Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAI1980 11 Skógræktar- félag Eyfirð- inga 50 ára Akuroyri. 11. maí. ELSTA skógræktarfélag landsins, Skógræktarfélag Ey- firðinga, varð 50 ára í dag, og í því tilefni var haldinn hátíðafundur í félagsheimilinu Galtalæk. Raunar hét félagið í fyrstu Skógræktarfélag íslands og hét svo fyrstu 2 árin, en nafninu var breytt í Skógræktarfélag Eyfirðinga 1932, enda höfðu landssamtök með eldra nafninu verið stofnuð í júní 1930. Stofnfundur félagsins var hald- inn sunnudaginn 11. maí 1930, og var fundarboðandi og helsti hvatamaður að félagsstofnuninni Jón Rögnvaldsson garðyrkjufræð- ingur í Fífilgerði. Aðrir fundar- menn voru: Bergsteinn Kolbeins- son, bóndi, Steingrímur Jónsson, sýslumaður, Jónas Þór, verk- smiðjustjóri, Axel Schiöth, bakarameistari, Margrethe Schiöth, kona hans, Guðrún Björnsdóttir frá Veðramóti, garð- yrkjukona, Vilhjálmur Þór, kaup- félagsstjóri, Svanbjörn Frí- mannsson, bankaritari, Kristján Sigurðsson, kaupmaður, Kristján Rögnvaldsson, múrari, og Jón Steingrímsson, bæjarfógetafull- trúi. Nú eru aðeins tveir stofnend- anna á lífi, og var annar þeirra staddur á hátíðafundinum, Krist- jáns Rögnvaldsson, bróðir Jóns, sem var nokkurs konar faðir félagsins og fyrsti formaður þess. Starf Skógræktarfélags Eyfirð- inga hefir alltaf verið öflugt, og af skógarreitum þess má nefna Garðsárgil, Vaglareit á Þelamörk, Leyningshóla, Vaðlaskóg (sem nú er veruleg hætta á, að verði að mestu leyti lagður undir vega- gerð), Brekkurnar á Akureyri, Miðhálsstaði í Öxnadal, plöntu- uppeldisstöðina í Kjarna og Kjarnaskóg, sem gerður var að útivistarsvæði Akureyringa 1972. Forystumenn félagsins hafa verið ötulir og athafnasamir, og má þar m.a. nefna Ármann Dalmannsson (d. 197 Guðmund Karl Pétursson, Tryggva Þorsteinsson og Ólaf Thorarensen auk þeirra, sem fyrr voru taldir, enda má segja, að svipur og yfirbragð Eyjafjarðar sé að taka miklum breytingum vegna starfs félagsmanna. Hátíðafundinum í dag stjórnaði Tómas Ingi Olrich, konrektor, en Ingólfur Ármannsson, formaður félagsins, flutti ávarp, Oddur Gunnarsson, ritari félagsins, rakti sögu þess í máli og myndum, Hallgrímur Indriðason, fram- kvæmdastjóri féiagsins, skýrði frá framtíðaráformum þess, og Jó- hann Pálsson, forstöðumaður Hallgrímur Indriðason framkvæmdastjóri, Kristján Rögnvaldsson. einn stofnenda, og Ingólfur Ármannsson formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga. Lystigarðs Akureyrar, flutti er- indi. Á fundinum fór fram undirritun leigusamnings milli skólanefndar Þelamerkurskóla, sem hefir jörð- ina Laugaland á leigu, og stjórnar Skógræktarfélags Eyfirðinga um leigu til 99 ára á 80—100 hektara landi í Laugalandsheiði, þar sem skógræktarfélagið hyggst koma upp sýsluskógi á næstu árum og áratugum. Er hér um mjög stórt og viðamikið verkefni að ræða. Af þess hálfu rituðu undir Ingólfur Ármannsson, formaður, og Oddur Gunnarsson, ritari, en af' hálfu skólanefndar Stefán Halldórsson, Hlöðum, og Þórir Valgeirsson, Auðbrekku. Eftir að viðstaddir höfðu þegið veglegar kaffiveitingar, var orðið gefið laust. Fyrstur tók til máls Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri pg formaður Skógræktarfélags íslands, og flutti árnaðaróskir frá féiaginu. Jónas færði Sk. Eyf. stóran, útskorinn skjöld úr íslensku birki, gerðan af Halldóri Sigurðssyni, bónda í Miðhúsum í Egilsstaðahreppi. — Ævarr Hjartarson flutti kveðjur Búnað- arsambands Eyjafjarðar og af- henti að gjöf frá því 1 milljón króna til plöntuuppeldisstöðvar, er kæmi að gagni eyfirskum bændum og öðrum héraðsbúum. — Birgir Þórðarson, Önguls- stöðum, tilkynnti 500 þús. kr. gjöf hreppsnefndar Öngulsstaða- hrepps. — Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri, flutti kveðjur Skógræktar ríkisins og Hákonar Bjarnasonar, fyrrum skógræktar- stjóra, sem átti ekki heimangengt, og tilkynnti um gjöf Skógræktar- innar, 15000 smáplöntur til dreif- setningar í Kjarnalandi. — Helgi M. Bergs, bæjarstjóri, flutti heillaóskir bæjarstjórnar Akur- eyrar, og loks talaði Stefán Hall- dórsson á Hlöðum og lýsti nánar leiguskilmálum samningsins, sem undirritaður hafði verið, og virt- ust þeir síst harðir eða óhagstæðir Skógræktarfélaginu. Stór blómakarfa barst frá bæj- arstjórn Akureyrar, fögur súla úr renndu birki úr Vaglaskógi ásamt blómaskreytingum barst frá Arn- óri Karlssyni, og heillaskeyti komu frá skátafélögunum á Akur- eyri, stjórn Bandalags íslenskra skáta og Skógræktarfélagi Suð- ur-Þingeyinga. Sv.P. Nú er réttl að hafa hraðann á Annars áttu á hættu aö vakna upp viö vondan draum, er þú fréttir af tækifærinu, sem þú lézt renna þér úr greipum. að Hverfisgötu 56 / (viö hliöina á Regnboganum)/J /// HLJÓMDEILD dtn) KARNABÆR Á morgun föstudaginn 16. maí kl. 9 hefst aö Hverfisgötu, einhver stórkostlegasti mark- aður sem sögur fara af. Á BOÐSTÓLUM VERÐUR Meira og betra úrval af hljómplötum og kassettum en þú getur ímyndaö þér. Allt á sannkölluöu drauma veröi eöa frá kr. 1000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.