Morgunblaðið - 15.05.1980, Page 46

Morgunblaðið - 15.05.1980, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980 „Islenzk kona“ 800 ára afmælis Snorra Sturlusonar minnst Gefa Norræna hús- inu „íslenzka konu“ TVEIR norskir bræður frá Berg- en, Arild Ilaaland og Wilhelm Haaland, hafa ákveðið að gefa Norræna húsinu í Reykjavík, höggmyndina „íslcnzk koha“ cft- ir hinn fræga norska mynd- höggvara Arnold Haukeland í tilefni 800 ára afmælis Snorra Sturlusonar. Erik Söderholm, forstjóri Nor- ræna hússins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að verkið hefði verið þegið með þökkum og væri það væntanlegt í október n.k. Ekki væri ennþá búið að ákveða hvar í húsinu verkinu yrði komið fyrir. Það er listasafn Oslóar sem á frummyndina, en Haukeland mun gera afsteypu af henni, sem fer til Islands. Björn Bjarnason cand. mag. 75 ára Vinir Björns Bjarnasonar mag- isters og félagar vissu að prelúd- íur Rachmaninoffs og etýður Chopins voru honum hugstæðari en lærdómsbækur Ottós Jespersen og leskaflar Jóns Ófeigssonar þótt hann gjörþekkti efni þeirra. Þeir horfðu því til þess með nokkrum kvíða er Björn, að loknu lær- dómsprófi, ákvað að helga sig kennslustörfum. Setti trega að vinum Björns, að hljóðnuðum söng um „stúdentsár- in æskuglöð", er þeir hugleiddu að baldin ungmenni á skólabekkjum ættu eftir að buga Björn með geispum og geipi er hann hyrfi úr hópi félaganna í herleiðingu og stílakompur framhaldsskóla. Sannarlega höfðu stúdentsárin fært Birni og félögum hans fjöl- breyttar gleðistundir. Á námsár- um sínum í Kaupmannahöfn eign- aðist Björn góða félaga í hópi gáfumanna er stunduðu nám og batt við þá vináttu. Meðal náinna vina má nefna Jón Blöndal hag- fræðing. Hann lést langt um aldur fram, harmdauði þeim er þekktu. Frú Viktoría, ekkja Jóns, geymir bréf frá stúdentsárum þeirra Björns er lýsir lífsgleði þeirra ára og áhyggjulevsi. Jón ritar um för stúdenta til Óslóar í tilefni hundr- að ára afmælis norska skáldsins Björnstjerne Björnson. Fríður flokkur Hafnarstúdenta heimsótti Norðmenn í samfagnaðarskyni er þeir efndu til fjölbreyttra há- tíðarhalda. í bréfi sínu ritar Jón svofelld tíðindi: „Eitt kvöldið var háður kapp- leikur í knattspyrnu. Vakti hann geysilegan fögnuð. Annars vegar voru Danir og hins vegar allar hinar þjóðirnar. Við sigruðum með 3:1 og undu Danir því hið versta sem vonlegt var. Mark- maður okkar var Björn Bjarnason. Sá sem tilkynnti hverjir tækju þátt í kappleiknum sagði að mark- ið væri 11 metrar á breidd svo boltinn gæti vel komist fram hjá. Það gekk nú samt ekki. Á eftir var Björn krýndur lárviðarkransi og borinn á gullstól um völlinn og hrópað ferfalt húrra fyrir honum sem bezta markmanni . Norður- landa." Fyrir þann sem búið hefir í næsta nágrenni við Royal Albert Hall og Konunglega leikhúsið og verið þar tíður gestur þarf skap- festu og einbeitni til þess að hverfa heim og velja sér ævistarf í næsta nágrenni við Fiskhöllina og Fjalaköttinn og segja: Hér vil ég una ævi minnar daga. Byron lávarður ritaði á sínum tíma um bandingjann í Chion. Er það fagurt og mikið verk, frelsis- óður um ungan mann er mátti una því hlutskipti og sitja í hlekkjum í kastala við Genfarvatn. Björn magister hefir sjálfur lýst því að hann hafi kviðið svo fyrstu kennslustund sinni, að líkast væri því að hann væri á leið til aftöku eða í dýflissu. Nú vita allir er þekkja til fræðslumála að Björn var í flokki þeirra er fremstu skólamenn landsins sóttust eftir að fá í sveit sína. Kenndi hann áratugum sam- an við helstu skóla höfuðborgar- innar og var prófdómari við æðstu menntastofnanir. Með þessum hætti sannaði Björn að kvíði hans og félaganna var ástæðulaus. Með skapfestu og sjálfsaga tókst hon- um að verða einn fremsti kennari landsins enda fór svo að hann undi sér hvergi betur en í kennslustof- um og batt vináttu við fjölda nemenda, er hann minnist með þökk. Þó hefir hann árlega sannað tengsl sín við menningarmiðstöðv- ar álfunnar með ferðum sínum utan. Nú þegar Almenningshlutafé- lagið Elli og hrörnun sendir áh- laupasveitir sínar til höfuðs Birni er það ósk vina hans að hann gnæfi enn sem fyrr líkt og Jörund- arfellið yfir jafnsléttumenn nafnnúmeraaldar. Þeir sem ferðast hafa leiðina Blönduós—Borgarnes—Feneyj - ar—Flórens falla ekki í stafi þótt þeir heyri talað um hina leiðina. Árnaðar óskir frá Ásvallagötu 17, 4. sal. Pétur Pétursson þulur. Björn verður að heiman í dag. „Ekki ástæða til sérstakr- ar herferðar gegn rottum“ — segir Pétur Hannesson hjá gatnamálastjóra PÉTUR Hannesson, deildar- stjóri hjá gatnamálastjóra, sagði að ekki væri sérstök ástæða til þess að hefja her- ferð gegn rottum í Reykjavík. iÞví hefði einfaldlega verið komið á framfæri að á nokkr- um stöðum í borginni væri ekki nægilega vel gengið frá ræsum og því kæmu alltaf öðru hvoru upp tilfelli þar sem sæist rotta. Það er emb- ætti gatnamálastjóra sem sér um að útrýma rottum þegar þeirra verður vart. „Það er ekkert meira um rottur nú en endranær. Við viljum aðeins halda þessu máli vakandi þannig að fólk láti okkur vita þegar það verður Hættu að greiða í sjúkrasjóðinn í nóvember sl. VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær um flugmannasamningana, sem komnir eru í hnút vegna deilu Félags íslenzkra atvinnuflug- manna og Flugleiða um greiðslur í sjúkrasjóð FÍA, kom Ámundi Ól- afsson, flugstjóri, sem sæti á í samninganefnd félagsins, þeirri ábendingu á framfæri, að í maí 1979, þegar lög um sjúkrasjóði voru sett, hafi Flugleiðir hafið greiðslur í sjúkrasjóð félagsins, en hafi síðan hætt því í nóvember síðastliðnum án þess að tilkynna það félaginu. Hins vegar hafi Flugleiðir samkvæmt samningum greitt í félagssjóð FÍA allt frá því er um slíkar greiðslur var samið á árinu 1978 og gera það enn. vart við rotturnar. Málið hefur svo verið blásið óeðlilega mik- ið upp í fjölmiðlum að undan- förnu. Til þess að koma alveg í veg fyrir rottur í bænum er nauðsynlegt að allir sem einn leggist á eitt og gangi al- mennilega frá ræsum, þar á meðal húseigendur," sagði Pétur ennfremur. Klausturhólar: Málverkaupp- boð í dag KLAUSTURHÓLAR, listmunaupp- boð Guðmundar Axelssonar, efna til 68. uppboðs fyrirtækisins að Hótel Sögu í dag kl. 15.00. Á uppboðinu verða seld myndverk eftir listamenn frá ýmsum timabil- um í íslenzkri listasögu, allt frá hinum elztu, svo sem Jóni Stefáns- syni, Kjarval og Kristinu Jónsdótt- ur til Alfreðs Flóka, Gunnars Gunnarssonar og þaðan af yngri listamanna. Myndirnar eru unnar með marg- víslegum hætti. Þarna verða túss- teikningar eftir Tryggva Magnússon, blekteikningar eftir Einar Bald- vinsson, keramik eftir Bat Josef, silkiþrykk eftir Erró, vatnslita- myndir eftir marga málara, þ.á m. gömul mynd eftir Sverri Haralds- son, svartkrítarmyndir eftir Alfreð Flóka og olíumálverk stór og smá eftir Jón Engilberts, Jóhannes Kjarval, Svein Þórarinsson og marga fleiri. Það sem kannski vekur mesta athygli á þessu uppboði eru hinar mörgu myndir eftir þá málara, sem fyrstir á eftir brautryðjendunum þremur lögðu út á atvinnubraut listarinnar. Má þar til nefna mynd eftir Þorvald Skúlason, pastelmynd eftir Kristin Pétursson, stóra Þing- vallamynd eftir Jón Engilberts og litkrítarmynd eftir sama, sem unnin er upp úr stríðinu. Það er einnig sjaldgæft að boðnar séu upp myndir eftir Jóhann Briem og þarna eru líka nokkrar æði gamlar myndir eftir Gunnlaug Blöndal, teikningar eftir Tryggva Magnússon, koparþrykk eftir Guðmund frá Miðdal, nokkrar olíumyndir eftir Eyjólf Eyfells. Aðalnúmer uppboðsins, voldug mynd af Heklu eftir Jón Stefánsson, er lokanúmerið að þessu sinni. Það er nú orðið mjög fátítt að meirihátt- ar verk eftir þennan góða málara komi fram. Bjartur fer á morgun Neskaupstað 14. maí. BJARTUR heldur væntanlega héðan á morgun áleiðis til Irlands og síðan Grænhöfðaeyja, en brott- för skipsins varð að seinka. Upp- haflega var ráðgert að skipið færi síðastliðinn laugardag, en ýmis- legt smálegt kom í ljós í slippnum hér, og varð því að fresta brottför skipsins. — Ásgeir. Þjóðhátíðarsjóöur: Fé veitt til endurbygg- ingar Bryde-pakkhúss „BRYDE-pakkhúsið er gamalt hús sem stendur við Vesturgötu 6,“ sagði Einar Ingi Halldórsson, bæjarstjóri í Ilafnarfirði, í sam- tali við Mbl., cn bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur fengið 3ja m.kr. fjárveitingu úr þjóðhátíð- arsjóði til að gera við húsið. „Húsið er af myndarlegri gerð og það stendur til að endur- byggja það og að þar verði minjasafn í framtíðinni. Húsið er ekki i góðu ásigkomulagi og það mun kosta mikið fé að gera við það. Nú er verið að vinna að gerð kostnaðaráætlunar vegna við- gerðarinnar á húsinu, en niður- stöðutölur liggja ekki fyrir,“ sagði Einar Ingi Halldórsson. Morgunblaðið leitaði til Gísla Sigurðssonar minjavarðar Hafn- arfjarðar og innti hann eftir sögu hússins. „Húsið byggði fyrirtæki í KaupmannahOfn, Knudson og Son, en það rak verslun í Hafnar- firði. Fyrirtækið tók við verslun Bjarna Sívertsens árið 1834, en Bjarni lést í júlímánuði árið áður,“ sagði Gísli. „Húsið var byggt árið 1862 og var notað sem geymsluhús og var geymt salt, saltfiskur og þurrfiskur á neðstu hæð hússins. Á miðhæðinni voru geymdar vörur en korn á efstu hæðinni," sagði Gísli. „Ofan á loftinu og út í gegnum húsvegginn var renna sem kornið var látið fara eftir, þegar það var sett í poka. Nú er rennan horfin, en enn má sjá gatið í loftinu þar sem hún var,“ sagði Gísli. „Það var siður þegar búið var að skipa út vörum, sem í húsinu voru, að haldin voru svokölluð pakkhúsböll, en þau voru fjölsótt. Þá var veitt púns í einu horni hússins og menn fengu púns eins og þeir gátu í sig látið. Það var einu sinni þegar einn karlinn hafði drukkið fullmikið og átti að bera hann burtu, að hann sagði: „Berið mig þangað sem púnsið er.“ Þetta'voru lengi fleyg orð í Hafnarfirði," sagði Gísli. „Nú er í húsinu vísir að byggða- safni og eru þar ýmsir sjaldgæfir munir, en húsið á að verða byggðasafn," sagði Gísli Sigurðs- son. Bryde-pakkhúsið er fyrir miðri mynd. Við hliðina á því er hús Bjarna riddara Sívertsens. Ljósm. Mbl. RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.