðir yfirvalda hafa tilraunir til að draga úr cða koma í veg fyrir skattsvik lítinn árangur bor- ið. Nú hefur norska kirkjan gengið í lið með skattyfirvöld- um, því á árlegum biskupa- fundi voru skattsvikin til um- ræðu. Niðurstaða fundarins varð sú, að prestum landsins skyldi fyrirskipað að taka skattsvikin til umræðu í stól- ræðum sínum. Sagði í ályktun biskupafundarins, að skatt- svik væru siðferðislegt vanda- mál. Að borga ekki skatt sem skyldi væri merki um skort á samábyrgð og óhlýðni við réttvísina. Einnig væri það merki um skort á manngæzku og náungakærleik. Wa-shinKton. 14. apríl. Frá önnu Bjarna- dóttur, fréttaritara MorgunblaðKÍns. EDWARD Kennedy reiddi vel af í prófkosningum demókrata í Ari- zona og Alaska á laugardaginn. Hann sigraði Jimmy Carter í báðum ríkjunum. en Carter jafn- aði sigur Kennedys með því að sigra í prófkjöri flokksins í Suður-Karólinu, Virginíu og Washingtonríki sama dag. Carter stendur mun betur að vígi en Kennedy í keppni þeirra um útnefningu demókrataflokks- ins. Kennedy fagnaði mjög sigrin- um í Arizona, sem kom á óvart. Hann sagði á blaðamannafundi í Pennsylvaniu á sunnudag, að efnahagsmál Bandaríkjanna væru í slíkri óreiðu, að hann tryði ekki öðru en demókratar útnefndu hann, sem hefði boðað efnahags- stefnu, sem gæti leyst vanda þjóðarinnar. Forkosningar verða haldnar í Pennsylvaniu í næstu viku. Istanhul. 14. apríl. AP. YFIRMENN tyrkneskra ör- yggismála greindu írá því um helgina að þeir hefðu hand- tekið 604 grunaða hryðju- verkamenn og komið höndum yfir mikið magn af vopnum og hvers kyns skotfærum. Tilkynnt var að 101 þessara yrði leiddur fyrir rétt sakaður um morð og manndráp á póli- tískum andstæðingum. Hinir verða sakaðir fyrir árásir, rán og skemmdarstarfsemi af nán- ast öllum toga að því er lögregl- an sagði. Lögreglan fann um helgina vopnaverksmiðju í Giresun, bæ við Svartahafið, og voru þrír menn handteknir fyrir vopna- smyg’. ’lgina voru nær tveir ,gi> n.anna drepnir víðs vegar ' óeirðum og nólitísk- handa þeim 10.800 væntanlegu kúbönsku útlögum sem hafast nú við á lóð sendiráðs Perú í Havana við illan kost. Samtíma því héldu heilabrot manna þar áfram um hvernig hjálpa mætti á annan hátt fólkinu, en ekki er búizt við að öllu fleiri en 2000 fái að koma til Miami. Útlaga- leiðtogarnir í Miami sögðu að bátarnir myndu ekki fara inn fyrir tólf mílna landhelgi Kúbu, en hafa uppi hvít flögg og biðja kúbönsk skip á þessum slóðum að taka við birgðunum. Um þrjú þúsund Kúbumenn fóru um helgina af sendiráðslóð- inni til að fá vegabréf til útlanda, en síðan verður fólkið að bíða nokkra hríð unz það fær að fara úr landi. Perú, Spánn, Costa Rica og Bandaríkin hafa lofað að taka við flóttamönnum, en ekki er vitað hversu margir fá hæli á hverjum stað. Um fimm hundruð manns sem leituðu hælis á sendi- ráðslóðinni hafa ákveðið að fara hvergi úr landi og snúa til síns heima. ERLENT Kennedy hefur eytt miklum tíma og fjármunum þar og harðri keppni er spáð milli hans og Carters um fulltrúana 185, sem ríkið sendir á landsþing demó- krata í sumar. um átökum sem hrjáð hafa Tyrkland nú um langa hríð svo sem kunnugt er. Hnetuolía á bílana? Brasilíu. 14. apríl. AP. TILRAUNIR sem gerðar hafa verið með hnetuolíu sem bifreiða- eldsneyti í Brasilíu hafa borið góðan árangur. í rúman mánuð hefur gasolía á nokkrum almenn- ingsvögnum verið blönduð hnetu- olíu, þannig að 30 af hundraði rúmmáls eldsneytisins er hnetu- olía, og hefur komið í ljós, að engar breytingar þarf að gera á hreyflum vagnanna. Þá hefur brennsla þessarar eldsneytis- blöndu ekki haft nein vandamál í för með sér. Talsmaður samtakanna Jamiat-I-Islami sagði að þessi atburður hefði gerzt fyrir hálfum mánuði í skarðinu Chapchal ná- lægt Dar-I-Suf, kolanámusvæði í Samangan-héraði, um 240 km norðaustur af höfuðborginni Kabul. Talsmaðurinn sagði að 600 Rússar hefðu fallið, 40 brynvarðir bílar orðið undir skriðunni og 340 teknir herfangi. Hins vegar er ekki hægt að staðfesta fréttina og uppreisnarmenn hafa áður látið mjög ýktar tölur fara frá sér. Vestrænum blaðamönnum er meinað að fara til Afganistans. Önnur samtök, Hezbi-Islami, sögðu jafnframt frá árás upp- reisnarmanna í síðustu viku á Chigha Sarai, virki stjórnarinnar og höfuðborg austurhéraðsins Kunar. Samkvæmt einni frétt kveiktu uppreisnarmenn í húsum kunnra félaga marxistaflokksins, stálu peningum að verðmæti um hálf milljón króna, 120 sovézksmíðuð- um Kalashnikov-rifflum og öðr- um birgðum. Sagt var að 42 afganskir hermenn hefðu verið teknir til fanga. Aðstoðarutanríkisráðherra Bar.daríkjanna, Warren Christo- pher, sagði í gær að sovézkir herforingjar í Afganistan bæðu um stöðugt fleiri hermenn vegna erfiðleika sem þeir ættu við að stríða, jafnvel þótt talsvert meira en 100.000, sennilega 110.000, Rússar væru nú í landinu. „Rúss- ar eiga við heilmikla erfiðleika að etja í Afganistan,“ sagði Christo- pher í sjónvarpsviðtali. 54 dóu í flugslysi Florianopolis, Brasilíu, 13. apr. AP. FIMMTÍU og fjórir létust þegar brasilísk farþegavél hrapaði til jarðar i lendingu og sprakk i loft upp. Mikil rigning var og hvass- viðri þegar slysið varð. Vélin, Boeing 727, var að koma tií lendingar á eynni Florianopolis skammt fyrir utan Rio de Jan- eiro. Fjórir komust lífs af og segja björgunarmenn það algert krafta- verk og nánast óskiljanlegt. Vélin var í eigu innanlandsflug- félags sem heitir Transbrasil. Þetta er mesta flugslys í sögu Brasilíu. Þremur mínútum fyrir slysið hafði flugstjórinn samband við flugturninn og virtist þá allt með felldu. Úlfaldar í stað ökutækja Newport, Delaware, 14. april. AP. SCARAN nokkur í Newport i Dealware i Bandaríkjunum hefur leyst þau vandamál sem spretta af hækkandi eldsneyt- isverði á sinn eigin hátt: hann er búinn að losa sig við bílinn sinn og ríður nú keikur á úlföldum sínum úr og í vinnu. Hefur hann fest kaup á þrem- ur úlföldum, Sheik, Shebu og úlfaldakálfi sem heitir Nur og búið um þá i bilskúrnum. Hann segir að sig dreymi um að eignast smátt og smátt fleiri úlfalda og halda jafnvel úlfaldakappreiðar um þver og endilöng Bandaríkin til að kynna fólki mikla kosti þess- ara ágætu dýra. Hann fæðir dýrin á heyi og höfrum og segir kostnaðinn ekki vitun á við að reka bíl. Og öðru hverju þegar úlfald- arnir fá heimþrá fer hann með þá til heimabæjar þeirra í New Jersey og leyfir þeim að ærslast þar í sól og sandi, að hans sögn. Þetta gerðist Tyrkland: 604 handteknir 1979 — Minnst 100 fórust í páskajarðskjálfta í Vestur-Júgó- slavíu. 1975 — Bardagar umhverfis Fhnom Penh, Kambódíu. 1974 — Herbylting í Níger, Vestur-Afríku, og Hamani Diori forseta steypt af stóli. 1%9 — Norður-Kóreumenn skjóta niður bandaríska könnun- arflugvél yfir Japanshafi og 31 fórst. 1959 — Castro Kúbuleiðtogi kemur í vináttuheimsókn til Washington. 1953 — Þjóðernissinnar fá hreinan meirihluta í kosningum í S-Afríku. 1942 — Georg konungur VI sæmir Möltu Georgskrossinum. 1927 — Chiang Kai-shek mynd- ar stjórn í Nanking í Kína. 1923 — Insúlín, uppgötvun kanadíska læknisins Frederick Banting, sett á markað. 1920 — Morðin, sem Sacco og Vanzetti voru líflátnir fyrir, framin. 1891 — Katanga-félagið stofnað undir forystu Leopolds Belga- konungs til að nýta koparnámur. 1888 — Bændur gera uppreisn í Rúmeníu. 1856 — Bretland, Frakkland og Austurríki ábyrgjast fullveldi & sjálfstæði Tyrkjaveldis. 1797 — Flotauppreisn við Spit- head, Englandi. 1715 — Prússland, Saxland, Pólland, Hannover og Danmörk mynda bandalag gegn Svíþjóð og stríði lýst yfir. 1689 - Loðvík XIV af Frakk- landi segir Spánverjum stríð á hendur. 69 — Rómverski keisarinn Ottó framdi sjálfsmorð. Afmæli. Leonard Euler, svissn- eskur stærðfræðingur (1707— 1783) — John Lothrop, banda- rískur sagnfræðingur (1814— 1877) — Henry James, banda- rískur rithöfundur (1843—1916). Andlát. 1764 Madame de Pompadour, hjákona Loðvíks XV Frakkakonungs — 1888 Mathew Arnold, skólamaður. Innlent. 1785 Lagður niður Skál- holtsskóli og fluttur stóll — 1120 Ólafur Hildisson veginn að und- irlagi Hafliða Mássonar — 1209 Bardagi Hólum — 1702 Jarðar- bókanefnd stofnuð — 1776 Lög um nýbýli — 1803 Reykjavík gerð að sérstöku lögsagnarum- dæmi og bæjarfógeti skipaður — 1810 f. Brynjólfur Pétursson 1768 d. Bjarni sýsl. Pétursson — 1851 Hafnað til bráðabirgða að veita íslandi verzlunarfrelsi — 1854 Lög um verzlunarfrelsi — 1858 Dómsmálaráðuneyti hafnar niðurskurðaráformum amt- manns nyrðra — 1866 d. Magnús sýsl. Stephensen — 1916 d. Jónas Guðlaugsson — 1931 Ráðherr- arnir Einar Árnason og Jónas Jónsson biðjast lausnar og Sig- urður Kristjánsson skipaður ráðherra — 1954 d. Sigurjón Á. Ólafsson alþm. — 1867 f. Bjarni Sæmundsson — 1953 d. Knud Ziemsen borgarstjóri — 1901 f. Óskar Gíslason. — 1909 f. Frið- jón Skarphéðinsson. Orð dagsins. Hirðirinn reynir alltaf að sannfæra sauðina um að hagsmunir þeirra fari saman — Stendahl, franskur rithöfund- ur (1783-1842). Kennedy vinnur tvenn- ar prófkosningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.