Morgunblaðið - 15.05.1980, Page 39

Morgunblaðið - 15.05.1980, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAI1980 39 Baldvin Sigurðsson — Minningarorð Á morgun föstudaginn 16. maí, verður kvaddur hinstu kveðju Baldvin Sigurðsson, Drápuhlíð 31 í Reykjavík. Ég var ung að árum þegar ég hóf að venja komur mínar á heimili Baldvins til þess að hitta vinkonu mína, Valborgu Baldvins- dóttur, en við vorum jafnöldrur og skólasystur. Þó nú sé liðið hátt á þriðja tug ára síðan ég fyrst hitti Baldvin man ég þó vel hvernig mér kom hann fyrir sjónir: lág- vaxinn maður, þrekinn, glaðbeitt- ur og einarður á svip og ævinlega mjög hress í tali. Éftir því sem komum mínum að Drápuhlíð 31 fjölgaði og árin liðu kynntist ég betur heimilisfólkinu sem þar bjó og þeim himilisbrag sem þar ríkti. Hvort tveggja féll mér vel í geð. Þar sat ífyrirúmi glaðlyndi og falsleysi í öllum samskiptum manna á meðal og mér er í minni hversu hlýlega mér var ævinlega tekið og þannig hefur það alltaf verið. Um Baldvin og hans fólk á ég ekkert nema glaðar og góðar minningar. Baldvin Sigurðsson var fæddur 24. júní 1906 að Garði í Aðaldal, sonur hjónanna Sigurðar Bald- vinssonar og Bergljótar Bene- diktsdóttur sem þar bjuggu. Hann var elstur 6 systkina og eins og títt var um fólk þeirra tíma var hann strax látinn fara að vinna öll algeng störf á heimili sínu og oft greip hann einnig í að vinna á Húsavík hjá ættingjum sínum þar. Hann var sjálfmenntaður maður svo undrum sætti. Hann naut aldrei annarrar kennslu en farkennslu en samt tókst honum að ná góðum tökum á Norður- landamálum, ensku og þýsku svo nokkuð sé nefnd af því sem hann lagði sig eftir að nema. Sem ungur maður þoldi hann um tíma ekki að vinna erfiðisvinnu og fór þá að selja bækur og ferðaðist um landið þeirra erinda og sú för endaði 1926 í Reykjavík og þar átti hann heimili sitt síðan. Hann stundaði nokkuð framan af dvöl sinni hér alla algenga vinnu sem til féll en var síðan nokkur ár á togara hjá Þórarni Olgeirssyni skipstjóra og útgerðarmanni. I stríðsbyrjun réð hann sig á skip hjá Eimskipafélagi íslands og sigldi öll stríðsárin og lengst af á Ameríku. Eftir að stríðinu lauk réðst hann til starfa hjá Olíuversl- un íslands og þar vann hann í 25 ár þar til hann náði þeim aldri að hann hætti fastri vinnu. Eftir það hefur hann helgað sig brennandi áhugamáli sínu, Félagi psoriasis- og exemsjúklinga. Hann var einn af hvatamönnum og stofnendum þess félagsskapar og þessu félagi vann hann af mikilli ósérplægni og trúmennsku til hinsta dags og það var einmitt í erindagjörðum fyrir það félag sem hann fór með hóp fólks til dvalar á Kanaríeyjum og hafði dvalið þar einn dag er hann veiktist og andaðist þar eftir nokkurra daga sjúkrahúslegu þann 6/5 sl. í ágúst 1938 kvæntist Baldvin eftirlifandi konu sinni, Kristínu Sigurðardóttur. Hjóna- band þeirra var farsælt og þau eignuðust 5 börn sem öll eru á lífi. Þau eru: Bergljót, húsmóðir í Reykjavík, Sigurður prentari, býr í Noregi, Hrafnhildur banka- starfsmaður í Reykjavík, Valborg kennari í Reykjavík og Herdís húsmóðir einnig í Reykjavík. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn Gylfa Arnþórsson. Barnabörn þeirra eru 15. Baldvin var kjarkmikill og dug- legur maður sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann gekk heill að hverju verki og það munaði um hann þar sem hann lagði sitt liðsinni. Mér er í minni saga sem hann sagði mér einu sinni: Hann var þá staddur inni hjá afa sínum sem hann virti mikils. Á borði þar lá lítil dönsk bók sem hét „Dar- winisminn". Baldivin var forvitinn og bað afa sinn að ljá sér þessa bók. „Hvað heldurðu að þú hafir að gera með þetta strákur," sagði afi hans stuttaralega. Baldvin svaraði: „Mig langar til þess að vita, hvað í þessu er.“ Þá sagði karl eftir stundarþögn. „Já, þetta er alveg rétt. Þú skalt temja þér að reyna að kynna þér hlutina og skilja þá og mynda þér skoðun um þá — og vertu svo maður til þess að standa við þá skoðun.“ Nú þegar Baldvin er allur, tel ég mér óhætt að fullyrða, vegna þeirra kynna sem ég hafði af honum, að hann reyndist um ævina maður til þess að standa við sína skoðun. Ég votta aðstandendum hans samúð mína. Guðrún Guðlaugsdóttir. Á morgun verður til moldar borinn vinur minn Baldvin Sig- urðsson sem lézt 6. þessa mánað- ar. Verður útförin gerð frá Há- teigskirkju kl. 14.00. Baldvin var síðustu átta árin góður granni okkar hjónanna og gerði, ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni, Krist- ínu Sigurðardóttur, og dóttursyn- inum Gylfa, tilveruna bjartari og skemmtilegri. Baldvin var fæddur 24. júní 1906 í Suður-Þingeyjarsýslu, kominn af bændafólki í Aðaldal, sonur hjón- anna Sigurðar Baldvinssonar, bónda í Garði, og Bergljótar húsfreyju, dóttur Benedikts á Auðnum en hann var einn af frumkvöðlum samvinnuhreyfing- arinnar. Baldvin ólst upp í föður- garði en fór ungur að heiman til að freista gæfunnar. Hann hlaut í vöggugjöf arf íslenzkrar bænda- menningar, hertist í lífsbaráttu kreppuáranna og kynntist þjóðlíf- inu við margvísleg störf til sjós og lands. Árið 1938 gekk Baldvin að eiga Kristínu, dóttur hjónanna Sigurð- ar bónda að Auðshaugi á Barða- strönd, Pálssonar alþingismanns að Dæli, Húnavatnssýslu, og Val- borgar Þorvaldsdóttur, húsfreyju. Þau Baldvin og Kristín eignuöust fimm börn sem öll eru upp komin, dæturnar Bergljótu, Hrafnhildi, Valborgu og Herdísi og soninn Sigurð. I mörg ár stundaði Baldvin siglingar á farmskipum og sjó- mennsku á togurum. Var hann m.a. í nokkur ár í skiprúmi hjá Þórarni Olgeirssyni, skipstjóra og útgerðarmanni í Grimsþy og hélt Baldvin mjög upp á hann og minntist hans jafnan með virð- ingu. í tæp 20 ár starfaði Baldvin hjá Olíuverzlun Islands hf. en lét af störfum fyrir 6—7 árum. Síð- ustu árin tók hann af lífi og sál þátt í að vinna að félags- og hagsmunamálum samtaka psor- iasis- og exemsjúklinga. Á uppvaxtarárum Baldvins áttu ungmenni hér á landi yfirleitt ekki kost á langri skólagöngu og sat hann stutt á skólabekk. Hann var hinsvegar víðlesinn og vel sjálfmenntaður. Baldvin var mjög ljóðelskur, þuldi Sigurð Breiðfjörð endalaust þegar sá gállinn var á honum, samdi stundum brag sjálf- ur og flutti af mikilli innlifun og kunni einnig smellnar kímnisögur. I skoðunum var hann fastur fyrir en flíkaði þeim lítt, þótti að jafnaði hentara að ræða um lífsins gang og nauðsynjar í léttum dúr. Við Anna minnumst Baldvins með þakklæti og sendum frú Kristínu og öðrum ástvinum hans samúðarkveðjur. William Thomas Möller Astvaldur Helgi As- geirsson - Minning Við viljum minnast hér nokkr- um orðum vinar okkar og tengda- föður, Helga Ásgeirssonar, verzl- unarmanns, er lést í Borgarspítal- anum 8. maí sl. Helgi hafði um langan tíma átt við erfið veikindi að stríða, sem yfirbuguðu hans mikla þrek að lokum. Þótt vitað væri að hverju stefndi, er þó ávallt þungbært að sjá á bak ástvini sínum, ekki hvað síst, þegar um er að ræða slíkan sómamann, sem Helgi var. Helgi var fæddur í Reykjavík 13. júní 1908. Foreldrar hans voru Þórunn Þorsteinsdóttir og Ásgeir Ásmundsson og var hann næst elstur tíu systkina. Ungur að árum hóf hann störf hjá heildverzlun Jóhanns Ólafs- sonar og starfaði þar í fjölmörg ár, eða þr til hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, er hann rak ásamt eiginkonu sinni, Ástu Ágústsdótt- ur, meðan heilsa hans leyfði. Helgi var hugvitssamur og úr- ræðagóður maður, sem ávallt var gott að leita til, og víst er það að seint verður honum þökkuð öll sú umhyggja og hjálpsemi, er hann sýndi okkur á lífsleiðinni. Hann var einstakur afi barna okkar, enda þótti þeim ætíð gott að vera í návist hans og dvöldust mikið hjá afa sínum og ömmu í Gnoðarvogi. Hann var sjálfum sér sam- kvæmur, trúr skoðunum sinum, réttlátur og heiðarlegur svo af bar. Ekki fer svo á langri ævi að ekki blási af og til á móti, og svo var um Helga að mótlæti þekkti hann, en hann tók því með þeirri karlmennsku og þrautseigju, sem honum var í svo ríkum mæli gefin. Erfið veikindi hinna síðustu ára voru honum þungbær, sérstaklega þar sem hann var gæddur óvenju ríkri athafnaþrá, og féll honum aldrei verk úr hendi meðan heilsa hans entist. Ekki verður svo minnst Helga Ásgeirssonar að eigi sé getið eiginkonu hans, Ástu Ágústsdótt- ur, sem stóð eins og klettur við hlið hans í lífi, starfi og veikind- um. Utför hans verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. maí n.k. kl. 15.00. Góður guð blessi minningu hans og styrki alla hans ástvini, sem nú syrgja góðan dreng. Halldór og Pétur. Sigríður Sigurgeirs- dóttir Helluvaði Fædd 31. mars 1904. Dáin 6. maí 1980. Sigríður var dóttir þeirra hjóna Sigurgeirs Jónssonar, skálds á Helluvaði Hinrikssonar og Sól- veigar Sigurðardóttur. Sigurður skáld frá Arnarvatni var föður- bróðir hennar en systkini Guðrún og Jónas á Helluvaði og Anna og Jón á Akureyri. Sigríður giftist Gísla Árnasyni, prófasts á Skútustöðum Jónsson- ar, og bjuggu þau allan sinn búskap á Helluvaði. Börn þeirra eru Árni og Þorbjörg Sigríður í Mývatnssveit og Auður og Sólveig í Reykjavík. Gísli á Helluvaði var móður- bróðir minn. Til hans kom * ég ungur drengur með foreldrum mínum. Sigurgeir faðir Sigríðar fór þá um miðja nótt til veiða í Laxá og Sólveig kona hans hóf á sama tíma að baka flatbrauð. Um morguninn var hlaðið veizluborð. Þannig hafa móttökur ætíð verið á Helluvaði, samlyndi og góðvild ríkt, þótt margbýlt væri, aldrei of mikið gjört fyrir þann, sem á dyr knúði, enda eins og hann væri sá, sem gleði vekti. Sigríður var búin að vera sjúk í nokkur ár. Þegar hún veiktist, vorum við bræður staddir á Hellu- vaði. Hún hné niður við að búa okkur veizluborð. Við bárum hr.na til sængur, og síðustu orð hennar, áður en hún missti rænu: Ósköp er leiðinlegt, hvað þið hafið mikið fyrir mér. Slíkrar konu er gott að minnast. Á.K. Eirikur Guðmunds- son - Minningarorð Eiríkur Guðmundsson andaðist í Reykjavík þann 9. maí 1980. Hann var fæddur að Þtasastöðum í Stiflu 28. júní árið 1908. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Jóhannsdóttir og Guð- mundur Bergsson, er þá voru ábúendur að Þrasastöðum, vel gerð og mikils metin. Þrasastaðir er fremsti bærinn í Stíflu og næsta jörð við Lágheiði, sem þjóðvegurinn liggur yfir til Ólafs- fjarðar. Sama ættin hefir búið þar frá því um 1760 og hafa synir tekið við af föður, þar til fyrir nokkrum árum, að Hartmann, yngsti bróð- irinn, varð að bregða búi sökum heilsubrests og var jörðin þá seld. Eiríkur ólst upp í hópi átta systkina, er til aldurs komust, og var hann sjötti í aldursröðinni. Um fermingaraldur varð hann að hverfa burt af æskuheimilinu og fara að vinna fyrir sér, eins og þá var títt um unglinga í sveitum. Eiríkur erfði frá föður sínum hagleik og sköpunargáfu. Því réðst hann, bláfátækur unglingur, til smíðanáms í Siglufirði. Hann lærði hjá Karli Sturlaugssyni, sem var mikils metinn trésmíðameist- ari. Námið var fjögur ár og ekkert kaup. Eiríkur kvæntist frændkonu sinni, Ólöfu Jónsdóttur, bónda í Tungu, sem var einn helsti bónd- inn í Fljótum á þeim árum, og gegndi margvíslegum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína. Móðir Ólafar var Sigurlína Hjálmars- dóttir, fyrirmannleg og glæsileg kona. Hún gegndi meðal annars nærkonustörfum í forföllum yfir- setukvenna og lánaðist það í öllum tilfellum vel. Eiríkur og Ólöf bjuggu í Stíflu í sjö ár, fyrst í Tungu og síðar á Þrasastöðum. Árið 1937 fluttust þau til Siglufjarðar og áttu þar heimili í 27 ár. Þar stundaði Eiríkur smíðar og var eftirsóttur. Hann var aðal- verkstjóri Siglufjarðarbæjar í mörg ár. Hann var fenginn til þess að vera verkstjóri við fyrsta áfanga hafnargerðar í Þorláks- höfn og fluttist fjölskyldan þá til Reykjavíkur árið 1964. Hafa þau og flest af börnum þeirra átt þar heima síðan. Eftir að umsömdu verki lauk í Þorlákshöfn, gegndi Eiríkur margvíslegum störfum í Reykja- vík. Var hann vinnandi til dánar- dægurs, með nær því óskerta starfsorku, nærri 72ja ára. Börn þeirra eru tíu að tölu, öll vel gerð og farsæl. Hefir Ólöf þar skilað vel stóru og vandasömu móðurhlutverki. Börnin eru nú öll gift nema , yngsta dóttirin og barnabörnin eru orðin 23 talsins. Eiríkur Guðmundsson var greindur maður og fríður sýnum, vel meðalmaður á hæð, grannvax- inn, beinn og rösklegur. Hann var glaður og orðheppinn í vinahópi og fylgdist vel með í stjórnmálum og öðru því sem var að gerast á líðandi stund. Hann var lánsamur með konuna og börnin og alla afkomu sína. Það var skylduliði hans óvænt áfall, er ævi hans var svo snögg- lega lokið. Vertu sæll vinur og bróðir. Víðfeðm öll tilveran er. Nú kannar þú kcnninga slóðir. Ék kem senn á eftir þér. Björt og blessuð veri minning hans. Útför Eiríks heitins Guð- mundssonar fer fram á morgun, föstudag, frá Fossvogskirkju. Jóhann Guðmundsson ATHYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.