Morgunblaðið - 23.04.1980, Side 32
Síminn á afgreiðslunni er
83033
'J Sími á ritstjórn 10100
og skrifstofu:
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1980
Lánsf járáætlun nú
í 164 milljörðum
NIÐURSTOÐUTOLUR láns-
fjáráætlunar samkvæmt þeim til-
lö)?um. sem stuðningsmenn ríkis-
stjórnarinnar á Alþingi hafa nú
til meðferðar um síðari hlutann,
eru 164 milljarðar króna, cn
fyrri hlutinn. sem stjórnarliðar
hafa þegar samþykkt hljóðaði
upp á 36,5 milljarða króna.
Afgreiðsla síðari hlutans strandar
á afstöðu framsóknarmanna til er-
lendra lána, sem samkvæmt upphaf-
legum tillögum ríkisstjórnarinnar
hefðu í heild orðið 94,5 milljarðar,
þar af röskir 73 í síðari hlutanum, en
framsóknarmenn vildu setja heild-
armarkið við um 80 milljarða. Ýms-
ar tillögur um niðurskurð erlendu
lánanna í síðari hlutanum hafa
komið fram og mun heildarupphseð-
in nú standa i 85 til 86 milljörðum
króna, sem reynt er að fá framsókn-
armenn til að fallast á þannig að
eðlilegt geti talizt að erlend lán
vegna flugvélakaupa Flugleiða
standi utan við 80 milljarða markið.
Þeir þingmenn Framsóknarflokks-
ins, sem harðastir eru í málinu, telja
hins vegar að markinu megi ná með
því að fresta 9 milljörðum til
Járnblendiverksmiðjunnar um eitt
ár, þar sem næsti vetur verði svo
erfiður í raforkumálum að spurning-
in sé ekki, hvort Járnblendið geti
fengið raforku til tveggja ofna,
heldur hvort verksmiðjan fái raf-
magn til fulls rekstrar eins ofns. A
móti lækkunarhugmyndum er unnið
að því að auka lánsfjáröflun innan-
lands.
Meðal þess sem til greina kemur
til lækkunar erlendrar lántöku er
frestun varalínu Hrauneyjafoss-
virkjunar í Hvalfjörð, sem þýðir um
milljarð, og frestun línu á Austur-
landi til Hornafjarðar, en hins vegar
mun iðnaðarráðherra Hjörleifur
Guttormsson leggja áherzlu á að
þeirri framkvæmd verði ekki frest-
að.
Útvarpsumræðan frest-
ast fram á mánudaginn
„ÚTVARPSUMRÆÐAN frestast
að öllum líkindum fram á mánu-
dagskvóld. en það er samkomu-
lag þingflokkanna um, að sá
frestur tefji ekki afgreiðslu máls-
ins í neðri deild og að það verði
afgreitt þar á miðvikudaginn í
næstu viku,“ sagði Guðmundur
Bjarnason forseti efri deildar í
samtali við Mbl. í gær. Breyt-
ingartillaga fjármálaráðherra
við tekju- og eignarskattsfrum-
varpið var lögð fram á Alþingi í
gær, en í henni er, eins og Mbl.
hefur skýrt frá. gert ráð fyrir
550 þúsund króna lágmarksfrá-
drætti einhleypinga og einstæðra
foreldra og einnig er gert ráð
fyrir að einstæðir foreldrar fái
harnabótaviðauka og að persónu-
afsláttur Iækki úr 525 þúsund
krónum í 505 þúsund krónur.
A fundi um útvarpsumræðuna í
gær kom fram, að ætti hún að fara
fram í dag, miðvikudag, vildi
útvarpið helzt að hún yrði á
tímanum 16:30 — 18:30, en það
töldu stjórnarandstæðingar
óheppilegan tíma og allir voru
sammála um að útvarpsumræður
væru ekki rétt dagskrárefni á
kvöldi síðasta vetrardags. Þá kom
fram hugmynd um föstudag, en
menn féllu frá henni, þar sem rætt
hafði verið um að þingfundir yrðu
ekki á föstudaginn eftir sumar-
daginn fyrsta. Sættust menn svo á
mánudaginn, sem fyrr segir með
fororði um að málið yrði eigi að
síður afgreitt á miðvikudag.
Þessar breytingartillögur fjár-
málaráðherra munu þýða um 2,6
milljarða króna skattaívilnun
gegnum lágmarksfrádráttinn og
barnabótaviðaukann til einstæðra
foreldra, en á móti kemur 2,5
milljarða króna hækkun með
lækkun persónuafsláttar.
í dag er síðasti vetrardagur og þess vonandi ekki langt að bíða að
hlýna taki í lofti. Hér eru nokkrar trillur og smábátar í
Reykjavíkurhöfn, sem bíða þess að eigcndur þeirra hefji hinar
árstíðabundnu veiðar á Faxaflóa.
I.jósm: Ólalur K. Maiínússon.
Slæm um-
gangspest í
Reykjavík
„EINKENNI eru fyrst og fremst
hár hiti, beinverkir, höfuðverk-
ur og þurr hósti, og er fólki
ráðlagt að fara varlega með sig
eftir að það fer að jafna sig
aftur,“ sagði Skúli G. Johnsen
borgarlæknir í samtali við
Morgunblaðið i gærkvöidi. er
hann var spurður um um-
gangspest sem herjað hefur á
borgarbúa að undanförnu.
Skúli sagði ekki vera fyllilega
ljóst hvort hér væri á ferðinni
inflúensa eða inflúensulík um-
gangspest, en veikinnar hefði
orðið vart í marsmánuði og sam-
kvæmt skýrslum lækna virtist
hún heldur vera að ágerast í
þessum mánuði. Borgarlæknir
kvað tölur um fjölda þeirra er
veikst hefðu hins vegar ekki
liggja fyrir fyrr en um mánaða-
mót.
Sem fyrr segir sagði Skúli að
fólki væri ráðlagt að fara vel með
sig í veikindum og fyrst eftir
veikindi, og ætti það einkum við
um eldra fólk og lasburða. Því
hætti helst til að fá lungnabólgu
og aðra fylgikvilla með veikinni
og raunar fengi margt yngra fólk
einnig lungnabólgu.
Takist samningar við BSRB ekki á næstunni:
Allsherjarverkfall strax og
það hentar félagsmönnum
„SAMEIGINLEGUR fundur stjórn-
ar og samninganefndar Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja átelur
stjórnvöld harðlega fyrir þann
drátt. sem orðinn er á samninga-
viðræðum af þeirra hálfu. Fundur-
inn leggur ríka áherzlu á kröfur
samtakanna, jafnt kjarakröfur og
kröfur um félagslegar umbætur. Ef
samningar takast ckki á næstunni
verður að nota fyrsta tækifæri. sem
hentar félagsmönnum til að knýja á
um samningsgerð með boðun alls-
herjar verkfalls. Jafnframt ákveður
stjórn og samninganefnd banda-
lagsins, að efnt skuli til víðtækra
fundarhalda til þess að skýra málin
og fá fram sem gleggstar upplýs-
ingar um afstöðu félagsmanna.
Stjórn BSRB er falið að skipuleggja
Reykjavík og nágrannasveitarfélög:
Um 600 nýjar bygg-
ingarlóðir á árinu
í REYKJAVÍK og nágranna-
sveitarfélögum verða á þessu
ári gerðar byggingarhæfar um
600 lóðir, en það eru ýmist
beinar úthlutanir sveitarféiag-
anna eða lóðir í einkaeigu. sem
þau sjá um að gera byggingar-
hæfar. Tala þessi er þó ekki
nákvæm þar sem ekki er vitað
hversu margar lóðir verða til-
búnar til úthlutunar í Kópa-
vogi, en þar er nú unnið að
skipulagningu nýs hverfis.
1 Hafnarfirði er nú unnið að
úthlutun í svonefndu Hvamma-
hverfi. Búið er að úthluta 50—60
einbýlishúsalóðum, þar verða
einnig 60—70 raðhúsalóðir, en
ekki er ljóst hversu margar
íbúðir verða þar í fjölbýlishúsum
og þeim ekki ráðstafað fyrr en á
næsta ári. Eru þetta öllu fleiri
íbúðir en verið hefur síðustu
árin, en hafa venjulega verið
40—50. Að sögn Björns Arnason-
ar bæjarverkfræðings hefur ver-
ið úthlutað nokkuð mörgum iðn-
aðarlóðum, en samdráttur hefur
hins vegar orðið í úthlutun
fjölbýlishúsalóða.
í Kópavogi er nú unnið að
skipulagningu nýs byggingar-
svæðis í landi Ástúns og Grænu-
hlíðar, austarlega í bænum.
Stendur yfir samkeppni um
skipulag þar og lýkur henni um
mitt árið. Er því ekki búizt við
að úthlutun þar geti farið fram
fyrr en í árslok eða á næsta ári,
en reiknað er með milli 2—3
hundruð íbúðum á þessu svæði, í
einbýlis—, rað— og fjölbýlishús-
um. Um aðrar byggingárlóðir í
Kópavogi er ekki að ræða.
Á Seltjarnarnesi verður á
þessu ári úthlutað 30 einbýlis-
húsalóðum í Nesbalahverfi og
10—15 annars staðar í bænum,
en einnig eru til ráðstöfunar
þyrpingasvæði, þ.e. 12—14 hús í
þyrpingu á tveimur stöðum.
Reynt er að láta lóðaúthlutun á
Seltjarnarnesi haldast í hendur
við þá þjónustu er bæjarfélagið
veitir og hefur verið úthlutað
kringum 50 lóðum á ári að
undanförnu. Þá verður í sumar
byrjað á byggingu 16 íbúða fyrir
aldraða við Melabraut, en þær
verða seldar þeim er kynnu að
vilja minnka við sig húsakynni.
I Mosfellssveit fer ekki fram
eiginleg lóðaúthlutun á þessu
ári. Hins vegar hafa verið seldar
að undanförnu 24 lóðir úr landi
Helgafells, sem hreppurinn sér
um að gera byggingarhæfar.
Hefur verið úthlutað milli 20 og
30 lóðum þar síðustu árin og er
gert ráð fyrir að lóðir verði
tilbúnar til úthlutunar á næsta
ári.
í Reykjavík er úthlutað á
þessu ári 232 lóðum í einbýlis- og
raðhúsum og er verið að vinna
að úthlutun um þessar mundir. I
Seljahverfi var úthlutað 61 ein-
býlishúsalóð og 10 raðhúsalóð-
um, 50 einbýlishúsalóðum í
Hólahverfi, 12 í Rauðagerði, 35 á
Eiðisgranda og 64 raðhúsalóðum
á Eiðisgranda. Sóttu um 1.000
manns um þessar lóðir og ákvað
borgarráð að úthlutun skyldi
aðeins vera til einstaklinga en
ekki byggingameistara.
Þá er um þessar mundir unnið
að endurskipulagningu í nýja
miðbænum, en þar var gert ráð
fyrir 90—120 íbúðum og verður
reynt að fjölga þeim í kringum
240. Er m.a. gert ráð fyrir
fjölbýlishúsum þar. Þá er búið
að ganga frá ráðstöfun svæðisins
í Fossvogi, sem næst er Borg-
arspítalanum, þ.e. austan við
hann. Er þar gert ráð fyrir um
150 íbúðum í lágri byggð, byggt
verður einnig sunnan Öskjuhlíð-
arskóla og verið er að ræða
þéttingu á Laugarásnum, en
ákvarðanir hafa ekki verið tekn-
fundina í samvinnu við bandalags-
félögin.“
Ofangreind tillaga var samþykkt
samhljóða á fundinum, sem haldinn
var í gær. Stjórn og samninganefnd
bandalagsins er stærsta stofnun þess
og hafa rétt til setu á slíkum
sameiginlegum fundi 70 til 80 manns.
Samkvæmt upplýsingum Baldurs
Kristjánssonar blaðafulltrúa BSRB,
gerðu formenn undirnefnda, sem
verið hafa í viðræðum við ríkisvaldið,
grein fyrir gangi þeirra. Kom fram
að árangur þeirrar nefndar, sem
fjallar úm félagslegu hliðina er öllu
meiri en þeirrar nefndar, sem fjallar
um kjarakröfur sambandsins, þar
sem varla er unnt að tala um
árangur. Baldur kvað þó engan
áþreifanlegan árangur sýnilegan af
sviði félagsmálahliðar viðræðnanna.
Það hefur reyndar ekki verið haldinn
nema einn fundur með fulltrúum
ríkisins og kom fram, hjá þeim góður
vilji gagnvart ýmsum hlutum.
Rufu varnar-
liðsþotur
hljóðmúrinn?
TALSVERÐ skclfing greip um sig á
Fáskrúðsfirði um klukkan 18 í gær.
er þar heyrðust miklar spreng-
ingar. Ekki er ljóst hvað þessum
sprengingum olli. og ekki varð þess
vart við eftirgrennslan í þorpinu að
þar hefði orðið sprenging af einu
eða öðru tagi.
Hins vegar hafði orðið vart við
tvær eða fleiri þotur Varnarliðsins
að æfingum, og var það hald manna
eystra, að þær hefðu rofið hljóðmúr-
inn yfir þorpinu. Samkvæmt upplýs-
ingum sem Morgunblaðið aflaði sér í
gærkvöldi, voru Phantom F-4 þotur
Varnarliðsins þarna að æfingum, en
blaðafulltrúi Varnarliðsins, Mik
Magnússon, gat í gærkvöldi ekki
sagt um hvað þarna hefði gerst.