Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAI1980 35 Kjartan Guðjónsson: Þar sem kýrin mjólkar Það nennir víst enginn lengur að rífast út af listamannalaunum. Þau eru nánast orðin eins og Hallgrímskirkjuturn, staðreynd sem ekki verður haggað. Sú var þó tíðin að álfabrennan var árviss og listamenn brutu flöskur og glös á haus úthlutunarnefndar eftir reglunni: Viljirðu uppræta mein einokunarverslunar, skaltu fyrir alla muni rota búðarlokuna. Eftir var svo reykur og aska fram að næsta báli. Listamenn eru barna- legt fólk og nægjusamt. Það er eins og þeir þurfi ekki annað en boxbolta í mynd úthlutunarnefnd- ar til að hamast á einu sinni á ári, og að útrásin ein sé þeim á við kjarabót. Engan hef ég heyrt, ekki einu sinni í gamni, halda því fram að þessi laun hafi nokkru sinni komið menningunni að gagni, enda má það heita sameiginlegt markmið þings, úthlutunarnefnd- ar og listamanna við hverja út- hlutun, að leggja þessi ósköp niður Hann hratt þar fram af t, hestinum f' ||g og hljóp þar sjálfur eftir (Þorgils saga skarða). Breiðfirðingar Hinn árlegi dagur aldraöra Breiöfirðinga veröur í safnaöarheimili Langholtssóknar, Sólheimum 13 í dag og hefst meö hugvekju séra Siguröar H. Guöjónssonar kl. 14.30. Stjórnin Bændur og bústjórar MG-KÚAFÓÐURBLANDA Höfum fyrirliggjandi magnesiumauðuga kúa- fóðurblöndu, sem ætluð er til notkunar hálfan mánuð áður og hálfan mánuð eftir að kúnum er sleppt út á vorin. Þetta fóður er til varnar krampadauða og bráðadauða. Hæfílegur skammtur 1/2—11/2 kg á dag. Kaupfélögin umallt land hið bráðasta. Það er eins og listamannalaunin séu sá afréttari sem frestar íslenskum menning- artimburmönnum frá ári til árs. Einstaka maður hefur gripið til einkaframtaksins og hafnað. Það hefur að vísu vakið „Fjári var þetta gott hjá þér“ — viðbrögð, en annars engu breytt. Það tekur enginn eftir því lengur þótt hurð sé skellt. En hvað er þá til ráða? Einn er sá hopur manna sem hefur það í hendi sér að breyta þessu fyrirkomulagi sem allir virðast sammála um að sé ómögu- legt, listamenn sjálfir. Trúlega yrði Alþingi fegið ef einhver vildi taka frá því þennan kaleik. Ég staðhæfi að þeir listamenn sem gefið er á garðann vilji í rauninni engu breyta, og að sú staðhæfing sé ekki úr lausu lofti gripin. Dýrkendur andans eru búralegri en þeir vilja vera láta, — betri er ein kráka í hendi en tvær í skógi. í neðri flokki er ofurlítil von um efri flokk, í efri flokki er von um heiðurslaunaflokk, í heiðurslauna- flokki er von um hlutdeild í ódauðleikanum, eða þá bara guðs miskunn. Það er margur fús til að berja sér á brjóst í fjölmiðlum og mótmæla öllu milli himins og jarðar, einkum ef það kostar ekki neitt. í samtökum listamanna er tregðu- og þagnarmúr utanum fýrirbærið listamannalaun. Mál- inu er jafnan drepið á dreif með æsingi út af aukaatriðum og tittlingaskít. Því var það dag nokkurn fyrir skömmu, að einn vanmáttugur lagði leið sína niður í Arnarhvol og afhenti Fjármála- ráðuneytinu pakka og bréf svo- hljóðandi, dagsett 13da maí 1980: Mér hefur nýlega verið úthlutað listamannalaunum. Þar sem ég er haldinn einhverjum æva- gömlum grillum um að það sé betra en ekki að vinna fyrir kaupi, hef ég tekið það til bragðs að færa ráðuneytinu þessa mynd. Það er víst þarna sem kýrin mjólkar. Myndin nálgast launin að verðgildi eftir bestu vitund minni um eigið mánaðargengi um þessar mund- ir. Ráðuneytið getur freistað þess að sannreyna þetta með því að falbjóða hana ef það vill heldur peninga í kassann. Von- andi verður myndin færð í kreditdálk menningarsjóðsbók- ar Fjármálaráðuneytisrns. Það er líkast til tómt mál að tala um að ég fái opinbert vottorð þess efnis að ég sé ekki ríkisins heiðursómagi. Hver í kerfinu skyldi svosem geta veitt slíkt vottorð? Kær kveðja Kjartan Guðjónsson Bensínnotkun 3,4% minni en 1978: Orkusparnaðarnefnd stefnir að 3% samdrætti á þessu ári BENSÍNNOTKUN landsmanna minnkaði um 3,4% á síðasta ári miðað við árið 1978. Á síðustu 6 árum var meðaltalsaukning benzínnotkunar kringum 7% og miðað við að þróunin hefði orðið óbreytt árið 1979 er i raun um 10% sparnað að ræða sem jafn- gildir um 1,5 milljarði króna á núgildandi verðlagi, en tölur þess- ar koma fram í frétt frá Orku- sparnaðarnefnd. Til samanburðar er nefnt að þetta sé jafnmikill gjaldeyrissparnaður og varð vegna aukinnar nýtingar innlendra ork- ugjafa til húshitunar á sl. ári. Benzínnotkun á mánuði var milli 6 og 8 þúsund tonn. Var hún t.d. 6.335 tonn í janúar sl. og 6.450 tn í febrúar, sem er svipað og sömu mánuði síðasta ár. Árið 1978 var notkunin á mánuði oftast yfir 7 þúsund tonnum og komst upp í 9.486 tonn í júlí það ár og 9.533 tonn í júlí 1977, en í júlí í fyrra voru notuð 8.996 tonn af benzíni. Orkusparnaðarnefnd hefur sett fram það markmið að benzínnotk- un þessa árs verði 3% minni en á síðasta ári og hvetur nefndin öku- menn til að spara benzín eins og frekast er kostur. Bendir nefndin á að mestur sparnaður fáist með því að minnka notkun bílsins og segir í frétt nefndarinnar að fari sérhver bíleigandi einu sinni í viku með strætisvagni eða á annan hátt til vinnu í stað bílsins, myndi þjóð- hagslegur sparnaður nema kring- um einum milljarði króna. Þá er í frétt nefndarinnar minnt á að reiðhjólaverð hafi lækkað eftir að tollar á þeim voru felldir niður. \n Pétur J. Thorsteinsson Stuöningsmenn Péturs J Thorsteinssonar boöa til kynningar- og skemmti- fundar í Sigtúni fimmtudaginn 15. maí kl. 3-6. Ávörp veröa flutt: Pétur J. Thorsteinsson, Oddný Thorsteinsson o.fl. Skúli Halldórsson, tónskáld, mun leika á píanó, og fleiri gestir munu skemmta. Bíósýning fyrir börn. Glæsilegar kaffiveitingar. m Hittumst í Sigtúni á uppstigningardag. Stuöningsmenn L Sumar- BINGÓ í Sigtúni í kvöld kl. 20.30. Húsiö opnaö kl. 19.30. Enginn aögangseyrir. Fjöldi glæsilegra vinninga, m.a. MINOLTA myndavél, matarkörfur o.fl. o.fl. H.F.Í.B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.