Morgunblaðið - 26.06.1980, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1980
Auður Auðuns:
Dylgjum svarað
Föstudaginn 6. júní birtist í
Morgunblaðinu grein eftir Svölu
Thorlacius, sem hún nefndi: Ætla
konur að bregðast? Greinin var
skrifuð til framdráttar Vigdísi
Finnbogadóttur, en Svala er einn
af aðalstuðningsmönnum þess
frambjóðanda í forsetakosning-
um. í grein þessari koma fram
ósæmilegar, aö ég ekki segi i 11-
kvittnislegar dylgjur í garð þeirra
kvenna, sem ekki vilja kjósa
Vigdísi Finnbogadóttur, en ég er
ein af þeim stóra hópi. Ég hefi
beðið eftir því að það örlaði á
afsökunarbeiðni, en úr því það
hefur ekki orðið ætla ég ekki að
taka slíkri kveðju þegjandi.
Greinarhöfundur segist hafa
talaö við fjölda kvenna á undan-
förnum vikum, sem séu fullar
fordóma gagnvart eigin kyni.
Þarna er auðvitað átt við þær
konur, sem ekki hafa viljað styðja
Vigdísi Finnbogadóttur. Og grein-
arhöfundur spyr, hver sé ástæðan,
minnimáttarkennd eða öfundsýki!
Ekki er konan að væna karlmenn-
ina um slíkar hvatir, nei, það eru
kynsystur hennar sem fara í
þennan gæðaflokk. Ætli þetta sé
ekki það ódrengilegasta, sem fram
hefur komið nú í kosningabarátt-
unni.
Fyrst greinarhöfundur hefur
varpað hanzkanum, skal ég að
minnsta kosti gera hreint fyrir
mínum dyrum og tjá henni hvers
vegna ég muni ekki kjósa Vigdísi
Finnbogadóttur.
Ég tel mér skylt að gera miklar
kröfur þegar velja skal þjóðhöfð-
ingja lands míns, og þær kröfur
uppfyllir Vigdís Finnbogadóttir
ekki að mínu mati, í allri hrein-
skilni sagt. í flestum greinum
stuðningsmanna hennar er skorað
á menn að kjósa hana út á
glæsileik hennar, gáfur og mennt-
un (lægstu háskólagráður, þ.e.
BA-próf eru t.d. talin hámenntun
þar i sveit). Ég held að konunni sé
varla greiði gerður með öllu því
hástemmda oflofi, sem á hana er
hlaðið, slíkt getur orðið broslegt.
En að öllu þessu slepptu er hins
vegar eitt, sem því veldur að ég get
ekki stutt Vigdísi Finnbogadóttur,
29.JUNI
Pétur J. Thorsteinsson
Aðalskrifstofa stuðningsfólks Péturs J. Thor-
steinssonar í Reykjavík er á Vesturgötu 17,
símar:
28170 — 28518
* Utankjörstaðaskrifstofa símar 28171 — 29873.
* Allar upplýsingar um forsetakosningarnar.
★ Skráning sjálfboðaliöa.
★ Tekið á móti framlögum í kosningasjóð.
Nú ffylkir fólkið sér um Pétur Thorsteinsson.
Hverfaskrifstofur
stuðningsmanna
Péturs J. Thorsteinssonar
Nes- og Melahverfi
Vestur- og Miðbæjarhverfi
Austurbæjar- og
Norðurmýrahverfi
Vesturgötu 3.
Símar 28630 - 29872.
Opið 17.00-22.00
Hlíöa- og Holtahverfi
Laugarneshverfi
Langholtshverfi
Háaleitishverfi
Bústaða-, Smáíbúða- og
Fossvogshverfi.
Árbæjar- og Seláshverfi
Grensásveg 11.
Símar 36944 - 37378 - 37379
Opið 17.00-22.00
Sími 77000.
Skóga- og Seljahverfi
Bakka- og Stekkjahverfi
Fella- og Hólahverfi
Fremristekkur 1.
Opið 17.00-22.00.
Stuðningsfólk Péturs.
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al GLYSINGA-
SÍMINN KR:
22480
og það er afstaða hennar og ferill í
öryggismálum landsins. Hún hef-
ur verið framarlega í þeim hópi,
sem krefst úrsagnar Islands úr
varnarsamtökum vestrænna þjóða
og brottreksturs varnarliðsins.
Þar er ég algerlega á öndverðum
meiði. Ég vil varið land í þeirri
vályndu veröld, sem við lifum í í
dag, en ég skal hlífa heiðruðum
lesendum við þeirri ömurlegu
smekkleysu að reyna í því sam-
bandi að upphefja sjálfa mig með
yfirlýsingum um ást á landi og
þjóð. Nokkru eftir að í blaðagrein
hafði verið rifjuð upp afstaða
Vigdísar Finnbogadóttur í varn-
armálum voru frambjóðendur við
forsetakjör allir m.a. spurðir um
það í Morgunblaðinu, hver væri
afstaða þeirra til aðildar íslands
að Atlantshafsbandalaginu og
varnarliðsins. Karlframbjóðendur
svöruðu skýrt og skorinort, en hjá
kvenframbjóðanda upphófst sá
furðulegi feluleikur, sem með
ýmsum hliðarhoppum hefur staðið
fram á þennan dag og undan-
brögðum frá því að svara spurn-
ingum af hreinskilni. Hafi einhver
eða einhverjir vonað að frambjóð-
andinn kæmi fram og verði sjón-
armið sitt af einurð, hafa þeir
hinir sömu mátt spyrja hvað væri
orðið af hinni marglofuðu og
Auður Auðuns
títtnefndu „reisn". Ég skal svo
aðeins nefnd eitt lítið dæmi um
málflutninginn. í viðtali Hjartar
Pálssonar við frambjóðandann í
fyrsta blaði stuðningsmanna
hennar, segist hún m.a. vera
„frábitin öllu, sem tengt er styrj-
öldum og vopnavaldi", og þá er
mér spurn: Veit konan um ein-
hvern íslending, sem er hlynntur
styrjöldum og vopnavaldi? Um
engan veit ég. Síðan segir hún:
„Þess vegna væri ég óheiðarleg ef
ég mælti með her eða væri hlut-
laus gagnvart honum." Með öðrum
orðum: Við öll sem erum frábitin
styrjöldum og vopnavaldi en vilj-
um af illri nauðsyn hafa varnir í
landinu, erum að mati frambjóð-
andans óheiðarleg. Jæja, en svo
fór í verra. Ég heyrði ekki betur
en hún segði í sjónvarpskynningu
s.l. föstudag, að varnarliðið væri
ill nauðsyn. Ljótt var að heyra,
konan bara allt í einu orðin
óheiðarleg eins og við hin. En það
var þó bót í máli, að það stóð ekki
lengi, því að í útvarpskynningu
tveim dögum síðar, var helzt að
heyra að hún væri aftur orðin
hvítþvegin og heiðarleg. Að vísu
skal ég viðurkenna, að svör henn-
ar þá voru æði torskilin, véfréttin
í Delfi hefði ekki gert það öllu
betur.
Okkur er nú heitið heimsfrægð
ef við viljum kjósa Vigdísi Finn-
bogadóttur fyrir forseta, sem hlýt-
ur auövitað að vera geysilega
þýðingarmikið fyrir alla andlega
og veraldlega velferð okkar um
ómælda framtíð, en ég er þá bara
svo dónsaraleg að fara að hugsa til
nágrannaþjóða okkar í Nató og
velta því fyrir mér hverju þær
velti fyrir sér, svona alveg burtséð
frá heimsfrægðinni.
Svona lítur þá málið út frá
mínum bæjardyrum. Ég skyldi þó
aldrei vera haldin minnimáttar-
kennd og öfundsýki, án þess að
vita það.
Þakka svo þeim lesendum, sem
hafa þolinmæði til að lesa allan
pistilinn og kveð þá í Guðs friði
(með þeim fyrirvara þó, að Albert
kunni að hafa einka-umboð fyrir
þessa kveðju fram á sunnudag).
Reykjavík, 24. júní
Hulda Á. Stefánsdóttir:
Sagan af Dísu
Ég hef lengi verið í nokkrum
vafa um hverjum ég ætti að greiða
atkvæði mitt við næsta forseta-
kjör og jafnvel hefur skotið upp
þeirri hugsun að best mundi að
sitja heima, það væri ábyrgðar-
minnst. En eftir að hafa fylgst
með því, sem sagt hefur verið og
fram hefur komið síðustu daga,
hef ég ákveðið að kjósa Albert
Guðmundsson. Hvers vegna,
munu menn spyrja?
Mynd kemur upp í hugann.
Lítill, föðurlaus drengur er alinn
upp hjá ömmu sinni. Strax og
kraftar leyfa, fer hann að vinna
hörðum höndum til að sækja björg
í bú. Hann kynnist hinni vinnandi
stétt, ungum og gömlum, og lærir
að skilja, að lífið er ekki bara
leikur. „Það fylgir því ábyrgð að
lifa."
Þegar tímar líða, leggur hann af
stað út í heiminn með það vega-
nesti, er hann fékk hjá ömmu
sinni. Það þætti e.t.v. ekki þungt á
metunum í dag, en reyndist hinum
unga sveini notadrjúgt.
Bænir ömmu hans fylgdu hon-
um. Hún hafði kennt honum að
trúa á „guð í alheimsgeimi og guð
í sjálfum sér“. Þetta dugði, Albert
gekk ótrauður með léttan mal að
settu marki. Hann var einn á báti,
en fylgdi jafnan sinni eigin sann-
færingu, eins og amma hans hafði
innrætt honum, og hann hefur
haldið því striki, meira að segja í
stjórnmálunum, þeirri refskák,
sem þar er tefld.
Önnur mynd kemur upp í hug-
ann. I æsku minni sá ég á sviði
leikrit. Þegar tjaldið var dregið
frá, blasti við ríkulegt veisluborð.
Húsbóndinn sat fyrir miðju borði
og fjöldi gesta var þar saman
kominn, vinir húsbóndans. Það
leyndi sér ekki, að húsbóndinn var
vinsæll meðal gestanna. Ótal
skálaræður voru fluttar, stóru
orðin ekki spöruð til að ausa lofi á
húsbóndann. í miðri veislugleði
kvaddi ógæfan dyra, og nú kom
annað hljóð í strokkinn. Veislu-
gestirnir tíndust út, hver á fætur
öðrum, án. þess að kveðja hinn
marglofaða gestgjafa.
Þeir læddust með veggjum fram
og hurfu sem halaklipptir hundar.
Húsbóndinn sat einn eftir með
sína ógæfu. Ölið var af könnunni.
Hefði Albert Guðmundsson verið
meðal veislugesta, hefði hann
vafalaust setið kyrr og freistað
þess að rétta hinum ógæfusama
manni hjálparhönd, því það er
almannarómur að hjálpsamari
maður sé vandfundinn. Og það,
sem betra er, hann fer ekki í
manngreinarálit, heldur réttir
fram hjálparhönd hverjum þeim
sem hann veit, að er í vanda
Hulda A. Stefánsdóttir
staddur og ætlast ekki til endur-
gjalds. Slíkir menn eru fágætir.
Arfurinn frá ömmu hans birtist í
fleiri en einni mynd.
Albert vill hlynna að gömlu
fólki, hann hefur áhuga á því, að
vel sé að því búið, er mótfalíinn
því að í hugsunarleysi sé því
stjakað út í horn, sé komið fyrir í
misjafnlega rúmgóðri geymslu,
þar til kallið kemur. Honum er
ljóst, að gamalt fólk þarfnast
hlýju og skilnings ekki síður en
börnin. Honum er einnig ljóst, að
ömmurnar gerðu meira en margur
hyggur. Þær voru jafnan hinn
trausti tengiliður milli fortíðar og
nútíðar. Þær sögðu börnunum
ævintýrin, sem komu róti á barns-
hugann og lyftu hugum þeirra frá
hversdagsleikanum inn í töfra-
heim. Þær fræddu börnin um
ættir þeirra og uppruna, um
menningu lands þeirra og sögu.
Þær björguðu oft því, að ræt-
urnar slitnuðu ekki. Én öll vitum
við, a rótarslitinn visnar vísir. Þá
má minnast þess, að kona Alberts,
Brynhildur Jóhannsdóttir, er
glæsileg kona og vel gefin. Hún á
rætur að rekja til húnvetnskra
dala, er komin af hinni kunnu ætt
Einars Andréssonar frá Bólu.
Margt merkisfólk er af Einari
komið, og þegar ég hugsa til þess
skylduliðs, eru mér einna efst í
huga systkinin frá Húnsstöðum,
Sigurður Sigurðsson landlæknir
og frú Þuríður Sæmundsen á
Blönduósi. Allir landsmenn
þekkja hinn dugmikla og vel gefna
lækni; systir hans var einnig
frábær gáfukona og sama má
segja um margt af þessu fólki. Það
var mannkostafólk, og listfengi
kemur þar einnig fram. Það, sem
eykur á glæsileika frú Brynhildar,
er hennar ljóðlist; hún er mjög vel
hagmælt. Heyrt hefi ég, að síðan
Albert Guðmundsson kom á þing
og þau hjón hafa setið þingveislur,
nái gleðin hámarki, þegar frú
Brynhildur stendur upp og flytur
frumort ljóð. — Illa þekki ég mína
kæru Húnvetninga, ef þeim þætti
ekki heiður að því að eiga slíkan
fulltrúa á Bessastoðum. Margt
gott má um Húnvetninga segja og
mér þótti gott hjá þeim að vera.
Meðan ég var meðal þeirra, átti ég
þar marga góða kunningja og vini,
sem ég mátti treysta á hverju sem
gekk.
Til gamans má segja hér litla
kosningasögu úr Húnavatnssýslu.
Það voru haustkosningar og
einn frambjóðandinn heimsótti
einsetukonu, mikla vinkonu mína,
Arndísi Kristófersdóttur á Ara-
læk. Hann færði henni lítinn
lambsskrokk. Eftir að hafa þegið
kaffi hjá gömlu konunni, bað hann
Arndísi þess að minnast sín við
væntanlegar kosningar. Svarið
kom dálítið flatt upp á frambjóð-
andann. „Ég kýs eins og hún
Hulda mín“, sagði blessuð gamla
konan. Allir vissu hvar í flokki ég
var stödd. Sagt er að svo fyrnist
ástir sem fundir ... samt er það
von mín, að ég eigi enn nokkrar
Dísur þarna norðurfrá.