Morgunblaðið - 18.05.1980, Blaðsíða 15
Sendiráðstakan í London
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1980
63
MUHAMMAD Hashir Faruqi,
breskur Pakistani, er ritstjóri
Impact International, en það er
stjórnmálatímarit múham-
eðstrúarmanna, sem gefið er út
i London. Þegar árásarmenn-
irnir réðust inn í íranska sendi-
ráðið, var hann að bíða eftir því
að taka viðtal við viðskipta-
fulltrúann, dr. Gholam-Ali Af-
rouz. Þeim var báðum haldið í
gíslingu í sex daga. Hér lýsir
hann síðustu augnablikum um-
sátursins og skyndiáhlaupi
SAS-sveitarinnar á sendiráðið.
Ofbeldisseggimir
guggnuðu þegar á
hólmiim var komið
Skömmu eftir klukkan sjö á
mánudagskvöld, þegar ég var að
fara með bænirnar mínar, heyrði
ég lögregluna tala við hryðju-
verkamennina um flutning þeirra
út í flugvélina og langferðabílinn
og hve stóran bíl þeir þyrftu.
Foringinn sagði, að hann þyrfti
líklega að rúma 28 manns- síðan
leiðrétti hann sjálfan sig og sagði:
„Nei, nei, 36.“ Hann áttaði sig á
því, að hann mátti ekki gefa upp
töluna nákvæmlega.
Við vissum ekki, hvað var að
gerast fyrir utan, nema hvað við
heyrðum undarleg hljóð eins og í
flugvélum í lágflugi. Eg skil nú, að
þetta hefur verið gert til að fela
hávaðann við undirbúning SAS-
manna.
Þessu næst bað lögreglan um að
láta foringja hryðjuverkamann-
anna fá ferðatalstöðina aftur.
Honum var sagt, að allt væri til
reiðu, og að hann skyldi fara til
viðskiptafulltrúans og að hann
skyldi fara til viðskiptafulltrúans
og spyrja hann, hvort hann vildi
koma með. Tímasetningin á þessu
var mjög snjöll, því að þetta þýddi,
að hann skildi Sim Harris og Lock
lögregluþjón eftir án gæslu. Hann
var kominn hálfa leið upp stigann-
var ekki hjá okkur og ekki hjá
þeim- þegar allt fór í gang. Þetta
bjargaði ekki aðeins lífi Englend-
inganna, Sim og Trevor, heldur
líka okkar. Hefði hann komist í
herbergi hjá okkur, hefðum við
orðið að standa andspænis einum
hryðjuverkamanni til viðbótar.
Allir gíslarnir voru enn á efri
hæðinni. Karlmennirnir voru í
telex-herberginu og kvenfólkið í
litla herberginu. Einn hryðju-
verkamaður var við dyrnar og þrír
fyrir utan. Eg varð var við eitt-
hvað þrusk og leit í átt að
hryðjuverkamanninum, sem sat
við dyrnar. Hann hóf þegar í stað
skothríð í átt að miðju herberginu,
þar sem írönsku gíslarnir höfðu
hnappast saman. Einn íranskur
gísl lést og tveir særðust.
Að því búnu, heyrðust hvellir og
það mátti heyra hróp hryðju-
verkamanna. Áður en 20 sekúndur
voru liðnar, tóku þeir að missa
móðinn og hrópuðu „Tasleem,
Tasleem" (uppgjöf, uppgjöf).
Framglugginn á herberginu
hafði verið sprengdur og við vor-
um á gólfinu. Eftir að þeir fóru að
kalla „Tasleem, Tasleem", áttaði
ég mig á, að hvað snerti þessa
menn, vorum við hólpnir. Næsta
skref yrði koma áhlaups-
sveitarinnar.
Nú voru þrír hryðjuverkamenn
og 17 gíslar í hergberginu. Þegar
hér var komið, var ég staðinn upp
og sumir íranirnir líka. Við sáum
áhlaupsmennina koma inn um
dyrnar með grímur sínar og fólk
sagði: „Við erum gíslar, við erum
gíslar," og „ég er Breti, ég er
Breti."
Þá tók einn áhlaupsmanna ofan
grímuna og spurði, hverjir væru
hryðjuverkamenn. Þá voru
hryðjuverkamennirnir búnir að
hnipra sig saman út í horni innan
um írönsku gíslana og reyndu að
leita skjóls bak við skrifborð og
skápa.
Ég held að einhver hafi bent í
átt til þeirra, og þá hófu SAS-
menn að skjóta á þá. Ég er ekki
viss um, hvort hryðjuverkamenn-
irnir héldu um vopn sín, er hér var
komið, en það gátu áhlaupsmenn
að sjálfsögðu ekki vitað. Þeir vissu
ekki, hvort hryðjuverkamennirnir
væru enn vopnaðir eða ekki.
Einn þeirra sat á gólfinu og
þegar íranirnir bentu á hann, bað
hermaðurinn hann um að standa
upp og síðan var hann skotinn.
Þetta var stríð. Þeir dráöu tvo
hryðjuverkamenn og sá þriðji fór
niður í garðinn ásamt gíslunum.
Mannræningjarnir, er hertóku
sendiráðið, höfðu skotið þrjá gísla,
einn þeirra til bana, þegar
víkingasveitin gerði áhlaup. En
innan 10 sekúndna eða svo höfðu
þeir misst kjarkinn og gáfust upp.
Hefðu þeir verið einarðir menn,
hefðu þeir getað drepið okkur öll.
Þeir þyrmdu okkur ekki af neinum
siðferðisástæðum, heldur af þeirri
einföldu ástæðu, að þeir voru
yfirbugaðir og rugíaðir. Það var
ekki af viljaskorti, heldur skorti á
baráttuþreki.
Slökkviliðsmenn beina slöngum sínum að brennandi sendiráðsbyggingunni. Takið
eftir að þeir verða aö skýla sér bakviö vegg.
Tveir óeinkennisklœddir breskir lögreglumenn hlaupa burt meö lík
eins gíslanna, sem hryöjuverkamennirnir drápu til þess aö „undir-
strika kröfur sínar“ og vörpuöu síðan fram af svölum sendiráösbygg-
ingarinnar.
Sjá nœstu opnu