Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAI1980 Ásgeir Böðvarsson Æfingarnar góð hvíld frá náminu „Ég byrjaði í kórnum fyrir tveimur árum og er því frekar nýr,“ sagði Ásgeir Böðvarsson bassi. „Þegar ég byrjaði þá voru 40—50 manns í kórnum, en hann hefur stækkað síðan, þó hafa ekki orðið veruleg mannaskipti. Ég legg stund á læknisfræði og það er afskap- lega góð hvíld frá náminu að taka þátt í æfingum," sagði Ásgeir. „Að vísu tekur söngurinn mikinn tíma, en ánægjan bætir það fyllilega upp. Einnig er það, að í kórnum er framúrskarandi góður andi en það er kórstjór- anum, Jóni Stefánssyni mest að þakka, þá er hér líka góður félagsskapur. Það er mikið fé- lagslíf í kórnum og við höldum hópinn. Þetta minnir mann eiginlega mest á menntaskóla- andann, við hittumst oft utan æfinga og þá hvert hjá öðru,“ sagði Ásgeir. I kórnum fer fram góð radd- þjálfun og annast Ólöf Harðar- dóttir hana af stakri prýði. Fyrir konserta eins og þennan er ég auðvitað taugaspenntur, en þetta verk er orðið það vel æft að varla er ástæða til þess nú. Af verkunum sem við flytj- um nú þá finnst mér nútíma- verkin skemmtileg, þau verða skemmtilegri því oftar sem þau eru sungin. Að vísu eru þau ekki grípandi og fólk tekur þeim misjafnlega.“ „Eg er ekki í söngnámi eins og margir í kórnum, en hér fær maður afskaplega góða þjálfun. Auðvitað ætla ég að halda áfram söngnum, eins lengi og ég mögulega get vegna námsins. Það spilar einnig inn í að Jón er fyrirtaks stjórnandi og mjög músíkkalskur. Hann hefur líka geysilega góð tök á að hafa góðan anda í kórnum, án þess þó að missa aga,“ sagði Ásgeir Böðvarsson. skyni. Að vísu er þetta ekki endan- lega ákveðið, en við förum allavega til Vesturheims," segir Jón og brosir. „Þá hef ég beðið eftir því í nokkur ár að geta flutt Jóhannesarpassíuna eftir Baeh, en það ljón hefur verið í veginum að í einni aríunni er gert ráð fyrir undirleik á lútu meðal annarra hljóðfæra. Nú er hinsvegar von á góðum lútuleikara til landsins, Snorra Snorrasyni, en hann hefur starfað erlendis undanfarin ár. Ég býst því við að taka það verk á dagskrá næsta vetur. Þá ætlum við að flytja verk á hausti komanda þar sem söngvarar úr kórnum koma til með að syngja einsöng. Þá er það draumur minn að flytja Jólaóratoríu Bachs, en hún er ætluð til flutnings í sex daga. Oratorían er þannig samin að ákveðnir hlutar verksins eru ætlaðir til söngs á ákveðnum dögum. Signý Sæmundsdóttir Söngurinn veitir mér mikla lífs- fyllingu „Ég er ekkert taugaspennt fyrir þessa tónleika,“ sagði Signý Sæmundsdóttir sópran. „Við höfum sungið þetta pró- gramm á tveimur tónleikum og þetta cr orðið nokkuð ör- uggt hjá okkur," sagði Signý. „Ég hef verið í kórnum í fimm ár, en byrjaði haustið ’75 og hef verið stanslaust síðan. Mér líkar vel í kórnum, hér er góður andi og góður félagsskap- ur. Mér finnst líka gaman að syngja, söngurinn er mikið áhugamál hjá mér, enda er ég að læra söng og er í 6. stigi en kennari minn er Elísabet Erl- ingsdóttir. Ég hef sungið alla ævi og geri það vonandi áfram, söngurinn veitir mér mikla lífsfyllingu," sagði Signý. „Starfsár kórsins hefst á haustin og það er æft reglulega 2svar í viku. Það hafa verið margir tónleikar í vetur og mikil starfsemi. Auðvitað er mikið að gera en maður leggur vinnuna fram með glöðu geði og fær ánægjuna í staðinn og hún er vel vinnunnar virði. Það er mikið af ungu fólki í kórnum og hér er góður og hress andi, enda skiptir miklu máli að andinn sé góður. Tónleikarnir sem nú eru að hefjast eru lokatónleikarnir á þessu starfsári og á bak við þetta liggur mikið starf, en ég fæ mikla ánægju í staðinn. Þetta er að vísu erfitt á meðan það stendur yfir, en eftir á finnur maður fyrst hve mikið þetta hefur gefið í staðinn," sagði Signý. „Það verður að minnast á hann Jón Stefánsson, en hann er bæði góður stjórnandi og góður félagi og ég vona að hann haldi áfram með kórinn og verði með hann sem lengst," sagði Signý Sæmundsdóttir. Fyrsta hlutann á að flytja á jóladag, þann næsta á annan í jólum, en síðasta hlutann á að flytja á þrett- ándanum. Þetta er að vísu bara draumur enn þá, en hann skal rætast einhvern tímann! Einnig væri gaman að komast einhvern tímann yfir það að hafa flutt allar tvö hundruð kantötur Bachs, en þær eru að vísu ekki allar fyrir kór, sumar eru ætlaðar fyrir einsöng," segir Jón. Mikil gróska í tónlistarlífinu Dýrt að halda konserta? „Jú það er dýrt, ekki síst með hljómsveit," segir Jón og dæsir. „Það var 1200 þúsund króna tap á konsert sem við Gunnlaugur Snævarr Mikið félagslíf innan kórsins „Ætli ég sé ekki sá þriðji eða f jórði elsti í kórnum, en ég byrjaði árið 1971,“ sagði Gunnlaugur Snævarr tenór. „Ég hef gaman af því að vera í góðum hópi, og ég hef verið formaður kórsins í fimm ár. Ekki hef ég tölu á öllum þeim konsertum sem ég hef sungið með kórnum, en þeir hafa liklega verið 6—8 á hverju ári. Kórinn er orðinn það stór að nú kemst ekki nema um helmingur hans fyrir í kirkj- unni í einu, en það kemur ekki að sök því við skiptum okkur niður í hópa og hver hópur syngur einu sinni i mánuði í kirkjunni," sagði Gunnlaugur. „Ég hef auðvitað gaman af því að syngja, en einnig spilar félagsskapurinn þar inn í, það er mikið félagslíf innan kórsins. Það er einnig kostur í svona kór að meiri- hluti hans er tónlistar- menntaður og ég held að góður þriðjungur kórfélag- anna sé í söngnámi. Ég er einn þeirra sem er að læra söng, — er í Söngskólanum og syng auk þess í kór skólans. „Annars er það eitt skemmtilegasta í sambandi við þennan kór, að hafa fylgst með þróun hans og verða vitni að því hve mikl- um stakkaskiptum hann hef- ur tekið, breyst úr litlum kirkjukór í það sem hann er nú,“ sagði Gunnlaugur Snævarr. héldum í haust. Við reyndum að stilla aðgöngumiðaverðinu í hóf, en samt kvörtuðu sumir yfir því að miðarnir væru of dýrir! Ánnars hefur okkur gengið þokkalega hvað fjárhaginn varðar og við höfum verið heppnir með aðsókn. Það hafa margir komið og við erum ánægð með undirtektirnar. Þá erum við einnig með styrktarfélaga og það er mikilvægt að fá alltaf ákveðinn kjarna á tónleika. Annars er slæm aðsókn ekki aðalvandamálið, heldur það, að oft er of mikið að gerast í tónlistarlífinu á sama tíma, kannski tveir til þrír tónleikar sama daginn. Annars er þetta aðallega skipulags- legt atriði og að mínu mati er bráðnauðsynlegt að skipuleggja það, á hvaða dögum konsertar eru haldn- ir og kórarnir þurfa að samræma þetta. I vetur hefur verið mikil Sigrún Erla Hákonardóttir Kann mjög vel við mig „Ég kann mjög vel við mig í þessum kór, hér er góður andi og byggist hann að miklu leyti á stjórnand- anum. Jóni Stefánssyni.” sagði Sigrún .Erla Ilákonar- dóttir alt. „Ég er að iæra söng í Söngskólanum hjá Ólöfu Harðardóttur, en í kórnum hef ég sungið í sex ár. Ég fór eiginlcga í söng- námið í framhaldi af starf- inu í kórnum og ég er að Ijúka öðru ári í skólanum. Það er mjög bindandi að syngja í kór, enda myndu víst fáir gera það nema vegna þess að þeir fá eitt- hvað út úr því,“ sagði Sig- rún. „Ég fór upphaflega í kór- inn vegna þess að maðurinn minn var í skóla úti á landi og ég hafði lítið að gera. Ein vinkona mín dreif mig með sér á æfingu og ég hef verið í kórnum síðan. Frá því ég byrjaði hefur fólkinu fjölg- að, en nú eru um 60 skráðir í kórinn. Við höfum farið 2svar í söngferðir til útlanda og einnig farið í ferðir út á land. Þá förum við á hverju ári í æfingabúðir og ein slík ferð er á við margar æf- ingar. Með því móti næst upp ákaflega góður andi innan kórsins, enda er fé- lagslífið mikið,“ sagði Sig- rún Erla Hákonardóttir. Texti: Ólafur Jóhannsson Myndir: Emilía Björg Björnsdóttir gróska í tónlistarlífinu og það hefur verið venjan að allt hefur verið fullt, ef ekki hafa fleiri konsertar verið sama daginn. Þessi mikla aðsókn er bara afleiðing þess að gæði kóranna hér á landi hafa aukist," segir Jón. „Þessar framfarir má fyrst og fremst þakka Ingólfi Guðbrandssyni og Pólyfónkórnum en hann er á vissan hátt brautryðjandi í þessari tegund kórsöngs. Við eigum nú þó nokkra kóra, sem standast fyllilega samanburð við sambærilega kóra í Skandinavíu, en þar er að finna bestu kóra í heimi, sérstaklega í Svíþjóð og Finniandi," segir Jón. Hætta? „Nei, ég ætla ekki að hætta," segir Jón, „ég ætla að halda áfram að æfa þennan kór, ég er búinn að leggja allt of mikið af sjálfum mér í hann til þess að geta hætt.“ Siglufjörður: Óánægja með að Lágheiði skuli ekki vera opnuð Siglufirði. 11. maí. BÚIÐ er að ryöja Lágheiðina fyrir nokkru en hún hefur enn ekki verið opnuð fyrir bílaumferð. Skilja menn hér ekki hvað Vega- gerðin er eiginlega að hugsa cn það er nú ekkert nýtt þegar það fyrirtæki á í hlut. Eðlilega vill fólk að Lágheiðin verði strax opnuð þvi hún styttir t.d. stórlega leiðina til Akureyrar. Hér hefur verið afbragðsgott veður undanfarna daga og hitinn komist í 20 stig. Kunna menn að vonum vel að meta góða veðrið. Síldarverksmiðjur ríkisins cru byrjaðar að taka við karfabeinum frá fiskvinnslufyrirtækjunum og er þeim ekið með vörubílum til Krossanesverksmiðjunnar á Akur- eyri. - m.j. Mjög gott at- vinnuástand á Bíldudal Bíldudal. 14. maí. SÖLVI Bjarnason. skuttogari Tálknfirðinga, landaði um 171 tonni af ágætum fiski hér fyrir skömmu og í dag kom hann svo aftur með um 170—180 tonn, og er uppistaðan í aflanum nú grálúða. Atvinnuástand er hér því mjög gott og auk þess hefur verið landað miklu af hörpudiski hér að undan- förnu. Tíðarfar hefur verið ágætt hér að undanförnu og mjög mikið hefur leyst úr fjöllum. Heita má að greiðfært sé hér um allar sveitir. - Páll. Stjómmálasamband við Saudi-Arabíu?: Svar við til- lögu Islend- inga hefur ekki borist ennþá AÐ SÖGN Hannesar Hafstein. skrifstofustjóra utanríkisráðu- neytisins, hefur verið send tillaga til Saudi-Arabíu, þar sem gert er ráð fyrir því að löndin tvö taki upp fullt stjórnmálasamband. Hins vegar hefðu engin svör ennþá borizt og ekki væri vitað hvenær það yrði. Hannes sagði að svona mál tækju alltaf töluverðan tíma og væri niðurstöðu því ekki að vænta alveg á næstunni. Leiðrétting í ÞÆTTINUM „Svar mitt“ eftir Billy Graham sunnudaginn 11. maí var prentvilla, sem sneri merkingu málsgreinar alveg við. Rétt er málsgreinin þannig: „Sú skoðun nýtur æ minna fylgis, að konan hafi verið sköpuð til þess eins að vera manninum til ánægju og þjónustu, og er það vel.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.