Morgunblaðið - 09.05.1980, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ1980
Jóhannes
Nordal:
Álbræðsla og' ein-
hvers konar járnblendi
líklegustu stóriðjukostir
,MÉR vitanlega hafa engar
viðræður eða sérstakar athug-
anir farið fram upp á síðkastið
varðandi frekari stóriðju-
framkvæmdir hér á landi, þann-
ig að það sem ég segi er byggt á
almennum upplýsingum um
þróunina.
En þær greinar, sem
líklegastar virðast, eru ál-
bræðsla og einhvers konar járn-
blendi, til dæmis stækkun
Grundartangaverksmiðjunnar,
sem mér skilst reyndar að sé
þegar til íhugunar hjá járn-
blendifélaginu, eða framleiðsla
á hreinum kísilmálmi,“ sagði
Jóhannes Nordal Seðlabanka-
stjóri og fyrrum formaður við-
ræðunefndar um orkufrekan
iðnað, er Mbl. spurði hann í
gær, hverjir væru að hans dómi
nærtækustu kostirnir í stóriðju-
málum.
Jóhannes sagði ljóst að frekari
uppbygging á orkufrekum iðnaði
yrði að haldast í hendur við
nýjar virkjanir og því væri til
dæmis spurning, hvort nota
mætti eitthvað af orku Hraun-
eyjafossvirkjunar til orkufreks
iðnaðar eftir því, hversu fljótt
næsta virkjun kæmi á eftir.
„Staðan í orkumálunum er sú, að
það er gert ráð fyrir miklu starfi
á þessu ári í rannsóknum," sagði
Jóhannes.
„En virkjunarrann-
sóknir hér á landi hafa ekki
gengið nógu ört. Við hefðum
þurft að hafa á hendinni til
ákvarðanatöku tvo til þrjá val-
kosti, en það vantar talsvert upp
á það ennþá."
Sigurjón Guðmundsson
Lést af völd-
um áverka
Maðurinn sem slasaðist er hann
féll af hestbaki undir Eyjafjöllum
á sunnudaginn lést á sjúkrahúsi í
Reykjavík í fyrradag.
Hann hét Sigurjón Guðmunds-
son, til heimilis að Steinum undir
Austur-Eyjafjöllum. Hann var á
sjötugsaldri, fæddur 27. jan. 1919,
ókvæntur og barnlaus.
ASI-menn kynna
sér láglauna-
bætur í Noregi
Ósló, 8. maí. frá blaóamanni
MorKunblaósins, Arna Johnsen.
UNDANFARNA daga hafa
fjórir fulUrúar frá Alþýðu-
samhandi íslands dvalið hér í
Ósló til að kynna sér nýgerða
samninga norska Alþýðusam-
bandsins varðandi láglauna-
fólk. Þessir fulltrúar eru
Snorri Jónsson varaforseti
ASÍ, Ásmundur Stefánsson
framkvæmdastjóri ASÍ, Óskar
Hallgrímsson og Karl Steinar
Guðnason alþingismaður.
Þeir hafa kynnt sér það
hvernig Norðmenn hafa leyst
kjaramálin á nýstárlegan hátt
varðandi laun hinna lægst laun-
uðu. Myndaður hefur verið sjóð-
ur til að endurgreiða fyrirtækj-
um hluta af láglaunauppbótum
sem samningurinn gerir ráð
fyrir. Útreikningur og viðmiðun
er meðaltímakaup í dagvinnu
án óhreinindaálags og ákveð-
inna annarra kaupauka, en að
meðtöldum bónus og hliðstæð-
um greiðslum. Kaup viðkom-
andi hópa er borið saman við
meðalkaup í iðnaði og launin
síðan ákveðin þannig, að frávik
frá meðaltalinu verði ekki meiri
en 15%.
Láglaunabæturnar eiga síðan
að jafna launin, og þær eiga að
greiðast af fyrirtækjum að
hálfu og sameiginlegum sjóði
sem á að greiða hinn helming-
inn. Launafólk greiðir síðan af
tímakaupi í þennan sameigin-
lega sjóð.
Þessi mál hefur íslenska
sendinefndin verið að kynna
sér, tilhögun þessa sjóðs og
fleiri mál.
Karlakór tek-
inn til starfa
í Bolungarvík
Bolungarvík, 8. mai.
UNDANFARNAR vikur hafa
songáhugamenn hér í Bolung-
arvík æft upp karlakór undir
stjórn séra Gunnars Björnsson-
ar sóknarprests. Kórinn, sem er
skipaður um 30 félögum söng
hér í Félagsheimilinu í fyrsta
sinn í kaffisamsæti Verkalýðs-
félagsins þann fyrsta maí, og
síðustu helgi söng kórinn svo á
Flateyri.
Kórinn gengur undir nafninu
Karlakórinn Ægir, og er það
nafn dregið af karlakór sem
stófnaður var hér á ofanverðum
fjórða áratugnum og starfaði
hér í um það bil tuttugu ár. Þótti
við hæfi að gefa þessum nýja kór
nafn þess gamla í veganesti, og
vænta Bolvíkingar sér mikils af
starfsemi kórsins í framtíðinni.
— Gunnar
1 gær voru I fyrsta skipti reyndir á Fáksvellinum startbásar, sem áformað er að nota á hestamannamótum
hér á landi. Er það trú hestamanna, að notkun básanna muni verða til stórra bóta. Ljósm. Mbi. Krístján.
Matthías Á. Mathiesen og f jórir þingmenn aðrir:
Flytja lagafrumvarp um
„tollkrít“ á Alþingi
ALÞINGISMENNIRNIR Matthías
Á. Mathiesen, Friðrik Sophusson,
Árni Gunnarsson, Albert Guð-
mundsson og Sverrir Hermannsson
hafa lagt fram á Alþingi frumvarp
til laga um „tollkrít“, það er um
breytingar á lögum um tollheimtu
og tolleftirlit. Samkvæmt frum-
varpinu verður nú heimilt að veita
greiðslufrest á aðflutningsgjöldum,
til þeirra fyrirtækja er stunda
innflutningsverslun sem aðalat-
vinnuveg. Einnig er gert ráð fyrir
að veita megi slíkan frest til
iðnfyrirtækja vegna innflutnings á
vélabúnaði, tækjum og hráefni.
Skilyrði fyrir greiðslufresti af
þessu tagi er, að umsækjandi setji
tryggingu fyrir aðflutningsgjöld-
um.
í lagafrumvarpinu er einnig gert
ráð fyrir að afturkalla megi veittan
gjaldfrest hvenær sem er. Skal
afturköllun þá vera rökstudd. Verði
vanefndir á skilyrðum greiðslu-
frests, er tollstjóra heimilt að synja
um áframhaldandi úttekt gegn
greiðslufresti um lengri eða
skemmri tíma.
Upphaf þessa máls er það, að árið
Niðurskurður á beiðni Hitaveitunnar
Óeðlilegt að koma
fyrirtækinu í klípu
með þessum hætti
— segir Sigurjón Pétursson
„Þetta er náttúrulega alltof
lítil hækkun miðaó við þær fram-
kvæmdaþarfir sem Hitaveitan
hefur kynnt og nauðsynlegt er að
ráðast í,“ sagði Sigurjón Péturs-
son forseti borgarstjórnar
Reykjavíkur í samtali við blaða-
mann Morgunhlaðsins í gær-
kvöldi er hann var spurður álits á
þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar að leyfa Hitaveitu Reykjavíkur
aðeins 10% gjaldskrárhækkun.
Hitaveitan hafði sem kunnugt er
óskað 58% hækkunar.
„Það hefur ekki verið tekin
ákvörðun um það ennþá hvernig
við þessu verður brugðist," sagði
Sigurjón ennfremur, „en það er
alveg ljóst að verulega verður að
draga úr borunarframkvæmdum.
Óneitanlega finnst mér þetta mjög
óeðlilegt. Á sama tíma og rætt er
um hve lágt verð Hitaveitu
Reykjavíkur er miðað við aðra
staði á landinu, þá er þessu verði
haldið niðri umfram það sem
eðlilegt er. Manni finnst það óneit-
anlega skjóta nokkuð skökku við.“
Sigurjón kvaðst ekkert geta um
það sagt hvort til þess kæmi að
skortur yrði á heitu vatni í
Reykjavík næsta vetur af þessum
sökum, en hættan á því ykist að
sjálfsögðu stöðugt eftir því sem
dregið væri úr borunum, en veður-
far næsta vetur réði nokkru um
hvort þessi hætta yrði þá yfirvof-
andi. „En það hlýtur að vera
algjörlega óeðlilegt að koma fyrir-
tækinu í klípu á þennan hátt með
tilliti til þess hve lágt verðið er,“
sagði Sigurjón. „Og óneitanlega
hlýtur það að draga úr áhuga
Hitaveitunnar á að dreifa vatni til
annarra aðila ef hætta er á því að
staðið verði frammi fyrir vatns-
skorti.“
Sigurjón kvað borgaryfirvöld
ekki hafa fengið að sjá þær
forsendur sem gjaldskrárnefnd
hefði lagt til grundvallar ákvörðun
sinni, en stjórn veitustofnana
myndi væntanlega fara fram á að
sjá þær niðurstöður.
Hætta á að höfuðborg-
arsvæðið verði að hluta
olíuhitunarsvæði
- segir Birgir ísl. Gunnarsson
„ÞESSAR ákvarðanir vekja furðu
og geta haft mjög alvarlegar
afleiðingar,“ sagði Birgir ísleifur
Gunnarsson borgarfulltrúi og al-
þingismaður í gær, er Morgun-
blaðið innti hann álits á niður-
skurði á hækkunarbeiðnum Hita-
veitu Reykjavíkur og Landsvirkj-
unar.
„Ákvörðunin um Hitaveitu
Reykjavíkur dregur stórlega úr
framkvæmdagetu fyrirtækisins,"
sagði Birgir ennfremur, „og hætta
er á því að hluti höfuðborgarsvæð-
isins verði olíuhitunarsvæði að
nýju. Þegar hefur verið dregið úr
borunum eftir auknu vatni, og
hætta er á að ekki verði hægt að
leggja í ný hverfi.
Hvað Landsvirkjun varðar, þá er
þess að geta, að framkvæmdir við
Hrauneyjafossvirkjun eru í fullum
gangi og þar hafa allir verksamn-
ingar verið gerðir. Ef dregið verður
úr verkhraða er hætta á orkuskorti
haustið 1981, en þá verður virkjun-
in að vera fullbúin. Með þessari
ákvörðun neyðist Landsvirkjun
annaðhvort til að fara út í enn
frekari lántökur eða að draga úr
virkjunarhraða. Þessi ákvörðun er
því í andstöðu við áður boðaða
stefnu ríkisstjórnarinnar, bæði í
lánsfjármálum og orkumálum.
Þessar ákvarðanir eru enn eitt
dæmið um ráðleysi ríkisstjórnar-
innar. Öllum vanda er ýtt á undan
sér og ekki virðist tekið á neinu
máli af festu. Maður stendur í
rauninni agndofa andspænis slíku
ráðleysi,“ sagði Birgir ísleifur að
lokum.
1977 skipaði Matthías Á. Mathiesen
þáverandi fjármálaráðherra nefnd
manna til að endurskoða reglur um
tollheimtu og tolleftirlit. í álitsgerð
sem nefndin skilaði síðan í ágúst
1978 leggur hún einróma til við
fjármálaráðherra að upp verði tekin
hér á landi greiðslufrestur á aðflutn-
ingsgjöldum, svonefnd tollkrít. For-
maður nefndarinnar var Ásgeir Pét-
ursson sýslumaður.
í greinargerð með lagafrumvarp-
inu nú segja flutningsmenn, að þeir
hafi ákveðið að flytja frumvarp
þetta, þar sem stjórnvöld hafi enn
ekki flutt frumvarp á grundvelli
hins ítarlega nefndarálits, en ljóst sé
að tollalöggjöfin í heiid þarfnist
breytinga og endurbóta í samræmi
við nútímahætti í viðskiptalífi og
opinberri stjórnsýslu.
Þá segir enn fremur í greinargerð-
inni, að hér sé um að ræða mikið
hagsmunamál fyrir alla landsmenn,
og sé brýnt að Alþingi taki afstöðu
til Iagabreytinga sem kveða á um
almennan greiðslufrest á aðflutn-
ingsgjöidum. Þannig verði stuðlað að
sparnaði, hagræði og lægra vöru-
verði, neytendum, flutningsaðilum,
svo og hinu opinbera til hagsbóta.
Matthías sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi, að eftir að sýnt
var að stjórnvöld hugðu ekki á
aðgerðir í málinu hefði tollanefnd
Félags ísl. stórkaupmanna og Versl-
unarráð íslands lýst áhuga sínum á
að málið yrði nú tekið upp á þingi, og
væri það flutt í samræmi við þær
óskir. „Þá er einnig ljóst að gera
verður aðrar viðamiklar breytingar
á tollalögunum í framhaldi af því
sem hér um ræðir," sagði Matthías,
„og er nú unnið að gerð tveggja
frumvarpa sem lögð verða fyrir
þingið innan skamms um þau efni.
Flutningsmaður þeirra frumvarpa
verður Friðrik Sophusson.