Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980 7 Aö hlaupa frá eigin samsæri í viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson í Þjóðviljanum á þriðjudag um sam- komulagið um Jan Mayen lætur hann að þv( líggja, að það byggist á ein- hverju samsæri. Hann segir: „Og sjálfum finnst mér sannarlega, að þeír atburðir sem gerðust á lokastigi þessara samn- inga lykti af einhverri slíkri „æðri forsjá.““ Fyrr í samtalinu gefur Olafur til kynna, að hagsmunir Atlantshafsbandaiagsins hafi verið inni í myndinni. í Morgunblaðinu á þriðju- dag skýrði Sighvatur Björgvinsson frá því, að verkalýðsforingjar frá Noregi og íslandi heföu setið á fundum um Jan Mayen-máliö og látið boö frá sér ganga til norsku ríkisstjórnarinnar, þegar allt virtist komið í óefni. Er helst á Sighvati að skilja, að norski varnarm- álaráöherrann hafi verið milligöngumaður fyrir verkalýðsforingjana og skýrt þeim frá því að norska stjórnin ætlaði ekki að sigla samningun- um í strand. Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verka- mannasambands islands, staðfestir þessa frásögn Sighvats t' Alþýðublaðinu í gær, en með honum voru Snorri Jónsson, for- seti ASÍ, Ásmundur Stef- ánsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, og Óskar Hall- grímsson í viðræöunum viö norsku verkalýðsfor- ingjana. Þá vitum við hverjir tóku þátt í „NATO-samsærinu“ hans Ólafs Ragnars og er á- nægjulegt, aö „samsær- ismennirnir" skuli vera flokksbræður hans. í hinu forna Rómaríki þótti ekki stórmannlegt að hlaupa á brott frá eigin samsæri svo sæi í iljar mönnum eins og Ólafi Ragnari nú. Málflutningur Alþýðu- bandalagsforkólfanna í þessu máli hefur veriö álíka klaufalegur og þetta hvar sem drepið er niður. í Morgunblaðinu í gær segir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra: „Þetta mál er því fyrir utan ríkisstjórnina, enda er málið borið fram á þingi af utanríkisráðherra." Sér er nú hver formfestanl En hvernig væri, að fjármálaráðherra læsi þingskjalið og ályktun- artillöguna, sem utan- ríkisráðherra lagði fram. Þar er farið fram á „heim- ild fyrir ríkisstjórnina“ til að staðfesta samkomul- agið. A aö vinna meö „þjóö- níöingum“? Alþýðublaðiö fjailar um frammistööu Ólafs Ragn- ars og Alþýðubandalags- ins í Jan Mayen-málinu í forystugrein í gær og segir m.a.: „Það er ríkisstjórn íslands sem gerir þennan samning við Norðmenn. Samningurinn er gerður undir forystu utanríkis- og sjávarútvegsráöherra með fulltingi forsætisráð- herra. Engu aö síður er Ijóst, að ríkisstjórnin get- ur ekki fengiö samning- inn staðfestan með til- styrk stjórnarliöa. Til þess þarf hún að leita til stjórnarandstöðunnar. En ekki bara það. Einn stjórnarflokkurinn, Al- þýðubandalagið ber sam- starfsaðilum sínum í ríkisstjórn það á brýn, aö þeir gangi erinda erlends valds í lífshagsmunamál- um þjóðarinnar. Þeir eru sagðir hafa, á síðustu stundu, „horfiö frá öllum okkar kröfum". Uppgjöf þeirra er skýrð sem þý- lyndi við erlent vald. Þeim er, undir rós líkt viö Quisling, sem sveik þjóð sína á örlagastundu, vegna undirgefni við er- lent vald. Öllu lengra verður ekki gengið í land- ráöabrigzlum. í ákafa sínum við aö slá sjálfa sig til riddara sem þjóðfrelsishetjur — um leiö og komið er landráðastimpli á alla aðra — gleyma þjóðfrels- ishetjur Alþýðubandal- agsins aðeins einni lítilli spurningu, sem óhjákvæmilega hlýtur að vakna: Hvernig geta þvílíkar þjóðfrelsishetjur varið það fyrir samvizku sinni aö samneyta þvílíkum þjóðníðingum? Hvernig getur þjóðfrels- ishreyfing hinna forklár- uðu varið það fyrir fylgis- mönnum sínum, aö ætla að sitja áfram í ríkisstjórn með þjóðníðingunum, eins og ekkert hafi í skorizt? Ætlar þjóöfrels- ishreyfingin að láta bjóða sér það, að stjórnarand- staðan — sem aö sjálf- sögðu er líka samsafn þjóðníðinga — komi „kvialingunum“ í ríkis- stjórninni til hjálpar?" Og um Ólaf Ragnar segir Alþýðubiaðið. „Stjórnmálamaður sem gerir samstarfsaðilum sínum upp hvatir land- ráðamannsins, hvenær sem á reynir í samning- um viö önnur ríki, verður ekki meiri maður fyrir vikiö. Stjórnmálaflokkur, sem vílar ekki fyrir sér að koma landráöastimpli á samstarfsflokka sína í ríkisstjórn, en lætur síðan eins og ekkert hafi í skorizt, og heldur áfram stjórnaraðild með bros á vör, er ekki samstarfs- hæfur. Hann stenzt ekki þær lágmarkskröfur, sem endanlega verður að gera um drenglyndi og ær- legheit í samskiptum manna í milli.“ Hvítasunnu kappreiðar Fáks veröa haldnar á annan hvítasunnudag, 26. maí á Víðivöllum og hefjast kl. 14.00. Keppnisgreinar: 800 m stökk. Lágmarkstími 66,0 sek. 800 m brokk. Lágmarkstími 1,55 sek. 350 m stökk. Lágmarkstími 27,5 sek. 250 m stökk unghrossa. Lágmarkstími 21,0 sek. 250 m skeiö. Lágmarkstími 26,0 sek. Ennfremur fer fram gæöingakeppni í A og B flokki og verða þeir dæmdir, laugardaginn 24. maí. Dómar byrja kl. 13.30. Einnig fer fram keppni unglinga í tveimur aldursflokkum 13—15 ára og 12 ára og yngri. Skráning fer fram á skrifstofu félagsins og lýkur mánudaginn 19. maí kl. 18.00. Sími 30178. Fáksfélagar Munið hópferöina á hestum í Heiömörk n.k. laugardag. Lagt af staö frá efri hesthúsum á Víöivöllum kl. 15.00. Skráningargjald happreiöahesta er 1000 kr. Hestamannafélagið Fákur. Hagbeit Hestar, sem ekki veröa notaðir í sumar veröa teknir í hagbeit aö Ragnheiöarstööum. Bíll fer frá efri hesthúsum Fáks, sunnudaginn 18. maí kl. 10 f.h. Ath. áríðandi er að hafa samband viö skrifstofu Fáks, föstudaginn 16. maí varöandi uppgjör og merkingu hrossanna. Hestamannafélagið Fákur. B90 tölvukostir framtíðarínnar Átölvu æm þessari byggjast aukin afköst og minni kostnaöur Bandaríska fyrirtækið BURROUGHS hefur framleitt reikni- og skrifstofuvélar í meira en 90 ár og er nú annar stærsti framleiðandi gagnavinnsluvéla í heiminum. Leiðandi afl í fram- þróun tölvutækninnar, sem einkennist af síauknum afköstum og víðara verksviði. B90 tölvan er ein af mörgum nýjungum frá Burroughs sem markar tímamót. Til dæmis rúma segulskífur hennar meira upp- lýsingamagn en áður þekktist, þ. e. 3 milljón stafi. Heildardiskarými geymir 46.8 milljón stafi. Minnisrými getur verið allt að 512.000 stafir. Verksviö B90 má víkka með því að tengja hana viðbótarbúnaði eða öðrum tölvum. Vinnsluhraði er 2-5 sinnum meiri en í eldri gerð- um. Þó er B90 auðveld í notkun. Stjómkerfið er tengt skermi og styður notandann og leiðbeinir honum skref fyrir skref. Með B90 bjóðum við stöðluð forrit fyrir margs konar viðskipti og verkefni, hvort sem þau tengjast iðnaði, fiskvinnslu, verslun eða stjómsýslu. Einnig veitum við trausta viðhaldsþjónustu a vél- og hug- búnaði svo og nauðsynlega skólun á starfsfólki not- enda. Burroughá reikni- og skrifstofuvélar hafa verið í notkun hér á landi í meira en 40 ár. Fyrir 10 ámm tóku framsýn íslensk fyrirtæki, verktakar og stofnanir aö fá sér Burroughs tölvur. Nú viljum við ræða við enn fleiri framsýna stjórn- endur um framtíðaráætlanir þeirra. Laugavegi 168 Reýkjavík Simi 27333 Kjötborðið okkar vinsæla er eins og venjulega fullt af gómsætu kjöti og kjötvörum. Svartfugl á aðeins 750 „ FramhryggurO ACA Verðkr, fciV/vU Smásteik O ACA Verökr. LbUJU IKarbonaði O OOOl Verðkr fciOOU| l Opiö til kl. 8 á föstudögum og til hádegis á laugardögum. Helgarsalan opin öll kvöld til kl. 23.30. Sími 40590. VCMUHL Þverbrekku 8, Kópavogi — Símar 42040 og 44140.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.