Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980 25 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö. Bomban og Island - orð eru til alls fyrst Akefð herstöðvaandstæðinga í málflutningi þeirra um það, að hér á landi séu kjarnorkuvopn, vekur óhug og grunsemdir um, að þessum aðilum sé það síst að skapi að halda Islandi utan gjöreyðingarátaka. Þessi fámenni hópur hefur gert það upp við sig, að honum takist ekki að ná því markmiði sínu að gera Island varnarlaust með hófsamri kynningu á málstað sínum. Þá er gripið til þess ráðs að ógna þjóðinni með því skelfilegasta, sem til er í vopnabúrum heimsins. I stuttu máli virðist röksemdafærslan vera þessi: í erlendum tímaritum hafa birst greinar, sem gefa til kynna, að hér á landi geti verið kjarnorkuvopn. Yfirlýsingar erlendra og innlendra stjórnmálamanna um hið gagnstæða eru marklaus- ar. Hér á landi skulu vera kjarnorkuvopn og vegna þeirra skal Keflavíkurflugvöllur vera „dauðagildra", sem kallar hinar ógurlegustu hamfarir yfir þjóðina. Herstöðvaandstæðingar ganga út frá því sem vísu, að Sovétmenn muni kasta kjarnorkusprengjum á Island. Til þess að svo verði, þurfi að sannfæra þá í eitt skipti fyrir öll um, að slík árás sé réttlætanleg með vísan til þess, að hér á landi séu kjarnorkusprengjur. Notuðu herstöðvaandstæðingar fjörutíu ára afmæli hernáms Breta til að koma þessum boðskap sínum á framfæri. Greinilegt er, að meðal íslendinga er ekki mikill áhugi á að meðtaka hann, hitt er herstöðvaandstæðingum betur kunnugt um en Morgunblaðinu, hvernig Sovétmenn bregðast við. Þessi „dauðadans“ herstöðvaandstæðinga er þjóðhættulegur. A fölskum forsendum er með ómerkilegum hætti vegið að öryggi lands og þjóðar um leið og hernámsandstæðingar leika sér að gjöreyðingarhugmyndum. Komi til hernaðarátaka trúir því enginn, að með kjarnorkuvopnum verði ráðist á kjarnorku- vopnalausa þjóð, eins og íslendingar eru. Um það er samkomulag milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna, að kjarnorkuvopnum verði ekki komið fyrir hér á landi, án þess að íslensk stjórnvöld veiti til þess samþykki sitt. Er það skoðun herstöðvaandstæðinga, að slíkt samþykki hafi verið veitt og þá af hverjum? Eða telja herstöðvaandstæðingar, að Sovétmenn muni kasta kjarnorkusprengjum sínum á Island, hvort sem hér eru slík vopn eða ekki? Innrásin í Afganistan sannar raunar, að ekki þarf kjarnorkuvopn til að egna Sovétmenn til óhæfuverka. Enginn taldi, að í Afganistan væri að finna kjarnorkusprengjur, áður en Sovétmenn héldu með óvígan her inn í landið, sem hafði skipað sér í fylkingu þeirra ríkja, er telja öryggi sínu best borgið með einskonar hlutleysi utan hernaðarbandalaga við stórveldin. Sú hugsjón, sem tengist svo mjög nafni Titos Júgóslavíuforseta, virðist vera að líða undir lok á dánarári hans vegna yfirgangs Sovétmanna og útsendara þeirra Fidels Castros og fleiri slíkra,sem virðast eiga þá ósk heitasta að stjórna í mannlausum ríkjum. Það er hættuleg falskenning, að varnir séu hér á íslandi til að Bandaríkin geti breytt landinu í kjarnorkuhreiður. Þessi kenning er ekki sett fram af umhyggju fyrir sjálfstæði og öryggi íslensku þjóðarinnar. Hún þjónar þeim einum tilgangi, að halda lífi í deyjandi samtökum, sem telja framtíð sinni best borgið hafi þau uppáskrift Kremlverja um að þeir ætli að kasta bombu á Island. Það er engin furða, þótt slíkir menn kjósi að ganga grímuklæddir í dularklæðum, þegar þeir boða skoðanir sínar. / iögunum var haldinn fundur kommúnista úr austri og ves^'1 í París, þar sem Kremlverjar settu fyjgjendum sínum þá línu að nú skyldu þeir einbeita sér að baráttunni gegn kjarnorkuvopnum. Þessi lína er boðuð, því að Sovétmenn vilja halda þeim yfirburðum, sem þeir hafa náð í kjarnorkustyrk á meginlandi Evrópu. I blindni er henni strax fylgt hér á landi. Hún þjónar fyrst og síðast sovéskum hernaðarhagsmunum og á ekkert skylt við sjálfstæði Islands. Þvert á móti er þetta einhver sú lúalegasta aðför, sem gerð hefur verið að sjálfstæðinu, og hún kallar um leið á ástæðulausar hættur yfir land og þjóð á hinum viðsjárverðustu tímum í alþjóðamálum. Það væri einn mesti glæpur, sem hægt væri að fremja að ráðast með kjarnorkusprengjum á vopnlausa þjóð eins og íslendinga. Enginn ætti að leika sér að slíkri hugsun. Á fundi bankaráðs Seðlabankans, sem nú er nýlokið, staðfesti við- skiptaráðherra reikninga bankans fyrir árið 1979. Ennfremur lagði bankastjórinn fram á fundinum ársskýrslu bankans fyrir síðastliðið ár, en þar er auk reikninga bankans að finna margvíslegar upplýsingar um þróun efnahagsmála og starf- semi Seðalabankans á liðnu ári. Ég mun nú fyrir hönd bankastjórnar- innar gera nokkra grein fyrir þróun efnahagsmála á síðastliðnu ári, en fjalla jafnframt um ýmsar hliðar þess vanda, sem við er að fást í stjórn efnahagsmála um þessar mundir. Varðandi starfsemi bank- ans að öðru leyti vil ég vísa til þess, sem um það efni segir í skýrslu bankans og fram hefur komið í ávarpi formanns bankaráðs hér á undan. • Vaxandi verðbólga, minnkandi hagvöxtur Þrennt setti öðru fremur svip sinn á þróun efnahagsmála bæði hér á landi og í umheiminum á síðastliðnu ári, ný stökkbreyting olíuverðlags, vaxandi verðbólga og minnkandi hagvöxtur. Er nú ljóst orðið, að þróun efnahagsmála í heiminum hefur tekið nýja og óheillavænlegri stefnu, sem ein- kennist af vaxandi misvægi í greiðslujöfnuði, áframhaldandi verðbólgu samfara hættu á efna- hagslegum samdrætti, einkum í Bandaríkjunum og Bretlandi, mik- ilvægustu markaðslöndum íslend- inga. Þótt breytt ytri skilyrði, einkum versnandi viðskiptakjör vegna hækkunar á olíuverðlagi, hafi þegar haft víðtæk áhrif á þróun efna- hagsmála hér á landi, hafa áhrifin á viðskiptajöfnuð og framleiðslu- þróun orðið minni en ætla mætti. Er það fyrst og fremst að þakka mun meiri sjávarafla en gert hafði verið ráð fyrir, og er hætt við, að í því efni hafi að undanförnu verið gengið lengra en samrýmanlegt er skynsamlegustu nýtingu fiskstofn- anna við landið, þegar til lengri tíma er litið. Nærri lætur, að magnaukning útflutningsfram- leiðslunnar hafi á síðasta ári vegið upp að fullu bein áhrif olíuverðs- hækkunarinnar á viðskiptajöfnuð. Sé litið til raunstærða og stöðu þjóðarbúsins út á við, verður ekki annað sagt en að á árinu 1979 hafi íslenzkur þjóðarbúskapur verið í sæmilegu heildarjafnvægi, raun- tekjubreytingar verið iitlar og óvenju smástígar hreyfingar á ein- stökum þáttum þjóðarútjalda. • Verðhækkanir ekki meiri síðan á styrjaldarárunum Ailt annað er hins vegar uppi á teningnum, ef litið er til breytinga á verðlagi og peningalegum stærð- um, en verðbólgan, sem hjaðnað hafði lítið eitt veturinn 1978 til 1979, magnaðist enn á ný, er á árið leið, og hafa verðhækkanir ekki síðan á styrjaldarárunum mælzt meiri hér á landi en á síðari helmingi ársins. Það er því sízt að undra, að viðureignin við verðbólg- una og vandamálin, sem af henni spruttu, hafi haldið áfram að vera meginviðfangsefni þeirra, sem fóru með stjórn efnahags- og þjóðmála á árinu. En áður en ég sný mér að þeirri hlið málanna, vil ég rekja í stuttu máli helztu upplýsingar, sem fyrir liggja um þróun þjóðhags- stærða á liðnu ári. Nokkuð dró úr hagvexti á árinu 1978 miðað við undanfarin tvö ár. Samkvæmt áætlunum Þjóðhags- stofnunar var aukning þjóðar- framleiðslu á árinu 1979 2,3%, en hún hafði reynzt 4,4% árið áður, en 6% árið 1977. Þessi útreikningur á breytingu raunverulegrar þjóðar- framleiðslu milli ára byggist á færslu til 1969 verðlags. Telur Þjóðhagsstofnum, að framleiðslu- aukning hafi verið u.þ.b. 1% meiri, eða nálægt 3,4% á síðasta ári, ef miðað væri við 1978 verðlag. Sam- kvæmt því er líklega raunhæfara að miða við það, að hagvöxtur á síðastliðnu ári hafi verið yfir 3%, sem þó einnig er verulega fyrir neðan meðalhagvöxt síðastliðins áratugs, en á árinu 1970 til 1979 er talið, að meðalvöxtur þjóðarfram- leiðslu hafi veri 4,7% Hitt varð þó enn þyngra á metunum, að viðskiptakjör rýrnuðu á síðastliðnu ári um rúm 10% miðað við meðaltal fyrra árs, og stafaði sú breyting öll af hinum gífurlegu hækkunum, sem urðu á verðlagi á innfluttum olíuvörum. Var hér um að ræða mikla rýrnun á raunverulegu ráðstöfunarfé þjóðar- innar, sem varð þess valdandi, að þjóðartekjur lækkuðu um 1,7% frá fyrra ári, og er þá miðað við 1969 verðlag. Eru þetta mikil umskipti, þar sem þjóðartekjur höfðu vaxið um rúm 6% að meðaltali undanfar- in þrjú ár. • Fiskveiðistefnan vandasamasta viðfangsefnið Það má fyrst og fremst þakka mikilli framleiðsluaukningu í sjáv- arútvegi, að nokkur teljandi auk- ning varð á síðastliðnu ári í þjóðar- framleiðslu, er vegið gæti nokkuð á móti þeirri tekjurýrnun, sem þjóð- arbúið varð fyrir vegna hækkunar olíuverðalgs. Heildarfiskaflinn jókst enn um nálægt 5% og varð rúm 1630 þús. tonn, sem er meira en nokkru sinni fyrr. Magnaukning sjávarvöruframleiðslunnar í heild er hins vegar talin hafa verið 12—15% miðað við fast verðlag. Þrátt fyrir verulegar aflatakmark- anir, fór fiskaflinn á árinu þó nokkuð fram úr því, sem talið hafði verið ráðlegt, ef tryggja ætti ekki aðeins viðhald, heldur einnig ör- ugga uppbyggingu helztu fiskstofna í kringum landið. Er ljóst orðið, að fiskveiðistefnan og val stjórntækja henni til framkvæmda er orðið eitt vandasamasta viðfangsefnið í þjóð- arbúskap Isleninga, þar sem bæði er um það að tefla að takmarka fiskveiðar við það magn, sem gefur hagstæðasta nýtingu fiskstofna til langs tíma, og stuðla jafnframt að því, að fiskiflotinn sé rekinn og nýttur með sem hagkvæmustum hætti. Ef við lítum á framleiðsluþróun annarra atvinnuvega, kemur í ljós, að hún var mjög mismunandi á síðastliðnu ári. Þannig mun iðnað- arframleiðslan hafa vaxið um 4— 5%, sem er svipuð aukning og árið áður, en hins vegar dróst landbún- aðarframleiðslan verulega saman, eða um 5—6%, einkum végna erfiðs árferðis, en árið áður hafði reynzt einstaklega hagstætt til búskapar. Loks benda upplýsingar til þess, að örlítið hafi dregið úr byggingar- starfsemi á árinu. Sé nú á hinn bóginn litið á ráðstöfunarhlið þjóðarbúskaparins, kemur fram, að tiltölulega litlar breytingar urðu á öllum þáttum þjóðarútgjalda, en í heild jukust þau aðeins um rúmt 1%, sem var verulega innan við aukningu þjóð- arframleiðslu. Á móti þessu komu svo hins vegar áhrif versnandi viðskiptakjara, sem jafngiltu um 4% lækkun þjóðartekna, og varð heildarniðurstaðan sú, að útgjöld þjóðarinnar fóru nálægt 1% fram úr ráðstöfunartekjum, svo að sam- svarandi halli myndaðist á við- skiptajöfnuðinum við útlönd. • Ráðstöfunartekjur óbreyttar, þrátt fyrir 3% grunnkaupshækkun Um einstaka þætti þjóðarút- gjalda er það að segja, að bæði einkaneyzla og samneyzla jukust um nálægt 2% á árinu, sem er óvenjulega lítil aukning miðað við undanfarin ár. Þrátt fyrir 3% grunnkaupshækkanir vorið 1979 héldust raunverulegar ráðstöfun- artekjur svo til óbreyttar, en jafn- framt var lögð áherzla á að halda samneyzlu í skefjum. Reyndist þó þessi aukning meiri en ráðstöfun- artekjur þjóðarinnar leyfðu, og kom það fram bæði í minni heildar- sparnaði, sem árið 1979 nam 24,8% af þjóðarframleiðslu, og í óhag- stæðari viðskiptajöfnuði við útlönd. Örlítil lækkun mun hafa orðið í heildarfjárfestingu á árinu 1979, eða tæplega 2% samkvæmt upp- gjöri þjóðhagsreikninga, en í láns- fjáráætlun hafði verið stefnt að 7% lækkun. Hefur hlutfall fjárfest- ingar af þjóðarframleiðslu farið lækkandi allt síðan 1975, er það nam 33%, í 25,3% á síðasta ári. Hefur þessi lækkun átt sinn þátt í að skapa svigrúm bæði til bættrar stöðu út á við og aukinnar einka- neyzlu. Þrátt fyrir hina hóflegu aukn- ingu þjóðaútgjalda, sem ég hef nú gert grein fyrir, og mikla aukningu útflutningsframleiðslu, tókst ekki að koma í veg fyrir nokkurn halla á viðskiptajöfnuði. Á árinu 1978 hafði náðst hagstæður jöfnuður í við- skiptum þjóðarbúsins við önnur lönd, er jafngilti 1,4% af þjóðar- framleiðslu. Á síðastliðnu ári sner- ist viðskiptajöfnuðurinn aftur yfir í halla, sem nam um 0,9% af þjóðar- framleiðslu, sem telja verður viðun- andi útkomu miðað við þá miklu rýrnun viðskiptakjara, sem átti sér stað á árinu. Mun ég nú víkja að nokkrum helztu þáttum í þróun greiðslujafnaðar á árinu 1979. Heildarverðmæti útflutnings nam rúmlega 278 milljörðum króna, sem samsvaraði 18% verðmætis- aukningu miðað við árið 1978, ef reiknað er til sama meðalgengis bæði árin. Um 15% aukning varð á verðmæti útfluttra sjávarafurða, en jafnframt jukust birgðir af sjávar- afurðum um nálægt 44% miðað við gjaldeyrisverðmæti á árinu. Mikil aukning varð einnig á útfluttum iðnaðarvörum. Útflutningur áls jókst um 18%, hafinn var útflutn- ingur kísiljárns, sem nam 3,3 millj- örðum á árinu, en útflutningur annarra iðnaðarvara jókst um 30% frá fyrra ári. Áætlað er, að útflutn- ingsverðlag hafi að meðaltali hækk- að á árinu um tæp 8% miðað við fast meðalgengi, en að magni hafi útflutningurinn aukizt um 9,5% frá fyrra ári. • Hlutdeild olíu í innflutningi hækkaði úr 12% í 19% Sé hins vegar litið á þróun innflutnings, verður allt annað uppi á teningnum, þar sem aukning hans stafaði svo til eingöngu af hækkuðu verðlagi, einkum á olíuvörum. I heild jókst verðmæti vöruinnflutn- ings um 20%, þótt magnaukning væri svo til engin. Liggur nærri, að um Víi af verðmætisaukningu inn- flutningsins hafi stafað af hinum gífurlegu hækkunum, sem urðu á olíuinnflutningi á árinu, en meðal- verðhækkun á innfluttum olíuvör- um milli áranna 1978 og 1979 nam rúmlega 90%. Hækkaði hlutdeild olíuvara í heildarinnflutningi úr 12% árið 1978 í 19% á síðasta ári. Verðlag annars innflutnings en olíu hækkaði um tæp 8% á árinu, eða um mjög svipað hlutfall og útflutningurinn. Rýrnun viðskipta- kjara, sem nam fullum 10% að meðaltali frá árinu áður, stafaði því eingöngu af hækkun á olíuverði. Komu olíuverðshækkanirnar, svo sem kunnugt er, miklu fyrr fram hér á landi og með meiri þunga á síðastliðnu ári en í flestum öðrum löndum, þar sem meginhluti olíu- innflutningsins er tengdur dagverði í Rotterdam, en það hækkaði mun hraðar á fyrri hluta ársins en hráolíuverð. Hafði þessi snögga breyting þegar mikil áhrif á af- komu útflutningsatvinnuveganna, en leiddi síðan til lækkandi gengis íslenzku krónunnar og aukinnar verðbólgu. Þrátt fyrir þessar hækkanir á innflutningsverðlagi, varð vöru- skiptajöfnuðurinn hagstæður á ár- inu um 9,3 milljarða króna, en hann hafði verið hagstæður um 11,6 milljarða árið áður, og er þá hvort tveggja reiknað á sama meðalgengi. Hins vegar varð sú afdrifaríka breyting á árinu, að þjónustujöfn- uðurinn, sem verið hefur jákvæður eða nálægt jafnvægi um mörg undanfarin ár, snerist nú í mikinn halla, eða sem nam 16,5 milljörðum króna. Námu tekjur af útfluttri þjónustu samtals 107,2 milljörðum króna, en greiðslur fyrir innflutta þjónustu 123,7 milljörðum. Meira en helmingur þessarar miklu rýrn- unar þjónustujafnaðarins stafaði af óhagstæðari afkomu og minnkandi tekjum af flugsamgöngum. Reiknað á föstu gengi jukust tekjur flugfé- laga aðeins um 2% frá fyrra ári, en útgjöld um rúmlega 42%, og átti hækkun eldsneytiskostnaðar drýgstan þátt í útgjaldaaukning- unni. Lækkuðu nettó-gjaldeyris- tekjur flugfélaga úr 15,5 milljörð- um á árinu 1978 í 5,8 milljarða á síðastliðnu ári. Önnur meginorsök versnandi þjónustujafnaðar voru aukin vaxtaútgjöld, sem jukust um 6,2 milljarða á föstu gengi, og koma þar fram bæði áhrif vaxandi er- lendra skulda og hækkandi vaxta á erlendum lánsfjármörkuðum. Loks varð 2,5 milljarða hækkun á út- gjöldum íslendinga vegna ferðalags og dvalarkostnaðar erlendis, en mun minni hækkun varð á tekjum af erlendum ferðamönnum. • Viðskiptajöfnuður óhagstæður Séu nú þær tölur allar um viðskipti með vörur og þjónustu, sem ég hef nú rakið, dregnar saman í eitt, kemur fram, að viðskiptajöfn- uðurinn var á síðastliðnu ári óhag- stæður um 7,2 milljarða króna, en það jafngildir, eins og áður hefur komið fram, 0,9% af þjóðarfram- leiðslu. Á fyrra ári var hins vegar 10,5 milljarða hagstæður viðskipta- jöfnuður, reiknað á sama gengi, sem jafngilti 1,4% af þjóðarfram- leiðslu. Rétt er að taka fram, að þessar tölur gefa ekki alveg rétta mynd af þróun viðskiptajafnaðar- ins milli þessara tveggja ára, þar sem á síðastliðnu ári var bæði veruleg aukning útflutningsvöru- birgða og innflutnings á sérstökum fjárfestingarvörum, sem jók veru- lega á rýrnun viðskiptajafnaðar milli þessara tveggja ára. Hér er hins vegar ekki um svo mikinn mun að ræða, að ástæða sé til að ræða hann frekar. Viðskiptahalli sá, sem varð á síðastliðnu ári, jafnaðist að öllu leyti og meira til af innstreymi fjár vegna fjármagnshreyfinga frá út- löndum, en þar eru erlendar lántök- ur til langs tíma þyngstar á metun- um. Reyndist fjármagnsjöfnuður- inn í heild hagstæður á árinu um rúma 24 milljarða króna, en auk þess að jafna viðskiptahallann hafði þetta fjármagnsinnstreymi í för með sér 18,7 milljarða bata í gjaldeyrisstöðu bankanna, og er þá miðað við það gengi, sem í gildi var í lok ársins 1979. Var þá nettó gjaldeyriseign bankakerfisins kom- in upp í 44,4 milljarða, og var nettó gjaldeyrisstaðan þar með komin upp fyrir þau mörk, sem hún varð hæst fyrir efnahagsörðugleikana á árunum 1974 og 1975, en vegna hækkandi verðlags vantar þó enn verulega á, að sama raungildi sé náð. Bati gjaldeyrisstöðunnar kom nálægt því að jöfnu fram í endur- greiðslu gjaldeyrisskulda Seðla- bankans, sem stofnað hafði verið til á erfiðleikaárunum eftir 1974, og í aukningu gjaldeyrisforða Seðla- bankans, en hann nam 64,8 millj- örðum króna í lok ársins á þágild- andi gengi. Enn eru ógreiddir 18 milljarðar af þeim skuldum, sem stofnað hafði verið til við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn, og verður megin- hluti þeirra að greiðast á næstu tveimur árum. • Heildarskuldir þjóðar- búsins 335 milljarðar Erlendar lántökur voru enn mjög miklar á árinu 1979, og námu innkomin lán 57 milljörðum króna, reiknað á meðalgengi ársins. Af- borganir eldri lána námu samtals 28,3 milljörðum, svo að skuldaaukn- ingin á árinu varð 28,7 milljarðar. í árslok voru heildarskuldir þjóðar- búsins komnar í 335 milljarða króna reiknað á ársloka-gengi, sem fært til meðalgengis ársins nemur um 35% af þjóðarframleiðslu, sem er örlítið hærra hlutfall en undan- farin þrjú ár, en þetta hlutfall hefur verið tiltölulega stöðugt síðan á árinu 1976. Einnig var nokkur hækkun á greiðslubyrði af erlend- um lánum á árinu, en afborganir og vextir námu um 14,2% af tekjum þjóðarbúsins af útfluttum vörum og þjónustu, en síðastliðin fimm ár hefur þetta hlutfall legið á bilinu 13—14% af tekjum. Þótt þessar tölur sýni að litlar breytingar hafa orðið síðustu árin á skuldabyrði þjóðarbúsins miðað við framleiðslu og útflutningstekjur, bendir ýmis- legt til þess, að greiðslubyrði muni þyngjast verulega á þessu og næstu árum, ef svo fer fram sem horfir. Koma þar m.a. til áhrif af hækk- andi vöxtum og styttri lánstíma á erlendum lánamörkuðum, en jafn- framt greiðast ört niður lán, sem tekin voru, þegar kjör voru mun hagstæðari. Ér af þessum ástæðum full þörf áframhaldandi aðhalds um erlendar lántökur, eins og síðar mun að vikið, en hitt skiptir þó ekki minna máli, að þær framkvæmdir njóti forgangs til erlends lánsfjár, sem líklegar eru til þess að bæta greiðslugetu þjóðarbúsins í fram- tíðinni, annað hvort með aukningu útflutningsframleiðslu eða lækkun innflutnings. Mikilvægt er, að greiður aðgangur að erlendu lánsfé verði ekki til þffss að draga úr fjárhagslegu aðhaldi og leiði þannig til aukinnar neyzlu eða félagslegra útgjalda, sem með réttu móti ætti að greiða af tekjum líðandi stundar. Ég hef nú í stuttu máli rakið breytingar helztu raunstærða þjóð- arbúskaparins og fjallað um greiðslujöfnuð og stöðuna út á við. Þótt þessar tölur sýni, að nokkuð hafi hallað undan fæti miðað við árið á undan, hvort sem litið er á framleiðsluaukningu eða viðskipta- jöfnuð, er alls ekki um stórfelldar breytingar að ræða, þrátt fyrir verulega rýrnun ytri skilyrða. Um þessi tvö síðustu ár má með gildum rökum segja, að þau hafi verið með kyrrlátara móti metið eftir breyt- ingum raunstærða. Bæði einkennd- ust þau af nokkrum, en þó ekki örum hagvexti, nægri og stöðugri atvinnu og hagstæðari viðskipta- jöfnuði en Islendingar hafa yfirleitt átt við að búa síðustu áratugi. En þótt þannig mætti segja, að straumur hinnar efnahagslegu starfsemi hafi runnið fram átaka- lítið þessi ár, geisaði samt á yfir- borðinu meira öldurót verðlags- breytinga en nokkru sinni áður í íslenzkri hagsögu. Þótt hin hat- ramma verðbólguþróun þessara ára eigi sér dýpri rætur en hér verði reynt að grafast fyrir, fer ekki milli mála, að síðustu þáttaskil hennar urðu með launasamningunum 1977, sem hrundu af stað víxlhækkunum verðlags og launa, sem fjórar ríkis- stjórnir hafa nú glímt við með misjöfnum árangri. • Of mörg ásættanleg markmið Við þessi skilyrði hefur viðleitni stjórnvalda til að ná tökum á þróuninni einkum beinzt að tveim- ur meginatriðum. Annars vegar hefur þráfaldlega og með ýmsum hætti verið reynt að hemja víxl- hækkanir með beinum aðgerðum, er hefðu áhrif á víxlverkunina sjálfa, svo sem með skerðingu vísitölu- ákvæða, niðurgreiðslum vöruverðs, lækkun neyzluskatta og verðlags- hömlum. Hins vegar hefur verið leitazt við að hafa hemil á pen- ingaframboði með aðgerðum á sviði fjármála og lánsfjármála í því skyni bæði að veita aðhald um þróun eftirspurnar í samræmi við þá stefnu, sem reynt hefur verið að fylgja í launa- og verðlagsmálum á hverjum tíma, og tryggja um leið viðunandi jafvægi í viðskiptajöfn- uði. Jafnframt hefur allan tímann verið lögð á það megináherzla, að ekki yrði gengið svo langt, að verulega slaknaði á atvinnustigi. Sú staðreynd, að aðgerðir stjórnvalda til að hemja verðbólguna hafa ekki borið meiri árangur en raun ber vitni á þessu tímabili, verður ekki að mínum dómi eingöngu skrifuð á reikning viljaleysis eða ófullnægj- andi skilnings á vandamálunum af hálfu stjórnvalda. Líklega er skýr- ingarinnar ekki síður að leita í því, að menn hafa sífellt verið að reyna að ná samtímis markmiðum, sem ekki hafa verið í reynd ásættanleg. Reynslan hefur til að mynda sýnt, að erfitt sé við aðstæður hér á landi að draga úr verðbólgu, en tryggja jafnframt óbreyttan eða hækkandi kaupmátt og hátt Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri: Baráttan við verðbólguna ekki samrýmanleg öðrum efnahagsmarkmióum, sem stefnt hefur verið að Stjórn og bankaráð Seðlabankans á ársfundinum í gær. Fremst á myndinni sitja bankastjórarnir þrir, Guðmundur Hjartarson. Davíð Ólafsson og Jóhannes Nordal, og bankaráðsformaðurinn Ingi R. Helgason. Ljósm. mu. ói. k. m. atvinnustig, þó sérstaklega ef á móti blæs vegna versnandi við- skiptakjara. Dæmi um þetta er afdrif þeirra tilrauna að draga úr víxlhækkunum verðlags og launa, sem hófust haustið 1978. Eftir að verðbólgan hafði þá um sumarið komizt yfir 50%, var reynt að draga úr víxlhækkunum verðlags og launa með auknum niðurgreiðslum, lækk- un neyzluskatta og skerðingu vísi- töluuppbóta gegn fyrirheiti um aðgerðir í félags- og skattamálum. En þótt verðbólgan hjaðnaði lítið eitt af þessum sökum og kæmist í bili niður fyrir 40%, var ekki um neinn verulegan bata að ræða. Áhrif vísitöluskerðingarinnar reyndust ekki varanleg, þar sem um vorið kom á móti almenn 3% grunnkaupshækkun, og síðan bætt- ust við verðhækkunaráhrif hækk- unar olíuverðlags. Einnig kom brátt í ljós, að útgjaldaaukning ríkisins vegna aukinna niðurgreiðslna og annarra ráðstafana til þess að hafa hemil á vísitöluhækkunum, stefndu ríkisbúskapnum í alvarlegan halla, svo að grípa þurfti á síðari helmingi ársins til nýrra skattahækkana til þess að rétta við stöðuna og draga úr þensluáhrifum af skuldasöfnun ríkissjóðs. Afleiðingar alls þessa urðu þær, að verðlag fór að hækka á ný, svo að árshækkun verðbólgunn- ar var um síðustu áramót komin upp í 60%. Samhliða þeim tilraunum, sem gerðar voru á þessu tímabili til þess að hafa bein áhrif á víxlhækkanir verðlags og launa, og ég mun ekki gera frekar að umræðuefni hér, var síðasta ár venju fremur viðburða- ríkt á sviði peninga- og lánsfjár- mála. Er óhætt að segja, að alvarleg tilraun hafi verið gerð til þess að móta sterkari stefnu en áður í þessum efnum, og var í því skyni brotið upp á ýmsum nýmælum bæði að því er varðar setningu markmiða og notkun stjórntækja. Kom þetta fyrst og fremst fram í setningu laga um stjórn efnahagsmála o.fl., sem samþykkt voru í aprílmánuði. Með þessari lagasetningu og öðrum að- gerðum var stefnt að því að ná betri tökum en áður á stjórn eftirspurnar og peningaframboðs bæði í því skyni að veita aðhald um verðlags- þróun innan lands og tryggja jafn- vægi í viðskiptum þjóðarbúsins við önnur lönd. Áður en ég kem að því að ræða um einstaka þætti í stjórn peningamála á síðastliðnu ári, er rétt að gera nokkra grein fyrir meginlínunum í þróun peninga- magns og lánsfjárstærða á árinu. I lánsfjáráætlun fyrir árið 1979 voru sett allmörg þröng mörk fyrir aukningu peninga- og lánsfjár- framboðs með hliðsjón af þeim markmiðum, sem ríkisstjórnin hafði sett sér í verðlagsmálum. Þegar hins vegar kom í ljós, að víxlhækkanir launa og verðlags og utanaðkomandi verðhækkunaráhrif yrðu mun meiri en upphaflega var ráð fyrir gert, var óhjákvæmilegt, að þróun lánsfjárstærða færi fram úr áætlunum og endurskoða þyrfti fyrri ákvarðanir í þeim efnum. • Útlánaaukning bankanna 60% Á þetta ekki sízt við um banka- kerfið, en í lánsfjáráætlun var gert ráð fyrir, að aukning almennra útlána innlánsstofnana, þ.e.a.s. út- lána að frádregnum lánum endur- keyptum af Seðlabankanum, yrði 33%, en þá var gert ráð fyrir, að verðbólga yrði komin niður í 30% í árslok. Fljótlega kom í ljós, að þessi áætlun myndi ekki standast, enda varð peningaþenslan mikil framan af árinu, einkum vegna verulegs halla hjá ríkissjóði og innstreymis erlends gjaldeyris, sem hvort tveggja bætti lausafjárstöðu bank- anna. Mikil breyting varð á stöðu innlánsstofnana á síðari helmingi ársins. Vegna vaxandi verðbólgu og áhrifa olíuverðshækkana jókst eft- irspurn eftir lánsfé. Útlán bank- anna héldu því áfram að aukast, þrátt fyrir það að lausafjárstaða þeirra snerist um þetta leyti mjög til hins verra, en þar komu m.a. til áhrif batnandi stöðu ríkissjóðs og aukinnar innlánsbindingar, sem heimiluð hafði verið með lögum um stjórn efnahagsmála. Niðurstaðan varð að lokum sú, að útlánaaukning bankanna að endurkaupum með- töldum varð nálægt 60% á árinu, sem var mjög svipað hækkun verð- lags innan ársins. Ef við lítum hins vegar á þróun heildarinnlána innlánsstofnana, jukust þau alls á árinu um 59%, en langmest aukning varð á vaxta- aukainnlánum, sem nærri því tvö- földuðust, enda voru bæði teknir upp þriggja mánaða vaxtaaukar- eikningar í byrjun ársins og vextir af þessum reikningum verulega hækkaðir. Er enginn vafi á því, að bætt ávöxtun og tilkoma vaxta- aukareikninganna hefur ráðið úr- slitum im það,- að hlutfall heildar- innlána miðað við þjóðarfram- leiðslu hefur haldizt svo til óbreytt síðustu fjögur árin, en á árinu 1979 hækkaði þetta hlutfall um 1%, þ.e.a.s. úr 20,3% árið 1978 í 21,2% á síðastliðnu ári. í lánsfjáráætlun og lögum um stjórn efnahagsmála var að því stefnt, að aukning peninga- magns, þ.e.a.s. samtölur seðla, myntar og veltiinnlána, yrði 25% á árinu. Reyndin varð sú, að þessi stærð fór einnig langt fram úr áætlun, en peningamagn jókst um 56% yfir árið í heild, en um 50%, ef innstæður fjárfestingarlánasjóða hjá Seðlabankanum eru frá taldar. Var aukning peningamagns því verulega innan við þá verðbólgu, sem átti sér stað frá upphafi ársins til loka þess. Þær tölur, sem ég hef nú rakið, gefa góða hugmynd um þau vanda- mál, sem fylgja því að gera áætlan- ir um og stýra framboði lánsfjár og peninga á tímum mikillar og óstöð- ugrar verðbólgu. Svipuð þróun og hjá bankakerfinu átti sér stað í útlánastarfsemi fj árfesgingarlána- sjóða og erlendum lántökum, en þó hvergi svo, að það færi fram úr þeim hækkunum, sem beinar verð- breytingar gáfu tilefni til. Hins vegar er býsna erfitt að rekja sundur orsakavef verðbólgunnar, svo að ljóst megi verða t.d. hvern þátt aukið framboð lánsfjár hafi í honum átt. En hvað sem því líður, er það ekki einskisverð staðreynd, að það aðhald, sem tókst að hafa í fjármálum og peningamálum á síðastliðnu ári, nægði til þess að tryggja sæmilegt jafnvægi í við- skiptum þjóðarbúsins út á við, þrátt fyrir óhagstæð ytri skilyrði. Samt er ég ekki í vafa um það, að fastara taumhald í þessum efnum hefði verið æskilegt, bæði með tilliti til verðbólguþróunar og viðskiptajafn- aðar, og var áreiðanlega svigrúm til þess, án þess að um veruleg áhrif á atvinnustig hefði verið að ræða. En í stað þess að fjölyrða frekar um það, sem á kann að hafa skort um aðhald í stjórn lánsfjármála á síðastliðnu ári, er gagnlegra að snúa sér nú að nánari umræðu um það, hvernig styrkja megi stjórn fjármála og peningamála og bæta þau stjórntæki, sem beita má á þessu sviði efnahagsmála. • Áætlanagerð í verðbólgu — óskhyggja Mörg helztu vandamálin, sem við hefur verið að etja í stjórn pen- ingamála að undanförnu, eiga ræt- ur að rekja til áhrifa hinnar miklu hagsveiflu, sem gekk yfir á fyrra helmingi 8. áratugsins. Þessi hag- sveifla færði íslenzkum þjóðarbú- skap fyrst verulegan búhnykk í formi ört batnandi viðskiptakjara, sem náðu hámarki í byrjun ársins 1974, en snerist síðan yfir í snöggan samdrátt í kjölfar olíukreppunnar fyrri. Á þessum árum magnaðist verðbólgan hér á landi, neyzla og fjárfesting jókst ört í uppsveifl- unni, en sparifjármyndun dróst saman vegna mjög neikvæðra raun- vaxta. Minnkaði ráðstöfunarfé bankakerfisins sem hlutfall af þjóð- arframleiðslu um fullan þriðjung á árunum 1971 — 1975, jafnframt því sem eftirspurn eftir iánsfé jókst. Leiddi þetta ásamt miklum halla hjá ríkissjóði síðustu- tvö árin til mikils peningaútstreymis og gífur- legs halla á viðskiptajöfnuði. Ljóst varð, að nauðsynlegt var að ná fastari tökum á stjórn fjármála og peningamála, ef takast átti að draga úr verðbólgunni og koma á jafnvægi í viðskiptunum við útlönd, en hið síðara hlaut, eins og komið var, að teljast enn brýnna verkefni. I því skyni að freista þess að samræma áætlanir og tryggja heildarsamræmi í ákvörðunartöku var hafizt handa um gerð lánsfjár- áætlana, og var hin fyrsta samin fyrir árið 1976. Síðan hafa þessar áætlanir verið gerðar árlega, og SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.