Morgunblaðið - 23.04.1980, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980
Sjálfstæðisflokkurinn:
Vill styðja skyldusparnað
af tekjum umfram 7 milljónir
„ÞESSAR tillögur Sjálfstæðis-
flokksins þýða skattalækkanir,
sem nema í heild 13 til 14
milljörðum króna og langmestu
lækkanirnar eru hjá tekjulægra
fólki,“ sagði Lárus Jónsson, fuil-
trúi Sjálfstæðisflokksins í fjár-
hags- og viðskiptanefnd efri
deildar, í samtali við Mbl. í gær,
eftir að þingflokkur sjálfstæð-
ismanna hafði samþykkt nýjar
tillögur í skattamálum. Þær fela í
sér 20% tekjuskatt af fyrstu 2,5
milljón krónum, 30% af næstu 3
milljónum og 40% skatt af skatt-
gjaldstekjum umfram 5,5 millj-
ónir króna. Persónuafsláttur
verði áfram 525 þúsund krónur
og einstæðir foreldrar fái, eins og
hjón, barnabótaviðauka með
börnum undir 7 ára aldri. „Á
móti erum við reiðubúnir, ef
þetta verður samþykkt, að leggja
til að 10% skyldusparnaður verði
lagður á tekjur yfir 7 milljónum
króna, sem komi í stað skatt-
greiðslu samkvæmt 50% skatt-
þrepstillögum hinna flokkanna
og stuðningsmanna ríkisstjórn-
arinnar í Sjálfstæðisflokknum,"
sagði Lárus. Einnig leggja sjálf-
stæðismenn til að sparifé og
spariskírteini verði alltaf eignar-
skattsfrjáls, að námsmenn geti
dregið frá tekjum sínum í 5 ár
eftir nám ónýttan persónuafslátt
á námstima og að þeir, sem mjög
lágar tekjur hafa, geti notað
ónýttan persónuafslátt til
greiðslu á sóknargjöldum og
kirkjugarðsgjöldum, sem eru nú
einu opinberu gjöldin, sem ekki
má greiða með ónýttum persónu-
afslætti.
Lárus sagði, að skyldusparn-
aðurinn myndi lækka fjárþörf
ríkisins vegna skattatillagna
sjálfstæðismanna úr 13 til 14
milljörðum í 10 til 11, sem sjálf-
stæðismenn vildu mæta með
niðurskurði. Vísaði Lárus til til-
lagna sjálfstæðismanna við af-
greiðslu fjárlaga um niðurskurð
upp á 8,5 milljarða króna og sagði
sjálfstæðismenn reiðubúna til
þess frekari niðurskurðs, sem
nauðsynlegur væri.
Lárus sagði: „Fram hafa komið
tvenns konar nýjar upplýsingar
milli annarrar og þriðju umræðu
um málið í efri deild.
í fyrsta lagi hækkar tekjuskatt-
ur einstaklinga meira frá venju-
legri álagningu 1978, síðast er
Sjálfstæðisflokkurinn réði skatt-
lagningunni, heldur en fyrstu upp-
lýsingar bentu til og í heild hækka
þessir skattar samkvæmt tillögum
stuðningsmanna ríkisstjórnarinn-
ar á þessu ári um að minnsta kosti
9 til 10 milljarða króna. I öðru lagi
komu fram upplýsingar um að
breytingartillögúr stuðnings-
manna ríkisstjórnarinnar við aðra
umræðu málsins, sem voru sam-
þykktar, þýða verulega þyngri
skatta láglaunafólks, einkum ein-
staklinga og einstæðra foreldra.
í ljósi þess að skattar hækka
vegna aðgerða núverandi ríkis-
stjórnar að óbreyttum tillögum
stjórnarliðsins um tekjuskatt um
28 milljarða króna, sem þýðir 650
þúsund krónur á hverja 5 manna
fjölskyldu, freistum við sjálfstæð-
ismenn þess enn einu sinni til
mótvægis að leggja fram tillögur
um lækkun tekjuskatts á einstakl-
inga. Þessi 28 milljarða hækkun
samanstendur af 15 milljörðum
vegna söluskatts- og vörugjalds-
hækkunarinnar frá í haust, sem
nú kemur á allt árið, 10% út-
svarshækkunin er áætluð 4 til 5
milljarðar, orkujöfnunargjaldið,
sem í raun er 1,5% söluskatts-
hækkun, þýðir 6 milljarða og
tekjuskattur hækkar um 2 til 3
milljarða ef tillögur stjórnarliðs-
ins ná fram að ganga. I þessum
tölum eru ekki okurskattar af
bensíni, sem ríkisstjórnin ætlar að
innheimta áfram, og ekki hækkun
flugvallargjalds né hækkanir ým-
issa annarra gjalda, þannig að
frekar er nú vansagt um skatta-
hækkunina en hitt.
Með þessum tillögum Sjálfstæð-
isflokksins myndi láglaunafólk fá
sérstakar skattaívilnanir og
ennfremur undirstrika þær þá
stefnu flokksins, að beinir skattar
fari ekki yfir 50%, en jafnframt er
frekar bent á þá leið, að þeir
efnameiri láni ríkissjóði fé til
nokkurs tíma, eins og Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur fyrr staðið að,
þegar erfiðleikar hafa steðjað að í
ríkisfjármálum.
Þessar tillögur undirstrika
ennfremur enn einu sinni þá
stefnu Sjálfstæðisflokksins að af-
nema tekjuskatta af almennum
launatekjum."
Akurey var væntanleg til Hafnar í nótt, cn á þessari mynd frá
Hornafirði liggur Akurey næst bryggjunni og þrír bátar utan á henni.
Af strandstað
í netadráttinn
VÉLBÁTURINN Akurey SF 52
frá Höfn í Hornafirði skemmdist
ekki mikið er hann strandaði á
Svínafellsfjöru í fyrrinótt.
Varðskip náði skipinu af strand-
stað undir hádegi í gær og eftir
að skipverjum hafði tekizt að
gera við stýri bátsins til bráða-
birgða hélt Akurey í átt að
netatrossunum og byrjað var að
draga netin síðdegis í gær.
Það var skömmu eftir klukkan 1
í fyrrinótt, að Akurey strandaði
um 7 sjómílur vestan við Ingólfs-
höfða. Gott veður var á þessum
slócum, hægur vindur af vestri og
lítið brim við ströndina. Haft var
samband við nærliggjandi skip,
sem var Skógey SF, en sami
maður á bæði skipin. Sneri Skógey
Björgunaræfing varnarliðsmanna
olli misskilningi hjá sjómönnum
„ÞAÐ GERIST allt of oft. að Varn-
arliðið er að æfingum úti af Reykja-
nesi með neyðarblys án þess að
nærstöddum skipum sé tilkynnt um
það með öllum þeim afleiðingum
sem slíkt hefur,“ sagði Kristinn
Jónsson skipstjóri á Ólafi Jónssyni
GK 404 í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi.
Kristinn sagði, að það hefði gerst
síðast klukkan eitt í fyrrinótt, að
stýrimaður á skipi hans sá neyðar-
blys á lofti suður af Reykjanesi.
Skipstjóri var ræstur og var síðan
siglt í átt að þeim stað þar sem blysið
sást, í um það bil 30 til 45 mínútur.
Þá sagði Kristinn að komið hefði í
ljós við eftirgrennslan hjá Reykja-
víkurradíói, að þarna myndu vera
hermenn frá Varnarliðinu að æfing-
um. Æfa þeir meðal annars björgun
manna úr hafi og skjóta neyðarblys-
um til að vísa á mennina. Kristinn
sagði að enginn tilkynning hefði
verið gefin út í fyrrinótt og hefðu
mörg skip siglt af stað auk hans
sjálfs. Væru mýmörg dæmi um slíkt
og urgur í sjómönnum af þessum
sökum. Lítið gerði til þó að sjómenn
eyddu tíma sínum og fjármunum af
þessum sökum, en verra væri að
þetta gæti gert menn sofandi á
verðinum með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum, þó vonandi yrði slíkt ekki.
Hannes Hafstein hjá Slysavarna-
félaginu sagði í gærkvöldi, að það,
sem hér hefði gerst, væri það, að
notuð hefðu verið blys til að lýsa upp
hafsvæði er æfð væri björgun manna
úr hafi.
Þessi blys væru ekki rauð
eins og neyðarblys, heldur hvít og
gul, og ættu mönnum því að vera
Ijóst hvað hér væri á ferðinni. Það
breytti því þó ekki að tilkynna ætti
um æfingar af þessu tagi fyrirfram,
og væri það alla jafnan gert. Það
hefði þó farist fyrir í fyrrinótt, en
Tilkynningaskyldunni bárust boðin
ekki frá flugstjórnaraðilum, sem
höfðu fengið boðin frá Varnarliðinu.
þegar við og varðskipið Óðinn var
kominn á strandstað um 40 mínút-
um eftir að tilkynnt var um
óhappið. Þá voru björgunarsveitir
Slysavarnafélags íslands í Öræf-
um og á Höfn sendar á vettvang.
Strax var vitað, að áhöfn báts-
ins, 10 manns, væru ekki í yfirvof-
andi hættu og ákveðið var að bíða
með björgunaraðgerðir fram í
birtingu. Um klukkan 10 í gær-
morgun byrjaði varðskipið að und-
irbúa að ná skipinu á flot, því flóð
var um klukkan 12.30. Auk drátt-
artaugar frá varðskipinu í bátinn,
var línu komið frá bátnum í land.
Laust eftir klukkan 11 náði
varðskipið Akureynni af strand-
stað og hafði mannskapur aldrei
yfirgefið skipið, né slys orðið.
Ekki kom leki að bátnum, en
einhverjar skemmdir urðu á stýr-
isútbúnaði, sem tókst að koma í
lag með aðstoð froskmanna frá
varðskipinu. Upphaflega stóð til
að fara til Vestmannaeyja, en
hætt var við það og Akurey tók í
staðinn stefnu á netatrossurnar.
Búist var við bátnum til Hafnar
eftir miðnætti í nótt, en sjópróf
fara fram á Höfn. Akurey er 86
lesta eikarbátur, byggður í Dan-
mörku 1962.
Ásmundur Stcfánsson, framkvæmdastjóri ASÍ:
Skattjilækkunarstufna
VMSI í samræmi
við stefnu ASI
Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ:
ASÍ ekki lengur sam
nefnari fyrir kröfur
stéttarfélaganna
VERKAMANNASAMBAND ís-
lands segir í ályktun sinni, að
sambandið leggi á það áherzlu.
að skattalækkanir séu raunhæf-
ari kjarabætur en krónutölu-
hækkanir. sem étnar séu upp í
verðlags- og skattahækkunum.
Morgunblaðið spurði í gær Ás-
mund Stefánsson, framkvæmda-
stjóra Alþýðusambands íslands,
álits á þessari ályktun. Ásmund-
ur sagði. að í raun teldi hann
ekki unnt að líta á skattalækkun-
arkröfu VMSÍ og krónutölu-
hækkun sem hreina valkosti, þar
sem VMSÍ krefðist krónutölu-
hækkunar í yfirstandandi við-
ræðum.
Hins vegar sagði Ásmundur, að
það væri augljóst mál, að ASÍ
væri sömu skoðunar og VMSÍ
hvað varðar skatta. í sameigin-
legri kröfugerð ASÍ, sem sam-
þykkt hafði verið á kjaramála-
ráðstefnu ASÍ 11. janúar 1980,
segði um skattamál: „I komandi
kjarasamningum skuli teknar upp
viðræður við ríkisvaldið um
skattamál, sem miði að eftirtöld-
um atriðum.
1. Upp verði tekin samtíma-
sköttun.
2. Hækkun barnabóta.
3. Hækkun persónuafsláttar.
4. Aukið skattaeftirlit.
sig,“ sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson alþingismaður og
formaður Verkamannasambands
tslands, þegar Mbl. spurði hann i
gær, hvernig það kæmi heim og
saman að hann sem formaður
5. Húsaleiga vcrði frádráttar-
bær til skatts.
Sérstök áherzla verði lögð á að
skattleysismörk verði hækkuð og
skattkerfinu beitt til þess að
tryggja lágmarkstekjur, t.d. með
útborganlegum persónuafslætti og
hækkun barnabóta."
Ásmundur sagði: „Það, sem
Verkamannasambandið er að
samþykkja í þessu samhengi er að
skattalækkanir séu metnar til
kjarabóta. Skattalækkanir hljóta
að teljast af því góða og þetta er í
samræmi við stefnu ASÍ. Hins
vegar er það ekki sama hvernig
skattalækkun er framkvæmd.“
Verkamannasambandsins
greiddi atkvæði ályktun um
skattalækkanir, en sem alþingis-
maður væri hann einn upphafs-
manna að 10% útsvarshækkun og
stuðningsmaður ríkisstjórnar
„sem heimtar sífellt meira í sinn
„ÞAÐ er rétt að ítreka það að
við höfum lagt ríka áherzlu á
það, að þríhliða viðræður
færu fram um lausn þessara
mála og í því sambandi höf-
hlut“, eins og segir í ályktun
Sambandsstjórnar Verkamanna-
sambands íslands.
„Þú hefur ekki séð aðra afstöðu
mína til skattamála á Alþingi, en
til útsvarsins og hún er óbreytt,"
sagði Guðmundur, er blaðamaður
Mbl. ítrekaði spurninguna. Guð-
mundur var þá spurður, hvort það
þýddi að hann hefði ekki sam-
þykkt tillögur fjármálaráðherra
eða breytingartillögur stjórnar-
liða á Álþingi, en hann sagðist
ekki sjá ástæðu til að greina frá
gangi mála í þingflokki Alþýðu-
bandalagsins. Þá spurði Mbl. Guð-
mund hvaða svigrúm væri að hans
mati til skattalækkana, en hann
sagðist þá ekki vilja ræða málið
opinberlega að svo stöddu.
um við lagt mesta áherzlu á
skattalækkanir,“ sagði Þor-
steinn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasam-
bands Islands í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Að því
leyti er ályktun Verkamanna-
sambandsins í fullu samræmi
við afstöðu okkar og við lítum
á hana sem stuðning við þessi
sjónarmið okkar og trúum
því, að ríkisstjórnin taki þess-
ari málaleitan vel, þegar hún
er borin fram bæði af hálfu
samtaka vinnuveitenda og
verkamanna.“
Þorsteinn Pálsson kvaðst
ekki geta tjáð sig um sérkröf-
ur VMSI, þar sem hann hefði
ekki fengið þær enn. „Hins
vegar er augljóst, að þessi
ályktun Verkamannasam-
bandsins, varpar mjög skíru
Guðmundur J. Guðmundsson:
Það á eftir að
sjást og sýna sig
— hvernig formennska í Verkamannasambandinu og
stuðningur við ríkisstjórnina koma heim og saman
„ÞAÐ á eftir að sjást og sýna