Morgunblaðið - 23.04.1980, Page 23

Morgunblaðið - 23.04.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980 23 Minning: María Ingibjörg Sœbjörnsdóttir í dag er kvödd hinztu kveðju María Ingibjörg Sæbjörnsdóttir, og fer athöfnin fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Hún lézt 11. apríl, eftir langvar- andi veikindi, en á þessari stundu þökkum við Guði fyrir, að hún fékk að kveðja án þess að verða rúmliggjandi. María var fædd að Krossi í Mjóafirði, dóttir mikilla athafna- hjóna, þeirra Borghildar Þor- steinsdóttur og Sæbjarnar Árna- sonar, útvegsbónda, og var hún elzta barnið. Lífsreynslan gerði fljótt vart við sig og var María aðeins tveggja ára gömul, þegar hún missti föður sinn og átti hún þá eins árs gamlan bróður, sem Árni hét. Það var mikið áfall fyrir móður Maríu, þá aðeins 22ja ára og börnin tvö svo ung. Borghildur fluttist þá með börnin til heima- bæjar síns, Hafnarfjarðar, þar sem þau ólust upp með ástríkri móður. Þessi litla fjölskylda var sam- heldin og dugnaður móðurinnar var annálaður og framfleytti hún heimilinu með saumaskap. Börnin María og Árni hjálpuðu til með skólanum á allan hátt. Á hverjum morgm milli kl. 4 og 5 fóru systkinin gangandi til Reykja- víkur og náðu í Morgunblaðið og gengu svo til Hafnarfjarðar aftur og báru síðan blaðið út í Hafnar- firði og voru ábyrg fyrir því, að allir fengju blaðið, áður en til vinnu væri haldið. Einnig, þegar þau urðu stærri, unnu þau með móður sinni í fiski, hvenær sem tækifæri gafst. Þarna var ekki veraldlegt ríkidæmi, heldur ekki fátækt, vegna dugnaðar, en þarna ríkti ríkidæmi kærleiks og tillits- semi. Seinna eignaðist María tvo bræður, Flórent og Sævald og var mikill kærleikur með Maríu og bræðrum hennar öllum þrem, en Sævaldur er nú eina eftirlifandi systkinið. Ung að árum kynntust þau systkini séra Friðriki Friðrikssyni og hafði hann mikil áhrif á hugsun og skoðanir Maríu. Hún minntist þess, að í fyrsta skipti, sem hún sá séra Friðrik hafði hann komið gangandi frá Reykjavík til Hafnarfjarðar til að halda þar barnasamkomu. Veðrið var svo vont og frostið var svo mikið, að þíða varð klakann úr hinu fagra og mikla skeggi séra Friðriks áður en samkoman hæf- ist. Barnasamkomur séra Friðriks í Hafnarfirði áttu mikinn þátt í hve bjargfasta trú María átti alla tíð á kærleika Guðs. María þótti fríð kona og hún var góðum gáfum gædd, listræn og annáluð handavinnukona. Lífshamingjan virtist blasa við. En þegar að María var um tvítugt, bankaði lífsreynslan aftur að dyr- um og nú urðu þung ár framund- an. Hún hafði nýlega opinberað trúlofun sína, þegar hún skyndi- lega veiktist og lá heil 5 ár í gipssæng, sem svo var nefnt í þá daga. Þetta reyndi mikið á ung- mennin tvö, en aldrei buguðust þau og lögðu allt í hendi Guðs. Svo var það á sumardaginn fyrsta árið 1927, sem þá bar upp þann 21. apríl, að þau María og unnusti hennar, Sigurjón Sigur- geirsson frá Haga í Staðarsveit, síðar rakarameistari hér í bæ, gengu í heilagt hjónaband. Þetta var mikill gleðidagur í þeirra lífi og bjartur sumardagur og mesta gleðiefni Maríu á brúðkaupsdag- inn var að geta gengið upp Banka- strætið og að Baldurgötu til þeirra fyrsta heimilis. Þau héldu ætíð síðan brúðkaupsdag sinn hátíðleg- an á sumardaginn fyrsta. Hjónaband þeirra varð mjög hamingjusamt og allur sá kær- leikur og ástúð, sem myndaðist milli þessara tveggja persóna, varð þvílíkur, að eftir var tekið. Eina dóttur eignuðust þau hjórt, Sjöfn, sem býr hér í borg og varð hún mikill augasteinn þeirra. Þessi litla fjölskylda flutti síðan að Skeggjagötu 9, sem varð þeirra framtíðarheimili. María eignaðist þrjú barnabörn, Sigurjón, Jóhann Pétur og Maríu Ingibjörgu, sem í dag syrgja ömmu sína, en með þakklæti í huga fyrir allt, sem hún sagði þeim um Frelsarann, barna- vininn mesta, Jesú, og fyrir allt það góða, sem hún sáði og fyrir alla umhyggjuna. Sjálf töluðu hjónin María og Sigurjón oftar um allar sól- skinsstundirnar en erfiðleikana. María hugsaði alltaf meira um aðra en sjálfa sig, t.d. gat hún aldrei haldið jól nema að finna einhvern, sem hún gat glatt og hjálpað og þá fyrst gat hún haldið sín jól. Þeir sem kynntust heimili þeirra hjóna, Maríu og Sigurjóns, rómuðu þeirra miklu gestrisni og einlægni og ástúð, sem þar ætíð ríkti. Eiginmann sinn missti María árið 1973. Ég átti því láni að fagna að kynnast Maríu og þau kynni urðu mér mikill lærdómur, stafaði frá henni mikil gleði og kærleikur. Heilsu hennar hrakaði mjög og dvaldist hún síðustu árin á sjúkra- húsi, þar til hún lézt skyndilega 11. þessa mánaðar. Vil ég hér með þakka hjúkrun- arfólki öllu, sem hana hefur ann- ast fyrir sérstaklega góða umönn- un og fórnfúst starf. Það er mikil blessun að fá hvíld eftir erfið og löng veikindi, hvíld, þegar enginn annar vegur er til, en María var vön að segja: „Guð blessi vinina og þá, sem bágt eiga, en ég þakka fyrir hvað ég hefi fengið að hafa það gott.“ Táknrænt er, að hún er kvödd í dag síðasta vetrardag á afmælis- degi móður sinnar — og nú tekur sumarið við. Jesús sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa“, og því trúum við. Megi góður Guð blessa minningu Maríu og ég þakka henni fyrir allan kærleikann, sem hún sýndi mér. Tengdasonur. Árni Grímsson nuírari — Minning Fæddur 28. júlí 1897. Dáinn 15. apríl 1980. Jafnan hefir það tíðkast hér, að skólapiltar leituðu eftir starfi og stunduðu líkamlega vinnu í sumarleyfum. Er þetta með öðrum hætti hér en víða erlendis þar sem frí eru oft styttri og þeim öðruvísi háttað. Reynist þetta alla jafna hollur skóli til viðbótar einhliða bóknámi. Menn kynnast atvinnu- vegum þjóðarinnar og læra oft til nytsamra verka. Þá má ekki gleyma, að oft hefir þessi sumar- vinna skólapilta leitt til þess, að þeir stofnuðu til kynna, sem ósjaldan reyndust farsæl og langlíf. Eru slík kynni mér nú í huga frá skólaárum mínum, þegar gamall vinur og vinnufélagi kveður þenn- an heim. Er það Árni Grímsson, múrari, en hann andaðist 15. þ.m. hér í Landakotsspítala á áttugasta og þriðja aldursári. Á þeim tíma er fundum okkar bar saman hafði faðir minn um- sjón með ýmsum opinberum bygg- ingum og vorum við Árni á hans vegum. Við unnum saman nokkur sumur, fyrst við akstur á bygg- ingarefni, en síðar við almenna byggingarvinnu sem handlangar- arar eða við múrverk er frá leið. Mér reyndist Árni einstaklega góður starfsfélagi, hjálpsamur, léttur í lund og skemmtilegur. Hann var nokkru eldri en ég og hafði frá ýmsu að segja. Fór vel á með okkur og mér er enn í minni, að hann trúði mér fyrir sumum framtíðarfyrirætlunum sínum. Var það honum efst í huga að afla sér iðnréttinda og að þeim fengn- um að framleiða og koma á markaðinn nýju byggingarefni, sem marka myndí tímamót í kuldaeinangrun húsa. Að fyrra atriðinu sneri hann sér fljótlega þegar hann leitaði til bróður míns, sem þá var nýkom- inn heim frá námi, og fékk hjá honum tilsögn í húsateikningu og öðrum skyldum fræðum. Iðnréttindi fékk Árni síðar og var meistari hans Óli Ásmunds- son, frábær iðnaðarmaður, en hann hafði á sínum tíma lokið sveinsprófi hjá föður mínum. En draumur Árna um nýtt byggingarefni átti einnig eftir að rætast. Á fjórða tug aldarinnar tók hann til við að framleiða einangrunarplötur fyrir hús. Voru þær úr venjulegum mosa, bundn- um sementi (mosasteypuplötur). Þessar plötur voru um tíma notað- ar í ýmis hús sem byggð voru hér í borg og þóttu reynast vel. Hafði Árni látið rannsaka einangrun- argildi þeirra hjá rannsóknar- stofnun í Danmörku og fengu þær hon bestu meðmæli, bæði að þvi er einangrunargildi áhrærði auk þess sem það var talinn kostur fyrir þá sem í húsunum byggju, að í plötunum væru lífræn efni. Ekki varð langt framhald á framleiðslu þessari, enda mörgum sárt um hráefnið sem í hana fór. Hafði Árni skilning á þessu og sneri sér nú einvörðungu að iðn sinni og stundaði hana með prýði um áratuga skeið eða þar til hann hætti störfum fyrir nokkrum ár- um, en var þó enn við sæmilega heilsu. Árni er ættaður frá ísafirði, fæddur þar 28. júlí 1897. Foreldrar hans voru Grímur Ólafsson, bak- ari, og kona hans, Stefanía Stef- ánsdóttir Bachmann. Árni var farsæll í einkalífi sínu. Hann kvæntist ungur Kristínu Sigurðardóttur, en hún er nú látin fyrir tveimur árum og var það Árna þungbær missir. Þeim hjón- um varð þriggja barna auðið. Sigurður Bachmann, húsvörður við Sjómannaskóla íslands, kvæntur Valgerði Jakobsdóttur. Létu þau sér jafnan mjög annt um Árna svo og börn þeirra hjóna. Dóttir Árna og Kristínar er Andrea Bachmann, gift Eysteini Þrosteinssyni, rafvirkja, og hafa þau um langt skeið verið búsett í Bandaríkjunum. Þau misstu fyrsta barn sitt, sem hét André og lézt í bernsku. Ég lýk hér þessum kveðjuorðum um gamlan vin og vinnufélaga um leið og ég votta börnum Árna og fjölskyldu samúð mína. Oddur Guðjónsson. Það eru sennilega milli 30 og 40 ár síðan ég kynntist Arna Grímssyni. Ekki man ég nú hvern- ig fundum okkar bar saman, en það man ég hversu Árni var hógvær og einlægur í framkomu og þannig var Árni allan þann tíma sem við áttum samskipti saman. Kunningsskapur okkar styrktist með árunum og varð að vináttu sem aldrei rofnaði, enda Árni ákaflega tryggur í sér og var mikill vinur vina sinna. Árni var múrari að iðn og starfaði sem slíkur meðan hann hafði heilsu til. Það var oft þröngt í búi hjá Árna, þar sem ekki var slík uppgripavinna, sem nú er í þessari iðn, en þær þrengingar tók hann með þögn og þolinmæði, og leitaði stundum á annan markað. Hér fyrr á árum, löngu áður en hús voru einangruð með þeim efnum sem nú eru notuð, velti Árni fyrir sér hvort ekki væri hægt að nota eitthvert íslenskt efni í steypu sem gæti verið einangrun um leið. Honum hug- kvæmdist að reyna að nota íslenskan mosa í slíkt, og gerði nokkrar tilraunir í þá átt, en hann hafði ekki fjármagn til að ljúka þeim tilraunum, enda komu þá nokkru síðar önnur efni á markað- inn sem voru ódýr og fljótunnin. Þótt árangur hafi ekki orðið af þessum tilraunum Árna, sýndi þetta þó hugkvæmni hans, og að hann gat farið annað en troðnar slóðir. Árni kvæntist Kristínu Sigurð- ardótttir og bjuggu þau síðast að Langholtsvegi 32, í húsi sem hann byggði. Kona hans lést fyrir tveimur árum, en hún átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu + Þökkum samúö og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu CLÖRU BIRGITTE ÖRVAR Anna Sigrún Örvar Jóhanna Kjartansdóttir Þorgrímur Þorgrímsson Björn K. Örvar Hanna Marta Vigfúsdóttir og barnabörn árin sem hún lifði. Árni annaðist hana þá af mikilli umhyggju og þurfti hann þá, auk þess að sinna henni, að sjá um öll heimilisstörf auk þess að vera fyrirvinna. Þau Árni og Kristín eignuðust þrjú börn, en fyrsta barnið, er var drengur og hlaut nafnið André, lést sem ungbarn. Hin börnin Andrea og Sigurður eru bæði gift, en Andrea býr nú í Bandaríkjun- um og heimsótti Árni hana fyrir einu ári og hafði mikla ánægju af, og ekki síst að kitla barnabörnin. Þegar Árni seldi hús sitt á Langholtsveginum fluttist hann um tíma til Sigurðar sonar síns, en síðustu mánuði ævi sinnar bjó hann í hinum nýju húsakynnum aldraðra við Lönguhlíð, þar sem vel fór um hann, uns hann þurfti að fara á sjúkrahús vegna sjúk- dóms þess, er dró hann til dauða. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst manni með eiginleikum Árna Grímssonar. Hann var í senn, einlægur og tryggur vinur og maður sem ávallt var hægt að treysta á. Ég flyt börnum hans og barna- börnum minar alúðlegustu samúð- arkveðjur, og megi þau minnast föður og afa sem í fáum orðum má lýsa sem góðum manni. Baldvin Jónsson. Sumarheimilið Bifröst Ráðstefnur - f undir - namskeió fyrir allt aö 100 manns. Leitiö upplýsinga og verötilboða sem fyrst. Maturogkaffí Veislur fyrir einstaklinga, starfshópa, fjölskyldu- fagnaöi og hópferöir. Pantiö meö fyrirvara. Orlofstímar sumariö 1980. Auglýstir síöar. Pantanir og upplysíngar 93-7500 frá 9—5 93-7111 um Borgarnes íslenskur orlofsstaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.