Morgunblaðið - 23.04.1980, Page 31

Morgunblaðið - 23.04.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRIL 1980 31 9, 'fíOP< Fyrirliði Bayern Paul Breitner og félagar hans urðu að sætta sig við stórt tap í gærkvöldi. Breitner átti engu að síður góðan leik. Eintracht Frankfurt burstaói Bayern M. EINTRACHT Frankfurt gerði sér lítið fyrir og burstaði Bayern Munchen á heimavelli í gær- kvöldi, 5 — 1, er liðin mættust í síðari leik sínum í UEFA-keppn- inni í knattspyrnu og tryggði sér þar með rétt til þess að leika í úrslitunum. Bayern Múnchen hafði sigrað í fyrri leik liðanna 2—0, og áttu flestir von á því að liðinu. sem nú hefur forystuna í vestur-þýsku deildarkeppninni, myndi takast að komast í úrslit- in. Leikur liðanna var afar jafn og spcnnandi og þurfti að fram- lengja hann þar sem staðan var 2—0, eftir venjulegan leiktima. En í framlengingunni yfirspil- uðu leikmenn Frankfurt Bayern Múnchen og skoruðu þrjú mörk á móti einu. Það var austurríski landsliðs- maðurinn Bruno Pezzey sem var lykilmaðurinn í góðum leik Ein- tracht Frankfurt og skoraði hann líka fyrstu tvö mörk liðs síns. Það fyrra á 31. mínútu með góðu vinstra fótar skoti og hið síðara þremur mínútum fyrir leikslok með skalla. Harry Karger skoraði svo þriðja markið þegar 12 mínútur voru liðnar af framlengingunni. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Dremmler úr aukaspyrnu fyrir Bayern M. Karger skoraði svo aftur og nú með skalla og rétt fyrir leikslok kom svo fimmta mark Eintracht úr vítaspyrnu sem Werner Lorant framkvæmdi. Það var Karger sem brotið var illa á innan vítateigsins. Ágætis tugþraut hjá Stefáni í San Diego Steíán Hallgrimsson UÍA náði ágætis árangri í tugþraut á frjáisíþróttamóti í San Diego í Kaliforníu í síðustu viku. Hlaut Stefán 7.380 stig, og er það röskum 70 stigum betri árangur en hann náði í tugþraut á móti fyrir mánuði síðan. Að því er næst verður komist var árangur Stefáns í einstökum greinum sá, að hann hljóp 100 metra á 11,3 sekúndum, stökk 6,56 metra í langstökki, varpaði kúlu 12,70 metra, stökk 1,80 metra í hástökki og hljóp 400 metra á 49,3 sekúndum fyrri daginn. Seinni daginn hljóp hann 110 m grinda- hlaup á 15,3 sekúndum, kastaði kringlu rétt yfir 40 metra, stökk 4,00 metra í stangarstökki, kastaði spjóti nokkra sentimetra yfir 60 metra og hljóp loks 1,500 m hlaup á 4:16,8 mínútum. Heildarárangur Stefáns stendur, en árangur í einstökum greinum mun vera óáreiðanlegur, skv. heimildum Mbl. Stefán hefur að undanförnu verið í San Diego, en þar dvöldust við æfingar með félagi sínu frá Köln í Vestur-Þýzkalandi, syst- urnar Ragnheiður og Rut Ólafs- dætur FH. Ragnheiður sneri aftur til Þýzkalands með félagi sínu, en Rut varð eftir og er nú komin í íslenzku frjálsíþróttanýlenduna í San Jose ásamt Stefáni. — ágás. Getrauna- spá M.B.L. £ -2 2 c 3 tc k. o £ Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Arsenal — WBA i X X 1 1 1 4 2 0 Aston Villa — Tottenh. X 1 1 1 1 X 4 2 0 Bristol City — Norwich X 1 1 X 1 1 4 2 0 Cr. Palace — Liverpool X 2 2 X 2 X 0 3 3 Derby — Man. City 1 1 X 1 1 2 4 1 1 Everton — Southampton 1 X X X X 1 2 4 0 Ipswich — Bolton X 1 1 1 1 1 5 1 0 Man. Utd. — Coventry 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Middlesbr. — Nott. Forest 1 1 1 1 X X 4 2 0 Stokc — Brighton X 1 X 1 X 1 3 3 0 Wolves — Leeds 1 X 1 1 1 1 5 1 0 QPR — Newcastle 1 X 1 X 1 2 3 2 1 Mönchengladbach sigraói ojg komst í urslit NÚVERANDI handhafar UEFA -bikarins. Borussia Mönchenglad- bach, fá tækifæri til að verja titil sinn í úrslitaleik gegn Eintracht Frankfurt. Mönchengladbach sigraði reyndar á heimavelli í gærkvöldi 2—0 en Stuttgart hafði unnið fyrri leik liðanna á útivelli 2—1. Lothar Mattheus skoraði fyrsta markið í leiknum á 21. mínútu og síðara markið skoraði Winfred Schafer á 68. mínútu. Stuttgart átti gott tæki- færi til að skora rétt fyrir leikslok er Hansi Múllcr átti þrumuskot af löngu færi en markvörður Borussia, Wolfgang Kneib. bjargaði meistaralega. Stórsigur Víkings sigruðu Fylki 6-0 VÍKINGAR sigruðu Fylki með sex mörkum gegn engu í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 2—0. Mörk Víkings í leiknum skoruðu Jóhannes 2, Aðal- steinn 2, Ilelgi 1 og Jó; hannes Bárðarson 1. í kvöld leika Þróttur og Ármann kl. 20.00. 2. deiid. Fullham — Charlton 1—0 West Ilam — Birmingham. 1—2 3. deild. Barnsley — Hull 3—1 Blackburn — Sheffield Wed.l—2 Plymouth — Southend 0—0 Wimbledon — Millwall 2—2 4. deild. Bradford — Newport 3—1 Doncaster — Crewc 1 — 1 Halifax — Stockport 1 — 3 Kvennalandsliðið leikur þr já lands- leiki við Færeyinga Enska ' knatt- spyrnan NOKKRIR leikir fóru fram i ensku deildarkeppninni í gær- kvöldi. Fara úrslit þeirra hér á eítir. 1. deild. Bristol City — Middlesbr. 3—1 LANDSLEIKIR við Færeyinga í kvennahandknattleik verða 3 í þessari viku, næstkomandi fimmtudag klukkan 20.00 í íþróttahúsinu í Ilafnarfirði á föstudaginn kl. 20.00 í Laugar- dalshöll og á laugardaginn i íþróttahúsinu Hafnarfirði klukk- an 15.00. Nú eru 3 ár síðan síðast var leikinn landsleikur í handknatt- leik kvenna. Stjórn HSÍ ákvað að kanna áhuga stúlknanna fyrir landsliðsverkefnum og má segja að æfingar hafi verið mjög vel sóttar af þeim landsliðshóp er valinn var til æfinga fyrir um mánuði síðan og hafa stúlkurnar vissulega sýnt að þær hafa áhuga og hann mikinn Stjórn HSÍ vonar að íþrótta- áhugafólk styðji við bakið á íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik með því að fjöl- menna á leikina og njóta góðrar skemmtunar og um leið stuðla að uppbyggingu góðs landsliðs í kvennahandknattleik, mörg eigum við eina skærustu minningu úr íþróttum frá kvennalandsleik er Island varð Norðurlandameistari í handknattleik fyrir um 15 árum síðan. Verð aðgöngumiða er mjög stillt í hóf 1500 fyrir fullorðna kr. 500 fyrir börn. Vésteinn heldur sínu striki i kringlukastinu Vésteinn Hafsteinsson KA stór- bætti sig enn einu sinni í kringlu- kasti á frjálsíþróttamóti í bænum Salinas í Kaliforníu um helgina. Kastaði Vésteinn 53,76 metra og ögrar hann nú unglingameti Ósk- ars Jakobssonar ÍR, en það er 54,44 metrar, sett í Reykjavík í október 1975. Vésteinn hefur bætt árangur sinn í hverri keppninni á eftir annarri að undanförnu, og spyrja menn nú helzt hvena'r að því komi að hann hætti að bæta sig. Vonandi er að það verði ekki í bráð. Á mótinu náðist bezti heims- árangur í kringlukasti í ár, er Bandaríkjamaðurinn Blucknett kastaði 67,15 metra. Vésteinn kannast við kauða, því þeir hafa æft talsvert saman ytra. Á mót- inu bar Vésteinn sigurorð af þeim háskólamanni í Norður- Kaliforniu senm náð hefur bezt- um árangri skólamanna í kringlukasti, en hann hefur kastað rúma 56 metra. A mótinu í Salinas hljóp Gunn- ar Páli Jóakimsson ÍR 800 metra á 1:53,8 mínútum. Hafði Gunnar forystu í hlaupinu allan tímann og sigraði léttilega. Dýrfinna Torfa- dóttir KA kastaði spjóti 40,92 metra, sem er hennar næstbezti árangur. Ásgerður Ólafsdóttir KA náði sínum næstbezta árangri í kúluvarpi, varpaði 11,42 metra. Fyrir nokkrum dögum varpaði hún 11,45 metra sem er hennar bezti árangur. Sigríður Kjartansdóttir KA og Þórdís Gísladóttir ÍR hlupu 200 metra hraðar en þær hafa áður gert á móti í San Jose á sunnudag, en hlaupið var úrskurðað ógilt þar sem vindmælingatæki voru ekki til staðar, þótt vindur hefði vart verið merkjanlegur, að sögn Gunnars Páls í spjalli við Mbl. Sigríður hljóp á 24,4 sekúndum og Þórdís á 25,3 sekúndum. íslands- metið á Ingunn Einarsdóttir ÍR, 24,6 sekúndur, sett í Reykjavík í júlí 1976. — ágás. 6 með 12 rétta í 33. leikviku Getrauna komu fram 6 raðir með 12 réttum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 336.500,- Með 11 rétta voru 129 raðir og vinningur fyrir hverja röð kr. 6.700.-. íslandsmót í borötennis íslandsmótið í borðtennis verður laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. april. í LaugardalshöIIinni. eins og áður hafði verið tilkynnt. Skráningarfrestur er til þriðjudagskvöldsins 22. apríl og tekur Jón Kr. Jónsson s: 39656 við þátttökutilk.vnning- um. Dregið verður miðviku- daginn 23. apríl kl. 20.00 í skrifstofu BTI. Að öðru leyti vísast til fyrra bréfs. Dagskrá íslandsmótsins verður sem hér segir: Laugardagur 26. apríl KI. 9.30 Piltaílokkur. -13 érð Kl. 10.30 Sveinaflokkur. 13—15 ára Kl. 11.30 Drengjaflokkur. 15—17 ára Kl. 12.30 Stúlknaflokkur og „Old boys“ Kl. 14.00 Tvenndakeppni KI. 15.30 Tvíliðal. drengja. 15—17 ára og svina. —15 áre Kl. 16.30 Tvíliðal. karla og kvenna. Sunnudagur 27. april KI. 14.00 2. fl. karlaogl.fl. kvenna Kl. 15.00 Mcistarafl. karla og meistarafl. kvenna. Kl. 16.00 1. fl. karla. Þór og Fram kljást í kvöid Fram og Þór leika til úrslita í bikarkeppni HSÍ í kvcnna- flokki í kvöld og fer leikur- inn fram á Akureyri. Er það í fyrsta skiptið sem slikur úrslitaleikur fer fram utan Reykjavíkur. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Geirný en ekki Guöný Á iþróttasiðu blaðsins í gær var mynd af efnilegri ungri skiðadrottningu, 9 ára gam- alli og var hún sögð heita Guðný Geirsdóttir. Þetta mun ekki rétt vera og er stúlkan og aðstandendur hennar beðnir velvirðingar á mistökunum. Hún heitir Geirný ósk Geirsdóttir. Skagamenn eru efstir SKAGAMENN gerðu sér litið fyrir og sigruðu ÍBK mcð sjö mörkum gegn einu í litlu bikarkeppninni um síðustu helgi. FIi sigraði UBK 1—0. Staðan i keppn- inni er nú þessi: Akranes 3 3 0 0 10:2 6 Keflavík 4 2 11 7:11 5 FH 3 2 0 1 4:3 4 Haukar 3 0 1 2 2:4 1 Breiðabl. 3 0 0 3 3:6 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.