Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980 Arnór Hannibalsson: - Árið 1936 ákvað ritstjórn vikurits í Bandaríkjunum að kanna afstöðu kjósenda í for- setakosningum. Ritið hét Liter- ary Digest. Það sendi út 10 milljónir seðla til kjósenda sem áttu síma og bíl. Niðurstaðan af könnuninni varð sú, að Alf Landon myndi sigra Fr. D. Roosevelt með 19% mun. En nú sigraði Roosevelt með yfirburð- um. Þá rann það upp fyrir mönnum, að viðtakendur seðl- anna voru flestir í efri millistétt og repúblikanar. Fjöldi seðlanna hafði ekkert að segja fyrir áreið- anleika spárinnar. Könnun þessi varð hroðalegt feilpúst. Upp frá því leggja bandarísk dagblöð eða aðrir fjölmiðlar ekki heiður sinn að veði með því að gangast fyrir slíkum könnunum. Nú á dögum vita menn miklu meira en árið 1936 um fræði- legan grunn skoðanakannana og um það hvernig að þeim skuli staðið, svo að niðurstöður þeirra séu sæmilega áreiðanlegar. Mestu máli skiptir að landsvæði það, sem könnunin nær til, sé skýrt afmarkað. Síðan er fundið úrtak manna, sem þetta land- svæði byggja, sem getur talist fulltrúar allra íbúanna á svæð- inu. Notaðar eru tölvur til að finna á íbúaskrá þá menn, sem tala skal við. Tölvan gefur síðan upp nöfn og heimilisföng þeirra, sem koma í úrtakið. Við þá menn, og þá eina, er síðan rætt. Um skoðanakannanir Frá fundi stuðningsmanna Péturs Thorsteinssonar í Laugarásbíói, Ekki dugir að tala við einhvern annan, sem kann að koma í símann, þegar hringt er. Með því að nota þessa og aðrar tölfræði- legar aðferðir, er hægt að gera skoðanakönnun í Bandaríkj- unum, sem hefur þolanlega út- komu, og er þó stuðst við úrtak er telur 1500 manns. Samt hend- ir það, að jafnvel viðurkenndar stofnanir á þessu sviði gera hrapallegar skyssur, og fer það þá eftir því, hvernig spurt er og hvernig svör eru túlkuð. Hér á landi er engin sú stofnun til sem hefur yfir sér- hæfðu starfsliði að ráða og þeim tæknibúnaði er þarf til þess að gera skoðanakannanir sem mark er takandi á. En sum dagblöð stunda það að kanna hug kjós- enda fyrir kosningar með mjög svipuðum hætti og tíðkaðist í Bandaríkjunum fyrir 1936. Slíkar skoðanakannanir hafa ekkert gildi. En þær geta haft áhrif í þá átt, að fá hluta kjósenda til að snúast til fylgis við þann málstað (framboð eða frambjóðanda) sem skoðana- könnuðurinn telur sigurstrang- legastan. Þannig getur marklaus skoðanakönnun haft áhrif í þá átt, að niðurstaða kosningar verði sú, sem skoðanakönnunin segir. En slíkt á ekkert skylt við könnun. Þetta er þá áróðurs- bragð framið undir yfirskini könnunar. Er vissulega kominn tími til, að stjórnvöld á íslandi athugi, hvort ekki eigi að setja starfsemi þessari einhverjar lagalegar skorður. Enginn kemst upp með að selja gallaða vöru sem heil væri. Um það eru ákvæði í lögum. Hvern þann sem vill falbjóða mönnum niðurstöðu úr skoðanakönnun, ætti að skylda til að hlíta vissum lág- markskröfum um gæði vörunn- ar. Skoðanakönnun er ómarktæk nema hún fullnægi vissum fræðilegum og tæknilegum kröf- um. Hver sá sem skellir fram niðurstöðu úr skoðanakönnun, sem ekki fullnægir þeim kröfum, kemur óheiðarlega fram, því að hann er að telja mönnum trú um það, að hann hafi eitthvað trú- verðugt að bjóða, sem hann þó hefur ekki. Þótt hringt sé í menn víða um landið eina helgi og baunað á þá einni eða fleiri spurningum, þá er það ekki skoðanakönnun, sem því nafni getur kallast. Ákvörðun um að birta niðurstöður af slíkri könn- un er pólitísk og vafalítið gerð í flestum tilfellum til þess að hafa áhrif á skoðanir manna eða afstöðu, t.d. í kosningum. Þaö er ástæða til að benda mönnum á þetta. Menn vilja að sjálfsögðu láta málefni og rök ráða afstöðu sinni í kosningum. Og vonandi lætur 'enginn það ráða afstöðu sinni, hver sé sigur- stranglegastur samkvæmt „skoðanakönnunum“. Sá sem gerði það félli fyrir lélegu áróð- ursbragði. Og jafnvel þótt fjöldi manns gangi í eina átt, er ekki endilega víst, að það sé rétt að slást í hópinn, einungis af því að þar fer fjöldi manns. í kosningum eins og þeim, sem nú fara í hönd, hlýtur hver og einn að spyrja sig, hvers konar mann hann vill fyrir þjóðhöfð- ingja, og láta svarið við þeirri spurningu ráða vali sínu. Ásdís Erlingsdóttir: Forsetaframboð Það er orðin hefð hjá lýðræðis- þjóðum að ef einhver sækist eftir sérstakri ábyrgðar- eða virð- ingarstöðu, þá er m.a. fortíðin könnuð. Heiðarleiki, siðsemi á almannafæri og skoðanir í orðum og gjörðum hafa verið settar á svið, og hafa frambjóðendur mátt hafa sig alla við að réttlæta sig í orðum og gjörðum. Þetta vandlæti almennings álít ég vera einn af góðum kostum lýðræðisins og stuðlar að því að fólk fái að vita hvaða persónu það er að kjósa. Og þar sem við álítum okkur vera lýðræðisþjóð þá tökum við slíkum könnunum sem sjálfsögðum hlut. Einkalíf er friðhelgt og á að vera það, en marklína einkalífsins er almannafæri og þar er próf- steinninn hvernig fólk hefir spilað úr sínum tækifærum um ævina. Orðskv. 22: Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður. Og af hverju skyldi fólkið í landinu vera að vanda breytni sína í orði og verki ef virðingar- og ábyrgðarstöður liggja ekki fyrir þeim sem iðka sannleikann og sannleikans verk. Yfirklór Þorsteinn Sæmundsson, stjarn- fr., skrifaði nýlega grein í Mbl. og rakti í greininni orð og gjörðir eins frambjóðandans í n.k. for- setakosningum, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Þeir sem þekkja til Þorsteins Sæmundssonar vita að þar er á ferð gætinn og sómakær maður, enda segir hann ekki persónulega eitt styggðaryrði til frú Vigdísar, heldur rekur hann orð hennar sjálfrar og athafnir eins og grein- in ber með sér. Enginn getur svarað betur skrifum Þorsteins en frú Vigdís sjálf, annað lítur út sem yfirklór og er aðeins til að skaða frambjóðandann. Ef ef Þorsteinn segir sannleik- ann, af hverju er þá verið að álasa honum? Tískan Undirskriftasöfnun Varins lands er viðkvæmt mál til upprifj- unar vegna þess að sérlega vinstri tískan hefir gert sér far um að setja landráðastimpil á meirihluta þjóðarinnar, sem skrifaði undir ótilkvatt í frjálsu framtaki að það kysi varið land, en ekki hlutleysis draumórastefnu. Það hefir komið í ljós þegar á hefur reynt að allar þjóðir eiga sína Quslinga og Stórhugsuði sem svífast einskis í sínu eigin ÉG, og þáð hefur ekki borið á öðru en að það hafi ekki þurft margar vél- byssur til að smala óvopnuðu fólki saman, t.d. óæskilegu Ríkinu. I slíkum tilvikum hefur sagan einn- ig sýnt fram á að þó að þjóðir og grannþjóðir hafi látið í ljós vand- læti á slíkum gjörðum með upp- hrópunarorðum o.fl. þá hafa svör- in hjá Hugsuðunum verið: Þetta er innanríkismál og þið dirfist ekki að skipta ykkur af okkar innanrík- ismálum. En frá mínum bæjardyrum séð er dvöl hermanna á Keflavíkur- flugvelli vandamál, en það vanda- mál verður ekki leyst með því að hafa landið óvarið með hlutleys- isstefnu og óháð vörnum vest- rænna ríkja. Lífsspursmál Frú Vigdís Finnbogadóttir, frambj. í forsetakosn. n.k. var fyrir svörum í útvarpi fyrir nokkr- um árum og var hún innt eftir því hvort að hún tryði á Guð eða hefði áhuga á kristinni trú. „Svör henn- ar voru skýr“. En það heyrist ekkert í fram- bjóðendunum til forsetaembættis- ins, hvorki henni né hinum í þessu lífsspursmáli þjóðinni til handa. Hafa þau ekkert Guði að þakka, eða er Guð bara maginn, ef hann er þá til? Þar sem Guð elskar alla menn þá opinberast hans kærleikur í boðskap Krists m.a. í aga og umvöndunarorðum og gefur þeim dýrðleg fyrirheit sem þýðast ag- ann. Eins er með foreldra og aðra uppalendur sem vilja gefa börnum sínum það besta, en án aga og umvöndunar er það ómögulegt. Þess vegna álít ég það lífs- spursmál þjóðum til handa að guðleysisáráttan fái ekki yfir- höndina. Sú árátta sáir m.a. fræj- um aga og ábyrgðarleysis og við það myndast skjól fyrir bágborið siðgæðismat og engu er þyrmt ekki einu sinni ungviði eða æsku- fólki. Andans menn og konur Jón Sigurðsson, prestssonurinn úr Arnarfirði, sem allir aðrir íslenskir forsetar taka forsetan- afn sitt af, fyrirvarð sig ekki fyrir vitnisburð trúarinnar. Maður nokkur á hans tíma fór að gera lítið úr Ritningunni, en Jón Sig- urðsson svaraði strax um hæl: Um þá bók deili ég ekki því þar er hvert orð óyggjandi. Allir andans menn og konur sem hafa borið góðan ávöxt í verkum sinum í baráttunni fyrir réttlæti og kærleika til handa mannlegu samfélagi hafa átt að bakgrunni Guð Israels og Jesú nafn. T.d. Abraham Lincoln, Al- bert Sweitzer, systir Theresa, Marteinn Luther King o.fl. Einnig allir þeir sem hafa unnið verk sín eins og í afkima og heimurinn hefir ekki tekið eftir, en Drottinn einn þekkir. Saga og menning Ég er hrædd um að það hafi verið orðin lítil menning í Sögu Rómverja, mesta heimsveldis síns tíma. Á hverju féll Róm hin forna? „Á siðleysi". Þar höfðu m.a. hömlu- lausir kynlífsspekulantar yfir- höndina. Stjórnmálasiðferðið fór veg allrar veraldar. Lygin og fylgifiskur her.nar „hræðslan" var í hverju horni. Almenningur varð sljór í dómgreind og kjarkleysið augljóst. Ekkert er hættulegra en þegar fólk veitir ekki viðnám og lætur ósómann viðgangast og sljóleiks- andinn rennur yfir hindrunar- laust. Að lokum Ég álít að dómgreind og sið- ferðilegur karakter þjóðarinnar hafi beðið hnekki. Hér flýtur allt meðan það ekki sekkur og sérhver hrifsar til sín sem hrifsað getur. Það hefir glamrað í uppblásnum einstaklingum í eigin ég að bak- grunni sem öllu ætla að bjarga án Skaparans. En hvar er skjólið hjá þeim, fyrir þeirra dýrkendur þeg- ar á reynir? Eiga þeir slíkt fyrirheit og athvarf eins og stendur í 40. Davíðssálmi: Sæll er sá maður sem gjörir Drottinn að athvarfi sínu. í 11. Þessal. 3 kafla segir Páll: Því að ekki er trúin allra, þó að hugtökin trú og vantrú séu jafn rétthá í frelsi til að velja og hafna þá berst hver fyrir sínu, í trú eða vantrú. Einnig takast þeir með í dæmið sem reyna að humma af sér flest það sem óþægilegt er að takast á við að nema ef á að koma við pyngjuna „þá taka allir sprett- inn“. Ég læt orð úr 127. Davíðssálmi enda grein mína: „Ef Drottinn byggir ekki húsið þá erfiða smið- irnir til ónýtis, ef Drottinn ver ekki borgina vakir vörðurinn til ónýtis".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.