Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980 Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Ríkisstjórnin, orkumálin og lánsfjáráætlunin í umræðum sem fram fóru á Alþingi í þessari viku um fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun fyrir árið 1980 kenndi margra grasa. Þar var rætt almennt um stefnuna eða réttara sagt, stefnuleysi ríkis- stjórnarinnar, sem lýsir sér í þessari fjárfestingar- og lánsfjár- áætlun. Það var sýnt fram á fánýti hennar og haldleysi í stjórn ríkisfjármálanna. Einstakir mála- flokkar lýsa kannski bezt því sem heimfært verður almennt upp á ríkisstjórnina í þessu efni. Tveir slíkir málaflokkar eru t.d. orku- málin annars vegar og húsnæð- ismálin hins vegar. Hér verður vikið að orkumálum og aðeins einum þætti þeirra til að gera málið einfaldara. Það, sem hér verður vikið að, er fjármögnun Orkusjóðs til fjögurra tiltekinna verkefna. Þessi verkefni er styrk- ing rafdreifikerfis í sveitum, jarð- hitaleit, hitaveituframkvæmdir og sveitarafvæðing. Hér er um að ræða þýðingarmestu verkefni Orkusjóðs. En nú varða fram- kvæmdir þessar sérstaklega miklu máli. Undir þeim er komið, hve vel miðar áfram að leysa vanda þeirra, sem nota olíu til upphitun- ar húsa. Þessar framkvæmdir ráða mestu í bráð um það, að hægt sé að leysa olíuna af hólmi sem orkugjafa til upphitunar húsa og hagnýta innlenda orkugjafa þess í stað. í júní 1979 gerði Orkuráð tillögu til fjárlagagerðar um þessi efni fyrir árið 1980. Þar var lagt til, að það skyldi varið til þessara fjög- urra þátta samtals 5.4 milljörðum á árinu. Viðbrögð stjórnvalda við þessu komu fyrst fram í fjárlaga- frumvarpi Tómasar Árnasonar í október sl. þar sem gert var ráð fyrir að til þessara verkefna yrði varið samtals 2.3 milljörðum. Ekki tók betur við, þegar fjárlagafrum- varp Sighvatar Björgvinssonar leit dagsins ljós í desember sl., því að þar var gert ráð fyrir tveim milljörðum til þessara þarfa. Þetta þóttu heldur slæm tíðindi að vonum. I stað 5.4 milljarða var gert ráð fyrir tveim milljörðum. Og þó er þess að gæta, ef halda hefði átt framkvæmdamætti þess framlags, sem Orkuráð lagði til í júní 1979, hefði vafalaust þurft að hækka þá upphæð um 50% í stað þess að lækka hana um 63%. Þegar svo var málum komið, leitaðist Orkuráð við að gera allt, sem verða mátti, til þess að fá leiðréttingu þessara mála. Þannig beindi Orkuráð því til iðnaðar- ráðherra 14. febrúar sl., að fram- lög til þeirra framkvæmda, sem hér um ræðir, yrðu í samræmi við tillögur ráðsins. Itarlegur rök- stuðningur fylgdi þessari mála- leitan. Minnt var á að þetta varðaði ráðstafanir til að leysa olíuna af hólmi til hitunar hús- rýmis, en olían kostaði notendur um 13 milljarða kr. árlega. Það væri því dýrkeyptur sparnaður í ríkisútgjöldum að að draga slíkar ráðstafanir á langinn vegna fjár- skorts. I marz 1979 hafði Orkuráð gert samþykkt um 8 ára áætlun um endurnýjun rafdreifikerfis í sveit- um landsins. Samkvæmt þessari áætlun var nauðsynlegt að verja á ári til þessa verkefnis 1700 millj. kr. Styrking rafdreifikerfis í sveit- um er forsenda þess, að unnt sé að dreifa raforku, sem nægir til fullrar hitunar, svo að leggja megi niður hitun með olíu. Hvarvetna í þéttbýli eru hitaveituframkvæmd- ir í gangi eða undirbúningi þar sem jarðhiti er á annað borð fáanlegur, en annars staðar ýmis fjarvarmaveitur eða efling raf- dreifikerfis, sem gerir upphitun mögulega. Átta ára áætlunin er því hliðstæð framkvæmd í sveit- um landsins. Að mati Orkuráðs var 8 ár í rauninni hámark þess tíma, sem ætla mætti í að styrkja rafdreifikerfi sveitanna. Því var í tillögum ráðsins lagt til, að veittar yrðu 1700 millj. kr. til þessa verkefnis, en í fjárlagafrumvarpi var einungis gert ráð fyrir 700 millj. kr. Þessi niðurskurður tákn- aði að öðru jöfnu, að fram- kvæmdatími lengdist úr 8 árum í 19 ár. Þetta þýddi því að olíuhitun yrði við lýði í sveitunum löngu eftir að henni var hætt í þéttbýl- inu. Sérstök áherzla var lögð á jarðhitaleit. Við það ástand í verðlagsmálum olíu, sem nú ríkir, er það nánast þjóðhagsleg fásinna að láta fjármagn vera flöskuháls í leit að jarðhita til húshitunar. Tillögur um fjármagn til jarðhita- leitar árið 1980 voru því miðaðar við það, að unnt væri að sinna öllum þeim verkefnum, sem jarð: borar ríkisins kæmust yfir. I samræmi við þetta sjónarmið var lagt til, að á árinu væri 900 millj. kr. varið til jarðhitaleitar. En í fjárlagafrumvarpi var einungis ætlað til þessara þarfa 600 millj. Þá er það ekki minna þjóðhags- legt glappaskot að láta fjárskort valda töfum á hagnýtingu jarð- varmans. I samræmi við þetta var lagt til, að Orkusjóður fengi 2000 millj. kr., er varið skyldi til hitaveituframkvæmda. En í fjár- lagafrumvarpi var aðeins gert ráð fyrir 500 millj. kr. til Orkusjóðs í þessum tilgangi. Hin eiginlega sveitarafvæðing hefur verið um langan aldur verkefni á vegum Orkusjóðs. Ekki má lengur dragast að tengja samveitu þau fáu sveitabýli, sem eftir eru af þeim, sem talið er rétt að rafvæða með þeim hætti. Bið þess fólks, sem þar bíður, eftir rafmagni er orðin æðilöng. Gerðar voru tillögur um 600 millj. kr. í þessu skyni á árinu 1980. Fjár- lagafrumvarpið gerði ráð fyrir aðeins 215 millj. kr., sem rétt nægir fyrir nauðsynlegum viðbót- um við eldri veitur. Þetta þýddi að um engar nýlagningar gat verið að ræða á árinu. En tillögur Orku- ráðs voru við það miðaðar, að lokið yrði á árinu 1980 að tengja þá sveitabæi, sem eftir eru. Þannig stóðu málin þegar fjár- lagafrumvarp núv. ríkisstjórnar var lagt fram í marzmánuði sl. Hvað kom þá í ljós? Til þessara framkvæmda, sem hér um ræðir, var Orkusjóði ætlaðir 2.3 milljarð- ar kr. Þó þetta kæmi fram við fjárlagaafgreiðslu var því ekki að heilsa að þetta fjármagn kæmi úr ríkissjóði. Var gert ráð fyrir, að meginhluti þess kæmi sem láns- fjármagn. Var þá Orkusjóði gert að taka fjármagn þetta að láni með þeim vaxtakjörum, sem nú ríkja. Síðan skyldi hann ráðstafa því að meginhluta sem óaftur- kræfu framlagi. Þetta er kapítuli fyrir sig. í umræðum um fjárlagafrum- varpið var bent á þá óhæfu, sem hér væri verið að fremja. Því var svarað af hálfu ríkisstjórnarinn- ar, að menn skyldu vera rólegir, því að úr yrði bætt. Með fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun yrðu gerðar áðstaínair til þess að auka það fjármagn, sem gengi til þeirra framkvæmda, sem hér um ræðir. Og nú hefur þessi fjárfestingar- og lánsfjáráætlun litið dagsins ljós. Er þá gert ráð fyrir að samtals 2.7 milljarðar kr. fari til þessara framkvæmda. Kannske er þessi upphæð ekki tilviljun, því að hún er nákvæmlega 50% af þeirri upphæð, sem Orkuráð lagði til miðað við verðlag í byrjun árs 1979. Þetta er 400 millj. kr. meira heldur en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaganna. Eru hér komnar efndirnar á loforðunum, sem gefin voru í fjárlagaumræð- unni. En ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið. Það sannast hér. Jafnframt var ákveðið að rúmar 200 milljónir króna af þessari upphæð kæmu ekki til greiðslu á árinu 1980. Talnaleikur þessi talar sínu máli. Enginn verður vændur um að gera núv. ríkisstj. rangt til með því að dæma hana af verkunum í þeim orkumálum, sem hér hefur verið vikið að. Einmitt um þessi mál segir í stjórnarsáttmálanum: „Sérstök áherzla verður lögð á aðgerðir í orkumálum, m.a. með það að markmiði að innlendir orkugjafar komi sem fyrst í stað innfluttrar orku og að unnt verði með viðunandi öryggi að tryggja afhendingu orkunnar til notenda." Af því sem hér hefur verið sagt má marka, hvað þeir aðhafast þegar þeir bezt vilja gera. Hvað skyldi þá um það, sem þeir leggja minni áherzlu á? _______Halldór Blöndal:_____ Lítið kvæði til skatt- borgarans Sigurður Jónsson frá Haukagili, — sá góði Nestor vísnamanna, — hefur sagt mér, að það sé eyðilegging á vísunni að safna henni svo, að maður skrifi ekkert niður nema hana. Nauðsynlegt sé að vita eitthvað um augnablikið, þegar hún var ort. — Ég gleymdi að spyrja hann um tækifæriskvæði og af því að það var orðið svo áliðið, þegar sjónvarpsþættinum úr Alþingi lauk á þriðjudagskvöldið, vildi ég ekki hringja í hann. Var raunar viss um, að hann væri sofnaður fyrir löngu. Hún er annars skrýtin þessi deila, sem einlægt kemur upp um það, hvort skattarnir hafi verið hækkaðir í leiðinni, þegar ríkis- stjórnir leggja sig fram um að gera „lagfæringar" á tekjuskatt- inum. Hver er nú reynsla manna af því? Eða hvers vegna skyldi Guðmundur J. hafa brugðið sér í flýti vestur á Snæfellsnes í sama mund og verið var að húrra skattafrumvarpinu í gegnum neðri deild nema af því honum leizt ekki á blikuna? — Nema hér hafi verið um mál að ræða, sem átti eftir að verða vinsælt og hann hafi ekki gáð að því? Skattborgarinn fylgist með þessu öllu saman. Hann er búinn að telja fram. Hann finnur, að launahækkanirnar eru aðeins hálfdrættingur borið saman við hækkanirnar á brauðinu, síma- num eða bensíninu. Að ekki séu orðaðir vextir! Og hann skilur ekki eftir á, hvernig konunni hans tókst að láta endana ná saman í síðasta mánuði. — Ef hann er svo óheppinn að hafa búið til kex eða súkkulaði missir hann auk heldur vinnuna á næst- unni. Nýir skattar hafa verið lagðir á atvinnureksturinn. Okkur er sagt að það sé gert vegna þess, að landslýður borgi ekki það, sem fyrirtæki borgi. — Asninn ber ekki það, sem ég ber, sagði karlinn (eða var það kerlingin? Mér hefur láðst að spyrja Guð- rúnu Helgadóttur hvort jafnstöð- unnar hafi verið gætt í þjóðsög- unum). Helgi Seljan sagði annars í sjónvarpinu á þriðjudagskvöldið, — með ábyrgðarþunga eins og hann bæri ráðherra fyrir því, — að það væri mikill misskilningur að skattar væru að hækka fremur en framlög í vegaáætiun að lækka. — Allt er þetta eins og hver vill heyra, fannst mér svip- urinn á honum segja við mig. Og nú, skattborgari góður, er það lítið kvæði til þín af þessu ómerkilega tilefni. Kveikjan var sú, að ég las persneska ferhendu gamla, í danskri þýðingu, þar sem frá því var sagt, að ræningjar hefðu ráðizt á konu, en þrætt fyrir það eftir á, svo að hún tapaði sér síðan: Þú óttast að skattarnir ha kki hér úr hófi fram og barmar þér. En stjórnin kveður það allt ósatt. Hún ætli að lækka tekjuskatt. Þetta er mótsögn í sjálfu sér. Og sýnist stórt sem á milli ber. En hér sem oftar ef að cr gáð er auðvelt að finna heillaráð. Vilji beggja er eins um eitt að ei skuli hækka skattar ncitt. Hvað lagt var á síðast er létt að sjá og iáta þig borga sama og þá. Með beztu kveðju, Halldór Blöndal. Stykkishólmur: N iðurstöðutölur fjárhagsáætlunar 1100 milljónir kr. Stykkishólmi 10. mai. HREPPSNEFND Stykkishólms- hrepps hefir nýlega gengið frá fjárhagsáætlun hreppsins fyrir árið 1980 og eru niðurstöður hennar: Hjá sveitasjóði 844 millj., hjá Vatnsveitu 38 millj., hjá Hafnar- sjóði 218 millj., eða samtals 1100 milljónir. Helstu tekjuliðir eru útsvör 264 milljónir, aðstöðugjöld 37 millj. og fasteignagj. 77 millj. Álagning útsvara miðast við 12,1% og því nýttar heimildir í lögum í ár. Helstu rekstrargjöld stjórn sveitarfélagsins 34 millj. Al- mannatryggingar, félagshjálp og þar með rekstur Dvalarheimilis- ins 98 millj. Fræðslumál 100 millj. Fjármagnskostnaður 42 millj. Menningarmál 28 millj. Helstu framkvæmdir eru áætlað- ar: Til heilsugæslustöðvar 35 millj., skólahúss 100 millj. endur- bóta sundlaugar 20 millj. Gatna- gerðar 80 millj., útivistarsvæðis 14 millj., hafnarframkvæmda 150 millj. og til leigu- og söluíbúða 100 millj. Hækkun áætlunar milli ára 1979 og 1980 er 45%.. í hlýindunum undanfarið var komin mikil gróska í allt líf hér. Tún byrjuð að skipta um lit og varp fugla hafið, en svo kom kuldakast eins og víðar um landið sem varð til þess að úr gróðri og varpi hefir dregið og vegna veð- urs hefir lítið verið hægt að leita eggja um eyjar. Bíða menn nú eftir betri tíð. Mikið verður um byggingar hér í Stykkishólmi eins og undanfar- ið, en þrátt fyrir byggingar- framkvæmdir virðast alltaf vera húsnæðisvandræði. Stykkis- hólmshreppur hefir ákveðið að hefja byggingu leigu- og sölu- íbúða á þessu ári. Þá eru nokkrir einstaklingar að byrja byggingar og nokkrir komnir vel áleiðis. Stjórn sjúkrahússins hyggur nú á viðbætur og hefir þegar tryggt sér fjármagn til framkvæmd- anna. Er ákveðið að byrja í sumar. Unnið er verulega að eflingu heilsugæslustöðvarinnar. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.