Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980 Ólafur Ragnar Grímsson: Ætlar Sjálfstæðisflokk- urinn að insigla uppgjöf- ina í Jan Mayen-málinu Óskað skýringa á skyndilegri kúvendingu flokksins v Sjálfstæðisflokkurinn hefur í rúmt ár gegnt mikilvægu forystu- hlutverki í stefnumótun íslend- inga í Jan-Mayen-málinu. í júlí 1979 lagði flokkurinn fram ítar- legan stefnugrundvöll sem tillögur íslenskra stjórnvalda hafa síðan byggst á. Þar til árdegis síðasta laugardag voru engin merki þess að fulltrúar flokksins hyggðust hvika frá þessum grundvelli. En á nokkrum klukkutímum í funda- húsi norsku ríkisstjórnarinnar í Ósló skipti Matthías Bjarnason skyndilega um skoðun og hafði samráð við Geir Hallgrímsson um þá kúvendingu. Þessi skyndilega stefnubreyting kom vissulega á óvart. Hún verður alls ekki skilj- anleg þegar litið er til þeirrar ítarlegu og afdráttarlausu kröfu- gerðar, sem Sjálfstæðisflokkurinn setti fram á sínum tíma og Alþýðubandalagiö tók undir og síðar varð uppistaðan í stefnumót- un þriggja íslenskra ríkisstjórna í Jan-Mayen-málinu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa á undanförnum mánuðum, og einnig nú síðustu daga, ítrekað hvað eftir annað að flokkurinn hafi haft frumkvæði í Jan- Mayen-málinu. Þeir hafa síðan ásakað fyrri ríkisstjórnir um aumingjaskap í framgöngu þess. Heldur er lítilmannlegt að ætla sér nú að nota slíka ásökun um aumingjaskap annarra sem afsök- un fyrir eigin uppgjöf. Eg trúi því ekki, að talsmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem hingað til hafa talið sig ábyrga aðila í meðferð utanríkismála, ætli nú að beita svo óábyrgum málflutningi. Þess vegna hef ég ákveðið að óska eftir ítarlegri og málefnalegri greinar- gerð fyrir hinni skyndilegu kú- vendingu Sjálfstæðisflokksins í Jan-Mayen-málinu. Slík greinar- gerð yrði að byggjast á þeim stefnukröfum, sem flokkurinn setti fram á sínum tíma. Þessar kröfur fólu í sér 5 meginatriði. Þau verða nú rakin hér í mikil- vægisröð. Sameiginleg yfirráð Norðmanna og íslendinga Þær tillögur, sem Matthías Bjarnason lagði fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í landhelgis- nefnd í júlímánuði 1979, fólu í sér fimm meginkröfur. Þessar kröfur gengu mismunandi langt. í eðli sínu fólu hugmyndir Matthíasar Bjarnasonar og Sjálfstæðisflokks- ins í sér skrá yfir aðalkröfur og varakröfur. Þær verða hér raktar á þeim grundvelli, þótt tölusetning hugmynda Matthíasar hafi verið önnur. Aðalkrafan fól í sér samcigin- leg yíirráð Norðmanna og íslend- inga hvað snertir nýtingu hafs og hafsbotns. Gerður yrði samningur milli Norðmanna og Islendinga um útfærslu efnahagslögsögu á Jan-Mayen-svæðinu, sem fæli í sér viðurkenningu á þessum sameig- inlegu yfirráðum og þar með beinum og óbeinum eignarrétti íslendinga á Jan-Mayen og öllum auðlindum eyjarinnar og hafsins þar um kring. Það þarfnast ekki nánari skýringar, að samkomulag- ið, sem nú liggur fyrir og Alþingi er ætlað að samþykkja innan fáeinna daga, gengur í þveröfuga átt. Þar er þvert á móti viður- kenndur afdráttarlaus yfirráða- réttur Norðmanna einna yfir öll- um þessum þáttum. Þessi stefnu- krafa hefur því ekki náðst fram. Sameiginleg fiskveiðilögsaga í tillögum Sjálfstæðisflokksins stendur: „Norðmenn og Islend- ingar lýsi yfir að þeir hafi komið sér saman um sameiginlega fisk- veiðilögsögu umhverfis Jan- Mayen utan 12 sjómíina land- helgi". Sú fiskveiðilögsaga, sem Islendingum er nú ætlað að viður- kenna á Alþingi, er fiskveiðilög- saga Norðmanna einna og felur samkomulagið í sér að þeir muni innan fjögurra ára vera alger- lega óbundnir af öllu samkomu- lagi um hlutfall loðnuveiða á svæðinu og hafa þar með algeran yfirráðarétt yfir öllum fiskistofn- um. Jöfn nýting á auðlindum hafs og hafsbotns Sá tillöguliður sem Sjálfstæð- ismenn í landhelgisnefnd töldu að leggja ætti höfuðáherslu á, fengist ekki viðurkenning á sameigin- legum yfirráðum eða sameigin- legri fiskveiðilögsögu, væri hin ófrávíkjanlega krafa. að þjóðirn- ar hefðu algerlega jaínan rétt til að nýta allar auðlindir hafs og hafsbotns. Þessi hugmynd er orð- uð svo í tillögum Sjálfstæðis- flokksins: „Norðmenn lýsi yfir efnahagslögsögu á Jan-Mayen- svæðinu utan 200 sjómílna fisk- veiðilögsögu Islands. Island viður- kenni þessa útfærslu, enda verði jafnhliða gerðir samningar um að Norðmenn og Islendingar eigi rétt til að nýta að jöfnu auðlindir hafs og hafsbotns utan 12 sjómílna efnahaslögsögu Jan-Mayen.“ Það kom greinilega fram í viðræðum við Norðmenn, að þeir gætu á engan hátt viðurkennt slíkan jafn- réttisgrundvöll milli landanna, enda ber samkomulagið sem gert var í Ósló það með sér, að Norðmenn hafa náð fram þeim þætti málsins. Þeir hafa algeran yfirráðarétt yfir nýtingunni. Þótt fram eigi að fara ákveðin skipting á landgrunninu, þá er sú skipting ekki bundin við Jan- Mayen-svæðið heldur á að ná frá ströndum ísiands til Jan-Mayen og taka þar með tillit til núver- andi efnahagslögsögu íslendinga. Hvað snertir auðlindir hafsins, fiskistofnanna, fá íslendingar enga tryggingu fyrir veiðum á kolmunna, síld og öðrum fiski- tegundum en aðeins tímabundið samkomulag um loðnu. Þessi grundvallarstefna hefur því á eng- an hátt náð fram. Veiðar að jöfnu á aflanum Sú tillaga Sjálfstæðisflokksins sem skemmst gekk í landhelgis- nefnd á sínum tíma fól í sér, að ekki væri gengið frá öðru en viðurkenningu á jöfnum rétti til veiða á afla en efnahagslögsagan yrði látin bíða. Þessi tillaga var orðuð á þann veg: „Norðmenn lýsi yfir fiskveiðilögsögu á Jan- Mayen-svæðinu utan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu íslands. ísland viðurkenni þessa útfærslu, enda verði jafnhliða gerður samningur um að Norðmenn og Islendingar veiði að jöfnu þann afla sem veiddur er utan 12 sjómílna fisk- veiðilögsögu Jan-Mayen.“ Þessi krafa sem gekk skemmst í upphaflegum tillögum Sjálfstæð- isflokksins er sú eina sem gerð er að umtalsefni í leiðara Morgun- blaðsins þriðjudaginn 13. maí síðastl. Reynir leiðarahöfundur að túlka samkomulagið í Ósló á þann veg að „rúmist innan þeirra marka sem þarna eru sett, þótt tryggilegar hefði mátt ganga frá ýmsum atriðum og fyrir utan þau, sem áður eru nefnd, m.a. rétti Islendinga til veiða á öðrum fiski- tegundum en loðnu“. Greinilega koma fram hjá leiðarahöfundi miklar efasemdir um að þessi skemmsta krafa Sjálfstæðis- flokksins í Jan-Mayen-málinu hafi náð fram að ganga. Sá efi er vissulega réttur. íslendingar fá enga viðurkenningu á veiðihlut- falli sínu hvað snertir aðrar veiðar en loðnu, t.d. á kolmunna og síld. Þar hafa Norðmenn allt sitt á þurru. Loðnuhlutfallið á að renna út innan fjögurra ára og þá hafa Norðmenn algerlega óbundnar hendur. Gagnstætt því að viður- kenna jafnan rétt til veiða felur samkomulagið í sér engan afdrátt- arlausan rétt íslendinga til veiða á kolmunna, síld og öðrum tegund- um og samkomulagið um loðnu- skiptinguna rennur út eftir 4 ár og eru Norðmenn þá með óbundnar hendur. Þegar þær þrjár meginkröfur Sjálfstæðisflokksins, sem fyrr hafa verið raktar, er hvergi að finna í samkomulaginu verður óskiljanlegt að flokkurinn skuli samt sem áður ætla að styöja það, þegar sú krafa sem skemmst gekk hefur heldur ekki verið uppfyllt. Útilokun á veiðum annarra þjóða Til viðbótar þeim kröfum sem fyrr hefur verið lýst fólst í tillögu- grundvelli Sjálfstæðisflokksins krafa um sérstakan samning milli Norðmanna og íslendinga, sem „útiloki veiðar annarra þjóða nema samþykki beggja þessara þjóða komi til“. Hér varð veru- leikinn enn á ný algerlega and- stæður fyrri kröfum Sjálfstæðis- flokksins. Norðmenn lögðu ríka áherslu á að fá í samkomulagið skýra og afdráttarlausa viður- kenningu á nauðsyn þess að hleypa öðrum þjóðum inn á Jan- Mayen-svæðið og gengu jafnvel svo langt, eins og fram hefur komið í blöðum, að telja sig óbundna af þessu samkomulagi þegar til viðræðna við Efnahags- bandalagið kemur. Það er því veruleg hætta á því að samkomu- lagið í Ósló verði aðeins til þriggja vikna hvað veiðar snert- ir. Um leið og Efnahagsbandalag- ið sé komið inn í myndina, telji Norðmenn sig lausa allra mála hvað loðnuveiðarnar snertir. smáauglýsíngar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Keflavík Viölagasjóðshús Til sölu viölagasjóöshús, minni gerö í mjög góöu ástandi. Eignamiölun Suöurnesja, Hafn- argötu 57, sími 3868. Njarövík lönaðarhúsnæði á 2 hæöum, 2x250 ferm. Full- búiö. Ekkert áhvílandi. Laust fljótlega. Teikningar á skrifstof- unni. Eignamiölun Suöurnesja, Hafn- argötu 57, sími 3868. Húsnæði óskast Ungt par noröan af landi viö nám í Háskóla íslands óskar eftir 2—3 herb. íbúð á Stór-Reykja- víkursvæöinu. Þarf aö vera laus fljótlega eöa ekki síðar en í ágúst. Góöri umgengni heitiö og í boöi er fyrirframgreiösla gegn sanngjarnri leigu. Upplýsingar í síma 19656. Góður leigjandi Stúlka í góöu starfi óskar eftir lítilli íbúö í Hafnarfiröi. Reglu- semi og góöri umgengni heitiö. Uppl. í síma 54457. Scania—Volvo— Benz—Man 6 og 10 hjóla. Allar árgeröir. Vörubílar til allra verka. Aöal-Bílasalan, Skúlagötu 40. símar 19181 og 15014. Fimmtud. 15.5. kl. 9: Akratjall. eggjaleit, eöa Skarösheiöi (1053 m). Verö 7000 kr. kl. 13: Fjöruganga viö Hvalfjörö, steinaleit. verö 4000 kr. Farið frá B.S.Í. benzínsölu. Vanir farar- stjórar. Hvítasunnuferöir: 1. Snæfellsnee, 2. Húsafell, 3. Þórsmörk. Utanlandsferöir: 3 Grænlandsferðir, 2 ödýrar Noregsferöir, írlandsferö. Upplýsingar á skrifst. Útivistar. Aöalfundur Útivistar verður aö Hótel Esju mánud. 19.5 kl. 20.30. Útivist. Pípulagnir — s: 30867. Gróðurmold til sölu Heímkeyrð í lóöir. Uppl. í síma 44582 og 40199. Fimir fætur Templarahöllinni 17. maí. Krossinn Almenn samkoma í dag kl. 4.30 aö Auöbrekku 34, Kópavogi. Frjálsir vitnisburöir. Fjölbreyttur söngur. Allir hjartanlega vel- komnir. Fíladelfía Austurvegi 40A, Selfossi Komiö og heyrið Paul Kovac frá Júgóslavíu uppstigningardag 15. maí kl. 16.30. Kvenfélag Neskirkju Kaffisala og bazar félagsins veröa haldin í safnaöarheimilinu sunnudagnn 18. maí aö lokinni guðsþjónustu í Neskirkju, sem hefst kl. 2. Tekiö á móti kökum og munum frá kl. 10 sama dag. Stjórnin Fíladelfía Fíladelfía hefur útvarpsguös- þjónustu sunnudaginn 18. maí kl. 11. Bein útsending. Árni Arinbjarnarson stýrir söng sem er fjölbreyttur. Predikun Einar Gíslason. Frá Sálarrannsókna- félaginu í Hafnarfirði Fundur verður haldinn miöviku- daginn 14. maí i Góötemplara- húsinu er hefst kl. 20.30. Dagskrá Úlfur Ragnarsson yfir- læknir flytur erindi. Systkinin Sigurbjört Þóröardóttir og Helgi Þórðarson syngja tvísöng viö undirleik Guöna Þ. Guömunds- sonar. Kaffiveitingar. s,jómjn Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í dag, upp- stlgningardag kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20. Ræöumaöur Paul Kovac frá Júgóslavíu. Skírnarathöfn verður framkvæmd á samkomunni. Kór kirkjunnar syngur. Samhjálp Samkoma fellur niöur á Hverfis- götu 44 í kvöld. Samhjálp Grensáskirkja Almenn samkoma veröur í safn- aöarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Halldór S. Gröndal GEÐVERNDARFÉLAG ISLANDS Farfuglar Hvítasunna 24.-26. maí. Fariö í Þórsmörk. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ___ ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11796 og 19533. 1. kl. 10. Fjöruferó v/Stokkseyri (Sölvafjara) Baugstaóaviti. Leiöbeinandi Anna Guðmunds- dóttir húsmæörakennari. Nauö- synlegt aö vera í gúmmístígvél- 2. kl. 100. Ingólfsfjall — Inghóll (551 m). Verö í báöar feröirnar kr. 5000, gr. v/bíllnn. 3. kl. 13. Marardalur. Gengiö frá Kolviöarhóli i' Marardal og til baka aftur. Verö kr. 3500, gr. v/bíllnn. Fararstjóri Halldór Sig- urðsson. Ferðirnar eru allar far- nar frá Umferðarmiöstööinni aö austanveröu. Fararstjóri Halldór Sigurösson. 16.—18. maí. Þórsmörk. Fariö kl. 20.00 á föstudag og komiö til baka á sunnudag. Gist í upphituöu húsi. Nánari upplýs- ingar á skrifstofunni. Feröafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.