Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 109. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. NATO-ríki í Evrópu: Herútgjöldin auk- in um þrjá af hundraði Frá fundi varnarmálaráð- herra Atlantshafshandalajís- ríkja í Bríissel í gær. Joseph Luns. framkvæmdastjóri bandalagsins setur fundinn.- en með honum er á mvndinni (f.v.) J. B. Walsh. aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandarikjanna og R. Petrig- nani. aðstoðarvarnarmálaráð- herra Ítalíu. Simamvnd-AP. Afganistan: Miklir bardagar í borginni Herat - vegna aukinna umsvifa Sovét- manna og innrásar þeirra í Afganistan Brtissel. 14. maí. AP. VARNARMÁLA- og utanríkis- ráðherrar Evrópuríkja. sem aðild eiga að Atlantshafsbandaiaginu. samþykktu á fundum sínum i dag að verða við þeim tilmælum stjórnar Carters Bandaríkjafor- seta að auka útgjöld til hermála um þrjá af hundraði vegna auk- inna umsvifa Sovétmanna og innrásar þeirra í Afganistan. Josef Luns, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði að engin misklíð hefði verið á fundunum, heldur fullkomin samstaða. Bandalagsríkin hefðu verið sam- mála um að innrás Sovétmanna í Afganistan hefði skapað nýja og Lýðræði laf nað í Vepal Katmandu. Nepal, 14. maí. AP. ÞJÓÐIN í Nepal í Himalayafjöll- um hefur samþykkt að viðhaida núverandi stjórnmálakerfi í land- inu og hafnað margra flokka kerfi að vestrænni fyrirmynd að því er tilkynnt var opinberlega í dag. Þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram 2. maí en úrslit voru ekki kunn fyrr en í dag. Birendra konungur hafði beðið þjóðina að velja milli hinna tveggja stjórn- kerfa. Stjórnarandstöðuflokkar höfðu búizt við því að margra flokka kerfið sem þeir studdu fengi meirihluta, en það fékk 45,21% atkvæða en núverandi kerfi 54,79%. Atkvæði greiddu 4,8 millj- ónir kjósenda. viðsjárverða stöðu á alþjóðavett- vangi. Edmund S. Muskie, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, lét svo ummælt í dag, að af umræðum á fundunum í morgun mætti ráða, að valdamenn í Evrópu væru jafn uggandi og ráðamenn í Hvíta húsinu varðandi þær afleiðingar sem aðgerðir Sovétmanna í Af- ganistan hafa þegar haft, og kunna að hafa þegar fram í sækir. Ráðherrarnir létu í ljós fögnuð með fyrirhugaðan fund Muskies á föstudag með Andrei Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna, en það verður í fyrsta skipti frá því að Sovétríkin réðust inn í Afganistan, að svo háttsettir full- trúar þjóðanna tveggja hittast. Muskie sagði í dag, að á fundinum, sem verður í Hofburg-höllinni í Vínarborg, yrði Sovétmönnum gert það ljóst, að það væri í þeirra verkahring að sýna fram á að þeir vildu að mark yrði tekið á fullyrð- ingum þeirra um að þeir aðhyllt- ust slökunarstefnu. Ráðherrarnir hétu því ennfrem- ur að efnahagslegar refsiaðgerðir gegn íran kæmu einnig til fram- kvæmda um helgina, ef staða í máli bandarísku gíslanna í íran yrði þá óbreytt. Meðal þess sem ráðherrarnir samþykktu á fund- um sínum var, að fjölgað yrði í varaliðum Evrópuríkja, þannig að hægt yrði að gera ráð fyrir bandarískum varaliðum til nota í öðrum heimshlutum. Þeir 300,000 Bandaríkjahermenn sem eru í Evrópu, verða þar áfram. Vopna- birgðir verða auknar í Evrópu, hernaðarmáttur aukinn og flota- deildir verði betur úr garði gerðar. Luns sagði, að Evrópuríkin hefðu m.a. samþykkt að koma meira til skjalanna í Evrópu, til að auð- velda Bandaríkjamönnum að senda heri sína til annarra „glóandi svæða" í heiminum. í þessu sambandi væri ráðgert að setja á laggirnar nýja flotadeild bandalagsins er kæmi í stað bandarísku flotadeildarinnar er send var frá Miðjarðarhafi til Persaflóa og Indlandshafs. Nýju-Dehlí, Islamahad. 14. maí, AP. MIKLIR bardagar hafa brotist út í borginni Herat, sem er 344 kilómetrum austan við landa- mæri írans, að því er ferðamenn. sem komu til Indlands I dag, skýrðu frá. Sveitir þjóðfrelsisafla, sem barist hafa gegn stjórnarhernum og sov- ézkum hersveitum, hafa haft Herat á valdi sínu um nokkurra vikna skeið. Bardagarnir hófust með áhlaupi sovézku herjanna á ýmis hverfi borgarinnar á laugardag. Engar tölur hafa borist um mann- fall í átökunum. Herat er miðstöð baðmullarrækt- arhéraðs og hefur andstaðan við Rússa verið mikil þar um slóðir. Um borgina liggur þjóðvegurinn til írnas og er hún efnahagslega mikil- væg fyrir Afganistan. í apríl tóku andstæðingar stjórn- arinnar í Kabúl hluta borgarinnar í sínar hendur. Áhrif þjóðfrelsisafl- anna í borginni hafa verið mikil að undanförnu og var héraðsstjóra nýlega vikið úr embætti fyrir að takast ekki að bæla áhrif þeirra niður. Arftaki hans neyddist svo til að semja við þjóðfrelsisöflin m.a. til að tryggja íbúum borgarinnar ferskt vatn. Bardagar blossuðu einnig upp víða annars staðar í Afganistan, að sögn áreiðanlegra heimilda, m.a. við Kabul-Kandahar-þjóðveginn í Ghanzni-héraði og í héruðunum Nangarhar, Uruzggan og Bad- akhshan. Þá er hermt að sovézku herirnir hafi beðið mikið afhroð í átökum við þjóðfrelsisöflin við Jaghatu, sem er 180 kílómetra suðvestan við Kabul. Ennfremur er skýrt frá miklum liðsflutningum sovézku herjanna inn á svæði Haz- ara-ættflokksins, en þeir eru af shiite-meiði múhameðstrúar- manna, og eru lendur þeirra 150 kílómetra vestur af Jaghatu. Bretar beita refsiaðgerðum London, 14. maí. AP. BREZKA þingið samþykkti stjórnarfrumvarp um efnahags- legar refsiaðgerðir gegn íran í morgun, eftir að þingfundur hafði staðið yfir í rúmar 15 klukku- stundir, en honum lauk ekki fyrr en klukkan 7,30 að morgni. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að öll viðskipti við íran verði bönnuð og að fyrirtækjum sem fari á bak við samþykktir stjórnarinnar verði refsað. Umræðan um tillögurnar dróst á langinn þar sem stjórnarandstaðan hélt uppi málþófi og kom með hverja breytingartillöguna af ann- arri. Verður frumvarpið tekið fyrir í lávarðadeild þingsins á morgun og er búist við að það verði fljótafgreitt þar og verði þar með að lögum. Ólympíuleikarnir: Talið að Þ jóðver jar hunzi Moskvuleikana Bonn, Washington, Tel Aviv, 14. maí, AP. ALLT er undir því komið að vestur-þýzka Ólympiunefndin samþykki á fundi sínum á morg- un, fimmtudag. að senda ekki iþróttamenn á Ólympíuleikana i Moskvu í sumar. ef refsiaðgerðir ríkja utan hins kommúnistiska heims vegna innrásar Sovét- manna i Afganistan, og mann- réttindabrota þeirra heimafyrir, eiga að ná tilgangi sinum, að sögn fróðra manna. Háttsettur íþróttafrömuður sagði í Bonn í dag, að búast mætti við því að v-þýzka Ólympíunefnd- in samþykkti að senda ekki íþróttamenn til Moskvu. Deildar meiningar væru þó um málið innan nefndarinnar, og yrði að líkindum mjótt á mununum. Nefndarmenn voru í dag á fund- um með Karl Carstens, forseta V-Þýzkalands, og öðrum af æðstu mönnum landsins. Hinn mikilvægi fundur nefnd- arinnar verður haldinn í Dússeld- orf. Ýmsar Evrópuþjóðir hafa látið í ljós, að þær muni fara að dæmi V-Þjóðverja. í síðustu viku samþykkti framkvæmdanefnd þýzku nefndarinnar með 12 at- kvæðum gegn sjö að mæla með því við nefndina að íþróttamenn verði ekki sendir til Moskvu. Meirihluti er fyrir því hjá al- menningi í V-Þýzkalandi, sam- kvæmt skoðanakönnunum. Iþróttanefnd þings Israels sam- þykkti í dag að ísraelskir íþrótta- menn yrðu ekki sendir til Moskvu og er búist við að Ólympíunenfd landsins fari að tilmælum þess- um. Talsmaður Bandaríkjastjórn- ar sagði í dag að það hefði valdið vonbrigðum í Washington, að franska Ólympíunefndin skyldi samþykkja þátttöku franskra íþróttamanna í leikunum í Moskvu, en það væri þó von ráðamanna í Washington að önn- ur bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu samþykktu að fara ekki til Moskvu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.