Morgunblaðið - 15.05.1980, Page 44

Morgunblaðið - 15.05.1980, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1980 */£ M0Rö<JKí-S>5 KAtPINll \\ GRANI GÖSLARI Verður það. sem ég á nú úlifað. jafn æsileBt ok það sem ég hef lifað? Við verðum hjá ömmu á mcðan pabbi þinn reynir að hatta reykingum! BRIDGE UmsjómPáll Bergsson Kalla mætti spilið í dag söKuna um töluna 13. Mikilvægasta tala spilsins án alis vafa ok allar punktatölur falla hreint og beint í skuggann af henni. Norður gaf, allir á hættu. Norður S. K1083 H. 653 T. KD7 L. ÁD2 Suður S. ÁDG72 H. G8 T. ÁG3 L. 654 Sagnirnar: Norður Austur SuAur Vestur I I.auf 1 lljarta 1 SpaAt l*ass 3 Spartar 3 lljortu | Spartar Pass Pass Pass Útspil hjartatía. Austur tók á drottninguna og spilaði síðan kóng og ás, sem suður trompaði með háu en vestur lét lágt lauf, hafði átt aðeins tvö hjörtu. Tveir siagir á tromp nægðu til að ná trompun- um af andstæðingunum og báðir fylgdu lit þegar sagnhafi tók næst þrjá slagi á tígul. Sagnhafi gætti þess að vera staddur inni heima að þessu loknu og aðeins var eftir að ákveða hvernig spila bæri laufun- um. Hvernig stæðir þú að fram- haldinu? Sagnhafi sá, að þegar hér var komið var vinningur öruggur. í ljós hafði komið, að austur hafði átt sex hjörtu, tvo spaða og minnst þrjá tígla. Þannig var ekki rúm fyrir nema tvö lauf svo spil hans yrðu 13. Og ef marka mátti sagnir hans hlaut hann að eiga kónginn. Sagnhafi tók næst á laufásinn, austur lét iágt, spilaði sig heim á tromp og síðan aftur laufi. Þegar vestur lét lágt bað hann um drottninguna frá blind- um. Annaðhvort fengi hann slag- inn á drottninguna eða ef austur tæki þá slaginn á kónginn, eins og varð í reynd, átti hann ekki til fleiri lauf og varð að spila hjarta. Þá lét suður laufið sitt og tromp- aði í blindum. Unnið spii. COSPER Ö299 COSPER Sko þann stutta, hann er farinn að ganga! Helstefnan ráðandi Árangursríkasta aðgerð til að bjarga gíslum á síðari árum var árás Israelsmanna á Entebbe- flugvöll 1976 þegar þeir björguðu 103 föngum ræningja franskrar farþegaflugvélar. Önnur árang- ursrík tilraun til að bjarga gíslum flugvélarræningja var gerð í októ- ber 1977 þegar vestur-þýsk vík- ingahersveit réðst á farþegaþotu Lufthansa á flugvellinum í Maga- dishu í Sómalíu og bjargaði 86 gíslum. Með hliðsjón af ofangreindum staðreyndum virðist það hafa ver- ið alvarleg mistök hjá Bandaríkja- stjórn, að hún skyldi ekki hafa verið búin að tryggja sér fyrir löngu aðstoð og reynslu hinna þrautþjálfuðu og heimsfrægu vík- ingahersveita Israela og Vestur- Þjóðverja. En þessar björgunar- sveitir urðu heimsfrægar fyrir björgun gíslanna á Entebbe-flug- velli og Magadishuflugvelli í Sóm- alíu. Þessar björgunarvíkinga- sveitir hlutu því að búa yfir mikilli tækniþjálfun og kunnáttu, sem eflaut hefði verið hægt að nýta við gíslatökuna í íran, ef Bandaríkjastjórn hefði lagt áherslu á slíkt samstarf. Og ekki trúi ég öðru en slík samvinna hefði verið fúslega veitt, hefði sú ósk verið fram borin af réttum aðilum. Ég er einnig sannfærður um það, að ef ofangreind sjónarmið Reykjanesmótið í tvímenningi Jón Hilmarsson og Ármann J. Lárusson Reykjanesmeistarar i tvímenningi. LjÚKm. Kristmundur Ilalldúrsson Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Tafl- og bridge- klúbburinn Fimmtudaginn 8. maí var spiluð fyrsta umferð í þriggja kvölda keppni hjá félaginu, spilað er með MICHEL-fyrirkomulagi. Staða efstu para í fyrstu umferð er þessi: Sigfús Árnason — Valur Sigurðsson 333 Rafn Kristjánsson — Þorsteinn Kristjánsson 331 Gísli Tryggvason, — Guðlaugur Níelsen 324 Guðmundur Aronsson — Jóhann Jóeisson 318 Gestur Jónsson — Sverrir Kristinsson 310 Skafti Jónsson — Gísli Torfason 303 Guðmundur Karlsson — Kristinn Helgason 298 Júlíus Guðmundsson — Benedikt Guðmundsson 296 Geirarður Geirarðsson — Sigfús Sigurhjartarson 295 Fimmtudaginn 22. maí verður spiluð önnur umferð, spilað verður í Domus Medica. Spilarar mætið stundvísiega kl. 19.30. Úrslit Reýkjanesmótsins i tvímenningi voru spiluð í Þinghóli í Kópavogi helgina 10.—11. maí. Spiluð voru 95 spil í þremur lotum. Eftir fyrstu iotuna var forystan komin í hendur þeim félögum Ármanni J. Lárussyni og Jóni Hilmarssyni og héidu þeir henni með glæsibrag keppnina út. Röð efstu para varð þessi: Ármann J. Lárusson — Jón Hilmarssön 130 Kristján Blöndal — Georg Sverrisson 102 Aðalsteinn Jörgensen — Ásgeir Ásbjörnsson 75 Friðrik Guðmundsson — Hreinn Hreinsson 46 Haukur Hannesson — Valdimar Þórðarson 29 Bjarni Pétursson — Hannes Jónsson 27 Keppnisstjóri var Vilhjálmur Sigurðsson. Bridgefélag kvenna Þann 12. maí var spiluð síðasta umferð í hraðsveitarkeppni bridgeféiags kvenna. Alls voru spilaðar 5 umferðir með þátttöku 15 sveita og var þetta blönduð keppni þ.e. nokkrar sveitir voru myndaðar með þátttöku karla, m.a. sigursveitin. Efst varð sveit Dóru Friðleifs- dóttur með 2737 stig, en í þeirri sveit spiluðu auk hennar Sigríður, Guðjón og Ingólfur Böðvarsson. Röð sveitanna varð annars sem hér segir: Dóra Friðleifsdóttir 2737 Guðrún Bergsdóttir 2664 Alda Hansen 2646 Sigrún Pétursdóttir 2592 Aldís Schram 2591 19. maí verður síðan spilaður eins kvölds tvímenningur og er öllum heimil þátttaka. Þeir sem ekki hafa nú þegar tilkynnt um þátttöku hafi samband við for- mann félagsins, Ingunni, í síma 17987. Þetta verður jafnframt síðasta spilakvöld á þessari bridgevertíð, en að hausti mæta allir glaðir og reifir til leiks. Islandsmót í tvímenningi Isiandsmótið í tvímenningi hefst í kvöld. 64 pör víðs vegar að af landinu eru meðal þátttakenda. Spilað er í Domus Medica.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.