Morgunblaðið - 15.05.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.05.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980 31 Auk þessara grundvallaratriða í stefnumótun Sjálfstæðisflokksins var kveðið á um það að tilgreina ætti veiðihlutfall Færeyinga. Það er heldur ekki gert í Óslóar- samkomulaginu. Landgrunnið I leiðara Morgunblaðsins 14. maí er reynt að hugga sig við lélega útkomu með því að fjalla um þá nefnd sem gera á tillögur um landgrunnsskiptinguna. Þrjú grundvallaratriði virðast hins vegar hafa farið fram hjá leiðara- höfundi. Nauðsynlegt er að full- trúar Sjálfstæðisflokksins og aðr- ir sem hafa reynst dyggir baráttu- menn í landgrunnskröfum íslend- inga geri sér skýra grein fyrir því, að í samkomulaginu sem meiri- hluti íslensku samninganefndar- innar gerði í Ósló eru m.a. þrjú ákvæði, sem stefna landgrunns- skiptingunni í hættu hvað ísland snertir. Fyrsta atriðið er, að í tekstan- um er talað um svæðið milli íslands og Jan-Mayen en ekki svæðið frá efnahagslögsögu íslands til Jan-Mayen. Þessi svæðisskipting er önnur en sú sem tilgreind er í þeim greinum samn- ingsins, þar sem fjallað er um loðnuveiðarnar. I landgrunns- skiptingunni á því að taka tillit til þess hluta landgrunnsins sem nú þegar er innan íslensku efna- hagslögsögunnar en ekki fjalla eingöngu um svæðið frá núverandi efnahagslögsögu íslendinga til Jan-Mayen. Þegar menn velta á milli sín hugsanlegri hlutfalls- skiptingu þá ber að hafa það í huga, að sá þáttur landgrunnsins sem Islendingar eiga nú þegar fullan og ótvíræðan rétt til, verður reiknaður inn í hlutfallið. Mér hefur fundist að í opinberri um- fjöllun hafi menn ekki nægilega áttað sig á því, að það er munur á svæðisafmörkuninni í fiskveiði- greinum samkomulagsins og í landgrunnsgreinum samkomu- lagsins. Annað atriðið er, að nefndin, sem fjalla á um skiptingu land- grunnsins þarf að skila samhljóða niðurstöðu. Fulltrúi Noregs 1 nefndinni getur því beitt neitun- arvaldi og komið þannig í veg fyrir að nefndin skili tillögum sem mark verður tekið á. Það er því lítil huggun að nefna fræga menn, eins og Elliot Richardson, sem oddamann í nefndina þegar full- trúi Noregs, sem gæti verið úr hópi þeirra embættismanna sem reynst hafa íslendingum svo fjandsamlegir í þessu máli, hefur samkvæmt samkomulaginu af- dráttarlausan neitunarvaldsrétt í nefndinni. Þriðja atriðið er, að ríkisstjórn Noregs yrði óbundin af niðurstöðu nefndarinnar, jafnvel þótt hún yrði samhljóða. Nefndin mun væntanlega skila af sér, ef hún nær samhljóða niðurstöðu, í að- draganda kosninga í Noregi. Við þau skilyrði verður erfitt fyrir norsk stjórnvöld að láta af hendi stóran hluta landgrunnsins við Jan-Mayen. Meirihluti íslensku samninganefndarinnar hefur nú lagt til samning, sem felur í sér í öllum grundvallaratriðum viður- kenningu á yfirráðarétti Norð- manna á öllu Jan-Mayen-svæðinu. Við slík skilyrði er líklegt að stjórnmálaöfl í Noregi telji að ríkisstjórn á hverjum tíma eigi að halda til streitu fullri efnahags- lögsögu við Jan-Mayen, enda reyndist það bréf sem Knut Fryd- enlund lofaði að skrifa utanríkis- ráðherra íslands alls ekki hafa í sér þær tryggingar, sem íslenska samninganefndin bjóst við. í því er eingöngu talað um frestun á efnahagslögsöguútfærslu út þetta ár. íslenska samninganefndin var svikin um það fyrirheit að útfærsla efnahagslögsögunnar væri háð því að náðst hefðu samningar um skiptingu land- grunnsins. Alvara — eða grínflokkur í utanríkismálum Ég hef hér rakið meginatriðin í þeirri stefnu sem Sjálfstæðis- flokkurinn setti fram á sínum tíma. Á grundvelli þessarar stefnu lagði ég fram í landhelgisnefnd í ágústmánuði 1979 tillögur um stefnumótun Islendinga, sem full- trúi Sjálfstæðisflokksins lýsti samþykki sínu við. Þessar sameig- inlegu tillögur Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðubandalagsins urðu síðan grundvöllur að kröfugerð íslendinga gagnvart Norðmönn- um. Vissulega á það rétt á sér að telja að í samningum náist ekki allar kröfur fram. Hinu verður þó ekki trúað, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi á sínum tíma gert sér leik að því að setja fram röð af tillögum, aðaltillögum og varatil- lögum, sem engan möguleika hefðu á að hljóta framgang og viðurkenningu Norðmanna. í með- ferð utanríkismála hafa menn jafnan reynt að vanda betur tillögugerðina en í því umróti efnahagsmálaumræðunnar sem tíðkast hefur hér á landi á undan- förnum árum. Þegar settar eru fram tillögur í utanríkismálum verða þær að byggjast á fullvissu um að þjóðin hafi bæði rétt og einnig aðstöðu til þess að knýja fram fullgilda viðurkenningu á einhverjum af þeim kröfum sem settar eru á oddinn. Þegar öllum kröfunum er hafn- að blasir hins vegar við að annað hvort hafa þeir sem fallast á slíka uppgjöf bilað á síðustu stundu eða tillögugerð þeirra í upphafi hefur ekki verið byggð á þeirri alvöru, sem að jafnaði þarf að einkenna meðferð utanríkismála. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur löngum viljað láta taka sig alvarlega á sviði utanríkismála. Því verður varla trúað nú að hann muni með því að innsigla uppgjöfina í Jan-Mayen- málinu staðfesta þær grunsemdir sem sumir hafa haft síðustu daga, að hann hafi breyst í grínflokk í utanríkismálum, grínflokk sem setji í upphafi fram harðar og afdráttarlausar kröfur en hlaupi síðan frá þeim. Staðfesti Sjálfstæðisflokkurinn uppgjöfina í Jan-Mayen-málinu er hann að gefa ríkisstjórnum ann- arra landa það til kynna, að það þurfi i framtíðinni ekki að taka neitt mark á tillögugerð Sjálf- stæðisflokksins, jafnvel þótt hún feli í sér aðalkröfur og varakröfur, vegna þess að fulltrúar flokksins munu, þegar til samninga kemur, hlaupa frá öllu saman. Þeir séu bara grínkallar í utanríkispólitík. Er kjaradómur hlutlaus? - spyr Félag há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi fréttatilkynning frá Félagi háskólamenntaðra hjúkr- __t_*• unariræomga: Kjaradómur hefur nú kveðið upp úrskurð um kjaramál há- skólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga. Niðurstaða dómsins er sú, að gamli sérkjarasamningurinn gildi áfram í meginatriðum. Sam- kvæmt því er byrjunarlaunaflokk- ur BS-hjúkrunarfræðinga 103 (Bandalags Háskólamanna). Mun það vera lægst skipaði launaflokk- ur innan BHM. Hvað ræður gerðum kjara- dóms? Skákar hann í því skjólinu að um er að ræða kvennastétt, þegar hann dæmir BS hjúkrunar- fræðingum laun, langtum lægri en hópa innan BHM, er sama starfs- mat hafa? Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga mótmælir harðlega þessum dómi. Kjara- dómur, sem starfa skal hlutlaust, sýnir forkastanleg vinnubrögð þegar hann svo augljóslega tekur einkum mið af kröfum annars aðilans, þ.e. ríkissjóðs. Eðlilega vaknar því spurningin: Geta launþegar vænst réttlætis af slikum dómi? BMW gœöingurinn BMW sameinar kosti sportbíls og þægindi einkabíls, kraftmikill, öruggur, stöðugur í akstri, bjartur og rúmgóður, með þægilegum sætum. KRISTINN GUÐNASON HF. BMW er meira en samkeppnisfær í verði, auk þess sem þú eignast betri bíl en verðið segir til um. BMW - ÁNÆGJA í AKSTRI SUÐURLANDSBRAUT 20, SIMI 86633 "AKUREYRARUMBOÐ: BÍLAVERKSTÆÐI BJARNHÉÐINS GÍSLASONAR SÍMI96-22499 Ben-ti íhandhægum umbúðum. Prófaðu þig áfram . Finndu þitt bragð. Salmiak-lakkrís, salt lakkrís, mentol- eucalyptus eða hreinn lakkrís. Kosta ekki meira en venjulegar hálstöflur! (32 í pakka)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.