Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAI 1980 Þorvarður Júlíusson, Söndum: Úttekt á eyðibýlastefnu Fram- sóknar sl. áratug og þeirri land- auðn sem nú er að stefnt. Motto: „MörK eru þjóðar minnar mein. mórK plájfa á landi ok sjó,“ Framsókn aí þeim „er aóeins ein en andstyKKÍI^KUst þó.“ Síðan Ingólfur frá Hellu lét af störfum landbúnaðarráðherra 1971 hafa íslenskir bændur verið forsjárlausir, hjörð án hirðis. Það mun einmæli allra bænda, að þau 12 ár sem Ingólfur stýrði málefnum stéttarinnar séu mesta blómaskeið hennar fyrr og síðar. Fyrri hluta þessa tímabils fór saman gott árferði og styrk stjórn. Hitt vill oft gleymast að þjóðar- vandinn 1967, þegar síldarstofn- arnir hrundu og verðfall varð á Bandaríkjamarkaði, fór saman við þrjá hafísvetur og kalár í röð. Undir einbeittri forystu Ingólfs tókst þó bændastéttinni að kom- ast furðu áfallalítið út úr þeim erfiðleikum. Árið 1971 hafði við- reisnarstjórninni þannig tekist að koma á jafnvægi í þjóðárbúskapn- um og undirstöðuatvinnuvegirnir voru tilbúnir til stórsóknar til bættra lífskjara þjóðarinnar. Þá dundi ógæfan yfir. Ríkis- stjórn Ólafs Jóhannesonar komst til valda. Eyðibýlasteína Framsóknar: Allt þetta tímabil hefur land- búnaður og bændastétt legið undir glórulausum hatursárásum lang- skólamenntaðra fáráða sem virð- ast enga eirð geta fundið í sínum beinum fyrr en síðasti bóndinn hefur verið hlekkjaður við færi- bandið í einhverju efnabræðsluvíti við Faxaflóa. I þessu gerningaveðri hefur Framsókn mjög þóst styrkja bændur. En hver er árangurinn í reynd. Á þeim átta árum sem brúarsmiðurinn úr Borgarfirði, Halldór E. Sigurðsson, og glaum- gosinn úr Garðahreppnum, Stein- grímur Hermannsson, hafa farið með málefni bænda hefur að meðaltali 1 býli farið í eyði á 60 klst. fresti, 12 býli á mánuði eða nær 150 býli á ári. Samtals 1200 býli á þeirra ömurlega stjórnar- ferli. Gæti nokkur krati vænst þess að taka þessum landeyðum fram? Og þetta er bara upphafið á skriðunni. Endurnýjun (eða nýlið- un mundu fiskifræðingarnir okkar líklega kalla það) stéttarinnar hefur eðlilega jafnframt verið í neðstu mörkum, meðalaldur bænda líklega milli 60—70 ár, og þegar þeir snúa tánum upp má búast við skyndilegu hruni í heil- um sveitum. Þessi þróun mun þegar hafin í kjördæmi fyrrv. landbúnaðarráð- herra og hana verður erfitt að stöðva þegar skriðan er komin af stað. Nálega enginn ungur maður hefur nú til þess afl að hefja bú í sveit. Þótt hann fengi allt gefins, jörð, hús, áhöfn og vélar, getur hann ekki búist við að bera úr býtum nema þriðjung þess sem hann fengi fyrir samsvarandi vinnutíma í hvaða uppgangssjáv- arplássi sem er — að maður nú ekki tali um ef hann næði plássi á togara. Þurfi hann að leysa út jörð er hann þar með brennimerktur skuldamaður ævilangt, óvirkur leiksoppur í höndum þeirra fyrir- tækja sem hann verður að skipta við með afurðir sínar og aðföng — og ætli það sé ekki hérna sem við komum að kjarna málsins? Draumur sem varð að martröð: Vafalaust voru það hugsjóna- menn seir. beittu sér fyrir sam- vinnufélögum bænda. Fyrir þeim vakti að tryggja sér og stéttar- bræðrunum sannvirði afurða sinna án óeðlilegs milliliðagróða og fá innkaupsvörur sínar á sanngjörnu verði. Til þess að þetta væri hægt lögðu margir á sig fórnfúst starf — afgreiddu vör- uraar án ^knunar sða !sur.a. . En sá tími er löng'ú' Jjðinn, S.I.S. — en burðarás þess er atiiT?ar" sölufélög bænda og sveitarkaup- félögin — er orðið einokunarstofn- un sem teygir anga sína um allt land. Forstjóri þess setur sig á bekk með kóngafólki Evrópu og telur til ættar við það. Þessu bákni er stjórnað ofan frá og niður úr. Faktorar éru sendir út um landið frá aðalkontór í Reykjavík. I héraði hafa þessir menn líf og örlög þúsunda í hendi sér. Þorri bænda er í innskrift hjá bákninu — sér aldrei pening — en fær yfirlit um hver áramót, hvað hafi velst á milli dálka á fyrra ári. Faktorinn hefur í hendi sér hvað skuldugi bóndinn má kaupa! skammtar honum fóðurbæti og áburð og átelur hann fyrir bruðl: þvottavél — er ekki kerlingin enn við hestaheilsu — ísskáp, sjónvarp — þú verður að athuga hvað þú ert að gera. En auðvitað má panta þetta frá S.Í.S. — og auka enn við skuldalistann hjá þér. Og fórnfýsi frumherjanna er náttúrlega hlægileg í dag. Menn eru ekki lengur samvinnu- og framsóknarmenn að hugsjón — heldur atvinnu. Og komistu nógu hátt er það áreiðanlega mun betur borgað en að hokra í eigin búðar- holu, auk þess sem þú getur potað ættingjum þínum, vinum og póli- tískum samherjum á launaskrá án tillits til hvort þar er verk að vinna eður ei. Rithöfundar ráku nýlega upp mikið ramakvein, töldu sig horn- reku þjóðfélagsins vegna þess að þegar þeir kæmu verki á framfæri fengju allir sitt fullu verði og ríflega það: útgefandi, prentarar, bókbindarar, bókaverslun, af- greiðslufólk, ríki og sveitarfélög en þeir fengju afganginn sem steiktir í heilu lagi á teini yfir eldi. Og auðvitað var þetta íslenskt dilkakjöt segir Árni, hreykinn, uppá annað þótti ekki bjóðandi. Og hann bætir við að útsöluverð íslenska dilkakjötsins í Svíþjóð sé um þær mundir ísl. kr. 15—1800. Það sem eftir stendur af útflutningsverði dilkakjötsins til bænda er ísl. kr. 300, — þegar að sjálfsögðu allir aðilar, sem þar hafa komið við sögu eru búnir að fá sitt. Á sl. vori, urðu, sem oftar, talsverðar umræður um landbún- aðarmál á alþingi. Þar kom fram að einn þing- manna (Albert Guðmundsson) hefði ekki getað fengið upplýs- ingar um kostnaðar- og frádrátt- arliði sem falla á útfluttar búvör- ur, og beðið hafði verið um frá Framleiðsluráði landbúnaðarins. er. En þessu svaraði S.I.S. Ef við fáum ekki að taka prósentur af útflutningsbótunum, verðum við bara að hækka umborðslaunin af innanlandssölunni. Semsagt S.Í.S. getur bara tekið að vild það sem það telur þjónustu sína kosta, en enginn spyr hvað bóndinn þurfi til að reka bú sitt hallalaust. En það kom meira fram við þessar umræður. Steingrímur lýsti yfir: „Eg mun beita mér fyrir því, að menn sem geta fundið betri markaði fyrir ísl. landbúnaðaraf- urðir, geti fengið þær vörur til útflutnings. Mun landbúnaðarráð- herra beita áhrifum sinum til þess að ekki standi á því.“ Já, það er ekki laust, sem skattinn heldur. En fyrir náð, geta menn fengið að flytja út. Eða svo skyldi maður ætla. En í þessu sem öðru er leikið tveimur skjöld- um. Albert upplýsti: „Nú er það bara svo, að einn innlendur aðili sem heitir Guðbjörn Guðjónsson, hefur fundið markað við hliðina á mörkuðum S.Í.S. í Kaupmanna- höfn. En honum er gert að skila fyrirfram „Letter of Credit," sem kallað er. Sem sagt varan er greidd áður en hún fer héðan og hann verður að skila fullu verði án þeirra kostnaðarliða sem S.Í.S. hefur leyfi til þess að draga frá, og það tel ég óeðlilegt. Ef við tengjum allt þetta mál í miklu stærra samhengi, þá þarf þessi aðili, sem líka er innflytjandi annarra vara, að standa skil á söluverði til erlendra aðila fyrir- fram. S.Í.S. hefur leyfi til þess að leggja þessa sömu peninga inn á reikning í erlendum bönkum og gera fyrir þá innkaup erlendis á öðrum vörum. Þar með getur það notað það sem aðrir verða að skila strax, til þess að fá magnafslátt við innkaup, samhliða því að það var seld, heima eða erlendis. Þetta gat tekið 1 til 2 ár. Segja má að þetta gæti gengið meðan verðlag hélst stöðugt milli ára, en strax og verðbólgan kom til varð þetta óþolandi ástand — þótt keyrt hafi um þverbak í 50% verðbólgu Framsóknaráratugsins. Það er nú brýnasta hagsmuna- mál bænda að fá vörur sinar staðgreiddar, eða því sem næst. Nú hefur verið komið upp flóknu kerfi afurða- og rekstrarlána, til handa atvinnuvegunum, sjávarút- vegi, landbúnaði og iðnaði, til þess að brúa bilið milli framleiðslu og endanlegrar sölu. Gallinn er bara sá, þar sem bændastéttin á í hlut, að „rekstrar- og afurðalán til bænda" komast aldrei, hvorki í verki hans eða viðskiptareikninga. Þau renna alfarið til sölukerfisins. Þegar því Eyjólfur Konráð Jónsson flutti um það þingsálykt- unartillögu á Alþingi, að bændur fengju þessa peninga í hendur urðu viðbrögðin skrítin. Fyrst skrifaði forstjóri S.Í.S. stutta klausu, þar sem hann staðhæfði að afurðasölufélögin hefðu ekkert af því nema umstang að vasast með þetta fé — gallinn væri bara sá, að með því að greiða það beint til bænda færi svo mikið í pappírs- vinnu og sendingarkostnað, að það yrði létt í vasa bóndans, sem þangað kæmist. Hins vegar kvað Páll Pétursson á Höllustöðum strax upp úr með það, að þetta væri tilræði við afurðasölufélögin og samvinnuhugsjónina. Þetta hafa nefnilega löngum verið hag- stæðust lán, fáanleg og ekki ónýtt fyrir stóran auðhring að fá að velta þeim í rekstri sínum óáreitt- ur, svo sem hann telur sig þurfa. Hvernig sauðfjárbóndinn á að fjármagna rekstur sinn frá ári til árs kemur honum ekki við, að öðru 99 Mörg eru þjóðar minnar mein. 66 sjaldnast svaraði fyrirhöfninni mælt á launakvarða þjóðfélagsins. Nú einni öld eftir stofnun fyrstu samvinnufélaganna eru bændur enn í þessum sömu sporum. Allir fá sitt sem með vörur þeirra fást, þeir fá náðarsamlegast það sem þá er eftir. Séu rithöfundar „hornrekur þjóðfélagsins" eí-u bændur væntanlcga hornrekur hornrekanna. Rithöfundar fá þó ekki sitt greitt í innskrift. Eiga bændur afurðasölu- félögin — eða eiga afurða- sölufélögin bændur? Nýlega heyrði ég leiðaraskrif í morgunútvarpi þar sem var verið að gera því skóna að afurðasölu- félög bænda væru í hættu og yrðu þeir að „slá um þau skjaldborg", eins og það heitir á hátíðlegu máli pólitíkusa þegar þeir telja vegið að sínum hagsmunum. Þá rifjaðist upp fyrir mér sá nýlegi atburður þegar landbúnað- arráðherra krata fann uppá því snjallræði að þjóna hagsmunum bænda og neytenda í einu höggi með því að leyfa hækkun launa bóndans í búvöruverði — en skerða hækkun milliliðanna. Hvað gerðist? Nú, ekki annað en það, að daginn eftir sendu afurðasölufé- lögin út orðsendingu til bænda um að þar sem þau fengju ekki umboðslaun sín hækkuð, með eðli- legum hætti yrði þetta lítilræði dregið frá útborgunarverði bónd- ans. (Æíláoi Brági Sigurjónsson að vera klókur, eða var landbúnað- arráðherra krata bara svona fávís?) í marzhefti Freys 1979 ritaði einn af þjónum okkar bænda, Árni G. Pétursson sauðfjárræktarráðu- nautur, athyglisverða frásögn frá ráðstefnu er hann sótti í Svíþjóð. Ráðstefnunni lauk með því að efnt var til veislu mikillar, þar sem aðalréttur var 5 dilkaskrokkar Úttekt á eyði- býlastefnu Framsóknar sl. áratug og þeirri land- auðn, sem nú er að stefnt Eftir öðrum leiðum tókst að upp- lýsa að meðal þeirra liða er „sérstakur afsláttur, framhalds- flutningsgjald, erlendur kostn- aður, erlend umboðslaun og svo innflutningsgjald". Og þingmað- urinn, sem er töluvert kunnugur umboðssölu og innflutningi, spurði: „Hvað er að ske? Er umboðsmaður úti, eða er Sam- bandið að selja sjálfu sér?“ Og hann kvaðst aldrei hafa orðið var við að hægt væri að láta erlenda seljendur greiða dreifingarkostn- að hér. Síðan bætti hann við: „Og þá er annað atriði: Sambandið vinnur, eftir því sem fram hefur komið, á umboðslaunum, en greið- ir svo umboðslaun líka. Það eru tvöföld umboðslaun sem þarna eru greidd." Það kom fram í yfirlýsingu frá S.Í.S., að það tæki 2% umboðslaun áí ölíu kjötí tí! SÖlu innanlands sem utan. Þar með talið útflutn- ingsbótum og væri þetta talið nægja til að standa undir rekstri við kostnað búvörudeildar S.Í.S. Þetta þýðir auðvitað að S.Í.S. er enginn akkur í hvorki að gæta aðhalds í kostnaðarliðum, sem á kjötið hlaðast, rekstri deildarinn- ar né að selja á sem bestu verði erléíiuÍS. Pa^ ^ær sitt á þurru eftir sem áður, hvert sen? y?rðið getur fengið staðgreiðsluafsláttT Af þessu er ljóst, að það er ekki sama Jón og sr. Jón. Banka- og gjaldeyriskerfið er mótað að þörfum S.Í.S. Fyrir aðra gilda aðrar reglur. — Nú skyldi maður ætla að bændur nytu þessa magn- og staðgreiðsluafsláttar í kaupum vélum, en þess höfum við ekki orðið varir. Og svo kom rúsínan í pylsuend- anum. Albert bætti enn við: „Ég er hér með staðfestingu á því, að á þessum danska markaði hafi S.Í.S. undirboðið þann aðila, sem ég minntist á áðan, um 2 kr. dansk- ar á kg. af kjöti.“ Danska krónan er nú ca. 75 kr. ísl., sem þýðir 150 kr. á kg. eða kr. 2.250- á hvern 15 kg. skrokk. Fyrir S.Í.S. gildir þetta einu. Það fær jafnmikið í sinn hlut, hvert sem verðið er, meðan það fer ekki fram úr innanlandsverði. Það gæti orðið freistandi að hygla góðum viðskiptavinum með því að veita þeim sem hagstæðust innkaupa- kjör — gegn einhverjum greiða á móti. Er að furða þótt bændur séu almennt tortryggnir á það, að ekki séu til auknir markaðir fyrir dilkakjöt erlendis og að ekki megi ná fyrir það hærra verð? „Tilræði við afurða- sölufélögin að bændur fái framleiðslu sína greidda í peningum“ Nú eru liðin um 80 ár síðan lögfest var að verkafólk skyldi eiga heimtingu á að fá laun sín greidd í peningum — ekki inn- skrift hjá kaupmanninum. Enn í dag fara bændur á mis við þessi mannréttindi. Afurðasölufélög þeirra voru stofnuð til að tryggja þeim „sannvirði" vörunnar og tóku því vöruna í umboðssölu. Endan- leg skil voru svo gerð þegar varan leyti en því að bændur geta fengið áþurð lánaðan frá vori til hausts. Þingsál.till. náði samt fram að ganga og nú skora ég á Pálma Jónsson landbúnaðarráðherra að hrinda í framkvæmd því mesta hagsmunamáli bænda, að fá sina vöru greidda upp í topp við afhendingu, ella fái bændur sjálf- ir til þess lán í hendur til að fjármagna rekstur sinna búa á framleiðslutimabilinu. Það vegur ekki þungt á metun- um þegar bændur eru að fá fé sitt í hendur einu til einu og hálfu ári eftir að framleiðslu er lokið (þ.e. 2—2!6 ári eftir að hún hófst.) Eins og var nú nýlega með útflutnings- bæturnar frá 1978, og á þó Pálmi bestu þakkir skildar fyrir snöfur- lega lausn á því máli sem Steingrímur Hermannsson klúðr- aði í fyrra vor og Tómas Árnason reyndi á 11. stundu að spilla í vetur. Framsókn + S.Í.S. - ríki í ríkinu Margir standa í þeirri mein- ingu, Framsókn sé venjulegur stjórnmálaflokkur, áþekkur og hinir þingflokkarnir. Þetta er mesti misskilningur. Framsókn + S.Í.S. og útibúin í Búnaðarfél., Stéttarsambandi og Framleiðslu- ráði mynda ríki í ríkinu. Menn eru ekki lengur Framsóknarmenn af hugsjón — nema fáeinar vankaðar eftirlegukindur — heldur að at- vinnu og lífsframfæri. Þetta skilja sumir framámanna S.Í.S. betur en aðrir, þess vegna lét forstjóri þess, Erlendur Ein- arsson, fyrir nokkrum árum hanna fyrir sig jólakort með ættartré sínu, þar sem hann — sem einn afkomenda Auðuns skökuls — taldi til ættar við allar helstu konungsættir Evrópu. Er- lendur af S.Í.S. eins og Elísabet af Englandi og Margrét af Dan-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.