Morgunblaðið - 26.06.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 26.06.1980, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980 fKttgtutliIfifeft Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 250 kr. eintakiö. Ráðstafanir ríkisstjórnar Þær aðgerðir, sem ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hefur boðað til þess að leysa vandamál frystiiðnaðarins hafa vakið verðskuldaða athygli. Ríkisstjórnin hefur að sjálfsögðu gefið Seðlabankanum heimild til að halda áfram gengissigi og má búast við, að gengi krónunnar lækki um 9% í kjölfar fiskverðshækkunar í júníbyrjun. Þetta gengissig er nú leyft, þótt flestir ráðherranna hafi sagt fyrri hluta júnímánaðar að gengislækkun væri engin lausn á sölutregðu á Bandaríkjamarkaði. En það er ekkert nýtt að þeir framkvæmi í lok mánaðar, það sem þeir andmæla í byr^un mánaðar. Aframhaldandi gengissig sýnir, að ríkisstjórnin hyggst halda áfram á sömu braut og hingað til. Engin tilraun er gerð til að rjúfa vítahring verðhækkana, kauphækkana, fiskverðshækkana og gengissigs. Hinn 1. september n.k. mun kaupgjaldsvísitalan enn hækka og í kjölfar þess mun fiskverð hækka og síðan mun gengið lækka. Svona gengur þetta koll af kolli. Verðbólgan mun magnast. Allar ráðstafanir, sem ríkisstjórnin gerir eru ráðstafanir til að aðlaga hina ýmsu þætti efnahagsmála verðbólgunni, en ekki ráðstafanir til að draga úr verðbólgu. Það er t.d. mikill misskilningur, ef menn halda að verðtryggð innlán lækni verðbólgumeinið. Verðtrygging er aðeins aðlögun að ríkjandi verðbólguástandi. Til viðbótar gengislækkun hefur ríkisstjórnin boðað, að hún muni láta skrásetja nákvæmlega allt geymslurými hér heima og erlendis fyrir frystan fisk. Síðan verði gerðar ráðstafanir til þess að flytja fisk á milli eftir því sem þörf krefur. Þetta er aðgerð, sem vekja mun mikla athygli. Það er ekki á hverjum degi, sem ríkisstjórnir hafa frumkvæði að öðrum eins töfraráðum og þeim að skrá geymslurými og flytja fisk á milli. Þessari ráðstöfun eiga frystihúsamenn að taka vel en ekki gera grín að henni, eins og Arni Benediktsson gerir í Morgunblaðinu í gær. Þá tilkynnir ríkisstjórnin, að hún muni strax gera ráðstafanir til að finna viðbótarmarkaði, sem tekið geti við meira fiskmagni. Þessi tilkynning ríkisstjórnarinnar er gleðiefni. Hún sýnir að ríkisstjórnin veit eitthvað sem sölusamtökin vita ekki. Ríkisstjórnin veit um fiskmarkaði, sem sölusamtökin hafa ekki komið auga á og því ber að fagna. Ríkisstjórnin lýsir því ennfremur yfir, að hún ætli að beita sér fyrir skuldabreytingum, þ.e. að breyta skamm- tímalánum frystiiðnaðarins í langtímalán. Þetta er aðgerð, sem frystihúsin kunna áreiðanlega vel að meta enda langt síðan þeim hefur verið boðið upp á ráðstöfun af þessu tagi og væntanlega verða þessi langtímalán með hagstæðum vöxtum. Hvaða gagn væri að þeim ella? Þá gefur ríkisstjórnin yfirlýsingu um aðgerðir, sem vafalaust munu skipta sköpum fyrir frystiiðnaðinn í þeirri erfiðu stöðu, sem hann er nú, en það er að unnið verði markvisst að aukinni framleiðni í fiskiðnaði. Það hefur að vísu eitthvað verið unnið við þetta undanfarin ár en áreiðanlega ekkert í líkingu við það sem ríkisstjórnin hyggst nú hafa frumkvæði um. Loks skýrir ríkisstjórnin frá því, að framvegis verði við ákvörðun fiskveiðistefnu tekið meira tillit til samhæfingar veiða, vinnslu og markaðsmöguleika. Að vísu hljóta einhverjir að spyrja hvort þetta þýði, að enn verði dregið úr þorskveiðum og öðrum fiskveiðum vegna takmarkaðra markaðsmöguleika en því er auðvitað fljótsvarað, að ríkisstjórnin er búin að finna nýja markaði fyrir fiskinn og þess vegna getur þetta ekki verið rétt skýring. Aðgerðir ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens í þágu frystihúsanna eru í samræmi við markvissa forystu forsætisráðherrans á þessum erfiðu tímum. Þær einkenn- ast af hugmyndaauðgi, með þeim er ráðist beint að vandanum og þær munu áreiðanlega bera skjótan árangur — svo að ekki þarf að óttast stöðvun frystihúsanna og atvinnuleysi. Svona eiga menn að stjórna — eða hvað? Gamla sæluhúsið á Hellisheiði. Ljósm.: Páll Jónsson. Gamla gatan á Hellisheiði SPÖLKORN ÚT í BUSKANN Frá upphafi ÍslandsbygKðar hefur Hellisheiði verið fiölförn- ust allra fjallvega á Islandi. Það er því vel við hæfi að eyða dagsstund til þess að ganga þessar gömlu götur, sem blasir við sjónum. þegar ekið er yfir heiðina, en svo fáir þekkja i raun. Þegar komið er upp á heið- ina, nokkru fyrir austan Skiða- skálann i Hveradölum, sjást margar vörður á vinstri hönd. Koma þær i ljós vestast á heiðinni, fyrir norðan Stóra- reykjafell og stefna i austurátt. Vörður þessar liggja meðfram götunni, sem ætlunin er að ganga að þessu sinni. Við ökum austur á Hellisheiðina, allt þar til við erum komin á móts við Hurðarás, eða Urðarás, eins og stendur á kortinu, förum þar úr bilnum og fylgjum síðan vörð- unum alla leið vestur að Kolvið- arhóli, en þann stað þekkja flestir. A meðan við göngum leiðina, skulum við rifja upp brot af þeirri vitneskju, sem kunn er um þessa leið. Árið 1703 ritaði Halfdan Jónsson lögréttumaður að Reykjum í Olfusi grein um Ölfushrepp og þar stendur þetta um Hellisheiði: „Vestan Varmár liggur almenningsvegur yfir fjallgarðinn, á Suðurnes og í Kjalarnesþing, fyrst upp Kamba, síðan vestur yfir Hellis- heiði, hver að austanverðu hefur mikla mosa með mjög litlu grasi, allt þar til Þrívörður heita og heiðin sjálf meinast mið vera, en hennar vestari partur er víða með sléttum hellum og hraun- grjóti, án gatna, nema þar sem hestanna járn hafa gjört, og auðsjáanlegt er, þeim athuga. Þessar sléttu hellur ná allt vestur að Biskupsvörðu. Fleiri vörður eru og við veginn, hlaðn- ar til leiðarvísis". Þannig hljóðar þessi lýsing, sem rituð var fyrir 277 árum. Við þræðum nú slóðina meðfram vörðunum. Þær standa margar mjög vel, þrátt fyrir lítið sem ekkert viðhald á þessari öld. Ekki er vitað hver var upphafs- maður að þessari vörðuhleðslu, eða hver hlóð fyrstu vörðuna, en líklega hefur það skeð löngu áður en Halfdan Jónsson ritaði fyrrnefnda lýsingu. Er vestar kemur á heiðina minnkar mosinn því þar er hún „... víða með sléttum hellum og hraungrjóti, án gatna nema þar sem hestanna járn hafa gjört ...“ Þar liggja sönnunargögnin, en sýna hversu fjölfarin heiðin hefur verið, því víða sjást djúpar götur markaðar ofan í stálharða klöppina, og eru þær dýpstu allt að ökkla djúpar. Þetta er rann- sóknarefni og við gefum okkur góðan tíma. En brátt ber okkur að sérkennilegri byggingu, sem vekur athygli. Þetta er hellukof- inn, en hann ber við loft í skarðinu á milli Stórareykjafells og Skarðsmýrarfjalls, þegar ekið er eftir veginum, yfir heiðina og er til að sjá eins og kúptur steinn. Þessi bygging var hlaðin milli 1830 og 1840 og stendur skammt þar frá, sem Biskupsvarðan fyrr- nefnda stóð. Var grjótið úr vörðunni notað í kofann. Þórður Erlendsson, sem síðar bjó að Tannastöðum hlóð kofann og ber hann meistara sínum fagurt vitni. Kofinn er ferhyrndur að innan. 1.85 m á hvern veg, en hæðin upp í mæni er 2 m. Ekkert annað efni en hraungrjót er í kofanum. Þegar fullri vegghæð er náð dragast hellurnar saman og mynda þakið. Efst er stór hraunhella, sem Iokar opinu. Dyrnar á kofanum eru 60 cm á breidd, en 1 m á hæð. Til að þétta veggina var troðið mosa í glufurnar. Kofinn stendur ná- lægt fertugustu og fimmtu vörðu. Talið austanfrá. Hann veitti oft hröktum mönnum skjól og til er rituð frásögn um það, að árið 1884 gistu þar 6 menn að vetrarlagi í hriðarbyl og leið ágætlega. Frá Hellukofanum hallar landinu vestur af og innan stundar stöndum við á efstu brún Hellisskarðsins, sem er fyrir ofan Kolviðarhól. Þaðan sést heim að Hólnum, hinum forna gististað og þangað látum við bílinn sækja okkur. sýSiAiic Moúidöv rústir MotddiiHr SHnr&W?}, iírið-Slrarbsmýrixfi^jh) ( Hvertijfi Onuttííyá'A Reykfífferi Qrustuhákhraun ■■HjárfSevklÁMlj ■JK SWfiaská'.i ÍÍáZhnúÍZr1 S1Í, 7> t-Þ4ótÍ}yrbékar ikMkrókuj Birt med leyfi LandmælinKa íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.