Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980 Missir Kolbeinseyjar minnkar efna- hagslögsöguna um 9.400 f erkílómetra „VIÐ höfum allan fyrirvara varðandi Kolboinscy, sem við toljum hafa vorið part af islonzkri ofnahaKslögsöKu frá upphafi uk Krunnlínupunktur hefur hún alltaf vorið.“ sa>?ði Ilannes Ilafstoin skrifstoíustjúri í utanríkisráðunoytinu í samtali við Mbl. í Kær. Hannos satfði allar þjúðir noma Danir hafa viðurkcnnt Kolboinsoy som grunnlínupunkt í islenzku ofnahaKslöKsöKunni. síðast við- urkenndu Brotar hana moð samninjíum. Mbl. spurði Hannes um könn- unarviðræður þær, sem hann hef- ur ásamt fleirum átt við danska embættismenn varðandi fyrir- hujíaða útfærslu við A-Grænland. „Við kynntum þeim áhuga okkar á fiskverndarmálum á þessu svæði,“ sagði Hannes, „og óskuð- um eftir samstarfi. Viðbrögð þeirra voru mjög jákvæð. Þeir hafa áhuga á sam- vinnu danskra og íslenzkra fiski- fræðinga, sem þeir vita að hafa meiri þekkingu á þessu en aðrir. Þessar viðræður voru eingöngu könnunar- og kynningarviðræð- ur.“ ★ ★ ★ „Kolbeinsey hofur smám sam- an verið að mulna niður og við höfum ailtaf álitið, að eitthvað ætti að gcra til að halda þossum punkti ofansjávar,“ sagði Pétur Sigurðsson forstjúri Landhelgis- gæzlunnar í samtali við Mbl. í gær. „Það hefur þó ekkert verið gert.“ ★ * * Gunnar Bergsteinsson for- stöðumaður Sjúmælinga íslands sagði, að þar væru ekki til neinar nákvæmar samanburðarmælingar á Kolbeinsey. „Það hefur oft komið til tals að gera eitthvað til að tryggja Kolbeinsey í sessi," sagði Gunnar. „Fyrir einum 15 árum var sett þar upp radarend- urvarpsmerki, en það brotnaði niður og hvarf strax á fyrsta ári.“ ★ ★ ★ „Að mínu áliti er það ekkert nema tímaspursmál, hvenær Kol- beinsey hverfur í hafið. Það getur tekið hálfan, einn til tvo manns- aldra, en klettadrangurinn er mjög laus í sér og minnkar stöðugt, einkum þegar um ágang hafíss er að ræða,“ sagði Sigurð- ur b. Arnason skipherra í sam- tali við Mbl. í gær, en Sigurður stjórnaði mælingaleiðangri til Kolbeinseyjar fyrir fjórum, fimm árum, og í fyrradag flaug hann yfir Kolbeinsey í flugvél Land- helgisgæzlunnar. Sigurður sagði, að hann minnti að mælingarnar hefðu leitt í ljós, að Kolbeinsey hefði verið 8 til 9 metrar á hæð og eitthvað í kringum 35 sinnum 45 metrar. „Mér sýndist í gær, að ekki hefðu orðið neinar stórkostlegar breyt- ingar, þannig að þessar tölur geta staðizt nokkurn veginn," sagði Sigurður. „Það hefur verið lítill hafís síðan og mér virðist Kol- beinsey standa svona nokkurn veginn af sér ágang sjávarins. En hafísinn fer illa með hana. Ég hef komið yfir hana í flugvél þannig að hún var alveg hulin ís. Þrýstingurinn ýtti ísnum yfir hana og það rétt grillti í dökkan klettinn milli jaka. Einnig hef ég komið þannig að henni að sjór gengur óbrotinn yfir hana.“ Sigurður sagði, að hann hefði ekki séð betur i gær en að steinstöpullinn, sem settur var undir radarendurvarpsmerkið á sínum tíma, stæði enn og kvaðst hann telja hann eitthvað um metra á kant og 1,5 til 2 metra á hæð. Dr. Ármann Snæv- arr heiðursdoktor LAGADEILD Helsingforshá- skúla samþykkti í síðasta mán- uði að sæma dr. Ármann Snævarr hæstaréttardúmara og fyrrverandi háskúlarektor doktorsnafnbút í lögfræði í heiðursskyni. Doktorskjöri verður lýst á Háskúlahátíð í Helsingfors 6. september n.k. Ekki talið árvisst að loðnan gangi á svæðið við Jan Mayen LÍTIÐ er vitað um loðnugöngur til Jan Mayen tvo síðustu áratugina og af síðustu 13 árum er aðeins vitað með vissu. að loðnan hefur gengið á Jan Mayen-svæðið þrjú þessara ára. Hins vegar er talið að loðnan gangi yfirleitt á sumrin út úr íslenzku fiskveiðilandhelginni og inn í þá landhelgi. sem Danir hafa nú til- kynnt fyrir hönd Grænlendinga norðan 67. gráðu. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur sagði í gær, að árið 1967 hefði fundist töluvert af loðnu við Jan Mayen. Síðastliðin tvö sumur hafa Norðmenn, íslendingar og Færey- ingar síðan veitt loðnu við Jan Mayen. — Hvað gerzt hefur fyrir 1967 og síðan frá 1968 fram til 1978 getur enginn sagt um með vissu, sagði Hjálmar Vilhjálmsson. — Þó voru Normenn búnir að athuga með loðnu á þessu svæði tvö sumur áður en þeir byrjuðu veiðar þarna 1978, en án þess að verða nokkurs varir. Þarna norður eftir hefur verið farið af og til í mörg herrahs ár, en alltaf á vorin eða snemma sumars, þannig að ekki er hægt að fullyrða neitt um loðnugöngur þau ár. — Mín skoðun er sú, að loðnu- göngur á Jan Mayen-svæðið séu ekki árvissar. Það er erfitt að segja neitt ákveðið um þetta, til þess vantar meiri rannsóknir, en það getur farið eftir aðstæðum í sjónum hverju sinni hvort loðnan gengur norður eða ekki. Þannig get ég ímyndað mér að lítil fæða á heimaslóðinni í fyrrasumar hafi orsakað það, að loðnan gekk þá norður á bóginn, sagði Hjálmar Vilhjálmsson. Aðspurður um loðnugöngur á því svæði norðan 67. gráðu, sem fellur undir fyrirhugaða lögsögu Græn- lendinga eftir útfærsluna, sagði Hjálmar að þangað teldi hann loðn- una ganga meira og minna á hverju ári. Sú loðna væri yfirleitt smærri en sú sem fengist hefði við Jan Mayen tvö síðastliðin ár. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins veiddu íslendingar rúm 100 þúsund tonn af loðnu á því svæði, sem fellur nú undir lögsögu Dana, árið 1979, en um 45 þúsund tonn á síðasta ári. Þess má geta að loðnuaflann við Jan Mayen fengu skipin í ágústmán- uði 1979, en í september 1978. Síðastliðið haust sendu Norðmenn tvö skip í tilraunaskyni til loðnu- veiða á svæðinu við Grænland og fengu bæði skipin fullfermi. Krist- ján Ragnarsson, form. LÍU, sagði í gær, að hann hefði enga tryggingu fyrir því að óbrayttu, að aðrar þjóðir veiddu ekki loðnu á þessum slóðum. Hins vegar væri mikil fjarlægð á þessi mið fyrir þjóðir Efnahags- bandalagsins og einnig væri erfitt að vera með verksmiðjuskip þarna vegna íss. Hvalvík á leið til Nígeríu með skreið, loðnu og þorskhausa FLUTNINGASKIPIÐ Hvalvík lagði í gær af stað áleiðis til Port rOrkumálastefna stjómar- innar birtist í afstöðunni til Hitaveitu Reykjavíkur“ Harcourt í Nígeríu með 36 þúsund pakka af þurrkuðum fiskafurðum, sem Sameinaðir framleiðendur hafa selt til Nígeríu. Er þetta tæpur þriðjungur þess, sem fyrirtækið hefur selt til Nígeríu í ár, og fyrsti farmurinn sem héðan fer. Skreiðinni var safnað saman á stöðum frá ísafirði til Þorlákshafn- ar og verður næsta afskipun þegar meiri skreið verður þurrkuð og tilbúin til útflutnings. Auk skreiðar- innar í farmi Hvalvíkur nú eru einnig þorskhausar og þurrkuð loðna, en hún var þurrkuð í Hvera- gerði og Hafnarfirði. „RAUNVERULEG stefna ríkis- stjúrnarinnar í orkumálum birt- ist í afstöðu hennar til umsúknar Hitaveitu Reykjavíkur um hækk- un á gjaldskrá,” sagði Friðrik Sophusson alþingismaður við um- ræður utan dagskrár á Alþingi í gær. „En með því að skera hækk- unarbeiðni fyrirtækisins niður í 10% úr 58% er aukin hætta á hitavatnsskorti á höfuðborgar- svæðinu,“ sagði Friðrik ennfrem- ur, „og einnig er aukin hætta á þvi að á ný verði að kynda hús með oliu á þessu svæði.“ Friðrik kvaddi sér hljúðs um þetta mál utan dagskrár. en umræðurnar höfðu dregist í tæpa viku vegna þcss að Túmas Árnason viðskipta- ráðherra kvaðst ekki hafa tíma til að kynna sér málið. Tómas Árnason sagði hins vegar við umræðurnar, að fjárhagur fyrirtækisins væri mun betri en stjórn Veitustofnana Reykjavíkur hefði látið í veðri vaka. Af þeim sökum hefði hækkunarbeiðnin ver- ið skorin niður. Sagði hann hækk- unina á gjaldskrá Hitaveitunnar hafa orðið 113% á þessu ári ef farið hefði verið að óskum fyrir- tækisins, en 91% ef farið hefði verið að tillögum iðnaðarráðuneyt- isins. Fyrr í umræðunum hafði Friðrik Sophusson upplýst að iðnaðarráðu- neytið hefði lagt til 40% hækkun, en síðan lækkað það niður í 20%, en ríkisstjórnin hefði verið ófáan- leg til að fara hærra en í 10%. Sagði Frið- rik þetta stafa af því að Hitveita Reykjavíkur væri ein inni í vísitöl- unni, þar sem „vísitölufjölskyldan" byggi í Reykjavík. Ekki væri því verið að taka efnislega afstöðu til stöðu viðkomandi fyrirtækis, og sannaðist tvískinnungur ríkis- stjórnarinnar á því, að orðalaust hefði verið heimiluð 58% hækkun á heimæðagjaldi. Taldi Friðrik að hér hefðu verið gerð mistök, og skoraði á ráðherra að taka málið til umfjöllunar á ný í ljósi nýrra staðreynda. Alþingismennirnir Birgir ísl. Gunnarsson og Guðmundur G. Þórarinsson tóku undir gagnrýni Friðriks á afgreiðslu.þessa máls og töldu mjög varhugavert að halda Hitaveitunni í fjársvelti með þess- um hætti. Nánar verður skýrt frá umræð- unum í Morgunblaðinu síðar. Þorskveiði- takmarkanir SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hélt í gær fund með hagsmunaaðilj- um í sjávarútvegi um framhald þorskveiðistefnu á árinu. Mun vera fyrirhugað að kynna þær takmark- anir á föstudág, sem beitt verður í sumar. Samkvæmt upplýsingum Mbl. er líklegt, að veiðitakmörkun- um togaranna verði dreift á lengri tíma en áður hafði verið ákveðið og áttu að vera í þessum mánuði og þeim næsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.