Morgunblaðið - 26.06.1980, Side 23

Morgunblaðið - 26.06.1980, Side 23
AUGLÝSING MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980 23 BLAÐ STUÐNINGSMANNA PÉTURS J. THORSTEINSSONAR Vitað var, og löngu áður en Ásgeir Asgeirsson ákvað að draga sig í hlé eftir 16 ára forsetatíð, að Gunnar Thoroddsen hygðist gefa kost á sér, og margir í hópi stuðningsmanna hans litu svo á, að sigur hans væri svo öruggur, að hann „ætti embættið". Því var það af mörgum talinn bjarnargreiði við dr. Kristján Eld- járn að skora á hann til framboðs — það væri svo gersamlega von- laust fyrir hann að etja kappi við hinn margreynda stjórnmála- mann. Menn sögðu sem svo, að Kristjáni væri ekki aðeins att „út í óvissuna" — hann færi í blindni út í algert vonleysi. En eftir því sem leið á þá kosningabaráttu, og fólki gáfust fleiri tækifæri til að gera saman- burð á frambjóðendum, jókst fylgi Kristjáns jafnt og þétt, uns hann hafði tvo þriðju atkvæða að baki sér á kjördegi, eins og mörgum mun í fersku minni. Pétur flestum óþekktur í fyrstu Nú er svipuð þróun að gerast. Þegar tilkynnt var um framboð Péturs Thorsteinssonar, höfðu fæstir trú á því, að svo lítt þekktur maður gæti gert sér einhverja von um sigur gegn frambjóðendum, sem kunnir voru öllum almenningi úr blöðum og sjónvarpi á liðnum árum. Stuðningsmenn Péturs gerðu sér þess grein, að áróðurinn yrði þungur í byrjun og einkum af tveim ástæðum: Pétur hafði starf- að mjög lengi erlendis og í öðru lagi höfðu störf hans eftir að heim kom — eins og erlendis — verið unnin í kyrrþey. var svo komið, að utankjörstað- arkosning var hafin fyrir hálfum mánuði, og menn höfðu greitt atkvæði hundruðum, ef ekki þús- undum saman, án þess að hafa átt þess verulegan kost að gera sam- anburð á frambjóðendum, kostum þeirra og brestum. En þá kom líka strax á daginn, eins og Pétur Thorsteinsson og stuðningsmenn hans héldu fram frá upphafi, að verulegrar aukn- ingar færi ekki að gæta á fylgi hans, fyrr en hljóðvarp eða sjón- varp rækju af sér slyðruorðið. Fylgið þyrpist að Pétri Þróun er ekki alltaf hæg — hún getur einnig gerst í stökkum — og það er einmitt þróun af því tagi, sem er að gerast þessa dagana. Almenningur í landinu hefur átt þess kost að gera sér grein fyrir því, að Pétur Thorsteinsson ber höfuð og herðar yfir keppi- nauta sína, hvað mannkosti og alla hæfileika til forsetaembættis- ins áhrærir. Hann er ekki aðeins manna prúðmannlegastur og ró- legastur, hvaða spjótum sem að honum er beint, heldur hefur það einnig komið fram á hinn ákjósan- legasta hátt, að hann býr yfir mestri og affarasælastri, alhliða þekkingu á lands- og alþjóðamál- um allra frambjóðenda. Símarnir eru rauðglóandi Það eru engar ýkjur, að símarn- ir í skrifstofum stuðningsmanna Péturs víða um land hafi verið „rauðglóandi“ síðustu daga — og sér í lagi eftir sjónvarpsþáttinn á föstudag — vegna hringinga frá fólki, sem lætur í ljós eindreginn stuðning við hann eftir að hafa jafnvel ætlað að veita öðrum frambjóðendum brautargengi, uns það átti — seint og um síðir — þess kost að gera raunhæfan samanburð. Og sá þungi straumur kjósenda, sem liggur nú í raðir stuðnings- manna Péturs, mun halda áfram að vaxa allt fram á kjördag. Stöðnun hjá Guð- laugi og Vigdísi Það er nú orðið deginum ljós- ara, að það eru ekki aðeins hinir óráðnu kjósendur, sem fylla flokk Péturs í vaxandi mæli. Fylgið hverfur einnig frá Guðlaugi Þor- valdss.vni og Vigdisi Finnboga- dóttur vegna vonbrigða með frammistöðu þeirra í hljóðvarpi og sjónvarpi, svo að nú hjaðnar óðum sú hylli, sem þau nutu i upphafi og mun engan veginn endast þeim fram að kosningum. Allir kjósendur, sem vilja ráð- stafa atkvæði sínu að hugsuðu máli og höfðu ekki gert upp hug sinn vegna ónógrar kynningar og upplýsinga, hafa nú fengið fasta jörð undir fætur. Og valið er ekki erfitt — það sýnir sú stökkþróun, sem getið er hér að framan og mun þó eiga eftir að koma enn betur í ljós. STRAUMHVÖRF í KOSNINGABARÁTTUNNI í í DAGANA STOKKBREYTMGU LIKUST Stöönun hjá Guðlaugi og Vigdísi eftir kynninguna í hljóö- og sjónvarpi Þegar líður að lokum þessarar kosningabar- áttu, er fróðlegt að bera saman þróunina nú og framvindu þeirrar kosningahríðar, sem háð var 1968, því að þar er margt líkt í höfuðatriðum, þótt svo virðist e.t.v. ekki í fljótu bragði. En það var líka sannfæring stuðningsmanna Péturs, að jafn- skjótt og þjóðinni gæfist kostur á að kynnast honum — manninum, störfum hans og viðhorfum til helstu mála, mundi afstaðan til hans gerbreytast. Breytingar varð fljótlega vart Sú varð líka raunin á. Þegar kynning var hafin á Pétri og einkum eftir að hann tók að efna til funda á æ fleiri stöðum um land allt, tók honum að vaxa fylgi, hægt og bítandi, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Það kom og fram í þeim tveim skoðanakönnunum síðdegisblaðanna, sem nálguðust að vera marktækar, því að Pétur jók fylgi sitt stórlega á örskömm- um tíma, og undir merki hans söfnuðust að kalla allir úr hópi hinna óákveðnu, sem gerðu upp við sig, hvern þeir hygðust kjósa. En þótt slíkir fundir séu sjálf- sagðir og nauðsynlegir, er það ljóst, að það er aðeins lítið brot kjósenda, sem hefur tækifæri til að kynnast frambjóðendum á þennan hátt. Annað og fleira þarf til svo að fullnægt sé eðlilegum kröfum frambjóðenda — og ekki síður kjósenda — um fræðslu og kynningu. Ríkisfjölmiðlarnir sváfu á verðinum Það eru einungis ríkisfjölmiðl- arnir — hljóðvarp og sjónvarp — sem geta náð inn á svo að segja hvert heimili og vinnustað í land- inu og gefið kjósendum mesta möguleika á að gera upp hug sinn að vel hugsuðu máli. En það er sannast sagna, að stjórnendur þessarar ríkisstofnunar virtust enga grein gera sér fyrir skyldum sínum eða gildi þess fræðslutækis, sem þeim hefur verið falin forsjá fyrir, eða eðlilegum kröfum kjós- enda í landinu. Það var ekki fyrr en hálfur mánuður var til kosn- inga, að hljóðvarp og sjónvarp virtust uppgötva, að afdrifaríkar kosningar yæru á næsta leiti. Þá Hersteinn Pálsson Gerum sigur Péturs sem glæsilegastan Það er greinilegt, að sá áróður er með öllu dauður og ómerkur sem haldið var uppi til skamms tíma og var á þá leið, að vonlaust væri að kjósa Pétur Thorsteinsson — atkvæðum, sem á hann féllu, væri kastað á glæ og mundu þau aðeins stuðla að kosningu þess frambjóðanda, sem flestir vildu síst. Síðustu atburðir sanna, að hvert atkvæði, sem Pétri verður greitt, kemur að fullum notum, því að fylgisaukning hans er slík, að sigur hans er tryggður. Eina vafaatriðið er fólgið í því, hve mikill sigur hans verður. 23. júní 1980. Hersteinn Pálsson. Velium Pétur forseta — Hann er vandanum vaxinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.