Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI WlJJAintOfUH'UU hefðu ráðið ferðinni hjá æðstu stjórn Bandaríkjanna hefði þessi björgunarleiðangur til að frelsa gíslana í Iran ekki haft eins sorglegan endi og raun varð á. Nú eru viðsjár miklar víða um heim og ljótleikinn blasir við sjónum manna næstum því hvert sem litið er, og öll mannréttindi eru fótum troðin og ofbeldi og yfirgangur hvarvetna hafður í frammi þar sem því verður við komið til að koma hinum miklu sósíalísku myrkraverkum komm- únista í framkvæmd með illu eða góðu. Um réttlæti og mannúð er ekkert hugsað. Tilgangurinn helg- ar meðalið, segja hin sósíalísku öfl. Já, þetta segir víða til sín. Nú nýverið hefir t.d. það gerst að 46 rithöfundar krefjast afsagnar stjórnar launasjóðs rithöfunda, telja hann hlutdrægan úr hófi fram, þar sé Alþýðubandalags- mönnum hampað og hossað til hæstu úthlutunar úr launasjóðn- um, mjög umfram verðleika. Nú er það vitað mál og augljóst öllum er lesa vilja, að margir hinna yngri rithöfunda á íslandi kokgleypa af lífi og sál hinn rússneska áróður, sem veður hvarvetna uppi í lönd- um og álfum hins sósíalíska heims á þessum síðustu og verstu dögum þar sem dauðastefnan eða öðru nafni helstefnan virðist ráða ríkjum, sem vonandi verður ekki til langframa. Til þess að sú spá megi rætast og verða að veruleika þarf mannkynið vissulega að breyta sínum lífsstíl og hverfa frá helstefnu þeirri, er nú um stundir hefur verið mestu ráðandi hjá okkur jarðarbúum. • Varnir lands- ins og öryggi Að lokum nokkur orð um varnir landsins og öryggi. Utan- ríkisráðherra hefur nýlega gefið Alþingi skýrslu um utanríkismál og er fylgt þar sömu stefnu og verið hefur nú hin síðari ár og ber að fagna því. Ég hygg að 90—95% landsmanna séu fylgjandi vörnum landsins, þau 5—10% sem þar standa utan við virðast fljótt á litið mjög óraunsær ofstækishóp- ur, mótsnúinn öllum vörnum landsins yfirleitt. Frelsisóður þessa sérviskuhóps er hlutleysi og aftur hlutleysi og óvarið land. Sjá allir heilskyggnir menn fánýti þeirrar heimskulegu kenningar. Opið og óvarið skal landið vera, svo að hvaða byssubófi sem er geti gert hér stórskaða, án þess að landsmenn geti hindrað það á nokkurn hátt. Líklega þyrfti nýtt Tyrkjarán til að opna augu þess- ara óraunsæju sérviskukarla og kvenna. Reykjavík, 5. maí 1980, Þorkell Hjaltason. Þessir hringdu . . . • Stjörnur á bæði kynin Soffía Eygló Jónsdóttir hringdi: Hvers vegna fá ekki karlmenn stjörnu fyrir að búa í óvígðri sambúð eins og konur í íbúaskrá Hagstofunnar? Þessari spurningu beini ég til Jafnréttisráðs. íbúaskrá Hagstofunnar auð- kennir hjúskaparstétt manna með tölustaf. Gift fólk er auðkennt með tölustafnum 3, einhleypt fólk með tölustafnum 1, en kona í óvígðri sambúð er auðkennd með stjörnu, en karl sem býr í óvígðri sambúð fær enga stjörnu. Ég vil ekki láta hafa stjörnuna af karlin- um, því það þarf tvo til að búa á þann hátt. E.t.v. er einhver skýr- ing á málinu, en mér er tjáð að þannig eigi þetta að vera. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Hvítur mátar í þriðja leik Staðan kom upp í skák tveggja sovézkra skákmanna í sveita- keppni fyrir stuttu síðan. Sav- chenko hafði hvítt gegn Aljtman og lék að bragði: 22. Rd6+! - Bxd6, 23. Dxg6+ (eða 23. Bxg6+) og svartur gafst upp, enda mát í næsta leik. • Hvað er list? Þrír sjónvarpsáhorfendur höfðu samband við Velvakanda mánudag og þriðjudag og báðu þáttinn að koma á framfæri van- þóknun þeirra til sjónvarpsins vegna sýningar á verðlaunakvik- myndinni „Faðir og húsbóndi" sl. laugardagskvöld. Viðkomandi sögðust ekki skilja slíkt val og báðu um að aðvaranir kæmu fram í auglýstri dagskrá, þar sem börn og unglingar horfðu iðulega á kvikmyndir á laugar- dagskvöldum. Þá bað einn þessara aðila yfirmenn sjónvarpsins að gera grein fyrir hver stæði að vali kvikmynda og hvert mat þeirra væri á list — þar sem myndin hefði verið auglýst sem verðlauna- kvikmynd. • Hvenær lauk seinni heims- styrjöldinni? 2882— 8209 hringdi: Við erum hér tvær vinkonur sem greinir á um, hvenær síðari heimsstyrjöldinni lauk. Önnur segir að henni hafi lokið 5. maí 1945 og Evrópudagurinn sé hald- inn hátíðlegur af því tilefni. Hin segir dagsetninguna 8. maí vera hina einu réttu. Getur þú hjálpað okkur Velvakandi góður til að leysa úr þessu máli? Velvakandi sneri sér til dr. Þórs Whitehead sagnfræðings og stað- festi hann, að styrjöldinni í Evr- ópu hefði opinberlega lokið á miðnætti 8. maí 1945. HÖGNI HREKKVÍSI nþm efr mM&yn? ao hiæctJa óvona MJÖÍr.." heimilistæki hf TÆKNIDEILD — SÆTÚNI 8 — SÍMI 24000 BRUNA- VIÐVÖRUNARKERFIN frá AUTR0NICA • Henta bæöi fyrir minni og stærri byggingar. • Traust og örugg. • Samþykkt af brunamálastofnun. • Hagstætt verö. • Góö þjónusta. heimilistæki hf TÆKNIDEILD — SÆTÚNI 8 — SlMI 24001 iKjt wnaio tuuuimu t tOb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.